Lífið

Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Listamaðurinn Jónsi steig á svið samhliða glæsilegri sýningu Fischersunds í Seattle.
Listamaðurinn Jónsi steig á svið samhliða glæsilegri sýningu Fischersunds í Seattle. Jim Bennett/Photo Bakery

Fischersunds systkinin Jónsi, Inga, Lilja og Sigurrós Birgisbörn standa fyrir glæsilegri listasýningu í Norræna safninu í Seattle, Bandaríkjunum um þessar mundir. Gestum er boðið í ferðalag lyktar, hljóðs og listsköpunar á þessari fyrstu safnasýningu þeirra sem opnaði með glæsibrag samhliða tónleikum Jónsa, sem er hvað þekktastur sem söngvari sveitarinnar Sigur Rós, ásamt Sin Fang og Kjartani Holm.

Sýningin er sett upp í fimm hlutum, ber heitið Fischersund: Faux Flora og fjöldi fólks vestanhafs lagði leið sína á safnið fyrir þessa einstöku lífsreynslu. Sömuleiðis seldist upp á tvenna tónleika sem haldnir voru sömu helgina. 

Hér má sjá vel valdar myndir frá opnuninni, þar sem gestir voru ófeimnir við að skella sér í ilmferðalag:

Lilja Birgisdóttir, listakona og meðeigandi Fischersunds, glæsileg á sviðinu.Jim Bennett/Photo Bakery
Sin Fang, Jónsi og Kjartan Holm.Jim Bennett/Photo Bakery
Glæsilegar blómainnstillingar.Jim Bennett/Photo Bakery
Lilja Birgisdóttir.Jim Bennett/Photo Bakery
Ljós, skjávarpar, lykt og tónlist umvafði gesti.Jim Bennett/Photo Bakery
Margt var um manninn en þeir héldu tvenna uppselda tónleika.Jim Bennett/Photo Bakery
Gestir upplifa listina og lykta að ilmunum.Jim Bennett/Photo Bakery
Aðstandendur sýningarinnar og tónleikanna í góðum gír.Jim Bennett/Photo Bakery
Gestir skoða myndbandsverk Fischersunds.Jim Bennett/Photo Bakery
Listamennirnir í zone-inu.Jim Bennett/Photo Bakery
Þrír tónlistarmenn sameina krafta sína.Jim Bennett/Photo Bakery
Tónleikarnir voru mikið sjónarspil!Jim Bennett/Photo Bakery
Listrænn gjörningur.Jim Bennett/Photo Bakery
Margt var um manninn á opnuninni.Jim Bennett/Photo Bakery
Lyktarskynið fær að njóta sín.Jim Bennett/Photo Bakery
Fólk í fjöri á opnuninni.Jim Bennett/Photo Bakery
Blá ljós og öldur.Jim Bennett/Photo Bakery
Gestir mynda verkin.Jim Bennett/Photo Bakery
Kjartan Holm lék listir sínar.Jim Bennett/Photo Bakery
Upplifun!Jim Bennett/Photo Bakery
Ilmferðalagið kveikir á alls kyns tilfinningum.Jim Bennett/Photo Bakery
Gestir virða einstaka skúlptúra fyrir sér með mikilli einbeitingu.Jim Bennett/Photo Bakery
Finndu lyktina!Jim Bennett/Photo Bakery
Gestir fundu alls kyns fjölbreyttar lyktir frá Fischers.Jim Bennett/Photo Bakery
Lykt og ljós.Jim Bennett/Photo Bakery
Fischersund opnaði sýningu í fimm hlutum í Seattle.Jim Bennett/Photo Bakery

Tengdar fréttir

Draumur Lilju rættist á tískuvikunni í París

„Þetta er algjör draumur að rætast,“ segir Lilja Birgisdóttir, einn af stofnendum ilmverslunarinnar Fischersunds. Hún og hennar teymi fögnuðu tískuvikunni í París á dögunum í virtu versluninni Dover Street parfums market þar sem ilmvötn Fischersunds fóru í sölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.