Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar 20. nóvember 2024 15:31 Merkilegt þegar verkalýðsfélög aðstoða vinnuveitendur við að efla starfsemi sína. Stundum kemur slíkt uppúr grimmum vinnudeilum og verkfallshótunum. Viðar Þorsteinsson fræðslustjóri verkalýðsfélags kenndi okkur sem gestur í fjármálalæsisáfanga mínum að nýlegir samningar Eflingar- stéttafélags gerðu ráð fyrir aðgerðum til að taka á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. Bætt kjör umönnunarfólks og betra vinnufyrirkomulag og einhverjar fleiri aðgerðir verða hjúkrunarheimilunum að liði við að bæta þjónustu sína við gamla fólkið. Framhaldsskólakennarar fengu verulegar kjarabætur eftir 3 vikna verkfall árið 2014. Ég hef tekið eftir stöðugu streymi hæfra kennara inn í minn skóla síðan. Kennslan, menntun unglinganna hefur eflst vil ég fullyrða og skólinn sífellt vinsælli sem menntakostur. Sumir þessara kennara sogast vissulega úr grunnskólum landsins. En við höfum svarað grunnskólafólki því til að gott sé að kennarar þessir haldist allavega innan menntakerfis landsins. Leiti ekki á önnur mið og yfirgefi alfarið kennslu barna og unglinga. Nú er Kennarasamband Íslands komið í vinnudeilu við vinnuveitendur sína undir slagorðinu „Fjárfestum í kennururm“. Gott slagorð sem margir hafa því miður litið framhjá í æsingi undanfarinna dag. Löngu lausir samningar og sinnuleysi og slöttólfaskapur við að uppfylla gefin samningsloforð rýra daglega kjör kennara. Hættan er sú að þróunin snúist við og þessir góðu kennarar sem ég minntist á yfirgefi vinnustaðinn. Eitthvað sem ég vil helst ekki upplifa er ég læt brátt sjálfur af störfum. Höfundur kennir viðskiptagreinar í menntaskóla en kemst brátt á eftirlaun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Sjá meira
Merkilegt þegar verkalýðsfélög aðstoða vinnuveitendur við að efla starfsemi sína. Stundum kemur slíkt uppúr grimmum vinnudeilum og verkfallshótunum. Viðar Þorsteinsson fræðslustjóri verkalýðsfélags kenndi okkur sem gestur í fjármálalæsisáfanga mínum að nýlegir samningar Eflingar- stéttafélags gerðu ráð fyrir aðgerðum til að taka á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. Bætt kjör umönnunarfólks og betra vinnufyrirkomulag og einhverjar fleiri aðgerðir verða hjúkrunarheimilunum að liði við að bæta þjónustu sína við gamla fólkið. Framhaldsskólakennarar fengu verulegar kjarabætur eftir 3 vikna verkfall árið 2014. Ég hef tekið eftir stöðugu streymi hæfra kennara inn í minn skóla síðan. Kennslan, menntun unglinganna hefur eflst vil ég fullyrða og skólinn sífellt vinsælli sem menntakostur. Sumir þessara kennara sogast vissulega úr grunnskólum landsins. En við höfum svarað grunnskólafólki því til að gott sé að kennarar þessir haldist allavega innan menntakerfis landsins. Leiti ekki á önnur mið og yfirgefi alfarið kennslu barna og unglinga. Nú er Kennarasamband Íslands komið í vinnudeilu við vinnuveitendur sína undir slagorðinu „Fjárfestum í kennururm“. Gott slagorð sem margir hafa því miður litið framhjá í æsingi undanfarinna dag. Löngu lausir samningar og sinnuleysi og slöttólfaskapur við að uppfylla gefin samningsloforð rýra daglega kjör kennara. Hættan er sú að þróunin snúist við og þessir góðu kennarar sem ég minntist á yfirgefi vinnustaðinn. Eitthvað sem ég vil helst ekki upplifa er ég læt brátt sjálfur af störfum. Höfundur kennir viðskiptagreinar í menntaskóla en kemst brátt á eftirlaun.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar