Lífið

Búa í ein­stakri þak­í­búð í mið­borginni en Halli keypti líka æsku­heimilið sitt á móti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eiga tvær eignir á sama blettinum.
Eiga tvær eignir á sama blettinum.

Frumkvöðullinn og listamaðurinn Haraldur Þorleifsson býr í einstaklega fallegri og listrænni þakíbúð í miðbæ Reykjavíkur.

En hann er alinn upp í næstu götu í gömlu bárujárnshúsi og þar hefur hann gert upp gamla æskuheimili sitt.

Halli eins og hann er alltaf kallaður hefur að undanförnu verið að vinna við myndbönd við tónlist sína og snerta þau alla hjartastrengi enda eru þau mörg all óvenjuleg. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og hitti Halla í fallegri íbúð hans og ræddi við hann um hans listrænu verkefni og fleira áhugavert.

„Þegar við flytjum hingað þá kemur fljótlega í ljós að æskuheimilið mitt er til sölu hinu megin við götuna. Sjálfur er ég með allskonar gömul sér frá því í æsku og þetta var kannski hluti af því að gera það upp með því eignast heimilið,“ segir Halli.

„Þetta var staðurinn sem ég eyddi árum sem voru mér mjög erfið. Það var mjög gott að geta fengið að vera þar aftur og ég er með fullt af góðum minningum þar líka, en sumar erfiðar. Það var mjög gott að geta komið þarna inn og unnið úr þessum minningum og það hjálpaði mér mjög mikið, að klára þessi mál.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.