Fótbolti

Grind­víkingar þétta raðirnar

Siggeir Ævarsson skrifar
Arnór Gauti ásamt Hauki Guðberg Einarssyni, formanni knattspyrnudeildar Grindavíkur
Arnór Gauti ásamt Hauki Guðberg Einarssyni, formanni knattspyrnudeildar Grindavíkur Knattspyrnudeild Grindavíkur

Grindvíkingar eru byrjaðir að safna liði fyrir komandi átök í Lengjudeild karla næsta sumar en í gær tilkynnti liðið að Arnór Gauti Úlfarsson væri genginn til liðs við Grindavík.

Arnór Gauti er varnarmaður og kemur til Grindavíkur frá ÍR. Hann lék 20 leiki með ÍR í Lengjudeildinni á liðnu sumri en hann er uppalinn í FH og hefur einnig leikið með Þrótti Vogum.

Grindvíkingar, sem enduðu í 9. sæti Lengjudeildarinnar í sumar, hafa þegar misst frá sér nokkra lykilleikmenn og þurfa lífsnauðsynlega að bæta í hópinn, en liðið var með fjölmarga erlenda leikmenn á launaskrá síðastliðið sumar. 

Meðal þeirra sem hafa yfirgefið liðið er markvörðurinn Aron Dagur Birnuson sem gekk til liðs við Stjörnuna og þá fóru þeir Sigurjón Rúnarsson og Kristófer Konráðsson báðir í Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×