Innlent

„Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“

Samúel Karl Ólason skrifar
Kristrún Frostadóttir með dætrum sínum á kjörstað í dag.
Kristrún Frostadóttir með dætrum sínum á kjörstað í dag. Vísir/Vilhel,

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist jákvæð fyrir deginum og að stemningin innan Samfylkingarinnar sé gríðarleg.

„Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni,“ segir Kristrún.

Hún ætlar að verja deginum í að hitta kjósendur og sjálfboðaliða Samfylkingarinnar.

Kristrún segir kosningabaráttuna hafa verið óhefðbundna.

„Bæði að gera þetta svona nálægt jólum og líka hversu snörp hún hefur verið. Þannig að það hefur reynt meira á að koma sér fyrr að og það hefur líka reynt mjög mikið á samfélagsmiðlanna. Ég held ég hafi aldrei verið jafn mikið á TikTok á ævinni,“ sagði Kristrún. „Það er mikill hraði í hlutunum.“

Þá sagði hún alla í Samfylkingunni stolta af öllu því sem hefði verið gert í kosningabaráttunni.

Kristrún sagði það eina í stöðunni að vona það besta varðandi úrslitin í dag.

„Við höfum mjög góðan málstað sem við höfum farið fram með. Nú verður maður bara að treysta þjóðinni, þannig að vonandi sjáum við sterka jafnaðarstjórn koma upp úr kössunum. Það verður bara að koma í ljós.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×