Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2024 07:34 Hér má sjá Ingebrigsten bræðurna sem allir hafa orðið Evrópumeistarar. Þetta eru þeir Henrik, Jakob og Filip. Norski frjálsíþróttaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen hefur verið ákærður fyrir að beita son sinn ofbeldi. Ingebrigtsen fjölskyldan er ein þekktasta íþróttafjölskylda Noregs en þrír synir Gjerts hafa unnið til verðlauna á stórmótum í millivegahlaupum. „Við bjuggumst við þessu,“ sagði lögmaður við Aftenposten. Jakob sjálfur biðlar til fjölmiðla í gegnum fjölmiðlafulltrúa sinn að gefa sér frið og að hann ætli ekki að tjá sig um þetta mál að svo stöddu. Gjert hafði áður verið ákærður fyrir heimilisofbeldi gegn öðru barni sínu. Allir bræðurnir komu fram í október 2023 og sögðu frá því að faðir þeirra hafi beitt þá líkamlegu og andlegu ofbeldi í uppeldi þeirra. Faðir þeirra hefur alltaf neitað ásökunum. Norska lögreglan felldi niður mál gegn föðurnum en saksóknari áfrýjaði. Þremur þeirra var vísað aftur frá en ekki kærunni yfir ofbeldinu gegn Jakob Ingebrigtsen. Dómari taldi ástæðu til að kanna það mál betur. Nú er sú rannsókn orðin að ákæru. Jakob Ingebrigtsen er sá yngsti af afreksbræðrunum og einnig sá sem hefur náð lengst. Jakob er tvöfaldur Ólympíumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og sexfaldur Evrópumeistari auk þess að vera heimsmethafi í 1500 metra, 2000 metra og 3000 metra hlaupi. Gjert þjálfaði bræðurna og beitti þá mikilli hörku. Bræðurnir hættu alveg öllum samskiptum við föður sinn og allir ráku þeir hann sem þjálfara. Samkvæmt upplýsingum Verdens Gang þá munu réttarhöldin taka nokkrar vikur og fara fram á næsta ári. Gjert gæti verið dæmdur í allt að sex ára fangelsi. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Fleiri fréttir Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Sjá meira
Ingebrigtsen fjölskyldan er ein þekktasta íþróttafjölskylda Noregs en þrír synir Gjerts hafa unnið til verðlauna á stórmótum í millivegahlaupum. „Við bjuggumst við þessu,“ sagði lögmaður við Aftenposten. Jakob sjálfur biðlar til fjölmiðla í gegnum fjölmiðlafulltrúa sinn að gefa sér frið og að hann ætli ekki að tjá sig um þetta mál að svo stöddu. Gjert hafði áður verið ákærður fyrir heimilisofbeldi gegn öðru barni sínu. Allir bræðurnir komu fram í október 2023 og sögðu frá því að faðir þeirra hafi beitt þá líkamlegu og andlegu ofbeldi í uppeldi þeirra. Faðir þeirra hefur alltaf neitað ásökunum. Norska lögreglan felldi niður mál gegn föðurnum en saksóknari áfrýjaði. Þremur þeirra var vísað aftur frá en ekki kærunni yfir ofbeldinu gegn Jakob Ingebrigtsen. Dómari taldi ástæðu til að kanna það mál betur. Nú er sú rannsókn orðin að ákæru. Jakob Ingebrigtsen er sá yngsti af afreksbræðrunum og einnig sá sem hefur náð lengst. Jakob er tvöfaldur Ólympíumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og sexfaldur Evrópumeistari auk þess að vera heimsmethafi í 1500 metra, 2000 metra og 3000 metra hlaupi. Gjert þjálfaði bræðurna og beitti þá mikilli hörku. Bræðurnir hættu alveg öllum samskiptum við föður sinn og allir ráku þeir hann sem þjálfara. Samkvæmt upplýsingum Verdens Gang þá munu réttarhöldin taka nokkrar vikur og fara fram á næsta ári. Gjert gæti verið dæmdur í allt að sex ára fangelsi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Fleiri fréttir Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Sjá meira