Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 12:10 Þessa dagana hellast yfir fólk áherslur stjórnmálaflokkanna. Í þeim má finna margt áhugavert og spennandi ásamt öðrum illa framsettum áherslum. En að segja beinlínis ósatt hryggir mig mjög. Hjá Samfylkingunni er víða að finna áherslur um „ aukningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar“, en hér eru framsettar hugmyndir um að eldra fólk geti búið lengur heima. Hins vegar vantar í þessar áherslur að nú þegar er besta módelið starfrækt og hefur verið í vinnslu í meira en áratug. Í dag er staða Reykjavíkur þannig að módel borgarinnar er fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög í verkefninu „Gott að eldast“, sem Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur unnið að í samstarfi við hagaðila á borð við Landssamband eldri Borgara. Allnokkur sveitarfélög hafa óskað eftir, og fengið, aðstoð á grundvelli verkefnisins „Gott að eldast“ við að innleiða þetta verklag. Þarna hefur verið unnið þrekviki í að auka gæði heimaþjónustu og heimahjúkrunar svo eftir er tekið. Líkur á að fólk komist heim eftir t.d. endurhæfingu á Eir eða Landakoti hafa batnað í kjölfar innleiðingu verkefnisins. Í áraraðir var þetta ein af háværustu kröfum eldra fólks um lífsgæði á efri árum. Ásamt þessu er verið að mæta kröfum um frekari uppbyggingu hjúkrunarheimila. Nú er fjöldi hjúkrunarheimila í byggingu og má þar nefna í Boðaþingi og í Reykjanesbæ. Bæði opna á næsta ári. Rétt er líka að benda á að á heilbrigðisþingi fyrir örfáum árum kom hér sérfræðingur frá Kanada og gaf út yfirlýsingu um að við værum með of mörg hjúkrunarheimili? Var það til að hægja á? Margir vita ekki að þetta er samspil ríkis- og sveitarfélaga og að byggja er aðeins upphafið. Reksturinn til framtíðar er dýr og hann þarf að tryggja samhliða frekari uppbyggingu. Höfundur er fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Félagasamtök Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana hellast yfir fólk áherslur stjórnmálaflokkanna. Í þeim má finna margt áhugavert og spennandi ásamt öðrum illa framsettum áherslum. En að segja beinlínis ósatt hryggir mig mjög. Hjá Samfylkingunni er víða að finna áherslur um „ aukningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar“, en hér eru framsettar hugmyndir um að eldra fólk geti búið lengur heima. Hins vegar vantar í þessar áherslur að nú þegar er besta módelið starfrækt og hefur verið í vinnslu í meira en áratug. Í dag er staða Reykjavíkur þannig að módel borgarinnar er fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög í verkefninu „Gott að eldast“, sem Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur unnið að í samstarfi við hagaðila á borð við Landssamband eldri Borgara. Allnokkur sveitarfélög hafa óskað eftir, og fengið, aðstoð á grundvelli verkefnisins „Gott að eldast“ við að innleiða þetta verklag. Þarna hefur verið unnið þrekviki í að auka gæði heimaþjónustu og heimahjúkrunar svo eftir er tekið. Líkur á að fólk komist heim eftir t.d. endurhæfingu á Eir eða Landakoti hafa batnað í kjölfar innleiðingu verkefnisins. Í áraraðir var þetta ein af háværustu kröfum eldra fólks um lífsgæði á efri árum. Ásamt þessu er verið að mæta kröfum um frekari uppbyggingu hjúkrunarheimila. Nú er fjöldi hjúkrunarheimila í byggingu og má þar nefna í Boðaþingi og í Reykjanesbæ. Bæði opna á næsta ári. Rétt er líka að benda á að á heilbrigðisþingi fyrir örfáum árum kom hér sérfræðingur frá Kanada og gaf út yfirlýsingu um að við værum með of mörg hjúkrunarheimili? Var það til að hægja á? Margir vita ekki að þetta er samspil ríkis- og sveitarfélaga og að byggja er aðeins upphafið. Reksturinn til framtíðar er dýr og hann þarf að tryggja samhliða frekari uppbyggingu. Höfundur er fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar