Bráðamóttaka LSH Þorbjörn Valur Jóhannsson skrifar 16. október 2024 08:03 Ég ritaði Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra bréf 17.07 sl. eftir um 12 klst. dvöl mína á bráðamóttöku LSH nokkrum dögum áður. Í bréfinu vísa ég í mjög svo slæmar aðstæður sem sjúklingar og starfsfólk þurfa að una við á bráðamóttökunni í dag. 2016 skrifaði ég bréf sem ég birti á Facebook vinum mínum til fróðleiks, þar sem ég lýsti ástandinu á bráðamóttökunni sem þá var mjög svo alvarlegt. Frá þeim tíma hefur það aðeins gerst að ástandið á bráðamóttöku LSH hefur versnað mjög mikið. Ástæða bréfsins til ráðherrans 17.07 sl. var að ég skoraði á hann að kynna sér ástandið og skoða aðstæður sjálfur og sjá hvernig allt er þar, fólk í biðsal langtímum saman, fólk á bekkjum um alla bráðamóttöku, þeir heppnari fengu rúm en allir bíðandi eftir aðstoð, misveikir en veikir Willum svaraði ekki erindi mínu. Skömmu síðar sá ég mynd af Samfylkingarfólkinu Kristrúnu Frostadóttur og Loga Einarssyni vísitera um Litla-Hraun, skoða aðstæður. Ég ákvað því að senda bréfið sem ég hafði áður sent ráðherra, til Kristrúnar þann 16. ágúst sl. með útskýringum. Kristrún svaraði skömmu síðar og áttum við samtal um þessi mál og er ljóst að hún skilur og þekkir vandann. M.a. kom fram að nýji spítalinn sem er í byggingu mun strax verða yfirsetinn þ.e. ekki þola álagið, spítalinn er þegar sprunginn og ekki kominn i notkun. Merkileg staðreynd það. Á sama tíma er talað um að loka gamla Borgarspítalanum í Fossvogi. Þekkt er að flæðisvandi spítalans þ.e. fólk í langlegu á bráðalegudeildum LSH sem kemst ekki í úrræði eru m.a. tappinn í vanda bráðamóttökunnar, það vantar s.s. hjúkrunarheimili. Á hverjum tíma eru að meðaltali um 70 manns í langlegu á bráðalegudeildum, ekki nákvæm tala, fólk sem þarf að komast í betri úrræði og umönnun á hjúkrunarheimili. Hvernig væri að nota spítalann í Fossvogi til að losa um þann hnút? Annað er að hér á landi hefur verið mikil fólksfjölgun, hælisleitendur og flóttafólk ofl. Þetta fólk hefur ekki aðgengi að heimilislæknum og leitar því m.a. á bráðamóttöku. S.s. enn aukið álag. Þann 12.10. sl. skrifar Jakob Frímann Magnússon þingmaður Flokks fólksins grein í Vísi um reynslu sína og vinar síns af bráðamóttökunni. Þar kemur fram enn ein birtingarmyndin af ástandinu sem þar er. Ég sendi Jakobi skeytið sem ég hafði áður sent til ráðherra með útskýringum. Hann svaraði og tók erindi mínu vel. Hann þekkir stöðu spítalans og hvar skóinn kreppir, ekki síst eftir þessa reynslu þeirra félaga. https://www.visir.is/g/20242633891d/ellefu-timar-sarthjadur-a-bradamottoku Það líður varla sá dagur eða vika sem ekki birtast greinar í fjölmiðlum frá fólki vegna ástandsins sem ég er að tala um í þessari grein. Þann 17.01.2024, frétt á MBL.is og Visi.is. Heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson talar um úrbætur á bráðamóttöku í þættinum Spursmálum. 08.07.2024, heilbrigðisráðherra segir á Vísi.is að ríkið eigi að taka við uppbyggingu hjúkrunarheimila. Hjúkrunarheimili hafa einmitt áhrif á flæðisvanda bráðmóttökunnar. 10.09.2024 Willum segir á Vísi.is að tímabært sé að stækka bráðamóttökuna. Ekkert hefur hins vegar verið gert nema talað. Nú eru kosningar framundan, látum okkur þetta mál varða, enginn veit hver er næstur að þurfa á þjónustu bráðamóttöku LSH að halda nú eða að eiga við aðstæður tengdar hjúkrunarheimilum, geðheilbrigðismálum eða heilbrigðismálum almennt. Höfundur er öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég ritaði Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra bréf 17.07 sl. eftir um 12 klst. dvöl mína á bráðamóttöku LSH nokkrum dögum áður. Í bréfinu vísa ég í mjög svo slæmar aðstæður sem sjúklingar og starfsfólk þurfa að una við á bráðamóttökunni í dag. 2016 skrifaði ég bréf sem ég birti á Facebook vinum mínum til fróðleiks, þar sem ég lýsti ástandinu á bráðamóttökunni sem þá var mjög svo alvarlegt. Frá þeim tíma hefur það aðeins gerst að ástandið á bráðamóttöku LSH hefur versnað mjög mikið. Ástæða bréfsins til ráðherrans 17.07 sl. var að ég skoraði á hann að kynna sér ástandið og skoða aðstæður sjálfur og sjá hvernig allt er þar, fólk í biðsal langtímum saman, fólk á bekkjum um alla bráðamóttöku, þeir heppnari fengu rúm en allir bíðandi eftir aðstoð, misveikir en veikir Willum svaraði ekki erindi mínu. Skömmu síðar sá ég mynd af Samfylkingarfólkinu Kristrúnu Frostadóttur og Loga Einarssyni vísitera um Litla-Hraun, skoða aðstæður. Ég ákvað því að senda bréfið sem ég hafði áður sent ráðherra, til Kristrúnar þann 16. ágúst sl. með útskýringum. Kristrún svaraði skömmu síðar og áttum við samtal um þessi mál og er ljóst að hún skilur og þekkir vandann. M.a. kom fram að nýji spítalinn sem er í byggingu mun strax verða yfirsetinn þ.e. ekki þola álagið, spítalinn er þegar sprunginn og ekki kominn i notkun. Merkileg staðreynd það. Á sama tíma er talað um að loka gamla Borgarspítalanum í Fossvogi. Þekkt er að flæðisvandi spítalans þ.e. fólk í langlegu á bráðalegudeildum LSH sem kemst ekki í úrræði eru m.a. tappinn í vanda bráðamóttökunnar, það vantar s.s. hjúkrunarheimili. Á hverjum tíma eru að meðaltali um 70 manns í langlegu á bráðalegudeildum, ekki nákvæm tala, fólk sem þarf að komast í betri úrræði og umönnun á hjúkrunarheimili. Hvernig væri að nota spítalann í Fossvogi til að losa um þann hnút? Annað er að hér á landi hefur verið mikil fólksfjölgun, hælisleitendur og flóttafólk ofl. Þetta fólk hefur ekki aðgengi að heimilislæknum og leitar því m.a. á bráðamóttöku. S.s. enn aukið álag. Þann 12.10. sl. skrifar Jakob Frímann Magnússon þingmaður Flokks fólksins grein í Vísi um reynslu sína og vinar síns af bráðamóttökunni. Þar kemur fram enn ein birtingarmyndin af ástandinu sem þar er. Ég sendi Jakobi skeytið sem ég hafði áður sent til ráðherra með útskýringum. Hann svaraði og tók erindi mínu vel. Hann þekkir stöðu spítalans og hvar skóinn kreppir, ekki síst eftir þessa reynslu þeirra félaga. https://www.visir.is/g/20242633891d/ellefu-timar-sarthjadur-a-bradamottoku Það líður varla sá dagur eða vika sem ekki birtast greinar í fjölmiðlum frá fólki vegna ástandsins sem ég er að tala um í þessari grein. Þann 17.01.2024, frétt á MBL.is og Visi.is. Heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson talar um úrbætur á bráðamóttöku í þættinum Spursmálum. 08.07.2024, heilbrigðisráðherra segir á Vísi.is að ríkið eigi að taka við uppbyggingu hjúkrunarheimila. Hjúkrunarheimili hafa einmitt áhrif á flæðisvanda bráðmóttökunnar. 10.09.2024 Willum segir á Vísi.is að tímabært sé að stækka bráðamóttökuna. Ekkert hefur hins vegar verið gert nema talað. Nú eru kosningar framundan, látum okkur þetta mál varða, enginn veit hver er næstur að þurfa á þjónustu bráðamóttöku LSH að halda nú eða að eiga við aðstæður tengdar hjúkrunarheimilum, geðheilbrigðismálum eða heilbrigðismálum almennt. Höfundur er öryrki.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun