Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson, Linda Heiðarsdóttir og Ómar Örn Magnússon skrifa 20. nóvember 2024 09:32 Það hefur gustað eilítið um grunnskólann síðustu mánuði. Gagnrýnisraddir hafa þó flestar blásið úr sömu áttinni sem hefur skapað frekar einsleita mynd af íslenskum ungmennum, af námslegri getu þeirra og af gæðum grunnskólastarfs. Við undirrituð viljum leggja fram víðara sjónarhorn og byggja það jafnt á reynslu okkar og niðurstöðum alþjóðlegra kannana. Ungmenni á Íslandi eru afar hæfileikaríkar og vandaðar manneskjur. Þau eru bæði fróðleiksfús og metnaðarfull og eru líklega móður- og föðurbetrungar í flestu tilliti. Því fer fjarri að þau séu ekki nægilega hæf til að takast á við framtíð sína og framtíð Íslands. Þetta er einlægt sannfæring okkar eftir langt starf með unglingum. Íslenski grunnskólinn er einnig samanburðarhæfur við það sem best gerist í ýmsu tilliti, þó að við viljum sannarlega sjá hann eflast frekar. Grunnskólinn hefur þróast og breyst á undanförnum áratugum með vaxandi áherslu á velferð nemenda, jákvæðan skólabrag, skapandi vinnu, félagslega blöndun og faglegt starf. Þessar breiðu áherslur falla vel að meginmarkmiðum skólastarfs sem koma fram í lögum um grunnskóla (2. gr) og svo ítarlegar í aðalnámskrá grunnskóla og í skólastefnum sveitarfélaga. Þegar meta skal gæði skólastarfs þarf að gera það með hliðsjón af þessum fjölbreyttu markmiðum, því námsárangur einn og sér gerir það ekki. Við eigum sem betur fer til fjölbreyttar mælingar sem gefa okkur vísbendingar um góðan árangur á ýmsum sviðum. Hér að neðan skoðum við þrjú dæmi um styrkleika íslenska grunnskólans. Fyrst ber að nefna áherslu vellíðan, jákvæðan skólabrag og góð tengsl kennara við nemendur. Á Íslandi er gengið út frá þeirri nálgun að vellíðan sé undirstaða náms og farsældar. Ríkt hefur góð sátt um þessar áherslur í samfélaginu og þær hafa borið góðan árangur. Árið 2018 spurði Alþjóða heilbriðgismálastofnunin (WHO) evrópsk börn og unglinga að því í HBSC-könnun hvernig þeim líkaði í skólanum sínum. Ísland varð í 3. sæti 45 Evrópulanda þegar skoðað var hlutfall 15 ára nemenda sem líkaði mjög vel í skólanum sínum. 11 og 13 ára börn á Íslandi voru einnig mjög sátt. Ísland skoraði einnig hátt þegar nemendur voru spurðir um stuðning kennara. Þetta eru mjög góðar niðurstöður, sjá á bls. 124-131 í skýrslunni. Vitnisburður erlendra kollega sem heimsækja íslensku skólana er einnig á sama veg; gestirnir hafa gjarnan orð á því hversu glöð, frjálsleg og sjálfsörugg nemendur eru skólanum og í samræðum við gestina sjálfa. Ekki má þó loka augum fyrir því að líðan ungmenna hefur almennt versnað á undanförnum áratug, eins og t.d. má sjá í reglubundnum könnunum Skólapúlsins. Það er alvarleg þróun sem bregðast þarf við en okkur skilst að sama mynstur sjáist víða um heim. Í öðru lagi hefur Ísland verið meðal fremstu þjóða þegar kemur að jöfnum tækifærum til náms. Þetta hlutverk skólans hefur starfsfólk skólanna tekið mjög alvarlega. OECD hefur ávallt nýtt PISA-kannanir til að meta jafnrétti til náms. Til að meta það kannar OECD hversu mikið námsárangur tengist félags- og efnahagslegri stöðu (e. socio-economic status). Niðurstöðurnar sýna jafnan mikinn breytileika milli þjóða en á Íslandi hafa þessi tengsl reynst mun minni en í flestum öðrum löndum. Þessi góði árangur Íslands hefur komið fram í nær öllum PISA-könnunum frá upphafi, líka fyrir tveimur áratugum þegar námsárangur okkar reyndist betri í alþjóðlegum samanburði. Þetta er mikilvægur gæðastimpill í tvennum skilningi. Annars vegar hefur stærri hluti nemenda tækifæri til að sækja í nám og störf sem veita þeim lífsfyllingu og farsæld. Hins vegar fer samfélagið síður á mis við hæfileika þess hóps sem þarf stuðning við nám á grunnskólaaldri. Þennan jöfnuð viljum við fyrst og fremst tengja tvennu. Hið fyrra er að langflest börn á Íslandi búa í félagslega blönduðum hverfum og ganga í hverfisskólann sinn með jafnöldrum sínum alveg til 16 ára aldurs, ólíkt því sem gerist víða erlendis. Hið seinna er að íslenskir skólar leggja mikla áherslu á námsstuðning og þannig eru þessar endurteknu niðurstöður góð vísbending um að stoðkennsla í íslenskum grunnskólum sé með allra besta móti. Þau sem nú tala fyrir niðurskurði fjármagns til stoðkennslu mega gjarnan hafa þessar niðurstöður í huga. Í menntakerfi Finna er sömuleiðis lögð áhersla á heilstæðan opinberan hverfisskóla, ásamt mjög skilvirkri stoðkennslu. Finnar eiga frábært dæmi um skólakerfi þar sem mjög góður námsárangur og jöfnuður hefur haldist í hendur. Við eigum því að halda áfram að læra af Finnum, en til gamans má líka geta þess að finnskir gestir spyrja okkur stundum að því hvers vegna íslenskum börnum líki svona vel við skólann sinn. Umfjöllun um tengsl félags- og efnahagslegrar stöðu við námsárangur má sjá í 8. kafla íslensku skýrslunnar um PISA 2022, þar sem við erum m.a. borin saman við hin Norðurlöndin. Þriðja sterka einkennið á íslensku grunnskólakerfi sem við viljum nefna tengist mjög mikilli dreifstýringu skólakerfisins og miklu sjálfstæði einstakra skóla. Sjálfstæði skóla er almennt talið hliðhollt farsælu skólastarfi en það má svo sannarlega ræða hvort að miðlæg forysta og umgjörð um skólamál á Íslandi megi ekki vera örlítið öflugri. Þetta góða svigrúm hafa kennarar og skólar hins vegar nýtt til alls kyns þróunar og nýsköpunar, sjá t.d. Skólaþróunarspjallið og Skólaþræði sem vitnisburð um þá grósku. Einnig má benda á nýlega grein Meyvants Þórólfssonar um dreifstýringu, þróunarstarf og ýmsar krefjandi spurningar. Hugrekki og þróunarstarf eru hiklaust einn af styrkleikum íslensku skólanna að okkar mati. Sem dæmi um metnaðarfullt uppbrot á hefðbundnu skólastarfi má nefna hversu algengt er að nemendur vinni stór þematengd verkefni með jöfnum áherslum á sköpun og skipuleg vinnubrögð, stundum með rannsóknarívafi. Það hefur komið okkur undirrituðum gleðilega á óvart hve nemendur á unglingastigi eiga auðvelt með að tileinka sér vísindalega hugsun við nálgun og lausn verkefna. Þannig gengur þeim vel að setja fram sínar eigin rannsóknarspurningar snemma í vinnuferlinu, leita sér heimilda og jafnvel safna eigin gögnum til að svara spurningum sínum. Til dæmis settu 10. bekkingar fram eftirfarandi spurningar sl. vor: Hvað vill þjóðin sjá í fari forseta? Hvað eru fjárhættuspil og hvernig eru þau ávanabindandi? Hver verður þróun mannsins í framtíðinni? Hvernig getum við betrumbætt útiíþróttavelli á Íslandi? Hvað einkennir gott lag? Hvernig er best að varðveita kvikmyndir? Er hægt að sanna Collatz tilgátuna? Rannsóknarspurningarnar eru falleg dæmi um forvitni og metnað. Í lokin kynntu nemendur fjölskyldum sínum fjölbreyttar niðurstöður og skapandi afurðir eftir þriggja vikna samfellda vinnu. Foreldrarnir kynntust vísindalegum vinnubrögðum ekki fyrr en í háskóla – og við undirrituð ekki heldur. Þarna sáust því móður- og föðurbetrungar að verki. Nemendur vilja stundum draga sterkar ályktanir í rannsóknum sínum og sýna þannig fram á skýran ávinning af vinnu sinni. Það er mannlegt og það er því eðlilegur þáttur í lærdómsferli að temja nemendum vísindalega varfærni við túlkun á niðurstöðum. Þegar best gengur þá kynnum við þeim að tölulegt samhengi eða fylgni nægi alls ekki til að fullyrða um orsakasamhengi. Að þekkja muninn á þessu tvennu er klassísk glíma bæði vísinda og veruleikans í senn; það er sígildur freistnivandi ungra sem aldinna að einfalda flókinn veruleika og fullyrða um orsakasamband. Verkefnamiðað nám í þessum anda styður við markviss vinnubrögð og gerir nemendur færari til rannsókna síðar meir. Markmið verkefnavinnunnar er þó ekki síður að efla gagnrýna hugsun nemenda, að auka vísindalæsi þeirra og vera þannig forvörn gegn þeim skyndilausnum og falsfréttum sem einkenna samtímann. Menntaumræða síðustu mánaða hefur einkennst af freistnivanda, fljótfærnislegum ályktunum og skyndilausnum. Þannig hefur Viðskiptaráð t.d. haldið því fram að einungis ein ástæða sé fyrir versnandi frammistöðu íslenskra nemenda í PISA, sem er niðurfelling samræmdra lokaprófa úr grunnskóla árið 2008. Morgunblaðið hefur síðan vitnað ótal sinnum í þessa ályktun, án þess að spyrja nokkru sinni hvort hægt sé að fullyrða um orsakasamhengi með þessum hætti eða hvort aðrir áhrifaþættir séu e.t.v. til staðar. Við undirrituð teljum mjög mikilvægt að leitað verði með markvissum hætti að viðhlítandi skýringum á versnandi frammistöðu íslenskra nemenda í PISA, í því skyni að styrkja íslenskt skólakerfi. Sem framlag til þess höfum við skrifað tvær aðrar greinar til birtingar. Næsta grein fjallar um mögulegar ástæður þess að frammistöðu íslenskra ungmenna í PISA hefur farið hrakandi. Þriðja greinin fjallar um þær hugmyndir að auka vægi skólavals og einkaskóla á grunnskólastigi og hvað alþjóðlegar samanburðarrannsóknir segi um áhrif þess á námsárangur og samfélag. Með skólakveðju, Jón Páll Haraldsson, Linda Heiðarsdóttir og Ómar Örn Magnússon. Höfundar eru kennarar og skólastjórnendur til áratuga og einlægt áhugafólk um faglega þróun grunnskólastarfs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Páll Haraldsson Linda Heiðarsdóttir Ómar Örn Magnússon Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi PISA-könnun Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Sjá meira
Það hefur gustað eilítið um grunnskólann síðustu mánuði. Gagnrýnisraddir hafa þó flestar blásið úr sömu áttinni sem hefur skapað frekar einsleita mynd af íslenskum ungmennum, af námslegri getu þeirra og af gæðum grunnskólastarfs. Við undirrituð viljum leggja fram víðara sjónarhorn og byggja það jafnt á reynslu okkar og niðurstöðum alþjóðlegra kannana. Ungmenni á Íslandi eru afar hæfileikaríkar og vandaðar manneskjur. Þau eru bæði fróðleiksfús og metnaðarfull og eru líklega móður- og föðurbetrungar í flestu tilliti. Því fer fjarri að þau séu ekki nægilega hæf til að takast á við framtíð sína og framtíð Íslands. Þetta er einlægt sannfæring okkar eftir langt starf með unglingum. Íslenski grunnskólinn er einnig samanburðarhæfur við það sem best gerist í ýmsu tilliti, þó að við viljum sannarlega sjá hann eflast frekar. Grunnskólinn hefur þróast og breyst á undanförnum áratugum með vaxandi áherslu á velferð nemenda, jákvæðan skólabrag, skapandi vinnu, félagslega blöndun og faglegt starf. Þessar breiðu áherslur falla vel að meginmarkmiðum skólastarfs sem koma fram í lögum um grunnskóla (2. gr) og svo ítarlegar í aðalnámskrá grunnskóla og í skólastefnum sveitarfélaga. Þegar meta skal gæði skólastarfs þarf að gera það með hliðsjón af þessum fjölbreyttu markmiðum, því námsárangur einn og sér gerir það ekki. Við eigum sem betur fer til fjölbreyttar mælingar sem gefa okkur vísbendingar um góðan árangur á ýmsum sviðum. Hér að neðan skoðum við þrjú dæmi um styrkleika íslenska grunnskólans. Fyrst ber að nefna áherslu vellíðan, jákvæðan skólabrag og góð tengsl kennara við nemendur. Á Íslandi er gengið út frá þeirri nálgun að vellíðan sé undirstaða náms og farsældar. Ríkt hefur góð sátt um þessar áherslur í samfélaginu og þær hafa borið góðan árangur. Árið 2018 spurði Alþjóða heilbriðgismálastofnunin (WHO) evrópsk börn og unglinga að því í HBSC-könnun hvernig þeim líkaði í skólanum sínum. Ísland varð í 3. sæti 45 Evrópulanda þegar skoðað var hlutfall 15 ára nemenda sem líkaði mjög vel í skólanum sínum. 11 og 13 ára börn á Íslandi voru einnig mjög sátt. Ísland skoraði einnig hátt þegar nemendur voru spurðir um stuðning kennara. Þetta eru mjög góðar niðurstöður, sjá á bls. 124-131 í skýrslunni. Vitnisburður erlendra kollega sem heimsækja íslensku skólana er einnig á sama veg; gestirnir hafa gjarnan orð á því hversu glöð, frjálsleg og sjálfsörugg nemendur eru skólanum og í samræðum við gestina sjálfa. Ekki má þó loka augum fyrir því að líðan ungmenna hefur almennt versnað á undanförnum áratug, eins og t.d. má sjá í reglubundnum könnunum Skólapúlsins. Það er alvarleg þróun sem bregðast þarf við en okkur skilst að sama mynstur sjáist víða um heim. Í öðru lagi hefur Ísland verið meðal fremstu þjóða þegar kemur að jöfnum tækifærum til náms. Þetta hlutverk skólans hefur starfsfólk skólanna tekið mjög alvarlega. OECD hefur ávallt nýtt PISA-kannanir til að meta jafnrétti til náms. Til að meta það kannar OECD hversu mikið námsárangur tengist félags- og efnahagslegri stöðu (e. socio-economic status). Niðurstöðurnar sýna jafnan mikinn breytileika milli þjóða en á Íslandi hafa þessi tengsl reynst mun minni en í flestum öðrum löndum. Þessi góði árangur Íslands hefur komið fram í nær öllum PISA-könnunum frá upphafi, líka fyrir tveimur áratugum þegar námsárangur okkar reyndist betri í alþjóðlegum samanburði. Þetta er mikilvægur gæðastimpill í tvennum skilningi. Annars vegar hefur stærri hluti nemenda tækifæri til að sækja í nám og störf sem veita þeim lífsfyllingu og farsæld. Hins vegar fer samfélagið síður á mis við hæfileika þess hóps sem þarf stuðning við nám á grunnskólaaldri. Þennan jöfnuð viljum við fyrst og fremst tengja tvennu. Hið fyrra er að langflest börn á Íslandi búa í félagslega blönduðum hverfum og ganga í hverfisskólann sinn með jafnöldrum sínum alveg til 16 ára aldurs, ólíkt því sem gerist víða erlendis. Hið seinna er að íslenskir skólar leggja mikla áherslu á námsstuðning og þannig eru þessar endurteknu niðurstöður góð vísbending um að stoðkennsla í íslenskum grunnskólum sé með allra besta móti. Þau sem nú tala fyrir niðurskurði fjármagns til stoðkennslu mega gjarnan hafa þessar niðurstöður í huga. Í menntakerfi Finna er sömuleiðis lögð áhersla á heilstæðan opinberan hverfisskóla, ásamt mjög skilvirkri stoðkennslu. Finnar eiga frábært dæmi um skólakerfi þar sem mjög góður námsárangur og jöfnuður hefur haldist í hendur. Við eigum því að halda áfram að læra af Finnum, en til gamans má líka geta þess að finnskir gestir spyrja okkur stundum að því hvers vegna íslenskum börnum líki svona vel við skólann sinn. Umfjöllun um tengsl félags- og efnahagslegrar stöðu við námsárangur má sjá í 8. kafla íslensku skýrslunnar um PISA 2022, þar sem við erum m.a. borin saman við hin Norðurlöndin. Þriðja sterka einkennið á íslensku grunnskólakerfi sem við viljum nefna tengist mjög mikilli dreifstýringu skólakerfisins og miklu sjálfstæði einstakra skóla. Sjálfstæði skóla er almennt talið hliðhollt farsælu skólastarfi en það má svo sannarlega ræða hvort að miðlæg forysta og umgjörð um skólamál á Íslandi megi ekki vera örlítið öflugri. Þetta góða svigrúm hafa kennarar og skólar hins vegar nýtt til alls kyns þróunar og nýsköpunar, sjá t.d. Skólaþróunarspjallið og Skólaþræði sem vitnisburð um þá grósku. Einnig má benda á nýlega grein Meyvants Þórólfssonar um dreifstýringu, þróunarstarf og ýmsar krefjandi spurningar. Hugrekki og þróunarstarf eru hiklaust einn af styrkleikum íslensku skólanna að okkar mati. Sem dæmi um metnaðarfullt uppbrot á hefðbundnu skólastarfi má nefna hversu algengt er að nemendur vinni stór þematengd verkefni með jöfnum áherslum á sköpun og skipuleg vinnubrögð, stundum með rannsóknarívafi. Það hefur komið okkur undirrituðum gleðilega á óvart hve nemendur á unglingastigi eiga auðvelt með að tileinka sér vísindalega hugsun við nálgun og lausn verkefna. Þannig gengur þeim vel að setja fram sínar eigin rannsóknarspurningar snemma í vinnuferlinu, leita sér heimilda og jafnvel safna eigin gögnum til að svara spurningum sínum. Til dæmis settu 10. bekkingar fram eftirfarandi spurningar sl. vor: Hvað vill þjóðin sjá í fari forseta? Hvað eru fjárhættuspil og hvernig eru þau ávanabindandi? Hver verður þróun mannsins í framtíðinni? Hvernig getum við betrumbætt útiíþróttavelli á Íslandi? Hvað einkennir gott lag? Hvernig er best að varðveita kvikmyndir? Er hægt að sanna Collatz tilgátuna? Rannsóknarspurningarnar eru falleg dæmi um forvitni og metnað. Í lokin kynntu nemendur fjölskyldum sínum fjölbreyttar niðurstöður og skapandi afurðir eftir þriggja vikna samfellda vinnu. Foreldrarnir kynntust vísindalegum vinnubrögðum ekki fyrr en í háskóla – og við undirrituð ekki heldur. Þarna sáust því móður- og föðurbetrungar að verki. Nemendur vilja stundum draga sterkar ályktanir í rannsóknum sínum og sýna þannig fram á skýran ávinning af vinnu sinni. Það er mannlegt og það er því eðlilegur þáttur í lærdómsferli að temja nemendum vísindalega varfærni við túlkun á niðurstöðum. Þegar best gengur þá kynnum við þeim að tölulegt samhengi eða fylgni nægi alls ekki til að fullyrða um orsakasamhengi. Að þekkja muninn á þessu tvennu er klassísk glíma bæði vísinda og veruleikans í senn; það er sígildur freistnivandi ungra sem aldinna að einfalda flókinn veruleika og fullyrða um orsakasamband. Verkefnamiðað nám í þessum anda styður við markviss vinnubrögð og gerir nemendur færari til rannsókna síðar meir. Markmið verkefnavinnunnar er þó ekki síður að efla gagnrýna hugsun nemenda, að auka vísindalæsi þeirra og vera þannig forvörn gegn þeim skyndilausnum og falsfréttum sem einkenna samtímann. Menntaumræða síðustu mánaða hefur einkennst af freistnivanda, fljótfærnislegum ályktunum og skyndilausnum. Þannig hefur Viðskiptaráð t.d. haldið því fram að einungis ein ástæða sé fyrir versnandi frammistöðu íslenskra nemenda í PISA, sem er niðurfelling samræmdra lokaprófa úr grunnskóla árið 2008. Morgunblaðið hefur síðan vitnað ótal sinnum í þessa ályktun, án þess að spyrja nokkru sinni hvort hægt sé að fullyrða um orsakasamhengi með þessum hætti eða hvort aðrir áhrifaþættir séu e.t.v. til staðar. Við undirrituð teljum mjög mikilvægt að leitað verði með markvissum hætti að viðhlítandi skýringum á versnandi frammistöðu íslenskra nemenda í PISA, í því skyni að styrkja íslenskt skólakerfi. Sem framlag til þess höfum við skrifað tvær aðrar greinar til birtingar. Næsta grein fjallar um mögulegar ástæður þess að frammistöðu íslenskra ungmenna í PISA hefur farið hrakandi. Þriðja greinin fjallar um þær hugmyndir að auka vægi skólavals og einkaskóla á grunnskólastigi og hvað alþjóðlegar samanburðarrannsóknir segi um áhrif þess á námsárangur og samfélag. Með skólakveðju, Jón Páll Haraldsson, Linda Heiðarsdóttir og Ómar Örn Magnússon. Höfundar eru kennarar og skólastjórnendur til áratuga og einlægt áhugafólk um faglega þróun grunnskólastarfs.
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar