27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 07:04 Það vakti mikla athygli í fyrra þegar fréttir bárust af því að sýslumaður hafi selt á nauðungaruppboði einbýlishús í Reykjanesbæ fyrir aðeins þrjár milljónir króna. Um var að ræða hús með fasteignamat upp á 57 milljónir. Í gær barst þetta mál aftur í fréttir, því nú er kaupandinn búinn að fara í einhverjar innréttingar á húsinu og hefur auglýst það til sölu á 83 milljónir. Ef fasteignin verður seld á þessu verði þá er það 27-földun fjárfestingarinnar á einu ári. Manni blöskrar fregnir sem þessar því þarna birtist okkur eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér. Því miður er þetta langt frá því að vera eina dæmi þess að heimili fólks séu seld á nauðungaruppboðum fyrir mun lægra verð en svarar gangverði fasteigna á markaði. Við í Flokki fólksins höfum lagt fram frumvarp til að binda enda á þetta óréttlæti. Við viljum að það verði meginreglan að þegar yfirvöld fara fram á nauðungarsölu þá skuli fasteignir seldar á almennum markaði en ekki með uppboði. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna skilgreinir fullnægjandi húsnæði sem hluta af réttinum til viðunandi lífskjara. Að sama skapi setur Samningur Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi jákvæðar skyldur á aðildarríki þess samnings til að veita borgurum sínum grundvallarréttindi viðunandi lífskjara; fæði, klæði og húsnæði. Það er því með öllu ljóst réttur til húsnæðis telst til grundvallarmannréttinda. Nauðungarsala fasteignar einstaklings er eitt af þyngstu úrræðum réttarkerfisins en í því felst að eign sé komið í verð í þeim tilgangi að kröfur sem á eigninni hvíla, verði efndar til fulls. Í þessum tilvikum missir fólk húsnæðið sitt og lendir jafnvel á götunni. Ef efndir fást ekki upp í skuldir fólks situr það jafnvel uppi með tugmilljóna skuldir þrátt fyrir að hafa misst heimili sitt, sem seldist eflaust langt undir markaðsverði á uppboði sýslumanns. Dæmin sýna að það er ekkert sem kemur í veg fyrir að eignir verði seldar langt undir markaðsverði. Heimild er til staðar til þess að eign verði seld á almennum markaði en sú heimild er sjaldan kynnt fyrir skuldurum og er verulega vannýtt. Af öllum nauðungarsölum síðustu tíu ára var hlutfall þeirra fasteigna sem seldar voru á almennum markaði tæp 0,2% (8 eignir af 4.148 eignum). Það verður að breyta lögum og gera það að meginreglu að við nauðungarsölu verði fasteignir seldar á almennum markaði. Það myndi koma í veg fyrir að eignir verði seldar á hrakvirði á uppboði sem enginn vissi af. Þess vegna hef ég lagt fram frumvarp sem umbreytir þessari meginreglu nauðungarsölulaganna. Þetta er augljóst sanngirnismál sem við í Flokki fólksins teljum mikilvægt að verði samþykkt á Alþingi. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Sjá meira
Það vakti mikla athygli í fyrra þegar fréttir bárust af því að sýslumaður hafi selt á nauðungaruppboði einbýlishús í Reykjanesbæ fyrir aðeins þrjár milljónir króna. Um var að ræða hús með fasteignamat upp á 57 milljónir. Í gær barst þetta mál aftur í fréttir, því nú er kaupandinn búinn að fara í einhverjar innréttingar á húsinu og hefur auglýst það til sölu á 83 milljónir. Ef fasteignin verður seld á þessu verði þá er það 27-földun fjárfestingarinnar á einu ári. Manni blöskrar fregnir sem þessar því þarna birtist okkur eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér. Því miður er þetta langt frá því að vera eina dæmi þess að heimili fólks séu seld á nauðungaruppboðum fyrir mun lægra verð en svarar gangverði fasteigna á markaði. Við í Flokki fólksins höfum lagt fram frumvarp til að binda enda á þetta óréttlæti. Við viljum að það verði meginreglan að þegar yfirvöld fara fram á nauðungarsölu þá skuli fasteignir seldar á almennum markaði en ekki með uppboði. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna skilgreinir fullnægjandi húsnæði sem hluta af réttinum til viðunandi lífskjara. Að sama skapi setur Samningur Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi jákvæðar skyldur á aðildarríki þess samnings til að veita borgurum sínum grundvallarréttindi viðunandi lífskjara; fæði, klæði og húsnæði. Það er því með öllu ljóst réttur til húsnæðis telst til grundvallarmannréttinda. Nauðungarsala fasteignar einstaklings er eitt af þyngstu úrræðum réttarkerfisins en í því felst að eign sé komið í verð í þeim tilgangi að kröfur sem á eigninni hvíla, verði efndar til fulls. Í þessum tilvikum missir fólk húsnæðið sitt og lendir jafnvel á götunni. Ef efndir fást ekki upp í skuldir fólks situr það jafnvel uppi með tugmilljóna skuldir þrátt fyrir að hafa misst heimili sitt, sem seldist eflaust langt undir markaðsverði á uppboði sýslumanns. Dæmin sýna að það er ekkert sem kemur í veg fyrir að eignir verði seldar langt undir markaðsverði. Heimild er til staðar til þess að eign verði seld á almennum markaði en sú heimild er sjaldan kynnt fyrir skuldurum og er verulega vannýtt. Af öllum nauðungarsölum síðustu tíu ára var hlutfall þeirra fasteigna sem seldar voru á almennum markaði tæp 0,2% (8 eignir af 4.148 eignum). Það verður að breyta lögum og gera það að meginreglu að við nauðungarsölu verði fasteignir seldar á almennum markaði. Það myndi koma í veg fyrir að eignir verði seldar á hrakvirði á uppboði sem enginn vissi af. Þess vegna hef ég lagt fram frumvarp sem umbreytir þessari meginreglu nauðungarsölulaganna. Þetta er augljóst sanngirnismál sem við í Flokki fólksins teljum mikilvægt að verði samþykkt á Alþingi. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar