Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. október 2024 06:58 Ákvörðunin þýðir að UNRWA mun ekki geta starfað í Ísrael, né á Vesturbakkanum og Gasa. AP/Hassan Eslaiah Ísraelska þingið samþykkti í gær að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. Stofnunin verður nú að hætta starfsemi í landinu innan 90 daga en ákvörðunin um að skilgreina hana sem hryðjuverkasamtök hefur það í för með sér að ísraelsk yfirvöld munu ekki eiga í neinu samstarfi við hana. Þetta þýðir að til viðbótar við að höfuðstöðvum UNRWA í Jerúsalem verður lokað þá verður líklega ekkert af frekari neyðaraðstoð stofnunarinnar á Gasa, þar sem forsvarsmenn hennar og yfirvöld sem fara með umferð í gegnum Rafah mega ekki lengur eiga samstarf. Þannig verða til að mynda ekki gefin út fleiri starfsleyfi til starfsmanna UNRWA né hægt að skipuleggja flutning og dreifingu neyðargagna á svæðinu. Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð og menn meðal annars varað við því að annarri neyðaraðstoð sé ekki til að dreifa á Gasa, þar sem fjöldi fólks býr við afar bágar aðstæður og fæðuskort. Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóri UNRWA, segir ákvörðunina fordæmalaus og hættulegt fordæmi. „Þessi frumvörp munu aðeins ýta undir neyð Palestínumanna, sérstaklega í Gasa þar sem fólk hefur búið við helvíti í meira en ár,“ sagði hann. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa lýst yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur hvatt Ísraela til að standa við skuldbindingar sínar sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna og sagt að ekki sé hægt að fara á svig við þær með því að breyta innlendum lögum. Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Stofnunin verður nú að hætta starfsemi í landinu innan 90 daga en ákvörðunin um að skilgreina hana sem hryðjuverkasamtök hefur það í för með sér að ísraelsk yfirvöld munu ekki eiga í neinu samstarfi við hana. Þetta þýðir að til viðbótar við að höfuðstöðvum UNRWA í Jerúsalem verður lokað þá verður líklega ekkert af frekari neyðaraðstoð stofnunarinnar á Gasa, þar sem forsvarsmenn hennar og yfirvöld sem fara með umferð í gegnum Rafah mega ekki lengur eiga samstarf. Þannig verða til að mynda ekki gefin út fleiri starfsleyfi til starfsmanna UNRWA né hægt að skipuleggja flutning og dreifingu neyðargagna á svæðinu. Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð og menn meðal annars varað við því að annarri neyðaraðstoð sé ekki til að dreifa á Gasa, þar sem fjöldi fólks býr við afar bágar aðstæður og fæðuskort. Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóri UNRWA, segir ákvörðunina fordæmalaus og hættulegt fordæmi. „Þessi frumvörp munu aðeins ýta undir neyð Palestínumanna, sérstaklega í Gasa þar sem fólk hefur búið við helvíti í meira en ár,“ sagði hann. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa lýst yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur hvatt Ísraela til að standa við skuldbindingar sínar sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna og sagt að ekki sé hægt að fara á svig við þær með því að breyta innlendum lögum.
Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira