Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bjarki Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2024 09:13 Helga Halldórsdóttir er forstöðumaður hjá Arion banka. Arion banki ætlar á næstu mánuðum að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna. Forstöðumaður segist vona til þess að daggæslan létti líf fleiri en bara starfsmanna. Dagvistunin verður í Borgartúni 21, rétt við hliðina á höfuðstöðvum Arion banka. Áætlað er að hún opni um áramótin. Dagvistunin er ætluð börnum á aldrinum tólf til 24 mánaða. Fyrst um sinn verður boðið upp á tíu pláss. „Þetta er tilraunaverkefni hjá okkur til að létta undir með foreldrum og tryggja að þeir komist fyrr inn á vinnumarkaðinn,“ segir Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Arion banka. Í byrjun september voru 658 börn á biðlista eftir plássi í leikskóla í Reykjavík. Af þeim voru 486 á aldrinum tólf til átján mánaða. „Við höfum fundið fyrir því, eins og margir aðrir í samfélaginu, að það getur verið áskorun að finna dagvistunarpláss. Við leggjum okkur fram í því að vera fjölskylduvænn vinnustaður og þetta er okkar leið til að bæta við markaðinn. Létta undir, ekki bara með okkar fólki heldur vonandi öllu samfélaginu líka,“ segir Helga. Það á eftir að útfæra ýmislegt hvað varðar dagvistunina sem starfsfólk fengu fyrst að vita af í dag. Unnið er að því að gera húsnæðið tilbúið, ráða inn starfsfólk og ákveða hvernig plássunum verður úthlutað. Starfsmenn segjast afar ánægðir með nýjungina en hjá Arion starfa yfir 800 manns. „Við settum frétt á innri vefinn hjá okkur og það hafa verið óvenju mikil viðbrögð. Margir að lýsa yfir ánægju sinni með þetta,“ segir Helga. Arion banki Fæðingarorlof Fjármálafyrirtæki Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira
Dagvistunin verður í Borgartúni 21, rétt við hliðina á höfuðstöðvum Arion banka. Áætlað er að hún opni um áramótin. Dagvistunin er ætluð börnum á aldrinum tólf til 24 mánaða. Fyrst um sinn verður boðið upp á tíu pláss. „Þetta er tilraunaverkefni hjá okkur til að létta undir með foreldrum og tryggja að þeir komist fyrr inn á vinnumarkaðinn,“ segir Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Arion banka. Í byrjun september voru 658 börn á biðlista eftir plássi í leikskóla í Reykjavík. Af þeim voru 486 á aldrinum tólf til átján mánaða. „Við höfum fundið fyrir því, eins og margir aðrir í samfélaginu, að það getur verið áskorun að finna dagvistunarpláss. Við leggjum okkur fram í því að vera fjölskylduvænn vinnustaður og þetta er okkar leið til að bæta við markaðinn. Létta undir, ekki bara með okkar fólki heldur vonandi öllu samfélaginu líka,“ segir Helga. Það á eftir að útfæra ýmislegt hvað varðar dagvistunina sem starfsfólk fengu fyrst að vita af í dag. Unnið er að því að gera húsnæðið tilbúið, ráða inn starfsfólk og ákveða hvernig plássunum verður úthlutað. Starfsmenn segjast afar ánægðir með nýjungina en hjá Arion starfa yfir 800 manns. „Við settum frétt á innri vefinn hjá okkur og það hafa verið óvenju mikil viðbrögð. Margir að lýsa yfir ánægju sinni með þetta,“ segir Helga.
Arion banki Fæðingarorlof Fjármálafyrirtæki Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira