Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 14:36 Til vinstri er teikning af svæðinu eins og gert er ráð fyrir að svæðið muni líta út. Bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi segir að íbúafundur sem haldinn var í gærkvöldi hafi ekki verið til þess falinn að auka trúverðugleika skipulagsferlis í máli sem varðar mölunarverksmiðju Heidelbergs. Næstkomandi mánudag munu íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði um skipulagsbreytingu við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðar mölunarverksmiðju. Kosningin stendur í tvær vikur en íbúar geta líka greitt atkvæði um þetta mál samhliða þingkosningum í lok mánaðar. Upphaflegri íbúakosningu var frestað á síðustu stundu í maí eftir athugasemdir fiskeldisfyrirtækisins First Water í grenndinni og ákvað meirihlutinn að gefa Heidelberg tækifæri á að svara þeim spurningum sem brenna á íbúum og fiskeldisfyrirtækinu og í gær var síðan íbúafundur á vegum sveitarfélagsins þar sem umrædd gögn voru kynnt. Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi Íbúalistans. „Það var ráðinn þarna verkfræðistofa til þess að meta gögnin sem Heidelberg sendi inn til þess að svara þessum áhyggjum First water en í raun snerist þeirra mat á gögnum ekki um áhyggjur á fiskeldi heldur áhrif á íbúa þannig að þau voru sett fram eins og þau væru bara mjög jákvæð og hefðu engin áhrif og það var ekki fyrr en ég spurði hvort það væri verið að setja þetta fram með tilliti til íbúa eða fiskeldanna sem íbúar sem voru á fundinum fengu að vita það að þarna var verið að leggja fram gögn eins og þau væru miðuð við áhrif á íbúa en ekki fiskeldið þannig að þetta er rosalega sérstök framsetning og ekki til þess að auka trúverðugleika þess ferlis sem hefur verið í gangi í þessu máli sem hefur verið mjög ámælisvert, verð ég að segja.“ Þá fannst henni að upplýsingar um áhrif námuvinnslunnar á hafsbotni ekki nægilega greinargóðar, sér í lagi hvað varðar áhrif á hrygningarsvæði. „Mér fannst hann ekki til þess fallinn að auka trúverðugleika ferlisins, þessa skipulagsferlis og vinnubrögð meirihlutans í þessu máli hafa verið bara alveg forkastanleg, svo ég segi það bara alveg eins og er og þessi fundur var bara enn einn liður í því þannig að þarna var ekki verið að upplýsa íbúa út frá þeim gögnum sem liggja fyrir heldur verið að setja fram misvísandi upplýsingar.“ Í skriflegu svari frá Erlu Sif Markúsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi segir að meirihlutinn hafi enga sérstaka skoðun á þessu máli og að hún telji að sex bæjarfulltrúar af sjö muni ekki reyna að hafa afskipti af skoðanamótun bæjarbúa, líkt og hún kemst að orði. Þá segir hún að hljóðmengun og rykmengun sé ekki við lóðamörk fyrirtækisins og að titringur á rekstrartíma verði óverulegur samkvæmt skýrslunni. Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Tengdar fréttir Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20 Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Íbúar í Ölfusi fá tækifæri til að hafa áhrif á framtíð Íslands í komandi kosningum. Ekki aðeins með því að kjósa fólk til að vinna að hag þjóðarinnar á Alþingi, heldur einnig um það hvort leyfa eigi þýskum sementsrisa að koma sér fyrir í landi Þorlákshafnar og setja í gang fordæmalausar fyrirætlanir sem snerta hag allra Íslendinga. 4. nóvember 2024 09:16 Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði með eða á móti skipulagsbreytingum við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju og hafnar. Íbúakosning hefst mánudaginn 25. nóvember. 31. október 2024 13:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Næstkomandi mánudag munu íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði um skipulagsbreytingu við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðar mölunarverksmiðju. Kosningin stendur í tvær vikur en íbúar geta líka greitt atkvæði um þetta mál samhliða þingkosningum í lok mánaðar. Upphaflegri íbúakosningu var frestað á síðustu stundu í maí eftir athugasemdir fiskeldisfyrirtækisins First Water í grenndinni og ákvað meirihlutinn að gefa Heidelberg tækifæri á að svara þeim spurningum sem brenna á íbúum og fiskeldisfyrirtækinu og í gær var síðan íbúafundur á vegum sveitarfélagsins þar sem umrædd gögn voru kynnt. Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi Íbúalistans. „Það var ráðinn þarna verkfræðistofa til þess að meta gögnin sem Heidelberg sendi inn til þess að svara þessum áhyggjum First water en í raun snerist þeirra mat á gögnum ekki um áhyggjur á fiskeldi heldur áhrif á íbúa þannig að þau voru sett fram eins og þau væru bara mjög jákvæð og hefðu engin áhrif og það var ekki fyrr en ég spurði hvort það væri verið að setja þetta fram með tilliti til íbúa eða fiskeldanna sem íbúar sem voru á fundinum fengu að vita það að þarna var verið að leggja fram gögn eins og þau væru miðuð við áhrif á íbúa en ekki fiskeldið þannig að þetta er rosalega sérstök framsetning og ekki til þess að auka trúverðugleika þess ferlis sem hefur verið í gangi í þessu máli sem hefur verið mjög ámælisvert, verð ég að segja.“ Þá fannst henni að upplýsingar um áhrif námuvinnslunnar á hafsbotni ekki nægilega greinargóðar, sér í lagi hvað varðar áhrif á hrygningarsvæði. „Mér fannst hann ekki til þess fallinn að auka trúverðugleika ferlisins, þessa skipulagsferlis og vinnubrögð meirihlutans í þessu máli hafa verið bara alveg forkastanleg, svo ég segi það bara alveg eins og er og þessi fundur var bara enn einn liður í því þannig að þarna var ekki verið að upplýsa íbúa út frá þeim gögnum sem liggja fyrir heldur verið að setja fram misvísandi upplýsingar.“ Í skriflegu svari frá Erlu Sif Markúsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi segir að meirihlutinn hafi enga sérstaka skoðun á þessu máli og að hún telji að sex bæjarfulltrúar af sjö muni ekki reyna að hafa afskipti af skoðanamótun bæjarbúa, líkt og hún kemst að orði. Þá segir hún að hljóðmengun og rykmengun sé ekki við lóðamörk fyrirtækisins og að titringur á rekstrartíma verði óverulegur samkvæmt skýrslunni.
Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Tengdar fréttir Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20 Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Íbúar í Ölfusi fá tækifæri til að hafa áhrif á framtíð Íslands í komandi kosningum. Ekki aðeins með því að kjósa fólk til að vinna að hag þjóðarinnar á Alþingi, heldur einnig um það hvort leyfa eigi þýskum sementsrisa að koma sér fyrir í landi Þorlákshafnar og setja í gang fordæmalausar fyrirætlanir sem snerta hag allra Íslendinga. 4. nóvember 2024 09:16 Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði með eða á móti skipulagsbreytingum við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju og hafnar. Íbúakosning hefst mánudaginn 25. nóvember. 31. október 2024 13:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20
Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Íbúar í Ölfusi fá tækifæri til að hafa áhrif á framtíð Íslands í komandi kosningum. Ekki aðeins með því að kjósa fólk til að vinna að hag þjóðarinnar á Alþingi, heldur einnig um það hvort leyfa eigi þýskum sementsrisa að koma sér fyrir í landi Þorlákshafnar og setja í gang fordæmalausar fyrirætlanir sem snerta hag allra Íslendinga. 4. nóvember 2024 09:16
Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði með eða á móti skipulagsbreytingum við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju og hafnar. Íbúakosning hefst mánudaginn 25. nóvember. 31. október 2024 13:39