Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 18:05 Valgerður Bachmann, spákona og miðill. Valgerður Bachmann, spákona og miðill, hefur unnið í andlegum málefnum í næstum tvo áratugi. Hún segir alls konar fólk sækja þjónustu hjá henni; þekkt fólk og óþekkt, gamalt og ungt. Þá sæki karlar einnig mikið í spádóma en fari gjarnan krókaleiðir að því. Við kynntum okkur tiltekinn kima andlega heimsins í Íslandi í dag á mánudag. Við heimsóttum meðal annars Valgerði í bílskúr í úthverfi höfuðborgarsvæðisins og fengum hana að spá fyrir fréttamanni, yfirlýstri efasemdamanneskju. En áður en Valgerður las í framtíð undirritaðrar skyggndumst við inn í fortíð hennar. „Ég byrjaði 2009 að vinna við andleg málefni. Þegar ég var lítil þá sá ég mikið og heyrði,“ segir Valgerður. Þegar þú segir að þú hafir séð og heyrt, ertu að meina að þú sért skyggn? „Já. Ég bæði átti erfitt með svefn, átti erfitt með að vera til dæmis í Habitat í Holtagörðum og bjó í húsi í Hafnarfirði þar sem var ansi mikið af fólki. Það var mitt tráma í lífinu, í æsku, og þorði ekki að deila því með neinum, var hrædd um að ég yrði talin geðveik eða eitthvað,“ segir Valgerður. Hvernig fólk leitar til þín? „Allskonar. Bæði fólk sem er þekkt, sem er ekki þekkt, börn, unglingar, allur skalinn. Ég stundum veit ekkert hvaða fólk er að panta tíma, það pantar í tölvupósti. Ég sé það fólk aldrei. Stundum kemur fólk og segir: Ég hef fengið [spá] hjá þér! Og ég er bara: Já, geggjað!“ Hvernig eru kynjahlutföllin? „Í sannleika sagt þá lítur það þannig út að konur sæki meira í þetta en það er ekki rétt. [Karlar] fara krókaleiðina, sækja mikið í spá í tölvupósti,“ segir Valgerður. Horfa má á þáttinn í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Við ræðum ítarlega við Valgerði, fáum hana til að spá fyrir okkur og göngumst undir svokallaða „orkugreiningu“, eitt það nýjasta í andlega heiminum. Ísland í dag Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Við kynntum okkur tiltekinn kima andlega heimsins í Íslandi í dag á mánudag. Við heimsóttum meðal annars Valgerði í bílskúr í úthverfi höfuðborgarsvæðisins og fengum hana að spá fyrir fréttamanni, yfirlýstri efasemdamanneskju. En áður en Valgerður las í framtíð undirritaðrar skyggndumst við inn í fortíð hennar. „Ég byrjaði 2009 að vinna við andleg málefni. Þegar ég var lítil þá sá ég mikið og heyrði,“ segir Valgerður. Þegar þú segir að þú hafir séð og heyrt, ertu að meina að þú sért skyggn? „Já. Ég bæði átti erfitt með svefn, átti erfitt með að vera til dæmis í Habitat í Holtagörðum og bjó í húsi í Hafnarfirði þar sem var ansi mikið af fólki. Það var mitt tráma í lífinu, í æsku, og þorði ekki að deila því með neinum, var hrædd um að ég yrði talin geðveik eða eitthvað,“ segir Valgerður. Hvernig fólk leitar til þín? „Allskonar. Bæði fólk sem er þekkt, sem er ekki þekkt, börn, unglingar, allur skalinn. Ég stundum veit ekkert hvaða fólk er að panta tíma, það pantar í tölvupósti. Ég sé það fólk aldrei. Stundum kemur fólk og segir: Ég hef fengið [spá] hjá þér! Og ég er bara: Já, geggjað!“ Hvernig eru kynjahlutföllin? „Í sannleika sagt þá lítur það þannig út að konur sæki meira í þetta en það er ekki rétt. [Karlar] fara krókaleiðina, sækja mikið í spá í tölvupósti,“ segir Valgerður. Horfa má á þáttinn í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Við ræðum ítarlega við Valgerði, fáum hana til að spá fyrir okkur og göngumst undir svokallaða „orkugreiningu“, eitt það nýjasta í andlega heiminum.
Ísland í dag Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira