Að minnsta kosti 54 af 63 þingmönnum hyggjast þiggja bólusetningu gegn Covid-19 Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna hyggst þiggja bólusetningu gegn Covid-19, samkvæmt svörum við fyrirspurn Vísis. 54 segja annað hvort já eða hefðu sagt já ef þeir hefðu ekki þegar fengið sjúkdóminn. Innlent 22. janúar 2021 08:27
Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. Innlent 21. janúar 2021 19:21
Lýsti áhyggjum af stöðu ferðaþjónustunnar á Alþingi Þingflokksformaður Viðreisnar segir óljóst hvernig stjórnvöld ætli að bregðast við vanda ferðaþjónustunnar takist ekki að bólusetja meirihluta þjóðarinnar fyrir sumarið. Ferðamálaráðherra segir stjórnvöld standa með ferðaþjónustunni en þróun í faraldursins í öðrum löndum ráði einnig miklu. Innlent 21. janúar 2021 12:21
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar mælir með sölu á allt að 35 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur rétt að hefja sölu á allt að þrjátíu og fimm prósentum af eign ríkisins í Íslandsbanka. Setti verði takmörk á hvað hver og einn geti eignast stóran hlut í bankanum. Viðskipti innlent 21. janúar 2021 11:29
Brynjar tróð góðum nikótínkodda í vör á forsetastóli Ýmsir sem fylgdust með umræðum á þinginu í gær ráku upp stór augu þegar Brynjar Níelsson, í sæti forseta Alþingis, dró fram bauk úr vasa sínum. Innlent 21. janúar 2021 10:04
ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. Viðskipti innlent 20. janúar 2021 17:39
Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Innlent 20. janúar 2021 13:32
Kolbeinn vill leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í forvali flokksins sem sé framundan. Innlent 20. janúar 2021 07:47
Ósammála um refsingu fyrir að afneita Helförinni Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði í dag ásamt fleiri þingmönnum fram frumvarp til laga sem myndu gera það refsivert að afneita Helförinni. Refsingin gæti numið allt að tveggja ára fangelsi. Þingmaður Pírata er mótfallinn frumvarpinu. Innlent 19. janúar 2021 20:52
Leggja til að afneitun helfararinnar verði bönnuð Frumvarp sem leggur til bann við afneitun helfararinnar var lagt fram á Alþingi í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, er flutningsmaður frumvarpsins en þingflokkur Samfylkingar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson, sem er utan flokka, standa einnig að málinu. Innlent 19. janúar 2021 15:51
Leggur til að stuðningur til fjölmiðla verði háður hlýðni við siðareglur Umræða um fjölmiðlafrumvarpið sem felur í sér stuðning til einkarekinna fjölmiðla stendur nú yfir á Alþingi. Innlent 19. janúar 2021 15:32
Hrósaði eins mörgum og hann gat á tveimur mínútum „Ég ætla að gera dálítið stílbrot hér í þessari stuttu ræðu og hrósa eins mörgum og ég get á tveimur mínútum,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í nokkuð óhefðbundinni lofræðu í umræðum um störf Alþingis í dag. Innlent 19. janúar 2021 14:32
Willum verður formaður þingflokks Framsóknar Willum Þór Þórsson er nýr formaður þingflokks Framsóknarflokksins og tekur við af Þórunni Egilsdóttur. Innlent 19. janúar 2021 14:18
„Þetta stríð er orðið hættulegt heilsu kvenna“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, er afar gagnrýnin á þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að færa skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna og skimun fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélagi Íslands og yfir til ríkisins. Innlent 19. janúar 2021 11:58
63 prósent treysta Bjarna illa fyrir einkavæðingu Íslandsbanka Tæp 63 prósent þjóðarinnar treysta Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, mjög illa eða frekar illa til að leiða einkavæðingu Íslandsbanka. 23,5 prósent segjast treysta honum mjög eða frekar vel. Innlent 19. janúar 2021 10:56
„Nálgaðist tilveruna af áhuga og ástríðu allt til loka“ Fjölmargir minnast Svavars heitins Gestssonar, fyrrverandi ritstjóra, þingmanns, ráðherra og sendiherra, sem féll frá aðfaranótt 18. janúar. Forsætisráðherra rifjar upp sín fyrstu kynni af Svavari og fleiri hugsa hlýlega til hans á þessum tímamótum. Innlent 19. janúar 2021 10:49
Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins Sóttvarnalæknir segir að búið verði að bólusetja um 30 þúsund manns gegn kórónuveirunni í lok mars. Hann segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að kaupa bóluefni samkvæmt samningum Evrópusambandsins. Því sé ekki hægt að kaupa bóluefni framhjá þeim samningum. Innlent 18. janúar 2021 20:22
Ríkisendurskoðun tekur út starfsemi Vegagerðarinnar Alþingi samþykkti í dag að fela ríkisendurskoðanda að gera úttekt á starfsemi Vegagerðarinnar. Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, fór fram á úttektina sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fyrsta þingfundi eftir jólafrí í dag. Innlent 18. janúar 2021 16:11
Katrín telur stjórnarflokkana hafa unnið vel úr Ásmundarsalarmálinu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist hafa haft áhyggjur af því að Ásmundarsalarmálið svokallaða myndi hafa áhrif á traust á milli stjórnarflokkanna. Hún telur þó að vel hafi verið unnið úr því. Innlent 18. janúar 2021 16:07
Svavar Gestsson er látinn Svavar Gestsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, lést á gjörgæsludeild Landspítalans aðfararnótt 18. janúar. Svavar fæddist á Guðnabakka í Stafholtstungum 26. júní 1944, sonur hjónanna Guðrúnar Valdimarsdóttur og Gests Sveinssonar. Svavar var elstur átta systkina. Innlent 18. janúar 2021 15:49
„Eins og að segja: Étið það sem úti frýs“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hóf fyrsta óundirbúna fyrirspurnatíma Alþingis á nýju ári á því að spyrja félagsmálaráðherra hvort til skoðunar væri að framlengja tímabil atvinnuleysisbóta úr þrjátíu mánuðum. Innlent 18. janúar 2021 15:32
Bein útsending: Salan á Íslandsbanka í brennidepli á Alþingi Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar klukkan 15 í dag. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra. Viðskipti innlent 18. janúar 2021 14:39
Heilbrigðisráðherra standi ekki einn í rokinu Vonir standa til að hægt verði að afgreiða sóttvarnalög úr velferðarnefnd í næstu viku. Formaður nefndarinnar segir ekki liggja eins mikið á flýtiafgreiðslu þar sem stjórnvöld telji lagagrundvöll fyrir því að skylda fólk í tvöfalda skimun á landamærunum. Innlent 18. janúar 2021 14:18
Býst við hærra spennustigi í aðdraganda kosninga Bankasala, miðhálendisþjóðgarður og breytingar á stjórnarskrá eru meðal stórra mála sem bíða umfjöllunar hjá Alþingi sem kemur saman í dag eftir jólafrí. Forsætisráðherra býst við hærra spennustigi nú í aðdraganda kosninga og reiknar með að það hafi áhrif á þingstörfin. Innlent 18. janúar 2021 12:11
Alþingi kemur saman á ný eftir jólafrí Alþingi kemur saman til funda á ný í dag eftir jólafrí. Þingfundur hefst klukkan 15. Á dagskránni eru óundirbúnar fyrirspurnir, beiðni frá Söru Elísu Þórðardóttur, þingmanni Pírata, um skýrslu frá ríkisendurskoðanda um starfsemi Vegagerðarinnar og þá flytur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, munnlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Innlent 18. janúar 2021 06:37
Lokabaráttan fyrir kosningar í haust í Víglínunni Síðasta vorþing yfirstandandi kjörtímabils hefst á morgun og í vikunni mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggja fram þingmannafrumvarp um breytingar á stjórnarskránni í fjórum aðalatriðum. Ólíktlegt er að það frumvarp nái fram að ganga í heild sinni en þetta var niðurstaða Katrínar eftir fjölda funda með formönnum annarra flokka á kjörtímabilinu í tilraun til að ná breiðri sátt um stjórnarskrárbreytingar. Innlent 17. janúar 2021 16:30
Guðjón keyrði mest þingmanna á síðasta ári Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, var með mestan aksturkostnað allra þingmanna árið 2020. Innlent 16. janúar 2021 13:59
Furðar sig á ákvörðun heilbrigðisráðherra og spyr hvað hafi eiginlega breyst Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis telur stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum til að skylda alla farþega sem koma til landsins í tvöfalda skimun, líkt og heilbrigðisráðherra tilkynnti í hádeginu. Helga Vala furðar sig á því að ráðherra telji sig hafa heimild til þess núna og spyr hvað hafi breyst frá því að málið kom til álita í síðustu viku. Innlent 15. janúar 2021 15:00
Leggur ein fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun leggja fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á Alþingi þegar nýtt þing hefst. Hún ein mun leggja fram frumvarp en ekki tókst að komast að samkomulagi um sameiginlegt frumvarp meðal formanna flokkanna á þingi. Innlent 14. janúar 2021 20:21
Samfylkingin leggur til bráðabirgðaákvæði um tvöfalda skimun og sóttvarnahús Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur fram frumvarp á Alþingi á morgun með bráðabirgðaákvæðum við sóttvarnarlög sem myndu heimila að skylda fólk í tvöfalda skimun við landamærin eða tveggja vikna sóttkví í sóttvarnahúsi. Þá hefur formaður flokksins óskað eftir því að Alþingi verði kallað saman til fundar um málið strax á morgun. Innlent 14. janúar 2021 20:15