Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar 9. nóvember 2024 08:02 Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur farið vaxandi í íslensku samfélagi og er mikið áhyggjuefni. Mikil gagnrýni hefur verið á þá aðstoð og þjónustu sem er í boði fyrir börn og unglinga með fjölþættan vanda og fjölskyldur þeirra. Mikið hefur verið lagt í úrræði sem þeim stendur til boða en því miður virðast þau ekki duga, enda vandamálin flókin og börn og unglingar þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Margir hafa velt því fyrir sér hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir það ástand sem blasir við okkur í dag. Áföll og erfið reynsla í æsku Börn á Íslandi, eins og annars staðar í heiminum, upplifa alls kyns ofbeldi, vanrækslu og aðra erfiða reynslu eins og skilnað foreldra, fólksflutninga, einelti, fordóma, útilokun og svo framvegis. Rannsóknir sýna fram á að áföll og erfið reynsla í æsku (svokölluð ACE-rannsókn - Adverse Childhood Experiences) geti haft margvísleg neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu á fullorðinsárum. Rannsóknir sýna einnig að slík reynsla eykur líkur á áhættu- og ofbeldishegðun á unglingsárunum. Á Íslandi sinnir Barnahús málefnum barna ef grunur er um ofbeldi. Hins vegar eru fjölmörg börn og unglingar á Íslandi sem hafa upplifað erfiða reynslu sem fara undir radarinn og eiga það til að týnast. Aðrir þættir Fyrir utan erfiða reynslu í æsku eru fjölmargir þættir sem geta haft áhrif á líðan og hegðun barna og unglinga. Sum börn og unglingar sem glíma við námsörðugleika, málþroskaröskun, einhverfurófsröskun og svo framvegis bíða mjög lengi eftir því að fara í greiningu og fá þá sérhæfðu þjónustu sem þau þurfa á að halda. Þessi börn og fjölskyldur þeirra mæta mörgum hindrunum í félags- og skólakerfinu. Slæmur árangur í skóla getur haft áhrif á sjálfsmynd barna og traust á eigin getu til að ná árangri í framtíðinni. Auka þjónustu í þágu barna og ungmenna Ef við ráðumst að rót vandans getum við komið í veg fyrir þróun áhættu- og ofbeldishegðunar barna og unglinga með því að bjóða börnum nauðsynlega þjónustu snemma á lífsleiðinni. Það er ekki í lagi að einn sálfræðingur hjá sveitarfélagi skipti tíma sínum á milli fjögurra skóla og að sálfræðiþjónusta sé of dýr fyrir flestar fjölskyldur. Það er ekki sanngjarnt að börn og unglingar með geð- og þroskavanda þurfi að bíða í marga mánuði eftir að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna. Það er ekki í lagi að barn þurfi að bíða í tvö ár eftir því að fara til talmeinafræðings. Það er ekki eðlilegt að foreldrar sem eiga börn með hegðunarvanda fái ekki stuðning frá atferlisfræðingum eða uppeldisfræðingum áður en vandamálin verða of flókin. Börn og fjölskyldur ættu ekki að þurfa að bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. Þessi þjónusta á að vera öllum börnum til boða snemma á lífsleiðinni. Sameinumst um að laga þessi mál. Hinn raunverulegi kostnaður Ef við viljum koma í veg fyrir ofbeldi í samfélagi okkar og stuðla að lýðheilsu allra þurfum við að fjárfesta í geðheilsu barna. Áföll og erfið reynsla í æsku geta valdið gífurlegum kostnaði í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu í formi þjónustu við þessa einstaklinga síðar á fullorðinsárunum. Rannsóknir sýna fram að slík reynsla eykur líkur á líkamlegum sjúkdómum á fullorðinsaldri ekki síður en geðrænum. Ef við þurfum að líta á vandann út frá peningalegu sjónarmiði er staðreyndin einfaldlega þessi, að fjárfesting í börnum gefur bestu ávöxtunina til lengri tíma litið. Höfundur er doktor í sálfræði, skipar 3. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Börn og uppeldi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur farið vaxandi í íslensku samfélagi og er mikið áhyggjuefni. Mikil gagnrýni hefur verið á þá aðstoð og þjónustu sem er í boði fyrir börn og unglinga með fjölþættan vanda og fjölskyldur þeirra. Mikið hefur verið lagt í úrræði sem þeim stendur til boða en því miður virðast þau ekki duga, enda vandamálin flókin og börn og unglingar þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Margir hafa velt því fyrir sér hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir það ástand sem blasir við okkur í dag. Áföll og erfið reynsla í æsku Börn á Íslandi, eins og annars staðar í heiminum, upplifa alls kyns ofbeldi, vanrækslu og aðra erfiða reynslu eins og skilnað foreldra, fólksflutninga, einelti, fordóma, útilokun og svo framvegis. Rannsóknir sýna fram á að áföll og erfið reynsla í æsku (svokölluð ACE-rannsókn - Adverse Childhood Experiences) geti haft margvísleg neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu á fullorðinsárum. Rannsóknir sýna einnig að slík reynsla eykur líkur á áhættu- og ofbeldishegðun á unglingsárunum. Á Íslandi sinnir Barnahús málefnum barna ef grunur er um ofbeldi. Hins vegar eru fjölmörg börn og unglingar á Íslandi sem hafa upplifað erfiða reynslu sem fara undir radarinn og eiga það til að týnast. Aðrir þættir Fyrir utan erfiða reynslu í æsku eru fjölmargir þættir sem geta haft áhrif á líðan og hegðun barna og unglinga. Sum börn og unglingar sem glíma við námsörðugleika, málþroskaröskun, einhverfurófsröskun og svo framvegis bíða mjög lengi eftir því að fara í greiningu og fá þá sérhæfðu þjónustu sem þau þurfa á að halda. Þessi börn og fjölskyldur þeirra mæta mörgum hindrunum í félags- og skólakerfinu. Slæmur árangur í skóla getur haft áhrif á sjálfsmynd barna og traust á eigin getu til að ná árangri í framtíðinni. Auka þjónustu í þágu barna og ungmenna Ef við ráðumst að rót vandans getum við komið í veg fyrir þróun áhættu- og ofbeldishegðunar barna og unglinga með því að bjóða börnum nauðsynlega þjónustu snemma á lífsleiðinni. Það er ekki í lagi að einn sálfræðingur hjá sveitarfélagi skipti tíma sínum á milli fjögurra skóla og að sálfræðiþjónusta sé of dýr fyrir flestar fjölskyldur. Það er ekki sanngjarnt að börn og unglingar með geð- og þroskavanda þurfi að bíða í marga mánuði eftir að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna. Það er ekki í lagi að barn þurfi að bíða í tvö ár eftir því að fara til talmeinafræðings. Það er ekki eðlilegt að foreldrar sem eiga börn með hegðunarvanda fái ekki stuðning frá atferlisfræðingum eða uppeldisfræðingum áður en vandamálin verða of flókin. Börn og fjölskyldur ættu ekki að þurfa að bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. Þessi þjónusta á að vera öllum börnum til boða snemma á lífsleiðinni. Sameinumst um að laga þessi mál. Hinn raunverulegi kostnaður Ef við viljum koma í veg fyrir ofbeldi í samfélagi okkar og stuðla að lýðheilsu allra þurfum við að fjárfesta í geðheilsu barna. Áföll og erfið reynsla í æsku geta valdið gífurlegum kostnaði í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu í formi þjónustu við þessa einstaklinga síðar á fullorðinsárunum. Rannsóknir sýna fram að slík reynsla eykur líkur á líkamlegum sjúkdómum á fullorðinsaldri ekki síður en geðrænum. Ef við þurfum að líta á vandann út frá peningalegu sjónarmiði er staðreyndin einfaldlega þessi, að fjárfesting í börnum gefur bestu ávöxtunina til lengri tíma litið. Höfundur er doktor í sálfræði, skipar 3. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar