Lífið

Ung­frú Dan­mörk fegurst allra

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ungfrú Danmörk var krýnd Ungfrú alheimur síðastliðið laugardagskvöld.
Ungfrú Danmörk var krýnd Ungfrú alheimur síðastliðið laugardagskvöld.

Hin 21 árs gamla Victoria Kjær Theilvig frá Danmörku stóð uppi sem sigurvegari í Ungfrú alheimur 2024 (e. Miss Universe) sem fór fram í Mexíkóborg síðastliðið laugardagskvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem Danmörk vinnur titilinn.

Keppnin var haldin í 73. sinn og var met þáttaka, en alls 130 stúlkur hvaðanæva úr heiminum stigu á svið.

Það var Sheynnis Palacios, Ungfrú Níkaragva og Ungfrú heimu 2023 krýndi sem krýndi arftaka sinn. Í öðru sæti var Chidimma Adetshina frá Nígeríu og María Fernanda Beltrán frá Mexíkó í því þriðja.

Augnablikið sem úrslitin voru tilkynnt má sjá hér að neðan.

Sóldís Vala Ívarsdóttir var fulltrúi Íslands í ár og stóð sig með glæsibrag að sögn Manuelu Óskar Harðardóttur framkvæmdastjóra Ungfrú Íslands. Búningur Íslands í þjóðbúningakeppninni ár var í jöklaþema, en það er bandarískur hönnuður sem hannaði búninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.