Eins og AirBnb og Uber en fyrir tónlistarkennslu Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2024 08:48 Margrét Júlíana Sigurðardóttir, forstjóri og stofnandi Moombix. Aðsend Fjárfestingasjóðurinn Frumtak, ásamt hópi fjárfesta, hefur fjárfest fyrir 330 milljónir í íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Moombix. Í tilkynningu segir að Moombix sé ætlað að umbylta tónlistarkennslu á netinu með því að tengja saman nemendur og kennara um allan heim. Moombix var stofnað af Margréti Júlíönu Sigurðardóttur frumkvöðli og tónlistarkonu. Margrét er tónlistarmenntuð og stundaði nám við the Royal Academy of Music í London. Moombix er markaðstorg og kennslurými fyrir lifandi tónlistarkennslu á netinu, þar sem nemendur geta lært tónlist frá reyndum kennurum og tónlistarfólki hvar sem er í heiminum. „Við viljum skapa vettvang sem gerir tónlistarnám aðgengilegt fyrir alla, óháð staðsetningu eða reynslu. Moombix er fyrir alla þá sem elska tónlist og vilja dýpka þekkingu sína, taka fyrstu skrefin að læra á hljóðfæri, semja sína eigin tónlist eða reyna fyrir sér sem plötusnúður. Hefðbundin tónlistarkennsla er fyrst og fremst ætluð fyrir börn á skólaaldri og hafa því fullorðnir haft takmarkaða möguleika til að læra. Við viljum koma til móts við þennan hóp, auka aðgengi að tónlistarkennslu og byggja kennsluna meira á forsendum nemendanna“, segir Margrét Júlíana Sigurðardóttir, forstjóri og stofnandi Moombix. Hér má sjá hvað tekur við þegar fólk skráir sig inn á Moonbix.Aðsend Í tilkynningu segir að Moombix megi líkja við AirBnB eða Uber en í heimi tónlistar. Þar megi finna fjölbreytt úrval tónlistarkennara sem kenna ólíkar tónlistagreinar. Allt frá kennslu klassískra hljóðfæra til kennslu á tónsmíða- og plötusnúðaforrit. Þá segir að við þróun Moombix hafi fullorðnir notendur verið hafðir í huga sem ekki hafi tíma til að binda sig við hefðbundna tónlistarkennslu en hafa áhuga á að læra tónlist þegar þeim hentar. Tónlistariðkun sé lífsstíll „Hugmyndin er að tónlistariðkun sé eins konar lífsstíll rétt eins og að fara í jógatíma, læra á gönguskíði, spila golf eða læra tungumál á netinu.“ Eins og er bjóða um 200 kennarar upp á kennslu í Moombix. Þar á meðal tónlistarmenn sem tilnefndir hafa verið til Grammy verðlaunanna og sem hafa starfað með Massive Attack og Kylie Minogue. Tónlistarkennarar stjórna sínum eigin kennslustundum, tekjum og kennslutíma. „Við hjá Frumtaki erum mjög spennt að styðja Moombix í sókn sinni á erlenda markaði. Fyrirtækið hefur möguleika á að geta gjörbylt tónlistarkennslu með auknum sveigjanleika og aðgengi fyrir nemendur og kennara. Með þessu móti er hægt að laða til sín kennara og tónlistarfólk sem vill stjórna sínum tíma sjálft og geta kennt hvar sem er í heiminum“, segir Andri Heiðar Kristinsson, fjárfestingastjóri og meðeigandi Frumtaks Venture. Nýsköpun Tækni Bretland Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Moombix var stofnað af Margréti Júlíönu Sigurðardóttur frumkvöðli og tónlistarkonu. Margrét er tónlistarmenntuð og stundaði nám við the Royal Academy of Music í London. Moombix er markaðstorg og kennslurými fyrir lifandi tónlistarkennslu á netinu, þar sem nemendur geta lært tónlist frá reyndum kennurum og tónlistarfólki hvar sem er í heiminum. „Við viljum skapa vettvang sem gerir tónlistarnám aðgengilegt fyrir alla, óháð staðsetningu eða reynslu. Moombix er fyrir alla þá sem elska tónlist og vilja dýpka þekkingu sína, taka fyrstu skrefin að læra á hljóðfæri, semja sína eigin tónlist eða reyna fyrir sér sem plötusnúður. Hefðbundin tónlistarkennsla er fyrst og fremst ætluð fyrir börn á skólaaldri og hafa því fullorðnir haft takmarkaða möguleika til að læra. Við viljum koma til móts við þennan hóp, auka aðgengi að tónlistarkennslu og byggja kennsluna meira á forsendum nemendanna“, segir Margrét Júlíana Sigurðardóttir, forstjóri og stofnandi Moombix. Hér má sjá hvað tekur við þegar fólk skráir sig inn á Moonbix.Aðsend Í tilkynningu segir að Moombix megi líkja við AirBnB eða Uber en í heimi tónlistar. Þar megi finna fjölbreytt úrval tónlistarkennara sem kenna ólíkar tónlistagreinar. Allt frá kennslu klassískra hljóðfæra til kennslu á tónsmíða- og plötusnúðaforrit. Þá segir að við þróun Moombix hafi fullorðnir notendur verið hafðir í huga sem ekki hafi tíma til að binda sig við hefðbundna tónlistarkennslu en hafa áhuga á að læra tónlist þegar þeim hentar. Tónlistariðkun sé lífsstíll „Hugmyndin er að tónlistariðkun sé eins konar lífsstíll rétt eins og að fara í jógatíma, læra á gönguskíði, spila golf eða læra tungumál á netinu.“ Eins og er bjóða um 200 kennarar upp á kennslu í Moombix. Þar á meðal tónlistarmenn sem tilnefndir hafa verið til Grammy verðlaunanna og sem hafa starfað með Massive Attack og Kylie Minogue. Tónlistarkennarar stjórna sínum eigin kennslustundum, tekjum og kennslutíma. „Við hjá Frumtaki erum mjög spennt að styðja Moombix í sókn sinni á erlenda markaði. Fyrirtækið hefur möguleika á að geta gjörbylt tónlistarkennslu með auknum sveigjanleika og aðgengi fyrir nemendur og kennara. Með þessu móti er hægt að laða til sín kennara og tónlistarfólk sem vill stjórna sínum tíma sjálft og geta kennt hvar sem er í heiminum“, segir Andri Heiðar Kristinsson, fjárfestingastjóri og meðeigandi Frumtaks Venture.
Nýsköpun Tækni Bretland Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira