Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar 13. nóvember 2024 18:01 Gjarnan er sagt að ekki megi dæma saklausan sekan en á hinn bóginn virðist litlu máli skipta hvort sá sem brotið er á nái rétti sínum, ekki einu sinni hvort hanngeti staðið almennilega uppréttur eftir. Í lögunum virðist stefnan að skárra sé að hundruðir kærenda fái ekki sanngjarna dómsniðurstöðu en að einn ákærðra fái rangan dóm. Það orð liggur á að sá sem ákærður er um nauðgun vinni öll dómsmál. Eðli nauðgunarmálanna er að þær eru yfirleitt alltaf framdar við aðstæður þar sem einungis eru til staðar gerandinn og fórnarlambið. Yfirleitt er ekki um að ræða nein vitni eða réttarfarsleg gögn sem algjörlega sanna brotið eða afsanna. Samkvæmt því sem ég hef getað lesið mér til um sýknur í nauðgunarmálum, þar sem málavöxtum er lýst, hefur mér jafnvel fundist með ólíkindum að hinn ákærði skuli ekki hafa verið sakfelldur. Ég sá einhvern tímann í Fréttablaðinu frekar stutta grein um málið. Þar var að finna tilraun til þess að setja fram statistikk sem átti við árið 2014 og hefur eftir öllum sólarmerkjum að dæma verið fengnar frá ríkissaksóknara. Þar kom fram að 131 nauðgunarmál höfðu verið tilkynnt til lögreglu hér á landi á árinu. Þar af voru 67 mál (um helmingur) send til saksóknara þar sem 15 ákærur voru gefnar út (um 10% af öllum kærum). Dómar voru kveðnir upp í 7 þeirra. Ekki kom fram hve margir þeirra reyndust kærandanum í vil. Ef að líkum lætur hafa það í besta falli verið 2-3. Samkvæmt þeirri ágiskun verður jákvæð niðurstaða fyrir kærandann í um 2% tilfella. Er þá miðað við allar kærur til lögreglu. Eitthvað um 200 nauðgunarmál á ári hafa að meðaltali verið kærð til Lögreglu á síðastliðnum árum. Mér virðist um helmingur þeirra hafa verið sendur til ríkissaksóknara það er um 100 mál á ári. Ég hef reynt að fá tölur frá ríkissaksóknara fyrir síðustu ár um útgáfu ákæra, fjölda dóma og hve margir hefðu verið jákvæðir fyrir kærandann auk athugasemda um hvort merki væru um breytingar um þessar mundir. Svo undarlega brá við að ég fékk neitun á þeim forsendum að of mikil vinna færi í að vinna þær. Ég sem hélt að ég hefði bara verið að biðja um staðalupplýsingar sem ættu að vera fyrir hendi í rekstrinum bæði til upplýsinga fyrir stjórnendur, aðra starfsmenn og almenning svo hann gæti fylgst með þróun mála. Enginn áhugi virtist vera á því. Svo sannarlega er það ekki góður vitnisburður um Embætti ríkissaksóknara. Ég get ekki betur séð en að verið sé að reyna með öllum ráðum forða því að almenningur fái vitneskju um gang mála. Ég kærði neitunina til ákveðinnar kærunefndar sem á að kveða upp úrskurð um svona ágreiningsefni. Í lögunum stendur að hún hafi að meðaltali 150 daga til þess að kveða upp úrskurðinn. Það þýðir væntanlega frestun á því um hálft til heilt ár að upplýsingarnar fáist. Ég vonast til þess að geta birt aðra grein um málið að þeim tíma loknum með tiltækum upplýsingum. Það orð liggur á að einungis 10% allra nauðgana séu yfir höfuð kærð til lögreglu. Það mun vera byggt á erlendum könnunum. Sé það í samræmi við raunveruleikann hérlendis segir hin rýra jákvæða niðurstaða væntanlega þolendum að það sé álíka líklegt að vinna nauðgunarmál fyrir dómstólum og að vinna stóran vinning í happdrætti. Það er sennilega aðalástæðan fyrir því að kærurnar séu ekki fleiri. Afleiðingar þessara dómsmála hafa í sumum tilfellum verið þær að stúlkur sem hafa tapað slíkum málum hafa orðið að flýja héraðið sem þær áttu heima í eða jafnvel landið. Hefðin er nefnilega sú að kenna stúlkunum um jafnvel þannig að þær hafi logið eða blásið málið upp þó öllu venjulegu fólki virðist líklegast að meintur gerandi eigi sökina. Hefð er fyrir því að þær séu veikari aðilinn gagnvart dómskerfinu og væntanlega brothættar að auki. Komið hafa fréttir af gagnákærum til dæmis fyrir rangan áburð. Mér hefur allavega dottið í hug að einhverjar þeirra séu settar fram að sumu eða öllu leyti til þess að brjóta þær niður. Til dæmis til þess að fá þær til þess að hætta við málsóknina eða hefna sín á þeim og gefa jafnvel öðrum sem myndu feta sömu braut til kynna hvaða ráða unnt sé að grípa til. Þetta er reyndar algengt ráð hins sterka í dómsmálum yfirleitt, til þess að kúga hinn veika til uppgjafar enda virðist nóg af verkfærum í lögum til þess. Nauðgun er í raun samkvæmt ofangreindu svo gott sem refsilaus. Þess vegna hefur hópur kvenna gripið til þess neyðarúrræðis að reyna að útiloka þátttöku meintra nauðgara í samfélaginu, auk þeirra sem hafa verið taldir stunda það að fleka ungar stúlkur, einkum undir lögaldri og koma þessum aðilum þannig helst á vonarvöl. Ég hélt á hinn bóginn að ein ástæðan fyrir uppsetningu dómskerfis hefði verið að komast hjá því að eitthvert fólk í þjóðfélaginu tæki sér dómsvaldið til handargagns og framkvæmdi að sinni vild. Ástæðan er hins vegar sú að dómskerfið undir leiðsögn Alþingis stendur sig afleitlega. Dómskerfið og Alþingi virðast nánast hafa sagt sig frá svona málum með þeim afleiðingum að nauðganir eru allt að því refsilausar. Í nauðgunarmálum virðist allt að. Oft virðist kastað höndum til verka bæði af hálfu lögreglunnar og ákæruvaldsins að því er sagt er vegna undirmönnunar. Sem dæmi má nefna að marga mánuði eða ár getur tekið að taka svokallaða skýrslu af kærða og hugsanlegum vitnum sem hann bendir á. Því lengra sem liðið er frá atburðinum því erfiðara er um vik að upplýsa málið. Oft virðist engin vinna lögð í að kynna sér trúverðugleika framburðar. Krafist er mikillar sönnunarbyrði kærandans sem setur hinn ákærða í mjög góða stöðu. Trúir því annars einhver að stúlkur ljúgi upp sök í þessum málum í ef til vill 97- 98% tilfella? Ætli það kæmi ekki að meðaltali heilmikið réttari niðurstaða ef kastað væri upp um niðurstöðuna en að dómararnir kvæðu upp dóm. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Gjarnan er sagt að ekki megi dæma saklausan sekan en á hinn bóginn virðist litlu máli skipta hvort sá sem brotið er á nái rétti sínum, ekki einu sinni hvort hanngeti staðið almennilega uppréttur eftir. Í lögunum virðist stefnan að skárra sé að hundruðir kærenda fái ekki sanngjarna dómsniðurstöðu en að einn ákærðra fái rangan dóm. Það orð liggur á að sá sem ákærður er um nauðgun vinni öll dómsmál. Eðli nauðgunarmálanna er að þær eru yfirleitt alltaf framdar við aðstæður þar sem einungis eru til staðar gerandinn og fórnarlambið. Yfirleitt er ekki um að ræða nein vitni eða réttarfarsleg gögn sem algjörlega sanna brotið eða afsanna. Samkvæmt því sem ég hef getað lesið mér til um sýknur í nauðgunarmálum, þar sem málavöxtum er lýst, hefur mér jafnvel fundist með ólíkindum að hinn ákærði skuli ekki hafa verið sakfelldur. Ég sá einhvern tímann í Fréttablaðinu frekar stutta grein um málið. Þar var að finna tilraun til þess að setja fram statistikk sem átti við árið 2014 og hefur eftir öllum sólarmerkjum að dæma verið fengnar frá ríkissaksóknara. Þar kom fram að 131 nauðgunarmál höfðu verið tilkynnt til lögreglu hér á landi á árinu. Þar af voru 67 mál (um helmingur) send til saksóknara þar sem 15 ákærur voru gefnar út (um 10% af öllum kærum). Dómar voru kveðnir upp í 7 þeirra. Ekki kom fram hve margir þeirra reyndust kærandanum í vil. Ef að líkum lætur hafa það í besta falli verið 2-3. Samkvæmt þeirri ágiskun verður jákvæð niðurstaða fyrir kærandann í um 2% tilfella. Er þá miðað við allar kærur til lögreglu. Eitthvað um 200 nauðgunarmál á ári hafa að meðaltali verið kærð til Lögreglu á síðastliðnum árum. Mér virðist um helmingur þeirra hafa verið sendur til ríkissaksóknara það er um 100 mál á ári. Ég hef reynt að fá tölur frá ríkissaksóknara fyrir síðustu ár um útgáfu ákæra, fjölda dóma og hve margir hefðu verið jákvæðir fyrir kærandann auk athugasemda um hvort merki væru um breytingar um þessar mundir. Svo undarlega brá við að ég fékk neitun á þeim forsendum að of mikil vinna færi í að vinna þær. Ég sem hélt að ég hefði bara verið að biðja um staðalupplýsingar sem ættu að vera fyrir hendi í rekstrinum bæði til upplýsinga fyrir stjórnendur, aðra starfsmenn og almenning svo hann gæti fylgst með þróun mála. Enginn áhugi virtist vera á því. Svo sannarlega er það ekki góður vitnisburður um Embætti ríkissaksóknara. Ég get ekki betur séð en að verið sé að reyna með öllum ráðum forða því að almenningur fái vitneskju um gang mála. Ég kærði neitunina til ákveðinnar kærunefndar sem á að kveða upp úrskurð um svona ágreiningsefni. Í lögunum stendur að hún hafi að meðaltali 150 daga til þess að kveða upp úrskurðinn. Það þýðir væntanlega frestun á því um hálft til heilt ár að upplýsingarnar fáist. Ég vonast til þess að geta birt aðra grein um málið að þeim tíma loknum með tiltækum upplýsingum. Það orð liggur á að einungis 10% allra nauðgana séu yfir höfuð kærð til lögreglu. Það mun vera byggt á erlendum könnunum. Sé það í samræmi við raunveruleikann hérlendis segir hin rýra jákvæða niðurstaða væntanlega þolendum að það sé álíka líklegt að vinna nauðgunarmál fyrir dómstólum og að vinna stóran vinning í happdrætti. Það er sennilega aðalástæðan fyrir því að kærurnar séu ekki fleiri. Afleiðingar þessara dómsmála hafa í sumum tilfellum verið þær að stúlkur sem hafa tapað slíkum málum hafa orðið að flýja héraðið sem þær áttu heima í eða jafnvel landið. Hefðin er nefnilega sú að kenna stúlkunum um jafnvel þannig að þær hafi logið eða blásið málið upp þó öllu venjulegu fólki virðist líklegast að meintur gerandi eigi sökina. Hefð er fyrir því að þær séu veikari aðilinn gagnvart dómskerfinu og væntanlega brothættar að auki. Komið hafa fréttir af gagnákærum til dæmis fyrir rangan áburð. Mér hefur allavega dottið í hug að einhverjar þeirra séu settar fram að sumu eða öllu leyti til þess að brjóta þær niður. Til dæmis til þess að fá þær til þess að hætta við málsóknina eða hefna sín á þeim og gefa jafnvel öðrum sem myndu feta sömu braut til kynna hvaða ráða unnt sé að grípa til. Þetta er reyndar algengt ráð hins sterka í dómsmálum yfirleitt, til þess að kúga hinn veika til uppgjafar enda virðist nóg af verkfærum í lögum til þess. Nauðgun er í raun samkvæmt ofangreindu svo gott sem refsilaus. Þess vegna hefur hópur kvenna gripið til þess neyðarúrræðis að reyna að útiloka þátttöku meintra nauðgara í samfélaginu, auk þeirra sem hafa verið taldir stunda það að fleka ungar stúlkur, einkum undir lögaldri og koma þessum aðilum þannig helst á vonarvöl. Ég hélt á hinn bóginn að ein ástæðan fyrir uppsetningu dómskerfis hefði verið að komast hjá því að eitthvert fólk í þjóðfélaginu tæki sér dómsvaldið til handargagns og framkvæmdi að sinni vild. Ástæðan er hins vegar sú að dómskerfið undir leiðsögn Alþingis stendur sig afleitlega. Dómskerfið og Alþingi virðast nánast hafa sagt sig frá svona málum með þeim afleiðingum að nauðganir eru allt að því refsilausar. Í nauðgunarmálum virðist allt að. Oft virðist kastað höndum til verka bæði af hálfu lögreglunnar og ákæruvaldsins að því er sagt er vegna undirmönnunar. Sem dæmi má nefna að marga mánuði eða ár getur tekið að taka svokallaða skýrslu af kærða og hugsanlegum vitnum sem hann bendir á. Því lengra sem liðið er frá atburðinum því erfiðara er um vik að upplýsa málið. Oft virðist engin vinna lögð í að kynna sér trúverðugleika framburðar. Krafist er mikillar sönnunarbyrði kærandans sem setur hinn ákærða í mjög góða stöðu. Trúir því annars einhver að stúlkur ljúgi upp sök í þessum málum í ef til vill 97- 98% tilfella? Ætli það kæmi ekki að meðaltali heilmikið réttari niðurstaða ef kastað væri upp um niðurstöðuna en að dómararnir kvæðu upp dóm. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun