Lífið

Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sigurður Tómasson og Elín Metta Jensen eignuðust stúlku á dögunum.
Sigurður Tómasson og Elín Metta Jensen eignuðust stúlku á dögunum.

Knattspyrnukonan og læknaneminn Elín Metta Jensen og Sigurður Tómasson framkvæmdastjóri vaxtar og viðskiptaþróunar hjá Origo eignuðust sitt fyrsta barn saman 14. nóvember síðastliðinn. Parið greinir frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum.

„Yndislega dóttir okkar kom í heiminn 14. nóvember og hjörtun okkar eru full af ást og þakklæti,“ skrifar parið við færsluna og deilir myndum af litlu snótinni.

Í byrjun árs var greint frá því að þau Elín Metta og Sigurður væru nýtt par. Þau hefðu verið að stinga saman nefjum mánuðina á undan.

Elín Metta Jensen hefur verið ein fremsta knattspyrnukona landsins síðustu ár og hefur spilað 62 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún lagði skóna á hilluna eftir knattspyrnutímabilið 2022 og tók þá aftur fram síðasta sumar og spilaði þá með Þrótti í Bestu deildinni.

Sigurður er menntaður hagfræðingur og starfaði meðal annars hjá Viðskiptaráði Íslands og McKinsey & Company áður en hann var ráðinn til VEX. Sigurður er sonur Tómasar Más Sigurðssonar, forstjóra HS Orku, og Ólafar heitinnar Nordal, fyrrverandi dómsmálaráðherra.


Tengdar fréttir

Elín Metta í Þrótt

Landsliðskonan fyrrverandi Elín Metta Jensen hefur ákveðið að taka takkaskóna af hillunni og er genginn í raðir Þróttar Reykjavíkur í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.