Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2024 09:03 „Við ætlum til Spánar um jólin, fljúgum bara í gegnum London, ekkert mál og ódýrara en að fara í gegnum Keflavíkurflugvöll,” sagði ung kona við mig í sundlauginni á Siglufirði á dögunum. Hún á þrjú ung börn og þau, fimm manna fjölskylda, sjá sér fært að fara í sólina um jólin með millilandaflugi frá Akureyrarflugvelli. Heimurinn hefur opnast og á tíma einnar kynslóðar hafa utanlandsferðir frá Íslandi breyst frá því að vera munaðarvara sem eldra fólk fór í með nokkurra ára millibili (oftast barnlaust) í að verða aðgengilegri fyrir fleiri fjölskyldur í landinu. Ég ætla ekki að fara út í mikilvægi D-vítamíns fyrir landann en tel að með auknu aðgengi að ódýrara flugi hérlendis hafi lífsskilyrði íbúa á landinu batnað. Lengi vel hafa íbúar Norðurlands eystra þó ekki búið við þessi skilyrði heldur þurft að annað hvort keyra suður eða fljúga þangað til að komast erlendis með tilheyrandi kostnaði og umstangi. Það er gríðarlega mikilvægt að íbúar landsins geti valið sér búsetu og í því samhengi eru góðar samgöngur grundvallarforsenda. Íbúar landsins alls fara fram á þau lífsgæði að geta komist auðveldlega með beinu flugi erlendis og getur búsetuval litast af því. Ég fluttist sjálf norður á Siglufjörð fyrir tæpum þremur árum og hef upplifað þá byltingu sem er að verða sér stað í millilandaflugi frá svæðinu með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir íbúa. Niceair var frábær viðbót fyrir íbúa Norðurlands eystra og sýndi hvað innlendi markaðurinn á svæðinu var stór, svo varð raunveruleg bylting þegar easyJet hóf reglulegt flug frá svæðinu. Tilkoma easyJet kom samkeppnishæfu millilandaflugi til og frá Akureyri á koppinn, raunar er verðið svo samkeppnishæft að ódýrara er að fljúga til Reykjavíkur í gegnum London frá Akureyri en með beinu innanlandsflugi suma daga. Koma easyJet hefur sýnt fram á mikilvægi þess að styðja við og styrkja félög sem hafa áhuga á að fljúga til Norðurlands eystra. Ábatinn er ekki einungis fyrir íbúa svæðisins heldur einnig fyrir ferðaþjónustuna. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á Bretum sem sækja Akureyri og nærsvæði heim og jákvæð áhrif á atvinnulíf og atvinnutækifæri á þessu sama svæði afskaplega mikilvæg. Frábært er að til standi að lengja tímabil beina flugsins til London. Ný rannsókn Jón Þorvaldar Heiðarssonar sýnir að beint flug eykur lífsgæði og stuðlar að efnahagslegri grósku. Hluti farþeganna eru í vinnutengdum ferðum og því hefur beint flug áhrif á atvinnulíf. Vetrarflug minnkar jafnframt árstíðasveifluna í ferðaþjónustu og býr til heilsársstörf. Fleiri félög hafa bæst í flóruna með leiguflugi af og til og opnað ótrúlega möguleika, þannig var í sumar hægt að komast frá Akureyri til Suður-Ameríku með einu stoppi! Samfylkingin vill halda áfram að efla og styðja innanlands- og millilandaflug á flugvöllum kjördæmisins. Það er ljóst að reglulegt innanlandsflug skiptir sköpum fyrir íbúa sem þurfa því miður oft að sækja heilbrigðisþjónustu og aðra lyklaþjónustu til höfuðborgarinnar sökum samþjöppunar þjónustu á því svæði. Samfylkingin fagnar því að komusalurinn á Akureyri hafi verið stækkaður, en betur má ef duga skal, salurinn hefði átt að vera umtalsvert stærri til að sinna þeirri uppbyggingu sem við óskum þess að sjá. Samfylkingin mun beita sér fyrir áframhaldandi stuðningi við flug á svæðinu, tökum flugið og opnum heiminn fyrir íbúum okkar! Höfundur er hagfræðingur og skipar þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Sæunn Gísladóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
„Við ætlum til Spánar um jólin, fljúgum bara í gegnum London, ekkert mál og ódýrara en að fara í gegnum Keflavíkurflugvöll,” sagði ung kona við mig í sundlauginni á Siglufirði á dögunum. Hún á þrjú ung börn og þau, fimm manna fjölskylda, sjá sér fært að fara í sólina um jólin með millilandaflugi frá Akureyrarflugvelli. Heimurinn hefur opnast og á tíma einnar kynslóðar hafa utanlandsferðir frá Íslandi breyst frá því að vera munaðarvara sem eldra fólk fór í með nokkurra ára millibili (oftast barnlaust) í að verða aðgengilegri fyrir fleiri fjölskyldur í landinu. Ég ætla ekki að fara út í mikilvægi D-vítamíns fyrir landann en tel að með auknu aðgengi að ódýrara flugi hérlendis hafi lífsskilyrði íbúa á landinu batnað. Lengi vel hafa íbúar Norðurlands eystra þó ekki búið við þessi skilyrði heldur þurft að annað hvort keyra suður eða fljúga þangað til að komast erlendis með tilheyrandi kostnaði og umstangi. Það er gríðarlega mikilvægt að íbúar landsins geti valið sér búsetu og í því samhengi eru góðar samgöngur grundvallarforsenda. Íbúar landsins alls fara fram á þau lífsgæði að geta komist auðveldlega með beinu flugi erlendis og getur búsetuval litast af því. Ég fluttist sjálf norður á Siglufjörð fyrir tæpum þremur árum og hef upplifað þá byltingu sem er að verða sér stað í millilandaflugi frá svæðinu með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir íbúa. Niceair var frábær viðbót fyrir íbúa Norðurlands eystra og sýndi hvað innlendi markaðurinn á svæðinu var stór, svo varð raunveruleg bylting þegar easyJet hóf reglulegt flug frá svæðinu. Tilkoma easyJet kom samkeppnishæfu millilandaflugi til og frá Akureyri á koppinn, raunar er verðið svo samkeppnishæft að ódýrara er að fljúga til Reykjavíkur í gegnum London frá Akureyri en með beinu innanlandsflugi suma daga. Koma easyJet hefur sýnt fram á mikilvægi þess að styðja við og styrkja félög sem hafa áhuga á að fljúga til Norðurlands eystra. Ábatinn er ekki einungis fyrir íbúa svæðisins heldur einnig fyrir ferðaþjónustuna. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á Bretum sem sækja Akureyri og nærsvæði heim og jákvæð áhrif á atvinnulíf og atvinnutækifæri á þessu sama svæði afskaplega mikilvæg. Frábært er að til standi að lengja tímabil beina flugsins til London. Ný rannsókn Jón Þorvaldar Heiðarssonar sýnir að beint flug eykur lífsgæði og stuðlar að efnahagslegri grósku. Hluti farþeganna eru í vinnutengdum ferðum og því hefur beint flug áhrif á atvinnulíf. Vetrarflug minnkar jafnframt árstíðasveifluna í ferðaþjónustu og býr til heilsársstörf. Fleiri félög hafa bæst í flóruna með leiguflugi af og til og opnað ótrúlega möguleika, þannig var í sumar hægt að komast frá Akureyri til Suður-Ameríku með einu stoppi! Samfylkingin vill halda áfram að efla og styðja innanlands- og millilandaflug á flugvöllum kjördæmisins. Það er ljóst að reglulegt innanlandsflug skiptir sköpum fyrir íbúa sem þurfa því miður oft að sækja heilbrigðisþjónustu og aðra lyklaþjónustu til höfuðborgarinnar sökum samþjöppunar þjónustu á því svæði. Samfylkingin fagnar því að komusalurinn á Akureyri hafi verið stækkaður, en betur má ef duga skal, salurinn hefði átt að vera umtalsvert stærri til að sinna þeirri uppbyggingu sem við óskum þess að sjá. Samfylkingin mun beita sér fyrir áframhaldandi stuðningi við flug á svæðinu, tökum flugið og opnum heiminn fyrir íbúum okkar! Höfundur er hagfræðingur og skipar þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar