Óreiða ríkir á stórum hlutum Sahelsvæðisins í Afríku. Átök eru víða og hafa þau komið verulega niður á fólki sem býr þar og er hætta á að óreiðan muni dreifa úr sér á komandi mánuðum og árum með tilheyrandi ódæðum, óstöðugleika og fólksflótta. Áhrif og geta vígahópa hafa aukist verulega og er hætta á að heilu ríkin gætu fallið í þeirra hendur. Á það sérstaklega við Malí og Búrkína Fasó, þar sem herforingjastjórnir eiga í miklum vandræðum. Í heildina er áætlað að einhverskonar átök eigi sér stað í fleiri en þrjátíu ríkjum Afríku um þessar mundir. Ofbeldið hefur leitt til aukins fólksflótta frá Afríku til Evrópu og Mið-Austurlanda og gæti orðið meiri aukning þar á. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir helstu vandamálin á Sahelsvæðinu og átökin í Súdan, sem komið hafa niður á fjölmörgum milljónum manna og virðast ekki ætla að enda í bráð. Vísir/Grafík Myrtu allt að sex hundruð manns í einni árás Íslamskir hryðjuverkamenn hafa sótt fram gegn herjum Malí, Búrkína Fasó og Níger, þar sem þeir eru taldir hafa myrt þúsundir. Í einni árás í Búrkína Fasó í ágúst er talið að meðlimir Jama‘at Nusrat al-Islam wal-Muslimin (JNIM), hryðjuverkahóps sem tengist al-Qaeda, hafi myrt allt að sex hundruð manns í einum bæ. Íbúar bæjarins voru, að skipan hersins, að reyna að grafa skurði í kringum hann til að styrkja varnir þeirra gegn mögulegum árásum þegar vígamennirnir réðust til atlögu. Skurðirnir urðu að fjöldagröfum mannanna sem hermenn höfðu skipað að grafa þá, ef marka má myndefni sem birt var á samfélagsmiðlum. Sú árás rataði lítið í fréttir en um er að ræða einhverja mannskæðustu árás af þessu tagi í Afríku á síðustu áratugum, samkvæmt frétt CNN. Myndbönd sem meðlimir JNIM birtu á samfélagsmiðlum sýndu vígamenn ganga um bæinn Barsalogho og keyra þar á mótorhjólum og skjóta fólk sem þóttist þegar vera dáið. Stór hluti þeirra sem voru myrtir voru konur og börn. Sérfræðingar franskra samtaka segja að áðurnefndir skurðir hafi verið liður í nýrri áætlun ríkisstjórnar Ibrahim Traore, sem leiðir herforingjastjórn Búrkína Fasó, um að hjálpa íbúum bæja og þorpa að verja sig sjálfir. Fólk sem lifði árásina á Barsalogho af hefur haldið því fram að hermenn hafi flúið undan árás vígamannanna. Mala gull, bókstaflega Vígahópar hafa lengi haldið til á Sahelsvæðinu svokallaða en þar er átt við þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni sem nær yfir þvera Afríku. Þar hafa þeir um árabil hagnast á óskráðum gullnámum, auk þess sem hóparnir skattleggja íbúa á yfirráðasvæðum sínum og fjármagna sig með ránum. Hóparnir fjármagna sig einnig með smygli á fíkniefnum og fólki, svo eitthvað sé nefnt. Al-Qaeda og Íslamska ríkið umsvifamestir Tveir hópar eru umsvifamestir á svæðinu. Það eru hinn áðurnefndi Jama‘at Nusrat al-Islam wal-Muslimin eða JNIM, sem tengist al-Qaeda, og Íslamska ríkið í Sahel. Sérfræðingar segja JNIM njóta meiri stuðnings þeirra sem búa á svæðinu og að leiðtogar hópsins hafi tengt hann eldri uppreisnarhópum sem hafi í gegnum árin haft náin tengsl við íbúa og þá sérstaklega á vestanverðu Sahelsvæðinu. Íslamska ríkið í Sahel, eða IS-S, er betur lýst sem mörgum smærri hópum sem tengjast ekki jafn nánum böndum og JNIM. Þá eru þessi hópar hvað öflugastir í kringum Tjadvatn, um miðbik Sahelsvæðisins, og sömuleiðis í Sómalíu. Tjadvatn er á landamærum fjögurra ríkja, Tjad, Níger, Nígeríu og Kamerún. Michael Langley, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afríku, sagði í byrjun október að Íslamska ríkið hefði stækkað gífurlega í Sómalíu á undanförnu ári. Vígamönnum þess hefði fjölgað og yfirráðasvæði þetta stækkað. Abdulqadir Mumin, leiðtogi Íslamska ríkisins í Sómalíu, var skotmark loftárásar Bandaríkjamanna í sumar, en ekki hefur verið staðfest hvort hann var felldur eða ekki. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna áætluðu í sumar að um fimm til sex þúsund vígamenn tilheyrðu JNIM á Sahelsvæðinu og tvö til þrjú þúsund menn væru í Íslamska ríkinu þar. Ítrekuð valdarán Samhliða því að vígahópar hafa auðgast meira hefur öryggisástand þessarar ríkja versnað verulega. Á undanförnum árum hafa fjölmörg valdarán verið framin í Vestur-Afríku. Í heildina eru þau níu frá árinu 2020 og hafa flest þeirra átt sér stað á Sahelsvæðinu. Assimi Goita ofursti, sem leiðir herforingjastjórn Malí, er hér til vinstri. Í miðjunni má sjá Abdourahamane Tchian, herforingja sem leiðir herforingjastjórnina í Níger, og til hægri er Ibrahim Traore kafteinn, sem stýrir herforingjastjórn Búrkína Fasó. Þeir héldu fund í sumar.EPA/ISSIFOU DJIBO Frá 2020 hafa tvö valdarán verið framin í Malí og í Búrkína Fasó. Valdarán hafa einnig verið framin í Níger, Gabon, Tjad, Gíneu og í Súdan. Mörg þessara valdarána hafa verið rakin til aukinnar óaldar á svæðinu og hétu þeir leiðtogar hersins sem tóku völdin þar að brjóta vígahópa á bak aftur. Sjá einnig: Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Í Malí, Búrkína Fasó og í Níger var bandarískum og frönskum hermönnum gert að yfirgefa löndin, að leiðtogum herforingjastjórna sem tóku þar völd. Þessar herforingjastjórnir leituðu á náðir Rússneskra málaliða, sem flestir eru á vegum varnarmálaráðuneytis Rússlands. Sjá einnig: Barist um Wagner-veldið Ofbeldið hefur þó eingöngu aukist og rússneskir málaliðar, auk hermanna herforingjastjórnanna, hafa verið sakaðir um fjölmörg ódæði. Rússnesku málaliðarnir hafa einnig lent í skakkaföllum á Sahelsvæðinu og lent í mannskæðum umsátrum og hafa fregnir borist af því að reynslumiklir málaliðar hafi verið kallaðir heim til Rússlands til að aðstoða herinn gegn Úkraínu. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa einnig sakað málaliðana um að arðræna ríkin þar sem þeir starfa. Sérfræðingar segja ódæði hermanna og rússneskra málaliða hafa leitt til þess að fleiri menn gangi til liðs við vígahópa á svæðinu. Þá hefur efnahagsástand ríkjanna versnað verulega. Ofbeldið hefur eingöngu aukist á Sahel svæðinu. Fyrsta árásin á höfuðborgina í næstum áratug Í september gerðu meðlimir JNIM umfangsmikla árás í Bamako, höfuðborg Malí. Þar eru þeir sagðir hafa fellt tugi manna í árásum nokkur skotmörk eins og herflugvöll og þjálfunarstöð fyrir hermenn og lögreglumenn. Vígamennirnir eru sagðir hafa haldið umræddum flugvelli í höfuðborginni um nokkuð skeið og þar brenndu þeir forsetaflugvél Assimi Goita, ofursta, sem leiðir herforingjastjórn Malí. Þetta var í fyrsta sinn í nærri því áratug sem vígamönnum tókst að gera árás á höfuðborg Malí og þykir það til marks um aukin umsvif þeirra í landinu og veika stöðu herforingjastjórnarinnar. Árásum vígahópa hefur einnig farið fjölgandi í Tógó, Benín og Nígeríu. Það eru auðugri ríki en þau sem vígamennirnir hafa verið virkir í hingað til. JNIM birti í upphafi október myndefni af árásum í Tógó og Níger, þar sem hermenn sáust flýja undan fjölmörgum vígamönnum. Sérfræðingar segja JNIM hafa gert árásir allt að tvö hundruð kílómetra inn í Tógó, sem sé mikið áhyggjuefni. Al-Qaeda in Sahel (JNIM) has released a new video that shows a drone-record battlefields in Niger and Togo, with hundreds of respective countries' soldiers fleeing their camps and abandoning positions to jihadi swarm #Niger #Togo pic.twitter.com/21Rw7HahsS— Paweł Wójcik (@SaladinAlDronni) October 3, 2024 Litlar líkur á því að ástandið batni Sérfræðingar og greinendur telja litlar líkur á því að ástandið muni skána á komandi mánuðum og árum. Líklega muni vígahópar dreifa úr sér enn frekar um Sahelsvæðið og mögulega víðar um Afríku á komandi árum. Þá sé hætta því að heilu ríkin, og þá sérstaklega Malí, Búrkína Fasó og Níger, gætu fallið í hendur vígamanna JNIM. Þaðan gætu vígahópar gert árásir á nærliggjandi ríki eða á Vesturlöndum. JNIM og aðrir hópar eru þegar sagðir stjórna um helmingi Búrkína Fasó. Í nýlegri frétt Reuters segir að fjöldi farand- og flóttafólks sem farið hafi frá Sahelsvæðinu til Evrópu hafi aukist um 62 prósent, séu fyrstu sex mánuðir þessa árs bornir saman við fyrstu sex mánuði síðasta árs. Á þessu ári hafi 17.300 manns farið til Evrópu en á sama tíma í fyrra hafi fjöldinn verið um 10.700. Sameinuðu þjóðirnar og önnur samtök kenna átökum og veðurfarsbreytingum um. Reuters hefur eftir yfirmanni hjá Rauða krossinum að mun fleiri konur og börn sjáist á vergangi en áður. Flóttann megi rekja til aukins ofbeldis og til flóða og þurrka, sem hafi leitt til fólksflótta úr sveitum til borga og bæja. Bandaríkjamenn og Frakkar leita annað Frá því Bandaríkjamönnum var vísað frá Níger í sumar hafa forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna unnið að því að ná aftur áttum og koma hermönnum fyrir í öðrum ríkjum á svæðinu. Verið er að gera upp flugvöll í Benín svo hægt sé að hafa herþyrlur þar og hafa sérsveitarmenn og eftirlitsflugvélar verið sendir til Fílabeinsstrandarinnar. Þá standa einnig yfir viðræður um að senda sérsveitarmenn aftur til Tjad, samkvæmt nýlegri frétt Washington Post. Fyrr á þessu ári skipaði herforingi í Tjad tiltölulega fáum bandarískum hermönnum að yfirgefa herstöð þar sem þeir voru hýstir í landinu. Eftir umdeildar kosningar eru Bandaríkjamenn að ræða möguleikann á því að snúa aftur en her Tjad er um þessar mundir að berjast við vígamenn Íslamska ríkisins og Boko Haram. Yfirvöld þessara ríkja Afríku eru sögð óttast ofbeldið í ríkjunum fyrir norðan þau og vonast eftir því að vera bandarískra hermanna þar muni styrkja stöðu þeirra. Mark Hicks, sem stýrði á árum áður sérsveitum Bandaríkjamanna í Afríku, sagði WP að brottflutningur um 1.100 hermanna frá Níger hefði komið verulega niður á getu Bandaríkjamanna til að halda aftur af vígahópum á Sahelsvæðinu. Það eina í stöðunni væri nú að koma þessum hermönnum fyrir í strandríkjum á svæðinu. Svipaða sögu er að segja af Frökkum. Frönskum hermönnum sem hafa á undanförnum árum tekið virkan þátt í baráttunni gegn vígahópum á Sahelsvæðinu, var vísað frá Malí, Níger og Búrkína Fasó eftir að herinn tók þar völd. Í kjölfar þess hafa Frakkar sent ráðgjafa og herþjálfara til Gabon, Senegal, Fílabeinsstrandarinnar og Tjad. Þá eru þúsundir hermanna sagðir í viðbragðsstöðu til að bregðast við í Afríka með tiltölulega skömmum fyrirvara, reynist þörf á því. „Frakkland verður áfram virkt í málefnum Afríku, bara ekki með jafn sýnilegum hætti,“ sagði einn franskur heimildarmaður WP. Meira en helming íbúa Súdan skortir mat Ástandið er hvergi verra í Afríku en það er í Súdan. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því á dögunum að á síðastliðnum átján mánuðum hefðu nærri því þrjár milljónir manna flúið landið vegna átakanna þar. Rúmlega ellefu milljónir hafa þurft að flýja heimili sín en halda enn til innan landamæra Súdan. Um fimmtíu milljónir manna búa í Súdan. Áætlað er að rúmlega helmingur þeirra, eða um 26 milljónir manna, standi frammi fyrir alvarlegum fæðuskorti., Í Súdan hafa þeir Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Daglo, leiðtogi öflugra sveita sem kallast RSF, barist um yfirráð. Al-Burhan og Daglo tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Í fyrra stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Undanfarna daga og vikur hafa mikil átök átt sér stað í Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem herinn reynir að ná borginni úr höndum RSF. #Sudan: On 26 September, the SAF launched one of its largest coordinated attacks to reconnect troops across the Khartoum tri-cities. Heavy airstrikes and artillery shelling preceded advances by SAF troops on key RSF positions. Full insights: https://t.co/oLEicnwBfE pic.twitter.com/NWXVo2fjr8— ACLED (@ACLEDINFO) October 15, 2024 Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Sjá einnig: Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg AFP fréttaveitan hefur eftir Mamadou Dian Balde, yfirmanni flóttamannamála í Súdan, að það að fjöldi fólks sem flúið hafa landið sé að nálgast þrjár milljónir séu miklar hörmungar. Það sé að miklu leyti vegna þess hve grimmileg átökin hafa verið. Margir af þeim sem hafa flúið Súdan hafa farið til Tjad, sem er eitt fátækasta ríki Afríku og hefur ekki burði til að taka á móti öllu þessu fólki. Vitað er til þess að tæplega sjö hundruð þúsund manns hafi flúið til Tjad. Þar af 25 þúsund í fyrstu viku október. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir einum og hálfum milljarði dala til að koma fólkinu til aðstoðar en ekki hefur tekist að safna nema rétt rúmum fjórðungi þeirrar upphæðar. „Þetta er ekki nóg, því flóttafólkinu fjölgar áfram,“ sagði Balde. Deyja úr hungri og úr sjúkdómum Stríðandi fylkingar í Súdan hafa komið í veg fyrir að það hjálparstarf sem er til staðar hafi náð til stórra hluta landsins. Sameinuðu þjóðirnar áætla að hundruð deyi úr hungri og sjúkdómum á degi hverjum, samkvæmt frétt Reuters. Herinn hefur verið sakaður um að koma í veg fyrir að neyðaraðstoð sé dreift á yfirráðasvæðum RSF en dreifingin er mun meiri á yfirráðasvæðum hersins. RSF hefur einnig verið sakað um að beita hungri sem vopni en vígamenn hópsins hafa rænt neyðarsendingum og komið í veg fyrir að hjálparstarfsmenn hafi náð til fólks í neyð. Ástandið þykir verst í Norður-Darfúr þar sem allt stefnir í hungurneyð. Mörg önnur héruð standa frammi fyrir sömu stöðu. Í frétt Reuters kemur fram að greining á grafreitum í Darfur sýni að þeir stækki mjög hratt. Meira en helmingur íbúa Súdan glímir við fæðuskort.Getty/Mudathir Hameed Læknar án landamæra, eða MSF, lýstu því yfir í september að margar konur í Suður-Darfur hefðu látið lífið á þessu ári og margar þeirra vegna blóðeitrunar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Börn á svæðinu eru einnig sögð glíma við verulega vannæringu. Af um þrjátíu þúsund börnum sem skoðuð voru í ágúst voru nærri því þriðjungur þeirra vannærð og rúm átta prósent verulega vannærð. Einn af yfirmönnum MSF sagði ástandið í Suður-Darfúr vera verra en hún hefði séð það áður á sínum ferli. Sláandi fjöldi nýfæddra barna og bæði verðandi og nýrra mæðra væri að láta lífið. Kólera hefur einnig leikið íbúa Súdan grátt á undanförnum mánuðum. Vopnum dælt til Súdan Stórvöld og nágrannaríki hafa komið að átökunum í Súdan. Rússar hafa stutt RSF, auk Íran, og annarra ríkja. Undanfarið hafa þó borist fregnir af því að Rússar hafi litið frekar til hersins og boðið leiðtogum hans vopn í skiptum fyrir aðgang að strönd Súdan fyrir rússnesk herskip. Íran hefur einnig sent vopn til hersins og Katar hefur sent hernum sex herflugvélar frá Kína, samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Úkraínumenn hafa einnig aðstoðað herinn og hafa úkraínskir sérsveitarmenn barist með hernum gegn RSF. Sjá einnig: Stríðið í Úkraínu háð í Súdan New York Times sagði frá því í september að Sameinuðu arabísku furstadæmin hefðu um langt skeið stutt RSF á laun, þrátt fyrir að ráðamenn þar hefðu ítrekað neitað slíkum fregnum. Flutningur vopna til Súdan er bannaður, samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ríkið er sagt hafa notað hjálparstarf Rauða hálfmánans til að smygla fjármunum, vopnum og drónum, svo eitthvað sé nefnt, til RSF í Súdan. Þetta hafi verið staðfest af rannsakendum Sameinuðu þjóðanna og þrátt fyrir það hafi yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum aukið stuðning sinn við RSF. Blóðug átök hafa átt sér stað í Súdan í tæp tvö ár.Getty/Mudathir Hameed Öflugir drónar frá Kína hafi verið fluttir til flugvallar í Tjad sem furstadæmin hafi byggt upp og þar hafi flugskýli og stjórnstöð verið reist fyrir drónana. Þeim sé svo flogið þaðan og notaðir til að öðlast upplýsingar fyrir RSF og vakta vopnasendingar til hópsins. Gervihnattamyndir hafa sýnt að notast er við svokallaða Wing Loong dróna, sem svipa mjög til hinna bandarísku Reaper dróna. Þeir geta flogið í allt að 32 klukkustundir og borið allt að tólf flugskeyti eða sprengjur. Furstadæmin hafa einnig sent stórskotaliðsvopn til RSF og svokallaðar MANPADS-eldflaugar. Þar er um að ræða smá vopn sem stakir hermenn geta borið og notað til að skjóta niður flugvélar, þyrlur og dróna. Þekktustu vopnin af þessari gerð eru bandarísku Stinger-eldflaugarnar. Rússneskir málaliðar Wagner Group eru sagðir hafa þjálfað RSF-liða í notkun þessara vopna, sem hafa gert meðlimum RSF kleift að draga úr yfirburðum hersins í lofti. Í fyrra sögðu yfirvöld furstadæmanna einnig frá því að til stæði að reisa sjúkrahús í Tjad, nærri landamærum Súdan, og þar ætti að hlúa að flóttafólki frá Súdan. Ráðamenn í Bandaríkjunum komust þó fljótt að því að RSF-liðar voru fluttir að sjúkrahúsinu og flugvélar sem áttu að flytja lyf og aðrar nauðsynjar fluttu þess í stað vopn sem smyglað var til Súdan. Viðleitni ráðamanna í Bandaríkjunum og annarsstaðar til að koma á friði hefur skilað nokkrum viðræðum en að öðru leyti litlum sem engum árangri. Flóð hafa komið niður á landbúnaði víða í Afríku og þar á meðal í Níger, þar sem þessi mynd var tekin.EPA/ISSIFOU DJIBO Umfangsmikill fæðuskortur Manngerðar hamfarir hafa leikið marga íbúa Afríku grátt á undanförnum árum og er ekki útlit fyrir að þar verði lát á í bráð. Bæði rigningar og flóð annars vegar og þurrkur hins vegar hefur einnig leikið matvælaframleiðendur grátt víðsvegar um heimsálfuna. African center for stategic studies, greiningarstofnun innan varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði nýverið að af um 163 milljónir Afríkubúa glími við fæðuskort, sem sé þrefalt meira en það var fyrir fimm árum síðan. Af öllum þessum milljónum manna er talið að um áttatíu prósent þeirra búi á átakasvæðum, eða um 130 miljónir. Í Nígeríu, Súdan og Austur-Kongó eru tugir milljóna manna sem búa við fæðuskort í hverju ríki fyrir sig, sem samsvarar um helmingi allra sem eiga við fæðuskort að glíma í allri Afríku. Erfitt er þó að ná utan um tölfræði sem þessa þegar kemur að Sahelsvæðinu þar sem aðgengi hjálparstarfsmanna, blaðamanna og annarra er verulega takmarkað. Herforingjastjórnirnar hafa einnig dregið verulega úr birtingu upplýsinga um fæðuskort og fólksflótta. Fréttaskýringar Hryðjuverkastarfsemi Flóttamenn Hernaður Búrkína Fasó Malí Níger Sómalía Bandaríkin Frakkland Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent
Áhrif og geta vígahópa hafa aukist verulega og er hætta á að heilu ríkin gætu fallið í þeirra hendur. Á það sérstaklega við Malí og Búrkína Fasó, þar sem herforingjastjórnir eiga í miklum vandræðum. Í heildina er áætlað að einhverskonar átök eigi sér stað í fleiri en þrjátíu ríkjum Afríku um þessar mundir. Ofbeldið hefur leitt til aukins fólksflótta frá Afríku til Evrópu og Mið-Austurlanda og gæti orðið meiri aukning þar á. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir helstu vandamálin á Sahelsvæðinu og átökin í Súdan, sem komið hafa niður á fjölmörgum milljónum manna og virðast ekki ætla að enda í bráð. Vísir/Grafík Myrtu allt að sex hundruð manns í einni árás Íslamskir hryðjuverkamenn hafa sótt fram gegn herjum Malí, Búrkína Fasó og Níger, þar sem þeir eru taldir hafa myrt þúsundir. Í einni árás í Búrkína Fasó í ágúst er talið að meðlimir Jama‘at Nusrat al-Islam wal-Muslimin (JNIM), hryðjuverkahóps sem tengist al-Qaeda, hafi myrt allt að sex hundruð manns í einum bæ. Íbúar bæjarins voru, að skipan hersins, að reyna að grafa skurði í kringum hann til að styrkja varnir þeirra gegn mögulegum árásum þegar vígamennirnir réðust til atlögu. Skurðirnir urðu að fjöldagröfum mannanna sem hermenn höfðu skipað að grafa þá, ef marka má myndefni sem birt var á samfélagsmiðlum. Sú árás rataði lítið í fréttir en um er að ræða einhverja mannskæðustu árás af þessu tagi í Afríku á síðustu áratugum, samkvæmt frétt CNN. Myndbönd sem meðlimir JNIM birtu á samfélagsmiðlum sýndu vígamenn ganga um bæinn Barsalogho og keyra þar á mótorhjólum og skjóta fólk sem þóttist þegar vera dáið. Stór hluti þeirra sem voru myrtir voru konur og börn. Sérfræðingar franskra samtaka segja að áðurnefndir skurðir hafi verið liður í nýrri áætlun ríkisstjórnar Ibrahim Traore, sem leiðir herforingjastjórn Búrkína Fasó, um að hjálpa íbúum bæja og þorpa að verja sig sjálfir. Fólk sem lifði árásina á Barsalogho af hefur haldið því fram að hermenn hafi flúið undan árás vígamannanna. Mala gull, bókstaflega Vígahópar hafa lengi haldið til á Sahelsvæðinu svokallaða en þar er átt við þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni sem nær yfir þvera Afríku. Þar hafa þeir um árabil hagnast á óskráðum gullnámum, auk þess sem hóparnir skattleggja íbúa á yfirráðasvæðum sínum og fjármagna sig með ránum. Hóparnir fjármagna sig einnig með smygli á fíkniefnum og fólki, svo eitthvað sé nefnt. Al-Qaeda og Íslamska ríkið umsvifamestir Tveir hópar eru umsvifamestir á svæðinu. Það eru hinn áðurnefndi Jama‘at Nusrat al-Islam wal-Muslimin eða JNIM, sem tengist al-Qaeda, og Íslamska ríkið í Sahel. Sérfræðingar segja JNIM njóta meiri stuðnings þeirra sem búa á svæðinu og að leiðtogar hópsins hafi tengt hann eldri uppreisnarhópum sem hafi í gegnum árin haft náin tengsl við íbúa og þá sérstaklega á vestanverðu Sahelsvæðinu. Íslamska ríkið í Sahel, eða IS-S, er betur lýst sem mörgum smærri hópum sem tengjast ekki jafn nánum böndum og JNIM. Þá eru þessi hópar hvað öflugastir í kringum Tjadvatn, um miðbik Sahelsvæðisins, og sömuleiðis í Sómalíu. Tjadvatn er á landamærum fjögurra ríkja, Tjad, Níger, Nígeríu og Kamerún. Michael Langley, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afríku, sagði í byrjun október að Íslamska ríkið hefði stækkað gífurlega í Sómalíu á undanförnu ári. Vígamönnum þess hefði fjölgað og yfirráðasvæði þetta stækkað. Abdulqadir Mumin, leiðtogi Íslamska ríkisins í Sómalíu, var skotmark loftárásar Bandaríkjamanna í sumar, en ekki hefur verið staðfest hvort hann var felldur eða ekki. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna áætluðu í sumar að um fimm til sex þúsund vígamenn tilheyrðu JNIM á Sahelsvæðinu og tvö til þrjú þúsund menn væru í Íslamska ríkinu þar. Ítrekuð valdarán Samhliða því að vígahópar hafa auðgast meira hefur öryggisástand þessarar ríkja versnað verulega. Á undanförnum árum hafa fjölmörg valdarán verið framin í Vestur-Afríku. Í heildina eru þau níu frá árinu 2020 og hafa flest þeirra átt sér stað á Sahelsvæðinu. Assimi Goita ofursti, sem leiðir herforingjastjórn Malí, er hér til vinstri. Í miðjunni má sjá Abdourahamane Tchian, herforingja sem leiðir herforingjastjórnina í Níger, og til hægri er Ibrahim Traore kafteinn, sem stýrir herforingjastjórn Búrkína Fasó. Þeir héldu fund í sumar.EPA/ISSIFOU DJIBO Frá 2020 hafa tvö valdarán verið framin í Malí og í Búrkína Fasó. Valdarán hafa einnig verið framin í Níger, Gabon, Tjad, Gíneu og í Súdan. Mörg þessara valdarána hafa verið rakin til aukinnar óaldar á svæðinu og hétu þeir leiðtogar hersins sem tóku völdin þar að brjóta vígahópa á bak aftur. Sjá einnig: Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Í Malí, Búrkína Fasó og í Níger var bandarískum og frönskum hermönnum gert að yfirgefa löndin, að leiðtogum herforingjastjórna sem tóku þar völd. Þessar herforingjastjórnir leituðu á náðir Rússneskra málaliða, sem flestir eru á vegum varnarmálaráðuneytis Rússlands. Sjá einnig: Barist um Wagner-veldið Ofbeldið hefur þó eingöngu aukist og rússneskir málaliðar, auk hermanna herforingjastjórnanna, hafa verið sakaðir um fjölmörg ódæði. Rússnesku málaliðarnir hafa einnig lent í skakkaföllum á Sahelsvæðinu og lent í mannskæðum umsátrum og hafa fregnir borist af því að reynslumiklir málaliðar hafi verið kallaðir heim til Rússlands til að aðstoða herinn gegn Úkraínu. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa einnig sakað málaliðana um að arðræna ríkin þar sem þeir starfa. Sérfræðingar segja ódæði hermanna og rússneskra málaliða hafa leitt til þess að fleiri menn gangi til liðs við vígahópa á svæðinu. Þá hefur efnahagsástand ríkjanna versnað verulega. Ofbeldið hefur eingöngu aukist á Sahel svæðinu. Fyrsta árásin á höfuðborgina í næstum áratug Í september gerðu meðlimir JNIM umfangsmikla árás í Bamako, höfuðborg Malí. Þar eru þeir sagðir hafa fellt tugi manna í árásum nokkur skotmörk eins og herflugvöll og þjálfunarstöð fyrir hermenn og lögreglumenn. Vígamennirnir eru sagðir hafa haldið umræddum flugvelli í höfuðborginni um nokkuð skeið og þar brenndu þeir forsetaflugvél Assimi Goita, ofursta, sem leiðir herforingjastjórn Malí. Þetta var í fyrsta sinn í nærri því áratug sem vígamönnum tókst að gera árás á höfuðborg Malí og þykir það til marks um aukin umsvif þeirra í landinu og veika stöðu herforingjastjórnarinnar. Árásum vígahópa hefur einnig farið fjölgandi í Tógó, Benín og Nígeríu. Það eru auðugri ríki en þau sem vígamennirnir hafa verið virkir í hingað til. JNIM birti í upphafi október myndefni af árásum í Tógó og Níger, þar sem hermenn sáust flýja undan fjölmörgum vígamönnum. Sérfræðingar segja JNIM hafa gert árásir allt að tvö hundruð kílómetra inn í Tógó, sem sé mikið áhyggjuefni. Al-Qaeda in Sahel (JNIM) has released a new video that shows a drone-record battlefields in Niger and Togo, with hundreds of respective countries' soldiers fleeing their camps and abandoning positions to jihadi swarm #Niger #Togo pic.twitter.com/21Rw7HahsS— Paweł Wójcik (@SaladinAlDronni) October 3, 2024 Litlar líkur á því að ástandið batni Sérfræðingar og greinendur telja litlar líkur á því að ástandið muni skána á komandi mánuðum og árum. Líklega muni vígahópar dreifa úr sér enn frekar um Sahelsvæðið og mögulega víðar um Afríku á komandi árum. Þá sé hætta því að heilu ríkin, og þá sérstaklega Malí, Búrkína Fasó og Níger, gætu fallið í hendur vígamanna JNIM. Þaðan gætu vígahópar gert árásir á nærliggjandi ríki eða á Vesturlöndum. JNIM og aðrir hópar eru þegar sagðir stjórna um helmingi Búrkína Fasó. Í nýlegri frétt Reuters segir að fjöldi farand- og flóttafólks sem farið hafi frá Sahelsvæðinu til Evrópu hafi aukist um 62 prósent, séu fyrstu sex mánuðir þessa árs bornir saman við fyrstu sex mánuði síðasta árs. Á þessu ári hafi 17.300 manns farið til Evrópu en á sama tíma í fyrra hafi fjöldinn verið um 10.700. Sameinuðu þjóðirnar og önnur samtök kenna átökum og veðurfarsbreytingum um. Reuters hefur eftir yfirmanni hjá Rauða krossinum að mun fleiri konur og börn sjáist á vergangi en áður. Flóttann megi rekja til aukins ofbeldis og til flóða og þurrka, sem hafi leitt til fólksflótta úr sveitum til borga og bæja. Bandaríkjamenn og Frakkar leita annað Frá því Bandaríkjamönnum var vísað frá Níger í sumar hafa forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna unnið að því að ná aftur áttum og koma hermönnum fyrir í öðrum ríkjum á svæðinu. Verið er að gera upp flugvöll í Benín svo hægt sé að hafa herþyrlur þar og hafa sérsveitarmenn og eftirlitsflugvélar verið sendir til Fílabeinsstrandarinnar. Þá standa einnig yfir viðræður um að senda sérsveitarmenn aftur til Tjad, samkvæmt nýlegri frétt Washington Post. Fyrr á þessu ári skipaði herforingi í Tjad tiltölulega fáum bandarískum hermönnum að yfirgefa herstöð þar sem þeir voru hýstir í landinu. Eftir umdeildar kosningar eru Bandaríkjamenn að ræða möguleikann á því að snúa aftur en her Tjad er um þessar mundir að berjast við vígamenn Íslamska ríkisins og Boko Haram. Yfirvöld þessara ríkja Afríku eru sögð óttast ofbeldið í ríkjunum fyrir norðan þau og vonast eftir því að vera bandarískra hermanna þar muni styrkja stöðu þeirra. Mark Hicks, sem stýrði á árum áður sérsveitum Bandaríkjamanna í Afríku, sagði WP að brottflutningur um 1.100 hermanna frá Níger hefði komið verulega niður á getu Bandaríkjamanna til að halda aftur af vígahópum á Sahelsvæðinu. Það eina í stöðunni væri nú að koma þessum hermönnum fyrir í strandríkjum á svæðinu. Svipaða sögu er að segja af Frökkum. Frönskum hermönnum sem hafa á undanförnum árum tekið virkan þátt í baráttunni gegn vígahópum á Sahelsvæðinu, var vísað frá Malí, Níger og Búrkína Fasó eftir að herinn tók þar völd. Í kjölfar þess hafa Frakkar sent ráðgjafa og herþjálfara til Gabon, Senegal, Fílabeinsstrandarinnar og Tjad. Þá eru þúsundir hermanna sagðir í viðbragðsstöðu til að bregðast við í Afríka með tiltölulega skömmum fyrirvara, reynist þörf á því. „Frakkland verður áfram virkt í málefnum Afríku, bara ekki með jafn sýnilegum hætti,“ sagði einn franskur heimildarmaður WP. Meira en helming íbúa Súdan skortir mat Ástandið er hvergi verra í Afríku en það er í Súdan. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því á dögunum að á síðastliðnum átján mánuðum hefðu nærri því þrjár milljónir manna flúið landið vegna átakanna þar. Rúmlega ellefu milljónir hafa þurft að flýja heimili sín en halda enn til innan landamæra Súdan. Um fimmtíu milljónir manna búa í Súdan. Áætlað er að rúmlega helmingur þeirra, eða um 26 milljónir manna, standi frammi fyrir alvarlegum fæðuskorti., Í Súdan hafa þeir Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Daglo, leiðtogi öflugra sveita sem kallast RSF, barist um yfirráð. Al-Burhan og Daglo tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Í fyrra stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Undanfarna daga og vikur hafa mikil átök átt sér stað í Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem herinn reynir að ná borginni úr höndum RSF. #Sudan: On 26 September, the SAF launched one of its largest coordinated attacks to reconnect troops across the Khartoum tri-cities. Heavy airstrikes and artillery shelling preceded advances by SAF troops on key RSF positions. Full insights: https://t.co/oLEicnwBfE pic.twitter.com/NWXVo2fjr8— ACLED (@ACLEDINFO) October 15, 2024 Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Sjá einnig: Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg AFP fréttaveitan hefur eftir Mamadou Dian Balde, yfirmanni flóttamannamála í Súdan, að það að fjöldi fólks sem flúið hafa landið sé að nálgast þrjár milljónir séu miklar hörmungar. Það sé að miklu leyti vegna þess hve grimmileg átökin hafa verið. Margir af þeim sem hafa flúið Súdan hafa farið til Tjad, sem er eitt fátækasta ríki Afríku og hefur ekki burði til að taka á móti öllu þessu fólki. Vitað er til þess að tæplega sjö hundruð þúsund manns hafi flúið til Tjad. Þar af 25 þúsund í fyrstu viku október. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir einum og hálfum milljarði dala til að koma fólkinu til aðstoðar en ekki hefur tekist að safna nema rétt rúmum fjórðungi þeirrar upphæðar. „Þetta er ekki nóg, því flóttafólkinu fjölgar áfram,“ sagði Balde. Deyja úr hungri og úr sjúkdómum Stríðandi fylkingar í Súdan hafa komið í veg fyrir að það hjálparstarf sem er til staðar hafi náð til stórra hluta landsins. Sameinuðu þjóðirnar áætla að hundruð deyi úr hungri og sjúkdómum á degi hverjum, samkvæmt frétt Reuters. Herinn hefur verið sakaður um að koma í veg fyrir að neyðaraðstoð sé dreift á yfirráðasvæðum RSF en dreifingin er mun meiri á yfirráðasvæðum hersins. RSF hefur einnig verið sakað um að beita hungri sem vopni en vígamenn hópsins hafa rænt neyðarsendingum og komið í veg fyrir að hjálparstarfsmenn hafi náð til fólks í neyð. Ástandið þykir verst í Norður-Darfúr þar sem allt stefnir í hungurneyð. Mörg önnur héruð standa frammi fyrir sömu stöðu. Í frétt Reuters kemur fram að greining á grafreitum í Darfur sýni að þeir stækki mjög hratt. Meira en helmingur íbúa Súdan glímir við fæðuskort.Getty/Mudathir Hameed Læknar án landamæra, eða MSF, lýstu því yfir í september að margar konur í Suður-Darfur hefðu látið lífið á þessu ári og margar þeirra vegna blóðeitrunar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Börn á svæðinu eru einnig sögð glíma við verulega vannæringu. Af um þrjátíu þúsund börnum sem skoðuð voru í ágúst voru nærri því þriðjungur þeirra vannærð og rúm átta prósent verulega vannærð. Einn af yfirmönnum MSF sagði ástandið í Suður-Darfúr vera verra en hún hefði séð það áður á sínum ferli. Sláandi fjöldi nýfæddra barna og bæði verðandi og nýrra mæðra væri að láta lífið. Kólera hefur einnig leikið íbúa Súdan grátt á undanförnum mánuðum. Vopnum dælt til Súdan Stórvöld og nágrannaríki hafa komið að átökunum í Súdan. Rússar hafa stutt RSF, auk Íran, og annarra ríkja. Undanfarið hafa þó borist fregnir af því að Rússar hafi litið frekar til hersins og boðið leiðtogum hans vopn í skiptum fyrir aðgang að strönd Súdan fyrir rússnesk herskip. Íran hefur einnig sent vopn til hersins og Katar hefur sent hernum sex herflugvélar frá Kína, samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Úkraínumenn hafa einnig aðstoðað herinn og hafa úkraínskir sérsveitarmenn barist með hernum gegn RSF. Sjá einnig: Stríðið í Úkraínu háð í Súdan New York Times sagði frá því í september að Sameinuðu arabísku furstadæmin hefðu um langt skeið stutt RSF á laun, þrátt fyrir að ráðamenn þar hefðu ítrekað neitað slíkum fregnum. Flutningur vopna til Súdan er bannaður, samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ríkið er sagt hafa notað hjálparstarf Rauða hálfmánans til að smygla fjármunum, vopnum og drónum, svo eitthvað sé nefnt, til RSF í Súdan. Þetta hafi verið staðfest af rannsakendum Sameinuðu þjóðanna og þrátt fyrir það hafi yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum aukið stuðning sinn við RSF. Blóðug átök hafa átt sér stað í Súdan í tæp tvö ár.Getty/Mudathir Hameed Öflugir drónar frá Kína hafi verið fluttir til flugvallar í Tjad sem furstadæmin hafi byggt upp og þar hafi flugskýli og stjórnstöð verið reist fyrir drónana. Þeim sé svo flogið þaðan og notaðir til að öðlast upplýsingar fyrir RSF og vakta vopnasendingar til hópsins. Gervihnattamyndir hafa sýnt að notast er við svokallaða Wing Loong dróna, sem svipa mjög til hinna bandarísku Reaper dróna. Þeir geta flogið í allt að 32 klukkustundir og borið allt að tólf flugskeyti eða sprengjur. Furstadæmin hafa einnig sent stórskotaliðsvopn til RSF og svokallaðar MANPADS-eldflaugar. Þar er um að ræða smá vopn sem stakir hermenn geta borið og notað til að skjóta niður flugvélar, þyrlur og dróna. Þekktustu vopnin af þessari gerð eru bandarísku Stinger-eldflaugarnar. Rússneskir málaliðar Wagner Group eru sagðir hafa þjálfað RSF-liða í notkun þessara vopna, sem hafa gert meðlimum RSF kleift að draga úr yfirburðum hersins í lofti. Í fyrra sögðu yfirvöld furstadæmanna einnig frá því að til stæði að reisa sjúkrahús í Tjad, nærri landamærum Súdan, og þar ætti að hlúa að flóttafólki frá Súdan. Ráðamenn í Bandaríkjunum komust þó fljótt að því að RSF-liðar voru fluttir að sjúkrahúsinu og flugvélar sem áttu að flytja lyf og aðrar nauðsynjar fluttu þess í stað vopn sem smyglað var til Súdan. Viðleitni ráðamanna í Bandaríkjunum og annarsstaðar til að koma á friði hefur skilað nokkrum viðræðum en að öðru leyti litlum sem engum árangri. Flóð hafa komið niður á landbúnaði víða í Afríku og þar á meðal í Níger, þar sem þessi mynd var tekin.EPA/ISSIFOU DJIBO Umfangsmikill fæðuskortur Manngerðar hamfarir hafa leikið marga íbúa Afríku grátt á undanförnum árum og er ekki útlit fyrir að þar verði lát á í bráð. Bæði rigningar og flóð annars vegar og þurrkur hins vegar hefur einnig leikið matvælaframleiðendur grátt víðsvegar um heimsálfuna. African center for stategic studies, greiningarstofnun innan varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði nýverið að af um 163 milljónir Afríkubúa glími við fæðuskort, sem sé þrefalt meira en það var fyrir fimm árum síðan. Af öllum þessum milljónum manna er talið að um áttatíu prósent þeirra búi á átakasvæðum, eða um 130 miljónir. Í Nígeríu, Súdan og Austur-Kongó eru tugir milljóna manna sem búa við fæðuskort í hverju ríki fyrir sig, sem samsvarar um helmingi allra sem eiga við fæðuskort að glíma í allri Afríku. Erfitt er þó að ná utan um tölfræði sem þessa þegar kemur að Sahelsvæðinu þar sem aðgengi hjálparstarfsmanna, blaðamanna og annarra er verulega takmarkað. Herforingjastjórnirnar hafa einnig dregið verulega úr birtingu upplýsinga um fæðuskort og fólksflótta.