Er það ekki skrýtið? Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 16. október 2024 10:03 Ef þú lítur inn á við kæri lesandi og veltir fyrir þér hver séu þín allra verðmætustu auðæfi, hvað kemur í hugann? Svar mitt er líklega eins og flestra sem eiga börn að það eru börnin mín. Þau verðmæti sem felast í börnunum mínum verða aldrei metin til fjár og ég myndi fórna hverju veraldlegu sem er ef á þyrfti að halda vegna barnanna minna. Börn breyta öllum þekktum stærðum í lífi okkar ef við erum svo lánsöm að eignast þau. Ástin sem við berum til barnanna okkar er allt öðruvísi en önnur ást sem við upplifum. Ástin er skilyrðislaus. Verðmætin sem felast í börnunum okkar eru allt önnur en þau verðmæti sem við höfum áður þekkt. Áskorunin sem fylgir erfiðleikum barnanna okkar er allt önnur en það sem við glímum sjálf við. Börn setja hreinlega allt annað í veröldinni í nýtt samhengi. Fólkið sem fer með okkar allra dýrmætustu auðlind Er það ekki skrýtið að samfélag okkar sem er smíð okkar fólksins og þau kerfi sem við höfum byggt upp sem gangverk samfélagsins skuli með svo litlum hætti endurspegla þetta? Er það ekki skrýtið að við skulum hafa byggt samfélagið upp þannig að börn bíði vikum, mánuðum eða árum saman eftir viðeigandi þjónustu eða stuðningi? Er það ekki skrýtið að kennarar og annað starfsfólk menntakerfisins skuli ár eftir ár þurfa að berjast fyrir mannsæmandi vinnuaðstæðum og kjörum? Berjast fyrir því að sinna hugsjón sinni að kenna börnunum okkar, hlúa að og efla okkar allra dýrmætustu auðlind til vaxtar og þroska? Er það ekki skrýtið að fólkið sem fer með okkar arðbærustu auðlind skuli vera í þessum sporum á sama tíma og til dæmis starfsfólk fjármálakerfisins sem fer með fjármagnið starfi við margfalt betri vinnuaðstæður og kjör? Þarf að stokka spilin upp á nýtt? Getur verið að þar sem við stöndum á miklum samfélagslegum tímamótum að við þurfum að hugsa gangverk samfélagsins upp á nýtt svo hlutirnir gangi betur upp? Kannski hverfa að einhverju leyti aftur til fyrri tíma þar sem stéttir eins og kennarar sem sinntu hinu mannlega voru í hávegum hafðar. Getur verið að ef við gætum stokkað spilin upp á nýtt og búið virkilega vel að þessum stéttum í stað þess að býsnast yfir kostnaði vegna afleiðinga af ómanneskjulegum vinnuaðstæðum að við myndum virkilega fara að sjá sparnað í okkar sameiginlegu sjóðum. Ef kennarar gætu sinnt hugsjón sinni af krafti í fyrirmyndar vinnuumhverfi þar sem framlag þeirra væri metið í samræmi við þau verðmæti sem þeirra störf skapa og börn sem væru í vanda stödd fengju strax viðeigandi aðstoð og stuðning. Getur verið að ef við endursmíðum hluta af gangverki samfélagsins að okkur myndi ganga betur? Þakkir til kennara Að lokum vil ég þakka sérstaklega þeim mögnuðu og framúrskarandi kennurum sem ég hef persónulega kynnst á lífsleiðinni og verið svo lánsöm að sum þeirra hafa hugsað um, kennt og hlúð að mér og mínum börnum með þeim hætti að þau fá sífelld ný tækifæri til að vaxa, dafna og þrífast. Það framlag er ómetanlegt. Takk kennarar í landinu. Þið eruð mögnuð stétt og þið eigið minn stuðning vísan. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði, fyrrverandi nemandi og foreldri leik- og grunnskólabarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Sjá meira
Ef þú lítur inn á við kæri lesandi og veltir fyrir þér hver séu þín allra verðmætustu auðæfi, hvað kemur í hugann? Svar mitt er líklega eins og flestra sem eiga börn að það eru börnin mín. Þau verðmæti sem felast í börnunum mínum verða aldrei metin til fjár og ég myndi fórna hverju veraldlegu sem er ef á þyrfti að halda vegna barnanna minna. Börn breyta öllum þekktum stærðum í lífi okkar ef við erum svo lánsöm að eignast þau. Ástin sem við berum til barnanna okkar er allt öðruvísi en önnur ást sem við upplifum. Ástin er skilyrðislaus. Verðmætin sem felast í börnunum okkar eru allt önnur en þau verðmæti sem við höfum áður þekkt. Áskorunin sem fylgir erfiðleikum barnanna okkar er allt önnur en það sem við glímum sjálf við. Börn setja hreinlega allt annað í veröldinni í nýtt samhengi. Fólkið sem fer með okkar allra dýrmætustu auðlind Er það ekki skrýtið að samfélag okkar sem er smíð okkar fólksins og þau kerfi sem við höfum byggt upp sem gangverk samfélagsins skuli með svo litlum hætti endurspegla þetta? Er það ekki skrýtið að við skulum hafa byggt samfélagið upp þannig að börn bíði vikum, mánuðum eða árum saman eftir viðeigandi þjónustu eða stuðningi? Er það ekki skrýtið að kennarar og annað starfsfólk menntakerfisins skuli ár eftir ár þurfa að berjast fyrir mannsæmandi vinnuaðstæðum og kjörum? Berjast fyrir því að sinna hugsjón sinni að kenna börnunum okkar, hlúa að og efla okkar allra dýrmætustu auðlind til vaxtar og þroska? Er það ekki skrýtið að fólkið sem fer með okkar arðbærustu auðlind skuli vera í þessum sporum á sama tíma og til dæmis starfsfólk fjármálakerfisins sem fer með fjármagnið starfi við margfalt betri vinnuaðstæður og kjör? Þarf að stokka spilin upp á nýtt? Getur verið að þar sem við stöndum á miklum samfélagslegum tímamótum að við þurfum að hugsa gangverk samfélagsins upp á nýtt svo hlutirnir gangi betur upp? Kannski hverfa að einhverju leyti aftur til fyrri tíma þar sem stéttir eins og kennarar sem sinntu hinu mannlega voru í hávegum hafðar. Getur verið að ef við gætum stokkað spilin upp á nýtt og búið virkilega vel að þessum stéttum í stað þess að býsnast yfir kostnaði vegna afleiðinga af ómanneskjulegum vinnuaðstæðum að við myndum virkilega fara að sjá sparnað í okkar sameiginlegu sjóðum. Ef kennarar gætu sinnt hugsjón sinni af krafti í fyrirmyndar vinnuumhverfi þar sem framlag þeirra væri metið í samræmi við þau verðmæti sem þeirra störf skapa og börn sem væru í vanda stödd fengju strax viðeigandi aðstoð og stuðning. Getur verið að ef við endursmíðum hluta af gangverki samfélagsins að okkur myndi ganga betur? Þakkir til kennara Að lokum vil ég þakka sérstaklega þeim mögnuðu og framúrskarandi kennurum sem ég hef persónulega kynnst á lífsleiðinni og verið svo lánsöm að sum þeirra hafa hugsað um, kennt og hlúð að mér og mínum börnum með þeim hætti að þau fá sífelld ný tækifæri til að vaxa, dafna og þrífast. Það framlag er ómetanlegt. Takk kennarar í landinu. Þið eruð mögnuð stétt og þið eigið minn stuðning vísan. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði, fyrrverandi nemandi og foreldri leik- og grunnskólabarna.
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar