Húsnæði verði „fyrst og fremst heimili en ekki fjárfestingarvara“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. október 2024 18:05 Kristrún kynnti framkvæmdaplan á Egilsstöðum í dag. samfylkingin „Við verðum að taka á þessu braski sem er á húsnæðismarkaði,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sem kynnti svokallað útspil flokksins í húsnæðis- og kjaramálum á Egilsstöðum síðdegis í dag. Í tilkynningu segir að um sé að ræða áætlun um að ná niður vöxtum á Íslandi með ábyrgri hagstjórn, aukinni festu í ríkisfjármálum og kerfisbreytingum til að skapa jafnvægi á húsnæðismarkaði. „Þetta er þriðja og síðasta útspilið í raun, núna í húsnæðis- og kjaramálum. Við höfum verið í sex mánuði núna í þessari vinnu og búin að funda með fólki um allt land. Hér leggjum við áherslu á þrjú lykilverkefni í nýrri ríkisstjórn,“ segir Kristrún í samtali við Vísi og bætir við: „Ef við náum að lækka vexti og draga úr spennu á húsnæðismarkaði, þá skapar það auðvitað líka svigrúm til að fara í aðgerðir sem snúa að barnafjölskyldum og fólki sem reiðir sig á greiðslur úr almannatryggingakerfi og þess háttar.“ Mikilvægt að ná stjórn á Airbnb Varðandi bráðaaðgerðirnar segir Kristrún þær snúa að því að tryggja að fleiri íbúðir nýtist sem heimili fólks. „Af því við vitum að það hefur gengið hægt að byggja. Við erum með aðgerðir til að fa íbúðir strax inn á markaðinn. Það snýr að því að taka stjórn á Airbnb og og skammtímaleigu til ferðamanna. Tryggja það að húsnæði verði fyrst og fremst heimili frekar en fjárfestingarvara.“ Frá fundinum fyrir utan Bónus á Egilsstöðum í dag.samfylkingin Ábyrgð á þróun markaðarins „Svo erum við líka að leggja fram tillögur til að breyta vannýttu atvinnuhúsnæði í íbúðir. Það er auðvitað þekkt fyrirbrigði að fólk er að búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði, í oft mjög lélegum aðstæðum. Við viljum skapa hvata til þess umbreyta þessu húsnæði í almennilegar íbúðir þar sem enginn afsláttur er gefinn á brunavörnum og öryggiskröfum.“ Kristrún segir flokkinn jafnframt tala fyrir kerfisbreytingum til lengri tíma á húsnæðismarkaði. „Þar sem ríkið kemur inn og hjálpar sveitarfélögum að standa straum af miklum innviðakostnaði sem fylgir því að brjóta nýtt land. Og draga þannig úr heildarkostnaði við uppbyggingu húsnæðis. Síðan snýst þetta um að að einfalda skipulagsferlið og draga úr byggingarkostnaði. Þarna verður ríkisstjórn að leika lykilhlutverk og taka ábyrgð á þróun húsnæðismarkaðarins í heild.“ Lokun ehf-gats og hækkun fjármagnstekjuskatts Varðandi kjaramálin segir í tilkynningu að flokkurinn hyggist ná aftur stjórn á fjármálum ríkisins með ýmsum aðgerðum. Þar á meðal er að taka upp svokallaða stöðugleikareglu um jafnvægi tekna og rekstrarútgjala. Þá er lagt til að ehf-gatinu svokallaða verði lokað með aðferðum sem tíðskist á hinum Norðurlöndum til að koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur. „Hækkum fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25% en uppfærum frítekjumark vaxtatekna með hliðsjón af verðbólguþróun svo skattbyrði millitekjuhópa haldist óbreytt,“ segir í framkvæmdaplaninu. Samfylkingin Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Í tilkynningu segir að um sé að ræða áætlun um að ná niður vöxtum á Íslandi með ábyrgri hagstjórn, aukinni festu í ríkisfjármálum og kerfisbreytingum til að skapa jafnvægi á húsnæðismarkaði. „Þetta er þriðja og síðasta útspilið í raun, núna í húsnæðis- og kjaramálum. Við höfum verið í sex mánuði núna í þessari vinnu og búin að funda með fólki um allt land. Hér leggjum við áherslu á þrjú lykilverkefni í nýrri ríkisstjórn,“ segir Kristrún í samtali við Vísi og bætir við: „Ef við náum að lækka vexti og draga úr spennu á húsnæðismarkaði, þá skapar það auðvitað líka svigrúm til að fara í aðgerðir sem snúa að barnafjölskyldum og fólki sem reiðir sig á greiðslur úr almannatryggingakerfi og þess háttar.“ Mikilvægt að ná stjórn á Airbnb Varðandi bráðaaðgerðirnar segir Kristrún þær snúa að því að tryggja að fleiri íbúðir nýtist sem heimili fólks. „Af því við vitum að það hefur gengið hægt að byggja. Við erum með aðgerðir til að fa íbúðir strax inn á markaðinn. Það snýr að því að taka stjórn á Airbnb og og skammtímaleigu til ferðamanna. Tryggja það að húsnæði verði fyrst og fremst heimili frekar en fjárfestingarvara.“ Frá fundinum fyrir utan Bónus á Egilsstöðum í dag.samfylkingin Ábyrgð á þróun markaðarins „Svo erum við líka að leggja fram tillögur til að breyta vannýttu atvinnuhúsnæði í íbúðir. Það er auðvitað þekkt fyrirbrigði að fólk er að búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði, í oft mjög lélegum aðstæðum. Við viljum skapa hvata til þess umbreyta þessu húsnæði í almennilegar íbúðir þar sem enginn afsláttur er gefinn á brunavörnum og öryggiskröfum.“ Kristrún segir flokkinn jafnframt tala fyrir kerfisbreytingum til lengri tíma á húsnæðismarkaði. „Þar sem ríkið kemur inn og hjálpar sveitarfélögum að standa straum af miklum innviðakostnaði sem fylgir því að brjóta nýtt land. Og draga þannig úr heildarkostnaði við uppbyggingu húsnæðis. Síðan snýst þetta um að að einfalda skipulagsferlið og draga úr byggingarkostnaði. Þarna verður ríkisstjórn að leika lykilhlutverk og taka ábyrgð á þróun húsnæðismarkaðarins í heild.“ Lokun ehf-gats og hækkun fjármagnstekjuskatts Varðandi kjaramálin segir í tilkynningu að flokkurinn hyggist ná aftur stjórn á fjármálum ríkisins með ýmsum aðgerðum. Þar á meðal er að taka upp svokallaða stöðugleikareglu um jafnvægi tekna og rekstrarútgjala. Þá er lagt til að ehf-gatinu svokallaða verði lokað með aðferðum sem tíðskist á hinum Norðurlöndum til að koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur. „Hækkum fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25% en uppfærum frítekjumark vaxtatekna með hliðsjón af verðbólguþróun svo skattbyrði millitekjuhópa haldist óbreytt,“ segir í framkvæmdaplaninu.
Samfylkingin Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira