16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar 15. nóvember 2024 06:45 Er ekki kominn tími til þess að við tökum umræðu um það fyrir alvöru á Íslandi að hækka aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum? Hér er um að ræða málefni sem snertir lýðheilsu barna og ungmenna beint og því nauðsynlegt að gefa þessu málefni rými í aðdraganda kosninga. Við sjáum í fréttum frá Ástralíu tillögur um að hækka takmarkið í 16 ára og í Noregi upp í 15 ára. Almennt er miðað við aldurstakmarkið 13 ára því persónuverndarlöggjöf bannar samfélagsmiðlafyrirtækjunum að safna gögnum um börn sem eru yngri en 13 ára. Það nægir fyrirtækjunum að merkja sína vöru með 13 ára stimplinum til þess að vernda sína hagsmuni. Vernd barna gegn skaðlegu efni, áreiti og áreitni er hér því miður ekki tekin með í reikninginn. Sjö aldursflokkar í bíómyndum og þáttum en aðeins einn á samfélagsmiðlum Aldursmerkingar eru víða og við þekkjum þær fyrir tíma samfélagsmiðla úr t.d. bíómyndum og þáttum. Aldursmatið á Íslandi byggir á hollenska kerfinu Kijkwijzer. Kerfið byggir á ýmsum rannsóknum og skiptist í sjö aldursflokka (leyfð öllum, 6 ára, 9 ára, 12 ára, 14 ára, 16 ára og 18 ára) og 6 efnisvísa sem eiga að hjálpa áhorfendum að taka ákvörðun um hvort horfa eigi á efni eða ekki. Á samfélagsmiðlum finnum við efni sem við myndum merkja með merkingum allt upp í 18 ára ef um bíómynd væri að ræða. Ofan á þetta aðgengi að skaðlegu efni bætist síðan við áreitnin og áreitið sem við sem notendur samfélagsmiðla þekkjum því miður svo vel. Missum tökin við 13 ára aldurinn Við höfum náð góðum árangri í vitundarvakningu og fræðslu til barna og foreldra um 13 ára aldurstakmarkið. Hlutfall barna 9-12 ára á TikTok og Snapchat hefur t.d. lækkað töluvert frá 2021. Foreldrar missa hins vegar tökin þegar 13 ára aldrinum hefur verið náð og upp úr því hækkar hlutfall barna á samfélagsmiðlum töluvert… Hlutfall barna á nokkrum af vinsælustu samfélagsmiðlunum á Íslandi (2023): TikTok - 36% meðal 9-12 ára - 83% 13-15 ára Snapchat - 42% meðal 9-12 ára - 90% 13-15 ára Instagram - 12% meðal 9-12 ára - 72% 13-15 ára Facebook - 9% meðal 9-12 ára - 48% 13-15 ára Discord - 13% meðal 9-12 ára - 29% 13-15 ára YouTube - 85% meðal 9-12 ára - 85% 13-15 ára Á samfélagsmiðlum getur 13 ára barn komist í snertingu við efni sem talið er geta haft skaðleg áhrif á einstaklinga allt upp í 18 ára. Þau þurfa ekki einu sinni að leita eftir því sjálf heldur getur ógagnsær algóritmi miðlanna leitt þau á slíka staði. Tengt efni: Þrjár ástæður fyrir því að börn yngri en 13 ára ættu ekki að vera á samfélagsmiðlum Snúum dæminu við! Í stað þess að láta fyrirtækin ákveða aldurstakmarkið út frá sínum hagsmunum skulum við hugsa aldurstakmarkið út frá hagsmunum okkar. Ég sat á ráðstefnu í síðasta mánuði og hlustaði þar á fulltrúa frá TikTok fara yfir í fögru erindi hversu vel þau væru að standa sig í að tryggja öryggi notenda. Það er hins vegar í engu samræmi við okkar upplifun og því fer hér ekki saman hljóð og mynd. Margar af aðgerðum TikTok voru í grunninn tilkomnar vegna regluverks eins og t.d. Evrópulöggjafar sem nefnist Digital Services Act (DSA) sem tekið hefur gildi í aðildarríkjum ESB, en við þurfum að innleiða hér sérstaklega sem EES ríki. Með öðrum orðum þá þurfti að innleiða lög til þess að fá samfélagsmiðlafyrirtæki á borð við TikTok til þess að taka til hjá sér og gera meira til þess að tryggja öryggi notenda. Valdeflum okkur sem notendur Hugsum okkur hvað myndi gerast ef við myndum fjarlæga öll börn yngri en 16 ára af samfélagsmiðlum? Munum að samfélagsmiðlarnir eru ekkert án okkar. Valdið þarf ekki alltaf að vera þeirra. Þeir myndu vafalaust svara því með því að gera allt í sínu valdi til þess að tryggja sína miðla þannig að þeir væru öruggur staður fyrir börn til þess að geta boðið þau aftur velkomin til baka. Lög og reglur geta verið nauðsynlegar til þess að þvinga fram breytingar. Tökum valdið í okkar hendur og metum efni samfélagsmiðla útfrá þroska barna. Þannig valdeflum við foreldra í að takast á við félagslegt netöryggi. Nokkur dæmi úr aldursmati í bíómyndum og þáttum: 12 ára hafa ekki sína eigin reynslu af áfengi, fíkniefni, mismunun eða kynlíf. Börn á þessum aldri eiga því erfitt með að leggja rétt mat á þessi viðfangsefni og það getur haft áhrif á hegðun. 14 ára hafa mikinn áhuga á hættulegri hegðun, sérstaklega ef jafnaldrar telja hana „eðlilega“ hegðun. 16 ára er það viðurkenning jafningja sú sem skiptir mestu máli. Hættuleg glæpsamleg hegðun virðist aðlaðandi og afleiðingarnar virðast minna alvarlegar. 18 ára er það helst efni sem inniheldur ógeðfellt ofbeldi og gróft klám sem talið er vera skaðlegt. Höfum skoðun og höfum áhrif! Gefum börnum frelsi til þess að upplifa lífið og tilveruna á eigin skinni í stað þess að láta efni samfélagsmiðla móta og segja okkur hvernig við eigum að vera. Algóritmi samfélagsmiðla stýrir hvaða efni við sjáum, sem síðan hefur áhrif á það hvernig okkur líður og hvaða skoðanir við myndum okkur. Hér er því um að ræða málefni sem snertir lýðheilsu, lýðræði og þjóðaröryggi. Við þurfum ekki alltaf að samþykkja skilmála samfélagsmiðla þegjandi og hljóðalaust. Höfum skoðun og höfum áhrif! Höfundur er sérfræðingur í upplýsinga- og miðlalæsi og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Framsóknarflokkurinn Börn og uppeldi Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Sjá meira
Er ekki kominn tími til þess að við tökum umræðu um það fyrir alvöru á Íslandi að hækka aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum? Hér er um að ræða málefni sem snertir lýðheilsu barna og ungmenna beint og því nauðsynlegt að gefa þessu málefni rými í aðdraganda kosninga. Við sjáum í fréttum frá Ástralíu tillögur um að hækka takmarkið í 16 ára og í Noregi upp í 15 ára. Almennt er miðað við aldurstakmarkið 13 ára því persónuverndarlöggjöf bannar samfélagsmiðlafyrirtækjunum að safna gögnum um börn sem eru yngri en 13 ára. Það nægir fyrirtækjunum að merkja sína vöru með 13 ára stimplinum til þess að vernda sína hagsmuni. Vernd barna gegn skaðlegu efni, áreiti og áreitni er hér því miður ekki tekin með í reikninginn. Sjö aldursflokkar í bíómyndum og þáttum en aðeins einn á samfélagsmiðlum Aldursmerkingar eru víða og við þekkjum þær fyrir tíma samfélagsmiðla úr t.d. bíómyndum og þáttum. Aldursmatið á Íslandi byggir á hollenska kerfinu Kijkwijzer. Kerfið byggir á ýmsum rannsóknum og skiptist í sjö aldursflokka (leyfð öllum, 6 ára, 9 ára, 12 ára, 14 ára, 16 ára og 18 ára) og 6 efnisvísa sem eiga að hjálpa áhorfendum að taka ákvörðun um hvort horfa eigi á efni eða ekki. Á samfélagsmiðlum finnum við efni sem við myndum merkja með merkingum allt upp í 18 ára ef um bíómynd væri að ræða. Ofan á þetta aðgengi að skaðlegu efni bætist síðan við áreitnin og áreitið sem við sem notendur samfélagsmiðla þekkjum því miður svo vel. Missum tökin við 13 ára aldurinn Við höfum náð góðum árangri í vitundarvakningu og fræðslu til barna og foreldra um 13 ára aldurstakmarkið. Hlutfall barna 9-12 ára á TikTok og Snapchat hefur t.d. lækkað töluvert frá 2021. Foreldrar missa hins vegar tökin þegar 13 ára aldrinum hefur verið náð og upp úr því hækkar hlutfall barna á samfélagsmiðlum töluvert… Hlutfall barna á nokkrum af vinsælustu samfélagsmiðlunum á Íslandi (2023): TikTok - 36% meðal 9-12 ára - 83% 13-15 ára Snapchat - 42% meðal 9-12 ára - 90% 13-15 ára Instagram - 12% meðal 9-12 ára - 72% 13-15 ára Facebook - 9% meðal 9-12 ára - 48% 13-15 ára Discord - 13% meðal 9-12 ára - 29% 13-15 ára YouTube - 85% meðal 9-12 ára - 85% 13-15 ára Á samfélagsmiðlum getur 13 ára barn komist í snertingu við efni sem talið er geta haft skaðleg áhrif á einstaklinga allt upp í 18 ára. Þau þurfa ekki einu sinni að leita eftir því sjálf heldur getur ógagnsær algóritmi miðlanna leitt þau á slíka staði. Tengt efni: Þrjár ástæður fyrir því að börn yngri en 13 ára ættu ekki að vera á samfélagsmiðlum Snúum dæminu við! Í stað þess að láta fyrirtækin ákveða aldurstakmarkið út frá sínum hagsmunum skulum við hugsa aldurstakmarkið út frá hagsmunum okkar. Ég sat á ráðstefnu í síðasta mánuði og hlustaði þar á fulltrúa frá TikTok fara yfir í fögru erindi hversu vel þau væru að standa sig í að tryggja öryggi notenda. Það er hins vegar í engu samræmi við okkar upplifun og því fer hér ekki saman hljóð og mynd. Margar af aðgerðum TikTok voru í grunninn tilkomnar vegna regluverks eins og t.d. Evrópulöggjafar sem nefnist Digital Services Act (DSA) sem tekið hefur gildi í aðildarríkjum ESB, en við þurfum að innleiða hér sérstaklega sem EES ríki. Með öðrum orðum þá þurfti að innleiða lög til þess að fá samfélagsmiðlafyrirtæki á borð við TikTok til þess að taka til hjá sér og gera meira til þess að tryggja öryggi notenda. Valdeflum okkur sem notendur Hugsum okkur hvað myndi gerast ef við myndum fjarlæga öll börn yngri en 16 ára af samfélagsmiðlum? Munum að samfélagsmiðlarnir eru ekkert án okkar. Valdið þarf ekki alltaf að vera þeirra. Þeir myndu vafalaust svara því með því að gera allt í sínu valdi til þess að tryggja sína miðla þannig að þeir væru öruggur staður fyrir börn til þess að geta boðið þau aftur velkomin til baka. Lög og reglur geta verið nauðsynlegar til þess að þvinga fram breytingar. Tökum valdið í okkar hendur og metum efni samfélagsmiðla útfrá þroska barna. Þannig valdeflum við foreldra í að takast á við félagslegt netöryggi. Nokkur dæmi úr aldursmati í bíómyndum og þáttum: 12 ára hafa ekki sína eigin reynslu af áfengi, fíkniefni, mismunun eða kynlíf. Börn á þessum aldri eiga því erfitt með að leggja rétt mat á þessi viðfangsefni og það getur haft áhrif á hegðun. 14 ára hafa mikinn áhuga á hættulegri hegðun, sérstaklega ef jafnaldrar telja hana „eðlilega“ hegðun. 16 ára er það viðurkenning jafningja sú sem skiptir mestu máli. Hættuleg glæpsamleg hegðun virðist aðlaðandi og afleiðingarnar virðast minna alvarlegar. 18 ára er það helst efni sem inniheldur ógeðfellt ofbeldi og gróft klám sem talið er vera skaðlegt. Höfum skoðun og höfum áhrif! Gefum börnum frelsi til þess að upplifa lífið og tilveruna á eigin skinni í stað þess að láta efni samfélagsmiðla móta og segja okkur hvernig við eigum að vera. Algóritmi samfélagsmiðla stýrir hvaða efni við sjáum, sem síðan hefur áhrif á það hvernig okkur líður og hvaða skoðanir við myndum okkur. Hér er því um að ræða málefni sem snertir lýðheilsu, lýðræði og þjóðaröryggi. Við þurfum ekki alltaf að samþykkja skilmála samfélagsmiðla þegjandi og hljóðalaust. Höfum skoðun og höfum áhrif! Höfundur er sérfræðingur í upplýsinga- og miðlalæsi og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar