Sögur Hannesar Hólmsteins Hjálmtýr Heiðdal skrifar 26. október 2024 13:00 Þann 22. okt. s.l. svaraði Hannes Hólmsteinn Gissurarson grein minni um „Sögur ísraelska hermannsins“ sem birtist á visir.is 19. október s.l.. Hannes segir að sér sé ljúft og skylt að svara grein minni. Svar Hannesar hefur þó þann galla að hann setur fram svo margar rangfærslur að það tekur pláss og tíma að svara honum og leiðrétta það sem hann þykist vera að leiðrétta í minni grein. Greinin sem ég birti hér er stutt en lengri og ítarlegi útgáfu er að finna á fésbókinni: Svar mitt þar verður því í lengra lagi og vona ég að lesendur fyrirgefi mér, en eins og máltækið segir „Hafa skal það sem sannarar reynist.“ Hver er Hjálmtýr Heiðdal? Það er umhugsunarvert hvernig Hannes Hólmsteinn bregst við grein minni sem gekk út á að leiðrétta rangfærslur ísraelska hermannsins Ely Lassman um Ísrael og Palestínu. Eins og hjá fleirum sem hvorki hafa haldföst rök né réttlátan málstað velur hann að ráðast á manninn. Hver er Hjálmtýr Heiðdal spyr hann í feitletraðri fyrirsögn? Hannes segir mig m.a. hata gyðinga, vestræna menningu og vera „minnipokamann“ - hvað sem það svo þýðir í meðförum prófessorsins fyrrverandi. Þennan dóm fæ ég frá manni sem er fastur í hugmyndum kalda stríðsins og hugmyndafræðingur nýfrjálshyggjunnar sem hefur tröllriðið þjóðfélögum til hins verra. HHG. Hannes og aðrir stuðningsmenn þjóðarmorðs Ísraels á Gaza hafa ekki góðan málstað að verja. Þeir reyna því að gera lítið úr orðum mínum, ég sé ómarktækur því ég hafi stutt frelsibaráttu þjóða í Suða-austur Asíu sem róttæklingur á yngri árum, löngu fyrir tíma internetsins. Í dag er erfiðara að fela óhæfuverk eins og t.d. þjóðarmorð Ísraela á palestínsku þjóðinni, en Hannes er einn þeirra sem verja framferði Ísraela. Fræðimaðurinn Hannes, sem er af sumum talinn vera fræðimaður, virðist halda að hann geti slengt fram allrahanda rangfærslum til að styðja sinn málstað, rangfærslum sem auðvelt er að hrekja. Það er furðulegt að hann hafi verið við kennslu í Háskóla Íslands í áraraðir, maður sem lætur pólitískar skoðanir sínar hafa yfirhöndina og lætur staðreyndir lönd og leið. Hannes Hólmsteinn fer oft mikinn á síðum blaða og á netinu. Hann á sér lítinn hóp aðdáenda, en flestir sem tjá sig um umsvif Hannesar hafa á honum skömm sem boðbera afturhaldshugmynda sem víða gætir í íslensku samfélagi. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Þann 22. okt. s.l. svaraði Hannes Hólmsteinn Gissurarson grein minni um „Sögur ísraelska hermannsins“ sem birtist á visir.is 19. október s.l.. Hannes segir að sér sé ljúft og skylt að svara grein minni. Svar Hannesar hefur þó þann galla að hann setur fram svo margar rangfærslur að það tekur pláss og tíma að svara honum og leiðrétta það sem hann þykist vera að leiðrétta í minni grein. Greinin sem ég birti hér er stutt en lengri og ítarlegi útgáfu er að finna á fésbókinni: Svar mitt þar verður því í lengra lagi og vona ég að lesendur fyrirgefi mér, en eins og máltækið segir „Hafa skal það sem sannarar reynist.“ Hver er Hjálmtýr Heiðdal? Það er umhugsunarvert hvernig Hannes Hólmsteinn bregst við grein minni sem gekk út á að leiðrétta rangfærslur ísraelska hermannsins Ely Lassman um Ísrael og Palestínu. Eins og hjá fleirum sem hvorki hafa haldföst rök né réttlátan málstað velur hann að ráðast á manninn. Hver er Hjálmtýr Heiðdal spyr hann í feitletraðri fyrirsögn? Hannes segir mig m.a. hata gyðinga, vestræna menningu og vera „minnipokamann“ - hvað sem það svo þýðir í meðförum prófessorsins fyrrverandi. Þennan dóm fæ ég frá manni sem er fastur í hugmyndum kalda stríðsins og hugmyndafræðingur nýfrjálshyggjunnar sem hefur tröllriðið þjóðfélögum til hins verra. HHG. Hannes og aðrir stuðningsmenn þjóðarmorðs Ísraels á Gaza hafa ekki góðan málstað að verja. Þeir reyna því að gera lítið úr orðum mínum, ég sé ómarktækur því ég hafi stutt frelsibaráttu þjóða í Suða-austur Asíu sem róttæklingur á yngri árum, löngu fyrir tíma internetsins. Í dag er erfiðara að fela óhæfuverk eins og t.d. þjóðarmorð Ísraela á palestínsku þjóðinni, en Hannes er einn þeirra sem verja framferði Ísraela. Fræðimaðurinn Hannes, sem er af sumum talinn vera fræðimaður, virðist halda að hann geti slengt fram allrahanda rangfærslum til að styðja sinn málstað, rangfærslum sem auðvelt er að hrekja. Það er furðulegt að hann hafi verið við kennslu í Háskóla Íslands í áraraðir, maður sem lætur pólitískar skoðanir sínar hafa yfirhöndina og lætur staðreyndir lönd og leið. Hannes Hólmsteinn fer oft mikinn á síðum blaða og á netinu. Hann á sér lítinn hóp aðdáenda, en flestir sem tjá sig um umsvif Hannesar hafa á honum skömm sem boðbera afturhaldshugmynda sem víða gætir í íslensku samfélagi. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar