Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Aron Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2024 10:31 Freyr Alexandersson þjálfari KV Kortrijk Vísir/Getty Freyr Alexandersson, þjálfari KV Kortrijk í Belgíu segir að ummæli sín um markvörðinn Mads Kikkenborg, sem hann þjálfaði á sínum tíma hjá danska félaginu Lyngby, hafi verið tekin úr samhengi en sá síðarnefndi skipti yfir til Anderlecht í Belgíu í upphafi árs. Freyr segir samband sitt og Kikkenborg mjög gott. Eftir að Freyr hafði tekið við þjálfarastöðunni hjá belgíska úrvalsdeildarfélaginu KV Kortrijk ákvað Kikkenborg að söðla um og semja við Anderlecht sem einnig leikur í efstu deild Belgíu. Kikkenborg hafði verið að standa sig vel hjá Lyngby fram að þeim félagsskiptum og var eftirsóttur en í viðtali við belgíska miðilinn Het Nieuwsblad var haft eftir Frey að hann teldi að danski markvörðurinn myndi aldrei spila leik fyrir Anderlecht. Tækifærin fyrir Danann hjá Anderlecht hafa frá félagsskiptunum verið af skornum skammti. Þar hefur hann verið á eftir fyrirliða liðsins, Colin Coosemans, í goggunarröðinni. Kikkenborg lék þó sinn fyrsta leik fyrir Anderlecht á dögunum í belgíska bikarnum og hafði blaðamaður Tipsbladet samband við Frey í kjölfar þess leiks og spurði Íslendinginn út í ummæli hans á sínum tíma um Kikkenborg. Freyr segir ummæli sín hafa verið tekin úr samhengi. Mads Kikkenborg lék sinn fyrsta leik fyrir Anderlecht á dögunumVísir/Getty „Og síðan þá hefur þetta mál dúkkað upp í fjölmiðlum aftur og aftur,“ segir Freyr í samtali við Tipsbladet. „Ég sagði að ég teldi Kikkenborg ekki eiga sér framtíð hjá Anderlecht. Ég tel að hann hafi verið fenginn til Anderlecht sem varamarkvörður og það hvernig Anderlecht vill spila fótbolta spilar kannski ekki inn á styrkleika Kikkenborg. Tíminn mun leiða það í ljós hvort hann spilar eða ekki.“ Freyr er hins vegar hrifinn af Kikkenborg. „Hann á að setja pressuna á Colin Coosemans sem hefur verið besti markvörður deildarinnar yfir lengri tíma að mínu mati. Það er erfitt fyrir Kikkenborg að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið en þannig er fótboltinn stundum. Coosemans gæti meiðst í næstu viku og þá mun Kikkenborg fá tækifærið. Á því liggur enginn vafi. Ég vona að hann fái tækifæri til þess að sanna sig á einhverjum tímapunkti. En ég óttast þó einnig að, ef eitthvað gerist sem veldur því að Coosemans mun ekki geta spilað, að þá muni Anderlecht sækja annan markvörð sem er ekki með sömu eiginleika og Kikkenborg. Ég óska Kikkenborg alls hins besta. Ég er kannski hans mesti aðdáandi. Eða kannski er það fjölskylda hans. Mér þykir vænt um hann og hann veit það. Við eigum gott samband okkar á milli.“ Belgíski boltinn Fótbolti Danski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Eftir að Freyr hafði tekið við þjálfarastöðunni hjá belgíska úrvalsdeildarfélaginu KV Kortrijk ákvað Kikkenborg að söðla um og semja við Anderlecht sem einnig leikur í efstu deild Belgíu. Kikkenborg hafði verið að standa sig vel hjá Lyngby fram að þeim félagsskiptum og var eftirsóttur en í viðtali við belgíska miðilinn Het Nieuwsblad var haft eftir Frey að hann teldi að danski markvörðurinn myndi aldrei spila leik fyrir Anderlecht. Tækifærin fyrir Danann hjá Anderlecht hafa frá félagsskiptunum verið af skornum skammti. Þar hefur hann verið á eftir fyrirliða liðsins, Colin Coosemans, í goggunarröðinni. Kikkenborg lék þó sinn fyrsta leik fyrir Anderlecht á dögunum í belgíska bikarnum og hafði blaðamaður Tipsbladet samband við Frey í kjölfar þess leiks og spurði Íslendinginn út í ummæli hans á sínum tíma um Kikkenborg. Freyr segir ummæli sín hafa verið tekin úr samhengi. Mads Kikkenborg lék sinn fyrsta leik fyrir Anderlecht á dögunumVísir/Getty „Og síðan þá hefur þetta mál dúkkað upp í fjölmiðlum aftur og aftur,“ segir Freyr í samtali við Tipsbladet. „Ég sagði að ég teldi Kikkenborg ekki eiga sér framtíð hjá Anderlecht. Ég tel að hann hafi verið fenginn til Anderlecht sem varamarkvörður og það hvernig Anderlecht vill spila fótbolta spilar kannski ekki inn á styrkleika Kikkenborg. Tíminn mun leiða það í ljós hvort hann spilar eða ekki.“ Freyr er hins vegar hrifinn af Kikkenborg. „Hann á að setja pressuna á Colin Coosemans sem hefur verið besti markvörður deildarinnar yfir lengri tíma að mínu mati. Það er erfitt fyrir Kikkenborg að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið en þannig er fótboltinn stundum. Coosemans gæti meiðst í næstu viku og þá mun Kikkenborg fá tækifærið. Á því liggur enginn vafi. Ég vona að hann fái tækifæri til þess að sanna sig á einhverjum tímapunkti. En ég óttast þó einnig að, ef eitthvað gerist sem veldur því að Coosemans mun ekki geta spilað, að þá muni Anderlecht sækja annan markvörð sem er ekki með sömu eiginleika og Kikkenborg. Ég óska Kikkenborg alls hins besta. Ég er kannski hans mesti aðdáandi. Eða kannski er það fjölskylda hans. Mér þykir vænt um hann og hann veit það. Við eigum gott samband okkar á milli.“
Belgíski boltinn Fótbolti Danski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira