Opið bréf til foreldra í Drafnarsteini Halldóra Guðmundsdóttir skrifar 24. október 2024 18:31 Kæru foreldrar Svona byrja ég alla pósta til ykkar. Það eru ekki einungis innantóm orð, heldur eruð þið mér sannarlega kær. Samskipti okkar í skólanum eru mér afar mikilvæg og ég er mjög stolt af ykkur sem hóp og hve samfélagið okkar er fallegt. Þar finnst mér ríkja mikið traust og almenn ánægja. Starfsmannahópurinn er líka góður, þar ríkir góður andi, og þegar þetta tvennt fer saman er það iðulega uppskrift að ánægðum og glöðum börnum. Það skiptir öllu máli. Ánægt barn lærir. Þá skal engan undra að þið séuð hissa og hreinlega sár yfir því að heyra að það sé yfirvofandi verkfall í skólanum. Af hverju við? Það er einmitt spurningin sem ég spurði sjálfa mig og við í skólanum. Þegar við vorum spurð hvort við værum til í að vera sá leikskóli í borginni sem tæki þátt í þessu verkfalli, hugsaði ég strax til barnanna og til ykkar, kæru foreldrar, og sömuleiðis til starfsmannahópsins. Og vissulega varð sú hugsun líka víðfeðmari, af hverju ekki við? Það er nefnilega þannig að ósjaldan er það vilji manns að einhver annar taki slaginn, að einhver annar leggi það á sig, fórni sér fyrir málstaðinn. Þurfum við ekki að vera til fyrirmyndar? Við erum að lifa sögulega tíma. Allir kennarar, á öllum skólastigum, standa saman og biðja þess eins að það verði farið eftir því sem var lofað og undirritað fyrir einum átta árum. Ég hugsaði til barnanna, það eru þau sem ég brenn fyrir í mínu starfi alla daga, og hef gert í ein tuttugu og fimm ár í sama skólanum. Á þeim tíma hefur ekki bara skólinn stækkað og breyst, heldur hefur samfélagið jafnframt breyst, heimsfaraldur haft sín áhrif, og fagmenntuðum fækkað. Mér líður eins og kerfið sé að molna innan frá. Þegar stjórnendur í leikskólum ræða saman eru vandamálin þau sömu, mikil starfsmannavelta verður til þess að þeir sem starfa í skólanum eru sífellt að setja nýtt fólk inn í starfið, það þarf svo sannarlega, því að flestir sem koma nýir inn eru ekki menntaðir í starfið, hafa jafnvel aldrei unnið með börnum áður. Þá fer að sjáfsögðu mikil orka í það, í stað þess að sú hin sama orka fari í að kenna börnunum. Sérstaklega á þetta við um á fyrsta skólastiginu, þ.e. leikskólans,Þar sem almenningsálitið er á þann veg að hver sem er geti sinnt þessu starfi. Það er af og frá. Ef farið væri eftir lögum um leikskóla, og tveir þriðju hluti starfsmanna væru kennarar, og starfsmannavelta væri ekki svona mikil, þá væri öllu meiri friður til kennslu, þá væri meira til að byggja ofan á, til að sinna með sóma starfsáætlunum, námskrá, stefnum, og öllu því sem okkur ber og langar vissulega til að sinna. Hvernig samfélag viljum við? Við göngum þannig stolt inn í verkfallsboðun og verkfall, og verðum þau sem sinna því, fyrir kennara, og fyrir öll börn í nútíð og framtíð. Höfundur er leikskólastjóri í leikskólanum Drafnarsteini Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Leikskólar Reykjavík Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Kæru foreldrar Svona byrja ég alla pósta til ykkar. Það eru ekki einungis innantóm orð, heldur eruð þið mér sannarlega kær. Samskipti okkar í skólanum eru mér afar mikilvæg og ég er mjög stolt af ykkur sem hóp og hve samfélagið okkar er fallegt. Þar finnst mér ríkja mikið traust og almenn ánægja. Starfsmannahópurinn er líka góður, þar ríkir góður andi, og þegar þetta tvennt fer saman er það iðulega uppskrift að ánægðum og glöðum börnum. Það skiptir öllu máli. Ánægt barn lærir. Þá skal engan undra að þið séuð hissa og hreinlega sár yfir því að heyra að það sé yfirvofandi verkfall í skólanum. Af hverju við? Það er einmitt spurningin sem ég spurði sjálfa mig og við í skólanum. Þegar við vorum spurð hvort við værum til í að vera sá leikskóli í borginni sem tæki þátt í þessu verkfalli, hugsaði ég strax til barnanna og til ykkar, kæru foreldrar, og sömuleiðis til starfsmannahópsins. Og vissulega varð sú hugsun líka víðfeðmari, af hverju ekki við? Það er nefnilega þannig að ósjaldan er það vilji manns að einhver annar taki slaginn, að einhver annar leggi það á sig, fórni sér fyrir málstaðinn. Þurfum við ekki að vera til fyrirmyndar? Við erum að lifa sögulega tíma. Allir kennarar, á öllum skólastigum, standa saman og biðja þess eins að það verði farið eftir því sem var lofað og undirritað fyrir einum átta árum. Ég hugsaði til barnanna, það eru þau sem ég brenn fyrir í mínu starfi alla daga, og hef gert í ein tuttugu og fimm ár í sama skólanum. Á þeim tíma hefur ekki bara skólinn stækkað og breyst, heldur hefur samfélagið jafnframt breyst, heimsfaraldur haft sín áhrif, og fagmenntuðum fækkað. Mér líður eins og kerfið sé að molna innan frá. Þegar stjórnendur í leikskólum ræða saman eru vandamálin þau sömu, mikil starfsmannavelta verður til þess að þeir sem starfa í skólanum eru sífellt að setja nýtt fólk inn í starfið, það þarf svo sannarlega, því að flestir sem koma nýir inn eru ekki menntaðir í starfið, hafa jafnvel aldrei unnið með börnum áður. Þá fer að sjáfsögðu mikil orka í það, í stað þess að sú hin sama orka fari í að kenna börnunum. Sérstaklega á þetta við um á fyrsta skólastiginu, þ.e. leikskólans,Þar sem almenningsálitið er á þann veg að hver sem er geti sinnt þessu starfi. Það er af og frá. Ef farið væri eftir lögum um leikskóla, og tveir þriðju hluti starfsmanna væru kennarar, og starfsmannavelta væri ekki svona mikil, þá væri öllu meiri friður til kennslu, þá væri meira til að byggja ofan á, til að sinna með sóma starfsáætlunum, námskrá, stefnum, og öllu því sem okkur ber og langar vissulega til að sinna. Hvernig samfélag viljum við? Við göngum þannig stolt inn í verkfallsboðun og verkfall, og verðum þau sem sinna því, fyrir kennara, og fyrir öll börn í nútíð og framtíð. Höfundur er leikskólastjóri í leikskólanum Drafnarsteini
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar