Lífið

Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjá­tíu kíló

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson  er formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson  er formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er maður með skoðanir. Fylgi flokksins í könnunum hefur verið nokkuð gott síðustu mánuði en Sindri Sindrason leit við hjá honum á dögunum og fékk sér morgunbollann með honum í Íslandi í dag á Stöð 2.

Hann býr ásamt eiginkonu, dóttur og hundi á heimili þeirra í Garðabænum. Hann segist ekki vera mikill morgunhani.

„Ef maður fer alltaf að sofa klukkan þrjú eða fjögur á nóttinni er erfitt að vera a-manneskja,“ segir Sigmundur sem bætir við að hann sé einnig töluvert jójó í þyngd.

„Ég sveiflast alveg um þrjátíu kíló,“ segir Sigmundur.

Hann segist svara þeirri gagnrýni á Miðflokksmenn að þeir séu karlrembusvín, íhaldssamir og ýti undir fordóma gagnvart konum og útlendingum og samkynhneigðum svona:

„Í fyrsta lagið tek ég þessu ekki illa lengur. Þetta er bara áminning um það að þetta fólk hefur engin svör. Það reynir bara að nota verstu stimplana á okkur.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Sigmundur fer um víðan völl og fer ítarlega yfir stefnumál Miðflokksins .






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.