Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2024 08:01 Merkilegt nokk en Sunna Dís Másdóttir var að senda frá sér sína fyrstu bók. Engan byrjendabrag er þó að finna á skrifunum, nema síður sé. vísir/vilhelm Sunna Dís Másdóttir var að senda frá sér sína fyrstu bók, en samt ekki. Kul. Ekkert í þessari bók ber þess merki að um byrjendaverk sé að ræða. Þvert á móti ætlar blaðamaður Vísis að ganga svo langt að fullyrða að þessi bók sé uppgötvun ársins. Söguhetjan heitir Una sem er bæði viðkvæm og grjóthörð. Eins og Sunna. Er Una Sunna? Nei, auðvitað ekki. En samt… Blaðamaður Vísis átti í hálfgerðum erfiðleikum með að nálgast viðfangsefnið af þessum sökum sem hér hafa verið reifaðar. Þetta er samtímasaga sem grípur þig, hún flýtur vel, persónurnar eru vel úr garði gerðar og mynd- og líkingamál er frumlegt. Er þetta spennusaga? Nei. Hvernig er best að lýsa henni, flokka hana? Við byrjum varlega og spyrjum höfund staðlaðrar spurningar. Hvað varstu lengi að skrifa þessa sögu? „Hún er búin að vera að malla í sjö ár, jafnvel lengur, en verið í skrifum í fjögur ár,“ segir Sunna Dís. Það er ekkert endilega alvanalegt að fólk gefi sér svona góðan tíma í að skrifa skáldsögu? „Hmmm,“ segir Sunna og það er eins og svona einfeldningsleg spurning slái hana eilítið út af laginu. „Kannski ekki – en þetta voru fjögur ár samhliða alls kyns öðru svo það þurfti að klípa tíma hér og þar til þess að ýta henni áfram. Í fyrrahaust fannst mér hins vegar að nú væri eiginlega að hrökkva eða stökkva, annað hvort myndi ég ná að sökkva mér í hana og klára eða … efnið lifir ekki endilega endalaust í höndunum á manni, finnst mér.“ Sunna Dís er vitaskuld engin nýgræðingur á ritvellinum. Hún hefur starfað sem blaðamaður, og það er ágætt að það komi fram strax að blaðamaður Vísis og hún störfuðu saman á Fréttablaðinu um langt skeið. Hún er þekkt fyrir að hafa starfað árum saman sem gagnrýnandi Kiljunnar og svo er hún hluti af skáldkvennahópnum góða Svikaskáld sem í fyrra hlutu tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsöguna Olía, hvorki meira né minna. „Nei,“ segir Sunna Dís. „En, þetta er fyrsta skáldsagan mín sem sólóisti! Ég hef auðvitað verið svo heppin að vera hluti af Svikaskáldum síðustu árin og hef gefið út fjórar ljóðabækur og eina skáldsögu í þeim frábæra félagsskap. Svolítið eins og að spila í hljómsveit.“ Atlaga að hugmyndinni um listamann sem einangraðan snilling Geturðu sagt mér, áður en lengra er haldið, aðeins um Svikaskáldin? Auðvitað eru svona hópar ekkert nýtt í listasögunni en það er kannski óvenjulegt að þeir sendi frá sér bók saman? „Það er kórrétt hjá þér auðvitað, það er alvanalegt að listamenn vinni saman í ýmsum – ef ekki öllum – öðrum listgreinum, en einhverra hluta vegna hefur verið minna um það í bókmenntunum. Við náðum saman þegar við vorum allar í meistaranámi í ritlist í HÍ og miklir aðdáendur hverrar annarrar, en allar að glíma við fullkomnunaráráttu og þorðum varla að hugsa um að gefa út,“ segir Sunna. Og heldur áfram: „Við fórum saman í bústað yfir helgi með það yfirlýsta markmið að skrifa ljóðabók og gefa hana út mánuði síðar. Sem við gerðum, svona næstum því, það þurfti víst aðeins lengri tíma í ritstjórn og annað utanumhald áður en bókin leit dagsins ljós. Sunna Dís segir að með Svikaskáldum hafi verið gerð atlaga að ímyndinni að rithöfundinum, snillingnum sem er alltaf einn og er jafnvel með smá berkla.vísir/vilhelm Þetta er líka atlaga að hugmyndinni um listamanninn sem einangraðan snilling sem engum getur hleypt að snilldinni áður en hann gefur út bók. Við vinnum saman alveg frá fyrsta uppkasti að fyrsta ljóði og sjáum allt taka á sig mynd smátt og smátt. Sem er ótrúlega gefandi og gaman! Að nálgast skrifin eins og hópíþrótt.“ „Vægðarlaus“ gagnrýnandi árum saman Þetta hljóta að teljast óvænt og góð meðmæli með ritlistarnáminu í Háskólanum. Ég hef oft furðað mig hvers vegna ekki er meira um svona samkrull, að kasta á milli í boltum og svo framvegis. Kannski hefur þetta eitthvað að gera með, eins og þú segir, ímyndina af hinum einangraða, einmana, snillingi sem rithöfundar eiga að vera? Hjartað býr enn í helli sínum, maðurinn er alltaf einn, svo við vitnum í Thor? „Já, sú hugmynd er svolítið lífseig, finnst mér. Og ekki verra ef hann er líka svolítið fátækur, vannærður og kannski með smá berkla.“ Þú ert líklega þekktust fyrir það að hafa verið vægðarlaus gagnrýnandi Kiljunnar árum saman? „Vægðarlaus!“ segir Sunna Dís og hlær. „Hjálp! En jú, ég hef setið þar í heil níu ár, uppgötvaði ég þegar ég fór að telja þetta saman.“ Ég var nú kannski að stríða þér með vægðarlaus… „Mig grunaði það,“ segir Sunna Dís. Þetta hins vegar leiðir vangaveltur um að hún hafi í gegnum tíðina lesið ókjör? „Ég hef alltaf lesið mikið, já. Hafði hálfpartinn illan bifur á Borgarbókasafninu sem barn af því að það var hámark á því hversu margar bækur mátti fá lánaðar á barnakortið, sem mér fannst út í hött.“ Gagnrýnandinn kemur sér upp skrápi Og sem lestrarhestur er líklega erfitt að spyrja um hver sé helsti áhrifavaldur? En ég tek til að mynda eftir því að bókin opnar í tilvitnun í Girði Elíasson? „Í skrifunum?“ segir Sunna Dís og signir sig. „Almáttugur, já. Ég er ansi mikil alæta held ég og hef nú einhvern tíma verið sökuð um að vera hrifnæm. En já, ljóðið á svolítið mikið í mér og Gyrðir er þar mikið uppáhald, sem og Sigurður Pálsson sem ég var svo heppin að fá að hafa sem kennara líka í HÍ. Og Vilborg Dagbjarts, og Linda Vilhjálms og fleiri og fleiri og fleiri.“ Sunna Dís er líklega þekktust fyrir að hafa setið árum saman í gagnrýnendastól Kiljunnar. En hún er ekki tilbúin að kvitta upp á að hún hafi verið vægðarlaus gagnrýnandi.vísir/vilhelm Ég veit ekki um neinn betri en þig til að spyrja út í þetta sérkennilega samband milli gagnrýnenda og rithöfunda? Hvað sýnist þér um það, hafandi reynsluna beggja vegna borðs? „Sko, ég held ég hafi aldrei hitt rithöfund sem er ekki líka gagnrýnandi í sínum lestri, þótt hann beri sínar skoðanir og niðurstöður ekki endilega á borð fyrir fólk. Sem skrifandi manneskja held ég að maður sé alltaf að skoða texta, rýna hann og velta fyrir sér sem lesandi. Og ég hef ekki verið gagnrýnandi öðruvísi en að vera líka að skrifa, fyrst fyrir sjálfa mig, svo með Svikaskáldum og nú sem sólóisti.“ Sunna hugsar sig um. „En ef þú ert að spá í hvað rithöfundum finnst um gagnrýni á verk sín er fólk eðlilega mjög misjafnlega stemmt fyrir henni. Hafandi setið í þessum stól sjálf held ég að sé kannski með aðeins þykkari skráp en ég væri ella – þetta snýst auðvitað svo oft um smekk fólks, hvað það tengir við og vekur áhuga þess og ekki bara handverkið sjálft.“ Lífsviðurværi fólks í húfi Mér sýnist þetta í stórum dráttum vera þannig að ef gagnrýnandi skrifar jákvæðan dóm er enginn marktækari en einmitt hann og ef dómurinn er neikvæður er gagnrýnandinn afgreiddur á svipstundu sem ómarktækt fífl? „Ómarktækt fífl, segirðu já. Ætli þetta sé ekki sérlega viðkvæmt hér á landi, þar sem gagnrýnin getur haft svo mikil áhrif á sölu og fólki líður eins og það sé með lífið í lúkunum. Þá er auðvitað ekki gott að fá slæman dóm sem getur vegið svona þungt, þótt dómurinn einn og sér myndi ekki endilega setja fólk alveg á hvolf. Sunna Dís er vitaskuld alsæl með krítíkinga sem hún fékk í Morgunblaðinu, enda; hvernig má annað vera?vísir/vilhelm En sem gagnrýnandi hef ég reynt að loka augunum algjörlega fyrir þessu, ef maður gengi alltaf inn í stúdíó eða settist að skrifum með það í huga að lífsviðurværi fólks sé í húfi væri ómögulegt að koma frá sér einhverri vitrænni gagnrýni held ég!“ En verst finnst rithöfundum að fá enga gagnrýni, þegar allt kemur til alls. „Já, það held ég að sé einmitt málið. Auðvitað vilja rithöfundar að fólk lesi bækurnar og hafi á þeim skoðun, er það ekki allur tilgangurinn?“ Og ekki þarf Sunna Dís sjálf að kvarta. Svo vitnað sé í gagnrýnanda Morgunblaðsins sem heldur vart vatni: Ljóðræn, höfundur dregur upp sterkar og snjallar myndir sem koma margar hverjar aftan að lesandanum. Myndmálið dáleiðandi og í því býr ef til vill helsti styrkur sögunnar, líkingarnar og tungumálið er svo hrífandi að það er erfitt að slíta sig frá lestrinum. Gagnrýnandi Moggans bókstaflega eys þig lofi? „Ég er himinsæl með það auðvitað!“ Menn skyldu ekki gleyma því að frétt er „story“ á ensku Blaðamaður las þennan dóm áður en hann las bókina, og hélt fyrst að þetta væri oflof en það er eiginlega ekki hægt annað en taka undir þetta í stórum dráttum? „Svo er alltaf sérlega gaman þegar dómurinn pikkar eitthvað upp sem maður var að vona að skilaði sér til lesanda,“ segir Sunna Dís sem nú vill rukka blaðamann um frekari umsögn þannig að hann vindur kvæði sínu hið hraðasta í kross. Sko … svo við höldum áfram. Þú ert eiginlega búin að feta þá slóð að verða rithöfundur, mjög markvisst. Þú varst lengi blaðamaður, svo gagnrýnandi, hluti skáldahóps og nú rithöfundur, ef þannig má að orði komast. Ég skil af hverju þú forðaðir þér úr blaðamennskunni en mig langar að vita, hver er munurinn á blaðamanni og rithöfundi? „Mmm, einmitt,“ segir Sunna Dís. Hún veltir þessu fyrir sér. Sunna Dís metur það svo að blaðamennskan hafi verið æfing fyrir það sem koma skyldi.vísir/vilhelm „Sko, það skemmtilegasta sem ég gerði sem blaðamaður var að fá að taka löng viðtöl við fólk. Fyrst var ég á innblaði Fréttablaðsins. Með þér! Og þar var keyrslan stundum alveg brjálæðislega mikil. Það hentaði mér ekkert ofboðslega vel, þessi mikli asi og tímapressa, á meðan aðrir þrífast alveg eins og fiskar í vatni í svoleiðis hasar.“ Og seinna, þegar Sunna Dís bjó á Flateyri, fékk hún að taka löng forsíðuviðtöl. „Já. Við allskonar fólk fyrir hið merka héraðsblað Bæjarins besta sem þá var og hét. Það fannst mér algjörlega stórkostlega skemmtilegt. Að fá svona góðan tíma til þess að spjalla við fólk og viða að mér efni og móta sögu. Við skulum náttúrulega ekki gleyma því að frétt á ensku er „story“, þetta er náskylt í skrifum. En svo má fulllítið skálda í eyðurnar í blaðamennskunni fyrir minn smekk. Þar er rithöfundurinn með frjálsar hendur!“ Fær helling að láni úr eigin lífi Jú, það þykja ekki góðar tvíbökur í blaðamennskunni, þegar þeir eru sagðir skáld? „Nei. Það er alltaf þetta heimildabras á blaðamönnum. Miklu skemmtilegra að geta bara skáldað þetta allt saman. En ég held reyndar líka að ég hafi gerst blaðamaður og svo gagnrýnandi til þess að þurfa ekki að verða rithöfundur alveg strax.“ Það er nákvæmlega það sem hafði hvarflað að blaðamanni. „Ég þurfti smá atrennu, safna í aðeins þykkari skráp, held ég. En varð að vera í kringum texta. Þetta var frábær leið til þess.“ Sko, ég veit að rithöfundar telja sig á hálum ís þegar þeir eru spurðir út í þetta, og auðvitað átta ég mig á því að skörp skil eru milli höfundar og sögumanns, en að hve miklu leyti tekurðu þætti úr eigin lífi og setur í söguna? „Ég fæ heilan helling lánaðan úr eigin lífi, en um leið og það er komið í söguna og tilheyrir annarri sögupersónu finnst mér það bara alls ekki vera mitt lengur. Tengdamamma hringdi nokkrum sinnum meðan hún var að lesa bókina, bara til að fá það staðfest að Sunnu Dís hafi ekki liðið svona eða hinsegin.vísir/vilhelm Það verða einhver efnahvörf, einhver stökkbreyting. Ég bjó fyrir vestan, þar sem sagan gerist, ég var sjálf á barmi kulnunar um tíma, og það er fullt af öðrum smáatriðum í sögunni sem ég hef sjálf upplifað. En ekkert af þessu fjallar um mig.“ Tengdamamma hringdi nokkrum sinnum Sunna Dís reynir að ná betur utan um þessa hugsun. „Nú er hætt við því að ég hljómi alveg brjálæðislega sjálfhverf, en mér finnst bara svo gagnlegt og gefandi að gramsa í eigin minningum. Fara í smá námugröft í sjálfinu en gefa það svo einhverjum allt öðrum persónum sem móta það í eitthvað annað. Að því sögðu hringdi tengdamamma mín nokkrum sinnum í mig á meðan hún var að lesa bókina, bara til að fá það staðfest að mér hefði ekki liðið svona eða hinsegin eða þetta hefði ekki gerst,“ segir Sunna Dís og hlær. Þannig er ekkert einhlýtt í þessum efnum. Og þannig er nú einu sinni bókmenntafræði bókaþjóðarinnar. Við erum alltaf að leita eftir raunverulega fólkinu í sögum? „Ég skal bara einfalda fólki lífið: ég er allar persónurnar. Og engin.“ Ertu með einhvern markhóp í huga þegar þú skrifar? „Nei, ég held að það eina sem ég reyni að minna sjálfa mig ítrekað á sé að það sem ég skrifa þarf ekki, á ekki – og má jafnvel ekki? – höfða til allra. Það er þessi angi af fullkomnunaráráttunni sem enn lifir í mér og ég þarf meðvitað að berja niður, að reyna ekki að gera öllum til geðs. Það yrði örugglega alveg hundleiðinleg bók bæði í skrifum og lestri.“ Er að hnusa sig í átt til næstu bókar Mætti halda að ég hafi ekki lesið söguna sjálfur en svo ég vitni áfram í gagnrýnanda Moggans: „Flæðið er náttúrulegt og uppbygging vandlega úthugsuð þannig að auðvelt er að gefa sig sögunni á vald.“ Hún vill meira. Þú ert væntanlega byrjuð á næstu bók? „Ég er svona að hnusa mig í áttina að henni. Og mun eflaust þurfa að skrifa mig aðeins í áttina að henni áður en ég bretti alveg upp ermar og hefst handa fyrir alvöru. Mér líður örlítið eins og ég sé að jafna mig eftir sambandsslit, að hafa sent Kul frá mér eftir svona langar samvistir. Sögusvið Kuls er fengið að láni að Vestan, hvar Sunna Dís þekkir vel til.vísir/vilhelm En talandi um uppbyggingu gladdi það komment mig einmitt mjög því það fannst mér ákveðin glíma, að dvelja í þessu hæga, rólega tempói en halda samt dampi í framvindu í sögunni.“ En þú sjálf, þú ert komin suður aftur? Eða hvað? „Jújú, við vorum þarna fyrir vestan í tvö ár, 2010-2012, en svo varð ég ólétt og þá þurftum við að ákveða hvort við ætluðum að eignast barnið fyrir vestan og hafa vetursetu eða koma í bæinn. Við komum suður til fjölskyldunnar og höfum verið síðan. En það liggur alltaf taug vestur sko.“ Tilboð of gott til að vera satt Ertu að vestan upprunalega? „Sko, ég á ættir að rekja á Rauðasand og fékk aðeins að vera í sveit í Patreksfirði sem barn, en er alveg alin upp hér í höfuðborginni. Við maðurinn minn vorum komin með ógeð á Reykjavík og bauðst sumarvinna á Flateyri sem við þáðum; hann að reka hinn sögufræga veitingastað Vagninn og ég að reka gömlu bókabúðina sem þá tilheyrði Minjasjóðnum. Við stukkum bara til, þetta hljómaði of gott til að vera satt og var það eiginlega.“ Og þar varstu líka að skrifa fyrir BB? „Já, mér bauðst það þarna um veturinn og fannst frábært. Ég fékk meira að segja að keppa í Útsvari fyrir Ísafjarðarbæ, fyrir hönd nýbúa vildi ég meina. Sögusviðið í Kul fæ ég að láni frá þessum árum – og svo er það þessi tími sem lifði líka svo með mér. Þessar vikur sem það sést ekki til sólar. Það er eiginlega alveg galið að fólk þrauki þetta!“ Titillinn Kul vísar í ýmsar áttir? „Já. Það er kuldinn sem sögupersónan Una stendur svolítið frammi fyrir, bæði í ytra umhverfinu en líka hið innra. Og svo vísar hann til þessarar sjúkdómsgreiningar líka - kulnunarinnar sem er yfirvofandi. Svo fannst mér og ritstjóranum mínum sem líka er sænskumælandi ægilega fyndið að bókin héti Kul, sem þýðir „Gaman!“ á sænsku. En það er nú bara lúðahúmor.“ Kulnun tengist ekki bara starfinu Sko, ég veit ekki alveg hvernig ég á að koma orðum að þessu þannig að ég spyr bara beint út: Þessi kulnun sem þú gekkst sjálf í gegnum, má rekja hana beint til Höskuldar Daða Magnússonar? (Sem stýrði innblaði Fréttablaðsins á velmektarárum þess blaðs sem nú er komið á öskuhauga sögunnar.) „Ég hélt þú ætlaðir ALDREI að spyrja! Já. Þetta skrifast beint á hdm.“ Mér datt það í hug. Hvað vartu að gera mér, hdm?vísir/vilhelm Sunna Dís hlær að tilhugsuninni og dregur umsvifalaust í land með þessa tilgátu sem er, svo allrar sanngirni sé gætt, langt í frá sanngjörn og slegið fram af fullkomnu ábyrgðarleysi. „Neeei, ekki alveg. Það var afleiðing af því að púsla saman alls kyns vinnu við barnauppeldi og almennan þeyting. Og kannski ástæða fyrir því að ég er að senda þessa bók frá mér núna, þegar mínir menn eru 10 og 12! Við tengjum kulnun svo oft við starf – kulnun í starfi er frasinn – en ég held að það sé oft líka bara einkalífið og samfélagskröfurnar utan vinnustaðar sem eru að ganga frá okkur. Sem er tilvikið hjá Unu, það er ekki endilega bara vinnan sem er búin að ýta henni út á ystu nöf.“ Samt er hún bara á auglýsingastofu en ekki blaðamennsku? „Nákvæmlega – rólyndisdjobb!“ Þægileg innivinna. Mjúkur nagli En svo við leggjum fíflaskap af, nú ert þú, nýgræðingurinn en þó ýmsu vön, mjúk en samt algjör nagli, stödd í miðju jólabókaflóði. Hvernig leggst það í þig? „Mjúkur nagli, það hljómar vel, það vil ég vera! Jólabókaflóðið leggst bara vel í mig – ég hef aldrei öslað það með skáldsögu í farteskinu áður og finnst þetta allt ægilega gaman, að lesa upp og hitta lesendur og aðra höfunda. Sunnu Dís þykir ósköp notalegt að vera sú sem er spurð, í staðinn fyrir að vera sá sem spyr. Hún hefur samt nokkrar athugasemdir.vísir/vilhelm Á sama tíma líður mér einhvern veginn eins og ég ætti að vera að gera miklu meira, þó ég hafi ekki hugmynd um hvað það ætti að vera. Kannski ganga í hús og bjóða fólki lestur?“ segir Sunna Dís en dregur strax í land og skrifar þessa hugmynd á sjálfhverfuna í sér sjálfri. „En það er svolítið merkileg tilfinning að sjá á eftir bókinni sinni út í flóðið eftir svona langan tíma, ég viðurkenni það.“ Hvernig er að vera í viðtali en ekki sú sem tekur viðtalið? „Hah! Þetta er ósköp notalegt – en ég er með nokkrar athugasemdir. Djók.“ Höfundatal Bókmenntir Bókaútgáfa Fjölmiðlar Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira
Blaðamaður Vísis átti í hálfgerðum erfiðleikum með að nálgast viðfangsefnið af þessum sökum sem hér hafa verið reifaðar. Þetta er samtímasaga sem grípur þig, hún flýtur vel, persónurnar eru vel úr garði gerðar og mynd- og líkingamál er frumlegt. Er þetta spennusaga? Nei. Hvernig er best að lýsa henni, flokka hana? Við byrjum varlega og spyrjum höfund staðlaðrar spurningar. Hvað varstu lengi að skrifa þessa sögu? „Hún er búin að vera að malla í sjö ár, jafnvel lengur, en verið í skrifum í fjögur ár,“ segir Sunna Dís. Það er ekkert endilega alvanalegt að fólk gefi sér svona góðan tíma í að skrifa skáldsögu? „Hmmm,“ segir Sunna og það er eins og svona einfeldningsleg spurning slái hana eilítið út af laginu. „Kannski ekki – en þetta voru fjögur ár samhliða alls kyns öðru svo það þurfti að klípa tíma hér og þar til þess að ýta henni áfram. Í fyrrahaust fannst mér hins vegar að nú væri eiginlega að hrökkva eða stökkva, annað hvort myndi ég ná að sökkva mér í hana og klára eða … efnið lifir ekki endilega endalaust í höndunum á manni, finnst mér.“ Sunna Dís er vitaskuld engin nýgræðingur á ritvellinum. Hún hefur starfað sem blaðamaður, og það er ágætt að það komi fram strax að blaðamaður Vísis og hún störfuðu saman á Fréttablaðinu um langt skeið. Hún er þekkt fyrir að hafa starfað árum saman sem gagnrýnandi Kiljunnar og svo er hún hluti af skáldkvennahópnum góða Svikaskáld sem í fyrra hlutu tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsöguna Olía, hvorki meira né minna. „Nei,“ segir Sunna Dís. „En, þetta er fyrsta skáldsagan mín sem sólóisti! Ég hef auðvitað verið svo heppin að vera hluti af Svikaskáldum síðustu árin og hef gefið út fjórar ljóðabækur og eina skáldsögu í þeim frábæra félagsskap. Svolítið eins og að spila í hljómsveit.“ Atlaga að hugmyndinni um listamann sem einangraðan snilling Geturðu sagt mér, áður en lengra er haldið, aðeins um Svikaskáldin? Auðvitað eru svona hópar ekkert nýtt í listasögunni en það er kannski óvenjulegt að þeir sendi frá sér bók saman? „Það er kórrétt hjá þér auðvitað, það er alvanalegt að listamenn vinni saman í ýmsum – ef ekki öllum – öðrum listgreinum, en einhverra hluta vegna hefur verið minna um það í bókmenntunum. Við náðum saman þegar við vorum allar í meistaranámi í ritlist í HÍ og miklir aðdáendur hverrar annarrar, en allar að glíma við fullkomnunaráráttu og þorðum varla að hugsa um að gefa út,“ segir Sunna. Og heldur áfram: „Við fórum saman í bústað yfir helgi með það yfirlýsta markmið að skrifa ljóðabók og gefa hana út mánuði síðar. Sem við gerðum, svona næstum því, það þurfti víst aðeins lengri tíma í ritstjórn og annað utanumhald áður en bókin leit dagsins ljós. Sunna Dís segir að með Svikaskáldum hafi verið gerð atlaga að ímyndinni að rithöfundinum, snillingnum sem er alltaf einn og er jafnvel með smá berkla.vísir/vilhelm Þetta er líka atlaga að hugmyndinni um listamanninn sem einangraðan snilling sem engum getur hleypt að snilldinni áður en hann gefur út bók. Við vinnum saman alveg frá fyrsta uppkasti að fyrsta ljóði og sjáum allt taka á sig mynd smátt og smátt. Sem er ótrúlega gefandi og gaman! Að nálgast skrifin eins og hópíþrótt.“ „Vægðarlaus“ gagnrýnandi árum saman Þetta hljóta að teljast óvænt og góð meðmæli með ritlistarnáminu í Háskólanum. Ég hef oft furðað mig hvers vegna ekki er meira um svona samkrull, að kasta á milli í boltum og svo framvegis. Kannski hefur þetta eitthvað að gera með, eins og þú segir, ímyndina af hinum einangraða, einmana, snillingi sem rithöfundar eiga að vera? Hjartað býr enn í helli sínum, maðurinn er alltaf einn, svo við vitnum í Thor? „Já, sú hugmynd er svolítið lífseig, finnst mér. Og ekki verra ef hann er líka svolítið fátækur, vannærður og kannski með smá berkla.“ Þú ert líklega þekktust fyrir það að hafa verið vægðarlaus gagnrýnandi Kiljunnar árum saman? „Vægðarlaus!“ segir Sunna Dís og hlær. „Hjálp! En jú, ég hef setið þar í heil níu ár, uppgötvaði ég þegar ég fór að telja þetta saman.“ Ég var nú kannski að stríða þér með vægðarlaus… „Mig grunaði það,“ segir Sunna Dís. Þetta hins vegar leiðir vangaveltur um að hún hafi í gegnum tíðina lesið ókjör? „Ég hef alltaf lesið mikið, já. Hafði hálfpartinn illan bifur á Borgarbókasafninu sem barn af því að það var hámark á því hversu margar bækur mátti fá lánaðar á barnakortið, sem mér fannst út í hött.“ Gagnrýnandinn kemur sér upp skrápi Og sem lestrarhestur er líklega erfitt að spyrja um hver sé helsti áhrifavaldur? En ég tek til að mynda eftir því að bókin opnar í tilvitnun í Girði Elíasson? „Í skrifunum?“ segir Sunna Dís og signir sig. „Almáttugur, já. Ég er ansi mikil alæta held ég og hef nú einhvern tíma verið sökuð um að vera hrifnæm. En já, ljóðið á svolítið mikið í mér og Gyrðir er þar mikið uppáhald, sem og Sigurður Pálsson sem ég var svo heppin að fá að hafa sem kennara líka í HÍ. Og Vilborg Dagbjarts, og Linda Vilhjálms og fleiri og fleiri og fleiri.“ Sunna Dís er líklega þekktust fyrir að hafa setið árum saman í gagnrýnendastól Kiljunnar. En hún er ekki tilbúin að kvitta upp á að hún hafi verið vægðarlaus gagnrýnandi.vísir/vilhelm Ég veit ekki um neinn betri en þig til að spyrja út í þetta sérkennilega samband milli gagnrýnenda og rithöfunda? Hvað sýnist þér um það, hafandi reynsluna beggja vegna borðs? „Sko, ég held ég hafi aldrei hitt rithöfund sem er ekki líka gagnrýnandi í sínum lestri, þótt hann beri sínar skoðanir og niðurstöður ekki endilega á borð fyrir fólk. Sem skrifandi manneskja held ég að maður sé alltaf að skoða texta, rýna hann og velta fyrir sér sem lesandi. Og ég hef ekki verið gagnrýnandi öðruvísi en að vera líka að skrifa, fyrst fyrir sjálfa mig, svo með Svikaskáldum og nú sem sólóisti.“ Sunna hugsar sig um. „En ef þú ert að spá í hvað rithöfundum finnst um gagnrýni á verk sín er fólk eðlilega mjög misjafnlega stemmt fyrir henni. Hafandi setið í þessum stól sjálf held ég að sé kannski með aðeins þykkari skráp en ég væri ella – þetta snýst auðvitað svo oft um smekk fólks, hvað það tengir við og vekur áhuga þess og ekki bara handverkið sjálft.“ Lífsviðurværi fólks í húfi Mér sýnist þetta í stórum dráttum vera þannig að ef gagnrýnandi skrifar jákvæðan dóm er enginn marktækari en einmitt hann og ef dómurinn er neikvæður er gagnrýnandinn afgreiddur á svipstundu sem ómarktækt fífl? „Ómarktækt fífl, segirðu já. Ætli þetta sé ekki sérlega viðkvæmt hér á landi, þar sem gagnrýnin getur haft svo mikil áhrif á sölu og fólki líður eins og það sé með lífið í lúkunum. Þá er auðvitað ekki gott að fá slæman dóm sem getur vegið svona þungt, þótt dómurinn einn og sér myndi ekki endilega setja fólk alveg á hvolf. Sunna Dís er vitaskuld alsæl með krítíkinga sem hún fékk í Morgunblaðinu, enda; hvernig má annað vera?vísir/vilhelm En sem gagnrýnandi hef ég reynt að loka augunum algjörlega fyrir þessu, ef maður gengi alltaf inn í stúdíó eða settist að skrifum með það í huga að lífsviðurværi fólks sé í húfi væri ómögulegt að koma frá sér einhverri vitrænni gagnrýni held ég!“ En verst finnst rithöfundum að fá enga gagnrýni, þegar allt kemur til alls. „Já, það held ég að sé einmitt málið. Auðvitað vilja rithöfundar að fólk lesi bækurnar og hafi á þeim skoðun, er það ekki allur tilgangurinn?“ Og ekki þarf Sunna Dís sjálf að kvarta. Svo vitnað sé í gagnrýnanda Morgunblaðsins sem heldur vart vatni: Ljóðræn, höfundur dregur upp sterkar og snjallar myndir sem koma margar hverjar aftan að lesandanum. Myndmálið dáleiðandi og í því býr ef til vill helsti styrkur sögunnar, líkingarnar og tungumálið er svo hrífandi að það er erfitt að slíta sig frá lestrinum. Gagnrýnandi Moggans bókstaflega eys þig lofi? „Ég er himinsæl með það auðvitað!“ Menn skyldu ekki gleyma því að frétt er „story“ á ensku Blaðamaður las þennan dóm áður en hann las bókina, og hélt fyrst að þetta væri oflof en það er eiginlega ekki hægt annað en taka undir þetta í stórum dráttum? „Svo er alltaf sérlega gaman þegar dómurinn pikkar eitthvað upp sem maður var að vona að skilaði sér til lesanda,“ segir Sunna Dís sem nú vill rukka blaðamann um frekari umsögn þannig að hann vindur kvæði sínu hið hraðasta í kross. Sko … svo við höldum áfram. Þú ert eiginlega búin að feta þá slóð að verða rithöfundur, mjög markvisst. Þú varst lengi blaðamaður, svo gagnrýnandi, hluti skáldahóps og nú rithöfundur, ef þannig má að orði komast. Ég skil af hverju þú forðaðir þér úr blaðamennskunni en mig langar að vita, hver er munurinn á blaðamanni og rithöfundi? „Mmm, einmitt,“ segir Sunna Dís. Hún veltir þessu fyrir sér. Sunna Dís metur það svo að blaðamennskan hafi verið æfing fyrir það sem koma skyldi.vísir/vilhelm „Sko, það skemmtilegasta sem ég gerði sem blaðamaður var að fá að taka löng viðtöl við fólk. Fyrst var ég á innblaði Fréttablaðsins. Með þér! Og þar var keyrslan stundum alveg brjálæðislega mikil. Það hentaði mér ekkert ofboðslega vel, þessi mikli asi og tímapressa, á meðan aðrir þrífast alveg eins og fiskar í vatni í svoleiðis hasar.“ Og seinna, þegar Sunna Dís bjó á Flateyri, fékk hún að taka löng forsíðuviðtöl. „Já. Við allskonar fólk fyrir hið merka héraðsblað Bæjarins besta sem þá var og hét. Það fannst mér algjörlega stórkostlega skemmtilegt. Að fá svona góðan tíma til þess að spjalla við fólk og viða að mér efni og móta sögu. Við skulum náttúrulega ekki gleyma því að frétt á ensku er „story“, þetta er náskylt í skrifum. En svo má fulllítið skálda í eyðurnar í blaðamennskunni fyrir minn smekk. Þar er rithöfundurinn með frjálsar hendur!“ Fær helling að láni úr eigin lífi Jú, það þykja ekki góðar tvíbökur í blaðamennskunni, þegar þeir eru sagðir skáld? „Nei. Það er alltaf þetta heimildabras á blaðamönnum. Miklu skemmtilegra að geta bara skáldað þetta allt saman. En ég held reyndar líka að ég hafi gerst blaðamaður og svo gagnrýnandi til þess að þurfa ekki að verða rithöfundur alveg strax.“ Það er nákvæmlega það sem hafði hvarflað að blaðamanni. „Ég þurfti smá atrennu, safna í aðeins þykkari skráp, held ég. En varð að vera í kringum texta. Þetta var frábær leið til þess.“ Sko, ég veit að rithöfundar telja sig á hálum ís þegar þeir eru spurðir út í þetta, og auðvitað átta ég mig á því að skörp skil eru milli höfundar og sögumanns, en að hve miklu leyti tekurðu þætti úr eigin lífi og setur í söguna? „Ég fæ heilan helling lánaðan úr eigin lífi, en um leið og það er komið í söguna og tilheyrir annarri sögupersónu finnst mér það bara alls ekki vera mitt lengur. Tengdamamma hringdi nokkrum sinnum meðan hún var að lesa bókina, bara til að fá það staðfest að Sunnu Dís hafi ekki liðið svona eða hinsegin.vísir/vilhelm Það verða einhver efnahvörf, einhver stökkbreyting. Ég bjó fyrir vestan, þar sem sagan gerist, ég var sjálf á barmi kulnunar um tíma, og það er fullt af öðrum smáatriðum í sögunni sem ég hef sjálf upplifað. En ekkert af þessu fjallar um mig.“ Tengdamamma hringdi nokkrum sinnum Sunna Dís reynir að ná betur utan um þessa hugsun. „Nú er hætt við því að ég hljómi alveg brjálæðislega sjálfhverf, en mér finnst bara svo gagnlegt og gefandi að gramsa í eigin minningum. Fara í smá námugröft í sjálfinu en gefa það svo einhverjum allt öðrum persónum sem móta það í eitthvað annað. Að því sögðu hringdi tengdamamma mín nokkrum sinnum í mig á meðan hún var að lesa bókina, bara til að fá það staðfest að mér hefði ekki liðið svona eða hinsegin eða þetta hefði ekki gerst,“ segir Sunna Dís og hlær. Þannig er ekkert einhlýtt í þessum efnum. Og þannig er nú einu sinni bókmenntafræði bókaþjóðarinnar. Við erum alltaf að leita eftir raunverulega fólkinu í sögum? „Ég skal bara einfalda fólki lífið: ég er allar persónurnar. Og engin.“ Ertu með einhvern markhóp í huga þegar þú skrifar? „Nei, ég held að það eina sem ég reyni að minna sjálfa mig ítrekað á sé að það sem ég skrifa þarf ekki, á ekki – og má jafnvel ekki? – höfða til allra. Það er þessi angi af fullkomnunaráráttunni sem enn lifir í mér og ég þarf meðvitað að berja niður, að reyna ekki að gera öllum til geðs. Það yrði örugglega alveg hundleiðinleg bók bæði í skrifum og lestri.“ Er að hnusa sig í átt til næstu bókar Mætti halda að ég hafi ekki lesið söguna sjálfur en svo ég vitni áfram í gagnrýnanda Moggans: „Flæðið er náttúrulegt og uppbygging vandlega úthugsuð þannig að auðvelt er að gefa sig sögunni á vald.“ Hún vill meira. Þú ert væntanlega byrjuð á næstu bók? „Ég er svona að hnusa mig í áttina að henni. Og mun eflaust þurfa að skrifa mig aðeins í áttina að henni áður en ég bretti alveg upp ermar og hefst handa fyrir alvöru. Mér líður örlítið eins og ég sé að jafna mig eftir sambandsslit, að hafa sent Kul frá mér eftir svona langar samvistir. Sögusvið Kuls er fengið að láni að Vestan, hvar Sunna Dís þekkir vel til.vísir/vilhelm En talandi um uppbyggingu gladdi það komment mig einmitt mjög því það fannst mér ákveðin glíma, að dvelja í þessu hæga, rólega tempói en halda samt dampi í framvindu í sögunni.“ En þú sjálf, þú ert komin suður aftur? Eða hvað? „Jújú, við vorum þarna fyrir vestan í tvö ár, 2010-2012, en svo varð ég ólétt og þá þurftum við að ákveða hvort við ætluðum að eignast barnið fyrir vestan og hafa vetursetu eða koma í bæinn. Við komum suður til fjölskyldunnar og höfum verið síðan. En það liggur alltaf taug vestur sko.“ Tilboð of gott til að vera satt Ertu að vestan upprunalega? „Sko, ég á ættir að rekja á Rauðasand og fékk aðeins að vera í sveit í Patreksfirði sem barn, en er alveg alin upp hér í höfuðborginni. Við maðurinn minn vorum komin með ógeð á Reykjavík og bauðst sumarvinna á Flateyri sem við þáðum; hann að reka hinn sögufræga veitingastað Vagninn og ég að reka gömlu bókabúðina sem þá tilheyrði Minjasjóðnum. Við stukkum bara til, þetta hljómaði of gott til að vera satt og var það eiginlega.“ Og þar varstu líka að skrifa fyrir BB? „Já, mér bauðst það þarna um veturinn og fannst frábært. Ég fékk meira að segja að keppa í Útsvari fyrir Ísafjarðarbæ, fyrir hönd nýbúa vildi ég meina. Sögusviðið í Kul fæ ég að láni frá þessum árum – og svo er það þessi tími sem lifði líka svo með mér. Þessar vikur sem það sést ekki til sólar. Það er eiginlega alveg galið að fólk þrauki þetta!“ Titillinn Kul vísar í ýmsar áttir? „Já. Það er kuldinn sem sögupersónan Una stendur svolítið frammi fyrir, bæði í ytra umhverfinu en líka hið innra. Og svo vísar hann til þessarar sjúkdómsgreiningar líka - kulnunarinnar sem er yfirvofandi. Svo fannst mér og ritstjóranum mínum sem líka er sænskumælandi ægilega fyndið að bókin héti Kul, sem þýðir „Gaman!“ á sænsku. En það er nú bara lúðahúmor.“ Kulnun tengist ekki bara starfinu Sko, ég veit ekki alveg hvernig ég á að koma orðum að þessu þannig að ég spyr bara beint út: Þessi kulnun sem þú gekkst sjálf í gegnum, má rekja hana beint til Höskuldar Daða Magnússonar? (Sem stýrði innblaði Fréttablaðsins á velmektarárum þess blaðs sem nú er komið á öskuhauga sögunnar.) „Ég hélt þú ætlaðir ALDREI að spyrja! Já. Þetta skrifast beint á hdm.“ Mér datt það í hug. Hvað vartu að gera mér, hdm?vísir/vilhelm Sunna Dís hlær að tilhugsuninni og dregur umsvifalaust í land með þessa tilgátu sem er, svo allrar sanngirni sé gætt, langt í frá sanngjörn og slegið fram af fullkomnu ábyrgðarleysi. „Neeei, ekki alveg. Það var afleiðing af því að púsla saman alls kyns vinnu við barnauppeldi og almennan þeyting. Og kannski ástæða fyrir því að ég er að senda þessa bók frá mér núna, þegar mínir menn eru 10 og 12! Við tengjum kulnun svo oft við starf – kulnun í starfi er frasinn – en ég held að það sé oft líka bara einkalífið og samfélagskröfurnar utan vinnustaðar sem eru að ganga frá okkur. Sem er tilvikið hjá Unu, það er ekki endilega bara vinnan sem er búin að ýta henni út á ystu nöf.“ Samt er hún bara á auglýsingastofu en ekki blaðamennsku? „Nákvæmlega – rólyndisdjobb!“ Þægileg innivinna. Mjúkur nagli En svo við leggjum fíflaskap af, nú ert þú, nýgræðingurinn en þó ýmsu vön, mjúk en samt algjör nagli, stödd í miðju jólabókaflóði. Hvernig leggst það í þig? „Mjúkur nagli, það hljómar vel, það vil ég vera! Jólabókaflóðið leggst bara vel í mig – ég hef aldrei öslað það með skáldsögu í farteskinu áður og finnst þetta allt ægilega gaman, að lesa upp og hitta lesendur og aðra höfunda. Sunnu Dís þykir ósköp notalegt að vera sú sem er spurð, í staðinn fyrir að vera sá sem spyr. Hún hefur samt nokkrar athugasemdir.vísir/vilhelm Á sama tíma líður mér einhvern veginn eins og ég ætti að vera að gera miklu meira, þó ég hafi ekki hugmynd um hvað það ætti að vera. Kannski ganga í hús og bjóða fólki lestur?“ segir Sunna Dís en dregur strax í land og skrifar þessa hugmynd á sjálfhverfuna í sér sjálfri. „En það er svolítið merkileg tilfinning að sjá á eftir bókinni sinni út í flóðið eftir svona langan tíma, ég viðurkenni það.“ Hvernig er að vera í viðtali en ekki sú sem tekur viðtalið? „Hah! Þetta er ósköp notalegt – en ég er með nokkrar athugasemdir. Djók.“
Höfundatal Bókmenntir Bókaútgáfa Fjölmiðlar Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira