Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 11. nóvember 2024 10:01 Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn ansi þreyttur á því að lesa um það í fjölmiðlum og heyra stjórnmálafólk tala um mikilvægi þess að hlúa vel að unga fólkinu okkar og að vandamál ungs fólks séu að aukast á sama tíma og lítið er um aðgerðir eða hreinlega að skorið sé niður í þjónustu við ungt fólk. Nýleg dæmi eru t.d. frestun á uppbyggingu nýs meðferðarheimilis fyrir unglinga, langir biðlistar eftir sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu og skertur opnunartími í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum. Ísland er eitt af fáum löndum sem hefur ekki sett fram ungmennastefnu (e. youth policy) sem gæti verið ein ástæða þess að stjórnmálafólk forgangsraðar ekki með markvissum hætti fjármagni í málefni ungs fólks. Landssamband ungmennafélaga, ungt fólk og starfsfólk félagsmiðstöðva hafa árum saman kallað eftir því að stjórnvöld útbúi ungmennastefnu þar sem fram væri sett heildstæð stefna til lengri tíma utan um málefni ungs fólks. Ungmennastefna segir til um hvernig við sem samfélag viljum tryggja að unga fólkinu okkar líði vel. Hún felur það í sér að ungmenni: séu virkir þátttakendur í ákvarðanatöku í samfélaginu, fái tækifæri til að mennta sig, geti tekið þátt í öflugu félagsstarfi, komist út á vinnumarkaðinn og eignast húsnæði. Óháð því hvaðan þau koma, hvaða foreldra þau eiga eða hvar á landinu þau búa. Ungmennastefna Íslands Með öflugri ungmennastefnu og skýrri forgangsröðun á málefni er varða ungt fólk, ásamt fjárfestingu í forvarnarstarfi, stofnunum og félagasamtökum ungs fólks getum við betur tryggt farsæld unga fólksins okkar og fyrirbyggt vandamál sem er margfalt dýrara að leysa á seinni stigum. Samhliða gerð ungmennastefnu er nauðsynlegt að ungt fólk sjái strax alvöru aðgerðir sem lengi hefur verið rætt um svo sem lögfestingu félagsmiðstöðva og gæðaviðmið um starfsemi þeirra, að byggður verði nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga, að Æskulýðssjóður og rekstrarumhverfi félagasamtaka ungs fólks og þeirra sem vinna að hagsmunum ungs fólks verði bætt og að við eflum ungmennaráð og aðkomu þeirra að ákvarðanatöku um málefni sem þau varða. Nauðsynlegt er að tekið verði strax á geðheilbrigðismálum ungs fólks og að ráðist verði á þá löngu biðlista sem eru eftir þjónustu við börn og ungmenni. Ungmennastefna Íslands þarf að fjalla um velferð ungs fólks á breiðum grunni og innihalda málaflokka eins og íþrótta- og húsnæðismál út frá þörfum ungs fólks. Ungmennastefna á einnig að fjalla um aðkomu ungs fólks að atvinnu-, nýsköpunar- og menntastefnu Íslands sem á að tryggja að ungt fólk hafi tækifæri til að ná árangri í menntakerfinu og að það verði til fjölbreytt og verðmæt störf fyrir ungt fólk út um allt land. Skýr stefnumótun og fjárfesting í menntun, forvörnum og farsæld ungs fólks er undirstaða verðmætasköpunar framtíðarinnar. Ef við stöndum með unga fólkinu okkar þá erum við ekki aðeins að gera það sem er rétt, heldur einnig það sem mun spara samfélaginu háar upphæðir og auka samkeppnishæfni Íslands til framtíðar. Guðmundur Ari Sigurjónsson – 2. sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi, faðir þriggja grunnskólabarna, tómstunda- og félagsmálafræðingur og starfsmaður í æskulýðs- og forvarnarmálum síðastliðin 15 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn ansi þreyttur á því að lesa um það í fjölmiðlum og heyra stjórnmálafólk tala um mikilvægi þess að hlúa vel að unga fólkinu okkar og að vandamál ungs fólks séu að aukast á sama tíma og lítið er um aðgerðir eða hreinlega að skorið sé niður í þjónustu við ungt fólk. Nýleg dæmi eru t.d. frestun á uppbyggingu nýs meðferðarheimilis fyrir unglinga, langir biðlistar eftir sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu og skertur opnunartími í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum. Ísland er eitt af fáum löndum sem hefur ekki sett fram ungmennastefnu (e. youth policy) sem gæti verið ein ástæða þess að stjórnmálafólk forgangsraðar ekki með markvissum hætti fjármagni í málefni ungs fólks. Landssamband ungmennafélaga, ungt fólk og starfsfólk félagsmiðstöðva hafa árum saman kallað eftir því að stjórnvöld útbúi ungmennastefnu þar sem fram væri sett heildstæð stefna til lengri tíma utan um málefni ungs fólks. Ungmennastefna segir til um hvernig við sem samfélag viljum tryggja að unga fólkinu okkar líði vel. Hún felur það í sér að ungmenni: séu virkir þátttakendur í ákvarðanatöku í samfélaginu, fái tækifæri til að mennta sig, geti tekið þátt í öflugu félagsstarfi, komist út á vinnumarkaðinn og eignast húsnæði. Óháð því hvaðan þau koma, hvaða foreldra þau eiga eða hvar á landinu þau búa. Ungmennastefna Íslands Með öflugri ungmennastefnu og skýrri forgangsröðun á málefni er varða ungt fólk, ásamt fjárfestingu í forvarnarstarfi, stofnunum og félagasamtökum ungs fólks getum við betur tryggt farsæld unga fólksins okkar og fyrirbyggt vandamál sem er margfalt dýrara að leysa á seinni stigum. Samhliða gerð ungmennastefnu er nauðsynlegt að ungt fólk sjái strax alvöru aðgerðir sem lengi hefur verið rætt um svo sem lögfestingu félagsmiðstöðva og gæðaviðmið um starfsemi þeirra, að byggður verði nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga, að Æskulýðssjóður og rekstrarumhverfi félagasamtaka ungs fólks og þeirra sem vinna að hagsmunum ungs fólks verði bætt og að við eflum ungmennaráð og aðkomu þeirra að ákvarðanatöku um málefni sem þau varða. Nauðsynlegt er að tekið verði strax á geðheilbrigðismálum ungs fólks og að ráðist verði á þá löngu biðlista sem eru eftir þjónustu við börn og ungmenni. Ungmennastefna Íslands þarf að fjalla um velferð ungs fólks á breiðum grunni og innihalda málaflokka eins og íþrótta- og húsnæðismál út frá þörfum ungs fólks. Ungmennastefna á einnig að fjalla um aðkomu ungs fólks að atvinnu-, nýsköpunar- og menntastefnu Íslands sem á að tryggja að ungt fólk hafi tækifæri til að ná árangri í menntakerfinu og að það verði til fjölbreytt og verðmæt störf fyrir ungt fólk út um allt land. Skýr stefnumótun og fjárfesting í menntun, forvörnum og farsæld ungs fólks er undirstaða verðmætasköpunar framtíðarinnar. Ef við stöndum með unga fólkinu okkar þá erum við ekki aðeins að gera það sem er rétt, heldur einnig það sem mun spara samfélaginu háar upphæðir og auka samkeppnishæfni Íslands til framtíðar. Guðmundur Ari Sigurjónsson – 2. sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi, faðir þriggja grunnskólabarna, tómstunda- og félagsmálafræðingur og starfsmaður í æskulýðs- og forvarnarmálum síðastliðin 15 ár.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar