TikTok, upplýsingaóreiða og stjórnvöld Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. október 2024 15:01 Reglulega heyrum við af hinum ýmsu atriðum sem eru til þess fallin að ógna lýðræðinu. Fjölmiðlar, samfélagsmiðlar, afskipti erlendra ríkja, lélegt læsi, kvótakerfið, öfgahópar ýmsir, og svo mætti lengi telja. Hér langar mig að vekja athygli á einu slíku atriði, þótt ekki skuli gengið svo langt að kalla það ógn við lýðræðið. Í grunninn byggir íslensk stjórnskipan á þrígreiningu ríkisvaldsins. Þingmenn setja lög, stjórnvöld framkvæma lög og dómstólar leiða til lykta ágreining um lög. Fyrirkomulagið sem við búum við byggir að auki á því að borgarar megi gera allt sem lög banna ekki, en stjórnvöld aðeins það sem lög leyfa eða áskilja. Kerfið allt byggir á þeirri grundvallarreglu að valdi fylgi ábyrgð. Mislíki kjósendum hvernig kjörnir fulltrúar fara með valdið sem þeim er fengið, geta þeir, einu sinni á fjögurra ára fresti, oftar þegar vindar blása þannig, dregið þá til ábyrgðar. Fyrst gegnum prófkjör og síðar í kjörklefanum. Með tveimur strikum, krotuðum með vel ydduðu ritblýi, getur kjósandi látið í ljós hvort honum þyki þyki fýsilegt að frambjóðandi hafi freistast til að spara sér nokkrar krónur með því að láta reyna á mörk almennra tekna og fjármagnstekna, og hvort slíkt sé betra eða verra en að eiga eign í lágskattaríki og gefa hana upp til skatts. Hvað finnst okkur um meðferð dómsmálaráðherra á lögmætisreglunni? Geta Píratar stjórnað landinu ef þeir geta ekki stjórnað eigin flokki? Sambærilegri lýðræðislegri ábyrgð er ekki til að dreifa gagnvart stjórnvöldum, þ.e. taki stjórnvald ákvörðun, setji reglur eða misbeiti valdi sínu, þá getur fólk illa beitt sér með beinum hætti til að breyta því. Í ljósi þessarar vöntunar á lýðræðislegri ábyrgð er bagalegt hve stór þáttur löggjafarvaldsins er óbeint hjá handhöfum framkvæmdavalds. Að breyta Wikipedia til að vinna rifrildi Flest þingmál, sem síðar verða að lögum, eru samin í ráðuneytum, stundum í samráði við þau stjórnvöld sem síðan sýsla með þau, hagsmunaaðila og almenning allan. Eftir setningu laganna er algengt að þau séu útfærð nánar með reglugerðum. Þegar málaflokkurinn kemur næst til endurskoðunar, geymir frumvarpið litla orðalagsbreytingu, en samkvæmt greinargerð er ekki um efnisbreytingu að ræða, heldur aðeins verið að færa ákvæði úr reglugerðum í lög. Ekki nóg með að ráðuneytin semji frumvörpin, heldur eru þau líka byrjuð að taka saman minnisblöð til að blessa eða fordæma breytingartillögur sem fastanefndum þingsins berast. Raunar á ég mér uppáhalds slíkt. Það er frá 12. júní sl. en þar sagði innviðaráðuneytið þinginu, að „í ljósi vilja löggjafans eins og hann kemur fram í frumvarpinu“, að aki maður rafhlaupahjóli drukkinn þá skuli það varða sekt. Eða með öðrum orðum, þetta er þinn vilji þótt við höfum samið frumvarpið. Það má deila um hvort slíkt sé fýsilegt, en slík tilraun gaslýsing er þó skömminni skárri en þegar stjórnvöld, í skjóli sérfræðiþekkingar sinnar, fara frjálslega með staðreyndir við meðferð þingmála. Þess þekkjast til að mynda dæmi, fleiri en eitt og fleiri en tvö, að fullyrt sé í greinargerð að tiltekin tillaga feli í sér litla eða enga breytingu, þegar raunin er að um talsverða stefnubreytingu er að ræða. Nú eða að fullyrt sé í greinargerð frumvarps, lögðu fram af fastanefnd en pantað af stjórnvaldi, að aðeins sé verið að „árétta meginreglu“, þegar raunin er að stjórnvöld höfðu verið gerð afturreka með fyrri framkvæmd. Því má líkja við að breyta Wikipedia grein til að vinna rifrildi. Þá eru enn ótalin öll þau tilvik þegar stjórnvöld láta reyna á hvað rúmast innan texta laga og breyta stjórnsýsluframkvæmd, sem jafnvel spannar áratugi, án þess að nokkrum lögum hafi verið breytt. Valdið þangað sem ábyrgðin hvílir Þrátt fyrir allt þá fer því fjarri að framangreint feli ávallt í sér slæmar ákvarðanir eða verið sé að ýja að því að stjórnvöld starfi ekki af heilindum. Þvert á móti. Þorri fyrrnefndra dæma, ekki án undantekninga þó, er dæmi um það að stjórnvöld séu að forða þingmönnum frá enn stærri glappaskotum. Þótt það sé góðra gjalda vert, og landi og þjóð eflaust til heilla, þá er slíkt, ef ekki í reynd í það minnsta í ásýnd, til þess fallið að útvatna löggjafarvaldið og færa vald til handhafa framkvæmdavalds, frá fólki sem fengið hefur lýðræðislegt umboð til lagasetningar. Þegar matvælaráðherrar keppast um að bæta Íslandsmetið í svívirðu stjórnarskrárvarinna réttinda án atrennu, þá er það eitthvað sem kjósendur geta sagt skoðun sína á. Sömu sögu er að segja af því þegar fastanefnd þingsins ákveður að endurskrifa frumvarp milli fyrstu og annarrar umræðu og presentera það sem breytingartillögu. Af tvennu illu er betra að slík obbossí séu kjörinna fulltrúa, þar sem þeir þurfa að standa kjósendum skil gjörða sinna. Það er þó ekki svo að þingmenn sjálfir séu stikkfrí í þessum efnum enda verið duglegir að hlýta fyrirmælum sérfræðinganna. Ekki má gleyma ráðherrum sem samhliða nýjum titli verða ósammála fortíðarútgáfunum af sjálfum sér, því ellegar myndi starfsfólk ráðuneytisins leggja niður störf og neita að semja frumvörpin þeirra. Að sama skapi virðist vart mega setja ný heildarlög án þess að koma á fót sjálfstæðri stofnun, sem skal sjá um að framkvæma lögin og móta stefnumarkandi meginreglur þingsins, allt í nafni faglegra og hlutlægra ákvarðana, sem byggja eiga á sérþekkingu en ekki pólitík. Þar skal valdið vera, en ábyrgðin áfram ráðherranna. Réttast væri að vald yrði að meginstefnu togað aftur þangað sem ábyrgðin hvílir og að þingmenn myndu rýna umsagnir og ráðgjöf stjórnvalda með sömu tortryggni annarra. Öðrum kosti er hætta á því að kjósendur upplifi það að atkvæði þeirra skipti minna máli en áður. Það má ekki gerast. Höfundur er áhugamaður um efni á Alþingisvefnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Alþingi Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Sjá meira
Reglulega heyrum við af hinum ýmsu atriðum sem eru til þess fallin að ógna lýðræðinu. Fjölmiðlar, samfélagsmiðlar, afskipti erlendra ríkja, lélegt læsi, kvótakerfið, öfgahópar ýmsir, og svo mætti lengi telja. Hér langar mig að vekja athygli á einu slíku atriði, þótt ekki skuli gengið svo langt að kalla það ógn við lýðræðið. Í grunninn byggir íslensk stjórnskipan á þrígreiningu ríkisvaldsins. Þingmenn setja lög, stjórnvöld framkvæma lög og dómstólar leiða til lykta ágreining um lög. Fyrirkomulagið sem við búum við byggir að auki á því að borgarar megi gera allt sem lög banna ekki, en stjórnvöld aðeins það sem lög leyfa eða áskilja. Kerfið allt byggir á þeirri grundvallarreglu að valdi fylgi ábyrgð. Mislíki kjósendum hvernig kjörnir fulltrúar fara með valdið sem þeim er fengið, geta þeir, einu sinni á fjögurra ára fresti, oftar þegar vindar blása þannig, dregið þá til ábyrgðar. Fyrst gegnum prófkjör og síðar í kjörklefanum. Með tveimur strikum, krotuðum með vel ydduðu ritblýi, getur kjósandi látið í ljós hvort honum þyki þyki fýsilegt að frambjóðandi hafi freistast til að spara sér nokkrar krónur með því að láta reyna á mörk almennra tekna og fjármagnstekna, og hvort slíkt sé betra eða verra en að eiga eign í lágskattaríki og gefa hana upp til skatts. Hvað finnst okkur um meðferð dómsmálaráðherra á lögmætisreglunni? Geta Píratar stjórnað landinu ef þeir geta ekki stjórnað eigin flokki? Sambærilegri lýðræðislegri ábyrgð er ekki til að dreifa gagnvart stjórnvöldum, þ.e. taki stjórnvald ákvörðun, setji reglur eða misbeiti valdi sínu, þá getur fólk illa beitt sér með beinum hætti til að breyta því. Í ljósi þessarar vöntunar á lýðræðislegri ábyrgð er bagalegt hve stór þáttur löggjafarvaldsins er óbeint hjá handhöfum framkvæmdavalds. Að breyta Wikipedia til að vinna rifrildi Flest þingmál, sem síðar verða að lögum, eru samin í ráðuneytum, stundum í samráði við þau stjórnvöld sem síðan sýsla með þau, hagsmunaaðila og almenning allan. Eftir setningu laganna er algengt að þau séu útfærð nánar með reglugerðum. Þegar málaflokkurinn kemur næst til endurskoðunar, geymir frumvarpið litla orðalagsbreytingu, en samkvæmt greinargerð er ekki um efnisbreytingu að ræða, heldur aðeins verið að færa ákvæði úr reglugerðum í lög. Ekki nóg með að ráðuneytin semji frumvörpin, heldur eru þau líka byrjuð að taka saman minnisblöð til að blessa eða fordæma breytingartillögur sem fastanefndum þingsins berast. Raunar á ég mér uppáhalds slíkt. Það er frá 12. júní sl. en þar sagði innviðaráðuneytið þinginu, að „í ljósi vilja löggjafans eins og hann kemur fram í frumvarpinu“, að aki maður rafhlaupahjóli drukkinn þá skuli það varða sekt. Eða með öðrum orðum, þetta er þinn vilji þótt við höfum samið frumvarpið. Það má deila um hvort slíkt sé fýsilegt, en slík tilraun gaslýsing er þó skömminni skárri en þegar stjórnvöld, í skjóli sérfræðiþekkingar sinnar, fara frjálslega með staðreyndir við meðferð þingmála. Þess þekkjast til að mynda dæmi, fleiri en eitt og fleiri en tvö, að fullyrt sé í greinargerð að tiltekin tillaga feli í sér litla eða enga breytingu, þegar raunin er að um talsverða stefnubreytingu er að ræða. Nú eða að fullyrt sé í greinargerð frumvarps, lögðu fram af fastanefnd en pantað af stjórnvaldi, að aðeins sé verið að „árétta meginreglu“, þegar raunin er að stjórnvöld höfðu verið gerð afturreka með fyrri framkvæmd. Því má líkja við að breyta Wikipedia grein til að vinna rifrildi. Þá eru enn ótalin öll þau tilvik þegar stjórnvöld láta reyna á hvað rúmast innan texta laga og breyta stjórnsýsluframkvæmd, sem jafnvel spannar áratugi, án þess að nokkrum lögum hafi verið breytt. Valdið þangað sem ábyrgðin hvílir Þrátt fyrir allt þá fer því fjarri að framangreint feli ávallt í sér slæmar ákvarðanir eða verið sé að ýja að því að stjórnvöld starfi ekki af heilindum. Þvert á móti. Þorri fyrrnefndra dæma, ekki án undantekninga þó, er dæmi um það að stjórnvöld séu að forða þingmönnum frá enn stærri glappaskotum. Þótt það sé góðra gjalda vert, og landi og þjóð eflaust til heilla, þá er slíkt, ef ekki í reynd í það minnsta í ásýnd, til þess fallið að útvatna löggjafarvaldið og færa vald til handhafa framkvæmdavalds, frá fólki sem fengið hefur lýðræðislegt umboð til lagasetningar. Þegar matvælaráðherrar keppast um að bæta Íslandsmetið í svívirðu stjórnarskrárvarinna réttinda án atrennu, þá er það eitthvað sem kjósendur geta sagt skoðun sína á. Sömu sögu er að segja af því þegar fastanefnd þingsins ákveður að endurskrifa frumvarp milli fyrstu og annarrar umræðu og presentera það sem breytingartillögu. Af tvennu illu er betra að slík obbossí séu kjörinna fulltrúa, þar sem þeir þurfa að standa kjósendum skil gjörða sinna. Það er þó ekki svo að þingmenn sjálfir séu stikkfrí í þessum efnum enda verið duglegir að hlýta fyrirmælum sérfræðinganna. Ekki má gleyma ráðherrum sem samhliða nýjum titli verða ósammála fortíðarútgáfunum af sjálfum sér, því ellegar myndi starfsfólk ráðuneytisins leggja niður störf og neita að semja frumvörpin þeirra. Að sama skapi virðist vart mega setja ný heildarlög án þess að koma á fót sjálfstæðri stofnun, sem skal sjá um að framkvæma lögin og móta stefnumarkandi meginreglur þingsins, allt í nafni faglegra og hlutlægra ákvarðana, sem byggja eiga á sérþekkingu en ekki pólitík. Þar skal valdið vera, en ábyrgðin áfram ráðherranna. Réttast væri að vald yrði að meginstefnu togað aftur þangað sem ábyrgðin hvílir og að þingmenn myndu rýna umsagnir og ráðgjöf stjórnvalda með sömu tortryggni annarra. Öðrum kosti er hætta á því að kjósendur upplifi það að atkvæði þeirra skipti minna máli en áður. Það má ekki gerast. Höfundur er áhugamaður um efni á Alþingisvefnum.
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar