Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 14:45 Allir landsmenn eiga að hafa öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Góðar samgöngur í okkar dreifbýla landi skipta þar lykilmáli. Margir íbúar Norðvesturkjördæmis þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg, yfir heiðar eða undir hættulegum hlíðum, auk þess að búa við takmarkaða vetrarþjónustu sem getur heft för. Fyrsta hjálp getur skipt sköpum. Fyrir fjölskylduvæn samfélög á landsbyggðinni er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu ásamt öruggum samgöngum, traustum fjarskiptum og fjölbreyttum atvinnutækifærum grundvallaratriði. Sérhæfingin og samþjöppun þjónustu í heilbrigðiskerfinu hefur að hluta bitnað á aðgengi heimila í dreifðum byggðum að heilbrigðisþjónustu. Leita þarf leiða til að tryggja þjónustu sérfræðilækna á heilsugæslunni. Samfylkingin leggur til að þetta verði gert í gegnum næstu samninga við sérgreinalækna þar sem lögð verði áhersla á að jafna aðgengi um land allt enda er þjónustan fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Styrkja þarf fyrsta viðbragð um land allt og stytta viðbragðstíma, m.a. með sjúkra- og björgunarþyrlum. Eitt af því sem myndi skipta sköpum væri að fjölga í þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar og staðsetja eina sérútbúna sjúkra- og björgunarþyrlu utan höfuðborgarsvæðisins. Tryggja verður öryggi sjúklinga og hann á ekki að greiða flutninginn úr eigin vasa. Þess vegna vill Samfylkingin setja aukin kraft í styrkingu sjúkraflutninga og niðurgreiðslu ferðakostnaðar til að taka á áhrifum af samþjöppun í heilbrigðiskerfinu á undanförnum áratugum Vinna þarf áfram að hærra menntunarstigi sjúkraflutningafólks, ekki síst í dreifbýli þar sem fyrsta viðbragð skiptir mestu máli. Fyrsta hjálp á staðnum getur bjargað mannslífum. Samfylkingin vill uppfæra greiðsluþátttöku hins opinbera þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg og taka þarf tekjutap fjölskyldna inn í reikninginn. Breyta þarf reglum þannig að greiðsluþátttakan nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða. Við getum ekki látið efnahag eða búsetu fólks verða til þess að það leiti sér ekki læknisþjónustu eða fyrirbyggjandi meðferða. Heilbrigðiskerfið skiptir okkur öll máli og við verðum að halda áfram að þróa það svo það geti betur þjónað landsmönnum öllum í breyttum samfélagi. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samgöngur Heilbrigðismál Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Sjá meira
Allir landsmenn eiga að hafa öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Góðar samgöngur í okkar dreifbýla landi skipta þar lykilmáli. Margir íbúar Norðvesturkjördæmis þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg, yfir heiðar eða undir hættulegum hlíðum, auk þess að búa við takmarkaða vetrarþjónustu sem getur heft för. Fyrsta hjálp getur skipt sköpum. Fyrir fjölskylduvæn samfélög á landsbyggðinni er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu ásamt öruggum samgöngum, traustum fjarskiptum og fjölbreyttum atvinnutækifærum grundvallaratriði. Sérhæfingin og samþjöppun þjónustu í heilbrigðiskerfinu hefur að hluta bitnað á aðgengi heimila í dreifðum byggðum að heilbrigðisþjónustu. Leita þarf leiða til að tryggja þjónustu sérfræðilækna á heilsugæslunni. Samfylkingin leggur til að þetta verði gert í gegnum næstu samninga við sérgreinalækna þar sem lögð verði áhersla á að jafna aðgengi um land allt enda er þjónustan fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Styrkja þarf fyrsta viðbragð um land allt og stytta viðbragðstíma, m.a. með sjúkra- og björgunarþyrlum. Eitt af því sem myndi skipta sköpum væri að fjölga í þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar og staðsetja eina sérútbúna sjúkra- og björgunarþyrlu utan höfuðborgarsvæðisins. Tryggja verður öryggi sjúklinga og hann á ekki að greiða flutninginn úr eigin vasa. Þess vegna vill Samfylkingin setja aukin kraft í styrkingu sjúkraflutninga og niðurgreiðslu ferðakostnaðar til að taka á áhrifum af samþjöppun í heilbrigðiskerfinu á undanförnum áratugum Vinna þarf áfram að hærra menntunarstigi sjúkraflutningafólks, ekki síst í dreifbýli þar sem fyrsta viðbragð skiptir mestu máli. Fyrsta hjálp á staðnum getur bjargað mannslífum. Samfylkingin vill uppfæra greiðsluþátttöku hins opinbera þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg og taka þarf tekjutap fjölskyldna inn í reikninginn. Breyta þarf reglum þannig að greiðsluþátttakan nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða. Við getum ekki látið efnahag eða búsetu fólks verða til þess að það leiti sér ekki læknisþjónustu eða fyrirbyggjandi meðferða. Heilbrigðiskerfið skiptir okkur öll máli og við verðum að halda áfram að þróa það svo það geti betur þjónað landsmönnum öllum í breyttum samfélagi. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar