Á minningardegi trans fólks Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 07:16 Það er sumar í Berlín. Í fallegum húsakynnum þekktrar rannsóknarstofnunar í kynfræði situr maður á sextugsaldri við skriftir, sólin skín í gegnum gluggann á einbeitt andlitið. Hann er læknir, baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra og hefur um árabil rannsakað kynverund manneskjunnar. Hann hefur á undanförnum árum stutt dyggilega við hinsegin fólk í Berlín. Stofnun hans hefur veitt trans fólki atvinnu, athvarf og kynstaðfestandi þjónustu. Hann veit að til er fólk sem passar ekki inn í tvíhyggju kyns. Allt þetta, staðhæfir hann, er hluti náttúrulegrar fjölbreytni mannkyns. Út frá þessari lýsingu teldir þú kannski að árið væri 2024. En árið er 1924 og maðurinn á bak við skrifborðið er hinn goðsagnakenndi Magnus Hirschfeld. Nú, hundrað árum síðar, minnumst við enn hugrekkis hans og staðfestu, umhyggju hans fyrir öðru fólki. Snúum okkur að nútímanum. Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur skorið upp herör gegn öllu því sem hann kallar ‘vók’. Orð sem áður táknaði meðvitund um stöðu jaðarsettra hópa í samfélaginu, og þá sérstaklega svartra, hefur verið gert að skammaryrði hjá repúblikönum og réttindabarátta trans fólks bæði gerð að aðhlátursefni og máluð upp að ósekju sem mikil ógn við meirihlutann. Réttindi trans fólks hafa nú þegar verið skert markvisst í fjölda ríkja Bandaríkjanna og ekki sér fyrir endann á því. Á lokaspretti kosningabaráttu Trump vestanhafs eyddi hann a.m.k. 35 milljónum Bandaríkjadollara í auglýsingar sem beindust sérstaklega gegn trans fólki og stuðningi Kamölu Harris við réttindi þeirra. Það er ekki tilviljun að Samtökin ‘78 hafa þurft að setja upp sérstaka upplýsingasíðu fyrir bandaríska hinsegin ríkisborgara sem velta fyrir sér þeim möguleika að flýja til Íslands. Meirihlutinn kaus gegn réttindum þeirra. Trans fólk er aðeins talið vera um 1% mannkyns. En þrátt fyrir það er leitun að þjóðfélagshópi sem hefur verið gerður jafn harkalega að pólitískum skotspóni á undanförnum árum - og þótt skýrasta dæmið í hinum vestræna heimi komi frá Bandaríkjunum, einskorðast þessi aðför að réttindum trans fólks og mannhelgi ekki við þau. Evrópa er ekki undanskilin og Norðurlöndin ekki heldur. Kannanir okkar í Samtökunum ‘78 sýna að hér á Íslandi hefur andstaða gegn trans réttindum meðal almennings aukist um 3,4% milli ára. 6. maí árið 1933 réðst stór hópur ungra manna á stofnun Magnusar Hirschfeld í Berlín. Þeir lögðu húsið í rúst, veittust að þeim sem þar dvöldu og fjarlægðu allar bækur úr hillunum. Nokkrum dögum síðar varð þetta gríðarmikla safn þekkingar um hinsegin tilveru eldmatur í einni af fyrstu bókabrennum nasista. Þú hefur líklega séð myndirnar af þessari brennu. Þær eru í kennslubókum. Í dag er alþjóðlegur minningardagur trans fólks. Við minnumst þeirra sem hafa verið myrt á árinu og þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi vegna fordóma samfélagsins. Við heiðrum minningu þeirra með því að halda áfram að berjast fyrir heimi þar sem allt fólk fær að tilheyra, þar sem hugrekki trans fólks til þess að vera þau sjálf er metið að verðleikum. Trans fólk hefur alltaf verið til og trans fólk verður alltaf til. Það sem samfélagið þarf að gera upp við sig er hvernig það vill láta minnast sín að hundrað árum liðnum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Málefni trans fólks Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Það er sumar í Berlín. Í fallegum húsakynnum þekktrar rannsóknarstofnunar í kynfræði situr maður á sextugsaldri við skriftir, sólin skín í gegnum gluggann á einbeitt andlitið. Hann er læknir, baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra og hefur um árabil rannsakað kynverund manneskjunnar. Hann hefur á undanförnum árum stutt dyggilega við hinsegin fólk í Berlín. Stofnun hans hefur veitt trans fólki atvinnu, athvarf og kynstaðfestandi þjónustu. Hann veit að til er fólk sem passar ekki inn í tvíhyggju kyns. Allt þetta, staðhæfir hann, er hluti náttúrulegrar fjölbreytni mannkyns. Út frá þessari lýsingu teldir þú kannski að árið væri 2024. En árið er 1924 og maðurinn á bak við skrifborðið er hinn goðsagnakenndi Magnus Hirschfeld. Nú, hundrað árum síðar, minnumst við enn hugrekkis hans og staðfestu, umhyggju hans fyrir öðru fólki. Snúum okkur að nútímanum. Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur skorið upp herör gegn öllu því sem hann kallar ‘vók’. Orð sem áður táknaði meðvitund um stöðu jaðarsettra hópa í samfélaginu, og þá sérstaklega svartra, hefur verið gert að skammaryrði hjá repúblikönum og réttindabarátta trans fólks bæði gerð að aðhlátursefni og máluð upp að ósekju sem mikil ógn við meirihlutann. Réttindi trans fólks hafa nú þegar verið skert markvisst í fjölda ríkja Bandaríkjanna og ekki sér fyrir endann á því. Á lokaspretti kosningabaráttu Trump vestanhafs eyddi hann a.m.k. 35 milljónum Bandaríkjadollara í auglýsingar sem beindust sérstaklega gegn trans fólki og stuðningi Kamölu Harris við réttindi þeirra. Það er ekki tilviljun að Samtökin ‘78 hafa þurft að setja upp sérstaka upplýsingasíðu fyrir bandaríska hinsegin ríkisborgara sem velta fyrir sér þeim möguleika að flýja til Íslands. Meirihlutinn kaus gegn réttindum þeirra. Trans fólk er aðeins talið vera um 1% mannkyns. En þrátt fyrir það er leitun að þjóðfélagshópi sem hefur verið gerður jafn harkalega að pólitískum skotspóni á undanförnum árum - og þótt skýrasta dæmið í hinum vestræna heimi komi frá Bandaríkjunum, einskorðast þessi aðför að réttindum trans fólks og mannhelgi ekki við þau. Evrópa er ekki undanskilin og Norðurlöndin ekki heldur. Kannanir okkar í Samtökunum ‘78 sýna að hér á Íslandi hefur andstaða gegn trans réttindum meðal almennings aukist um 3,4% milli ára. 6. maí árið 1933 réðst stór hópur ungra manna á stofnun Magnusar Hirschfeld í Berlín. Þeir lögðu húsið í rúst, veittust að þeim sem þar dvöldu og fjarlægðu allar bækur úr hillunum. Nokkrum dögum síðar varð þetta gríðarmikla safn þekkingar um hinsegin tilveru eldmatur í einni af fyrstu bókabrennum nasista. Þú hefur líklega séð myndirnar af þessari brennu. Þær eru í kennslubókum. Í dag er alþjóðlegur minningardagur trans fólks. Við minnumst þeirra sem hafa verið myrt á árinu og þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi vegna fordóma samfélagsins. Við heiðrum minningu þeirra með því að halda áfram að berjast fyrir heimi þar sem allt fólk fær að tilheyra, þar sem hugrekki trans fólks til þess að vera þau sjálf er metið að verðleikum. Trans fólk hefur alltaf verið til og trans fólk verður alltaf til. Það sem samfélagið þarf að gera upp við sig er hvernig það vill láta minnast sín að hundrað árum liðnum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar