Ætlar ekki að leyfa Úkraínu að eignast kjarnorkuvopn Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2024 15:31 Vladimír Pútín, forseti Rúslsands, á BRICS-fundi í Moskvu í dag. AP/Vyacheslav Prokofyev Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að hann muni ekki leyfa Úkraínumönnum að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Líkti hann ummælum ráðamanna í Úkraínu um að slíkt kæmi til greina sem „ögrun“ og hét hann því að sigra Úkraínumenn. Pútín sagði ómögulegt að sigra Rússa á vígvellinum og kallaði rússneska herinn einn þann öflugasta í heimi. Þetta sagði Pútín á fundi BRICS ríkjanna sem stendur nú yfir í Moskvu í Rússlandi. Hann er eini þjóðarleiðtoginn á fundinum en erindrekar annarra ríkja eru þar, auk blaðamanna. Pútín ávarpaði fundinn og svaraði síðan spurningum blaðamanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafði áður slegið á svipaða strengi. Hann sagði ráðamenn í Úkraínu óða og staðhæfði að þeir myndu ekki eignast kjarnorkuvopn. Ráðamenn í Rússlandi, og þar á meðal Pútín sjálfur, hafa ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna frá því innrásin í Úkraínu hófst. Það hefur sömuleiðis ítrekað verið gert í ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Rússlands og dagblöðum. Hótunum þessum hefur að miklu leyti verið ætlað að draga úr vilja Vesturlanda til að standa við bakið á Úkraínumönnum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í vikunni að ef ríkið fengi ekki inngöngu í Atlantshafsbandalagið þyrftu forsvarsmenn þess að finna aðrar leiðir til að reyna að koma í veg fyrir aðra innrás Rússa í framtíðinni. Þar kæmu kjarnorkuvopn til greina. Úkraínumenn hafa lengi talað um að ef þeir semji við Rússa um að binda enda á núverandi stríð í skiptum fyrir það að Rússar fái að halda einhverjum svæðum Úkraínu, treystu þeir ekki Rússum til að standa við þau orð. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Þeir gætu varið nokkrum árum í að byggja herinn upp og gert svo aðra innrás. Þess vegna segjast Úkraínumenn þurfa góðar og bindandi öryggisráðstafanir og er innganga í NATO efst á óskalista þeirra. Selenskí sagði kjarnorkuvopn koma til greina en aðrir ráðamenn í Úkraínu hafa sagt að þeir gætu þróað kjarnorkuvopn á tiltölulega stuttum tíma. Sérfræðingar segja það þó hæpið og að mjög erfitt sé að gera það á laun. Kallaði eftir fjárfestingu Á fundinum í Moskvu kallaði Pútín eftir því að hin BRICS-ríkin fjárfestu í Rússlandi. Í frétt Moscow Times segir að í síðustu skýrslu sem Seðlabanki Rússlands hafi gefið út opinberlega um erlenda fjárfestingu, sem var í janúar 2022, hafi hin BRICS-ríkin fjárfest í Rússlandi fyrir um 3,8 milljarða dala. Það var minna en eitt prósent af allri erlendri fjárfestingu í landinu. Mikið mannfall Fregnir hafa borist af því að Kim Jon Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi sent sérsveitarmenn til Rússlands, þar sem þeir eru nú sagðir í þjálfun áður en þeir verða sendir til Úkraínu. Kim er einnig sagður ætlað að senda um tólf þúsund hermenn til viðbótar til Rússlands. Sjá einnig: Kim sagður ætla að senda tólf þúsund menn til Rússlands Blaðamenn BBC í Rússlandi og blaðamenn rússneska útlagamiðilsins Mediazona hafa lengi vaktað dánargreinar og önnur opin gögn sem varpað geta ljósi á mannfall meðal rússneskra hermanna í Úkraínu. Þeir hafa staðfest dauða að minnsta kosti 74.014 hermanna. Þá segja þeir að mikil fjölgun hafi orðið á dánargreinum á undanförnum vikum. Undanfarnar þrjár vikur hafi greinar um um það bil þúsund fallna hermenn verið birtar á viku, að meðaltali. Fregnir hafa borist af miklu mannfalli hjá Rússum á undanförnum mánuðum, þar sem þeir hafa staðið í linnulausum árásum og sóknum gegn Úkraínumönnum í austurhluta Úkraínu. Í heildina áætla áðurnefndir blaðamenn að 134.900 til 188.000 rússneskir hermenn hafi fallið frá því innrásin í Úkraínu hófst. Þar eru meðtaldir menn frá Lúhansk og Dónetsk í Úkraínu. Séu alvarlega særðir taldir með sé fjöldinn á bilinu 404.700 til 564 þúsund. Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Lauk afplánun fyrir teikningu dóttur sinnar Rússneskur faðir sem var sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna myndar sem dóttir hans teiknaði er laus úr fangelsi eftir eins og hálfs árs vist. Skólastjóri stúlkunnar tilkynnti lögreglu um teikninguna á sínum tíma. 15. október 2024 15:49 Stofna herfylki skipað mönnum frá Norður-Kóreu Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir vera að stofna nýtt herfylki sem skipað verður allt að þrjú þúsund mönnum frá Norður-Kóreu. Kim Jon Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið Vladimír Pútín, kollega sínum, fullum stuðningi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 15. október 2024 14:14 Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00 Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Pútín sagði ómögulegt að sigra Rússa á vígvellinum og kallaði rússneska herinn einn þann öflugasta í heimi. Þetta sagði Pútín á fundi BRICS ríkjanna sem stendur nú yfir í Moskvu í Rússlandi. Hann er eini þjóðarleiðtoginn á fundinum en erindrekar annarra ríkja eru þar, auk blaðamanna. Pútín ávarpaði fundinn og svaraði síðan spurningum blaðamanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafði áður slegið á svipaða strengi. Hann sagði ráðamenn í Úkraínu óða og staðhæfði að þeir myndu ekki eignast kjarnorkuvopn. Ráðamenn í Rússlandi, og þar á meðal Pútín sjálfur, hafa ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna frá því innrásin í Úkraínu hófst. Það hefur sömuleiðis ítrekað verið gert í ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Rússlands og dagblöðum. Hótunum þessum hefur að miklu leyti verið ætlað að draga úr vilja Vesturlanda til að standa við bakið á Úkraínumönnum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í vikunni að ef ríkið fengi ekki inngöngu í Atlantshafsbandalagið þyrftu forsvarsmenn þess að finna aðrar leiðir til að reyna að koma í veg fyrir aðra innrás Rússa í framtíðinni. Þar kæmu kjarnorkuvopn til greina. Úkraínumenn hafa lengi talað um að ef þeir semji við Rússa um að binda enda á núverandi stríð í skiptum fyrir það að Rússar fái að halda einhverjum svæðum Úkraínu, treystu þeir ekki Rússum til að standa við þau orð. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Þeir gætu varið nokkrum árum í að byggja herinn upp og gert svo aðra innrás. Þess vegna segjast Úkraínumenn þurfa góðar og bindandi öryggisráðstafanir og er innganga í NATO efst á óskalista þeirra. Selenskí sagði kjarnorkuvopn koma til greina en aðrir ráðamenn í Úkraínu hafa sagt að þeir gætu þróað kjarnorkuvopn á tiltölulega stuttum tíma. Sérfræðingar segja það þó hæpið og að mjög erfitt sé að gera það á laun. Kallaði eftir fjárfestingu Á fundinum í Moskvu kallaði Pútín eftir því að hin BRICS-ríkin fjárfestu í Rússlandi. Í frétt Moscow Times segir að í síðustu skýrslu sem Seðlabanki Rússlands hafi gefið út opinberlega um erlenda fjárfestingu, sem var í janúar 2022, hafi hin BRICS-ríkin fjárfest í Rússlandi fyrir um 3,8 milljarða dala. Það var minna en eitt prósent af allri erlendri fjárfestingu í landinu. Mikið mannfall Fregnir hafa borist af því að Kim Jon Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi sent sérsveitarmenn til Rússlands, þar sem þeir eru nú sagðir í þjálfun áður en þeir verða sendir til Úkraínu. Kim er einnig sagður ætlað að senda um tólf þúsund hermenn til viðbótar til Rússlands. Sjá einnig: Kim sagður ætla að senda tólf þúsund menn til Rússlands Blaðamenn BBC í Rússlandi og blaðamenn rússneska útlagamiðilsins Mediazona hafa lengi vaktað dánargreinar og önnur opin gögn sem varpað geta ljósi á mannfall meðal rússneskra hermanna í Úkraínu. Þeir hafa staðfest dauða að minnsta kosti 74.014 hermanna. Þá segja þeir að mikil fjölgun hafi orðið á dánargreinum á undanförnum vikum. Undanfarnar þrjár vikur hafi greinar um um það bil þúsund fallna hermenn verið birtar á viku, að meðaltali. Fregnir hafa borist af miklu mannfalli hjá Rússum á undanförnum mánuðum, þar sem þeir hafa staðið í linnulausum árásum og sóknum gegn Úkraínumönnum í austurhluta Úkraínu. Í heildina áætla áðurnefndir blaðamenn að 134.900 til 188.000 rússneskir hermenn hafi fallið frá því innrásin í Úkraínu hófst. Þar eru meðtaldir menn frá Lúhansk og Dónetsk í Úkraínu. Séu alvarlega særðir taldir með sé fjöldinn á bilinu 404.700 til 564 þúsund.
Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Lauk afplánun fyrir teikningu dóttur sinnar Rússneskur faðir sem var sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna myndar sem dóttir hans teiknaði er laus úr fangelsi eftir eins og hálfs árs vist. Skólastjóri stúlkunnar tilkynnti lögreglu um teikninguna á sínum tíma. 15. október 2024 15:49 Stofna herfylki skipað mönnum frá Norður-Kóreu Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir vera að stofna nýtt herfylki sem skipað verður allt að þrjú þúsund mönnum frá Norður-Kóreu. Kim Jon Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið Vladimír Pútín, kollega sínum, fullum stuðningi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 15. október 2024 14:14 Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00 Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Lauk afplánun fyrir teikningu dóttur sinnar Rússneskur faðir sem var sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna myndar sem dóttir hans teiknaði er laus úr fangelsi eftir eins og hálfs árs vist. Skólastjóri stúlkunnar tilkynnti lögreglu um teikninguna á sínum tíma. 15. október 2024 15:49
Stofna herfylki skipað mönnum frá Norður-Kóreu Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir vera að stofna nýtt herfylki sem skipað verður allt að þrjú þúsund mönnum frá Norður-Kóreu. Kim Jon Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið Vladimír Pútín, kollega sínum, fullum stuðningi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 15. október 2024 14:14
Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00
Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34