Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Píratar kalla eftir nýjum frambjóðendum

Stefnt er að því að framboðslistar Pírata í öllum kjördæmum fyrir alþingiskosninarnar í september liggi fyrir um miðjan mars. Auglýst hefur verið eftir frambjóðendum sem hafa nú rúman mánuð til að gefa kost á sér.

Innlent
Fréttamynd

Ásmundur á mölina

Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að leggja allt undir og færa sig yfir á mölina úr til þess að gera öruggu þingsæti fyrir næstu kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Þrjár á­skoranir ársins '21

Við eigum enn eftir um hálft ár af Kófinu áður en búist er við að bólusetningar nái hjarðónæmismarkmiðum. Á þeim tíma verða þó viðkvæmir hópar og forgangshópar varðir. Það þýðir að skaðinn af annari bylgju yrði minni.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnmál í sóttkví

Covid faraldurinn og barátta við hann hafa litað stjórnmálin síðan faraldurinn kom upp fyrir tæpu ári síðan. Miðflokkurinn hefur staðið með ríkisstjórninni í öllum þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til og ekki staðið í vegi afgreiðslu þeirra með nokkrum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

Nú er tækifæri til að jafna vægi atkvæða

Allt frá endurreisn Alþingis 1845 hefur vægi atkvæða verið mismunandi eftir búsetu. Er þá átt við að ósamræmi hefur verið í því hve margir kjósendur standa að baki hverju þingsæti eftir kjördæmum.

Skoðun
Fréttamynd

Jón Þór sækist ekki eftir endurkjöri

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Þetta tilkynnti hann í dag samhliða því að opnað var fyrir skráningar í prófkjör Pírata.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar og nemendur vilja fá að ráða mætingu

Félag framhaldsskólakennara hefur farið fram á við menntamálaráðherra að kennarar geti valið um staðkennslu eða fjarkennslu eftir aðstæðum. Þá vilja framhaldsskólakennarar færast ofar á forgangslista bóluefnis við kórónaveirunni. Hluti nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík vill einnig sveigjanleika í námi.

Innlent
Fréttamynd

Svar við bréfi Boga

Mér hafa borist tvö bréf á síðustu dögum frá Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group.

Skoðun
Fréttamynd

Að búa í haginn

Ríkisstjórnin hefur með skipulegum hætti verið að veikja afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi. 

Skoðun
Fréttamynd

Ríkisstjórnin vinsælli en stjórnarflokkarnir samanlagt

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir stuðning við ríkisstjórnina ágætan ef marka megi kannanir. Þó sé fylgi stjórnarflokkanna ekki í takt við stuðning við ríkisstjórnina og því virðist sem flokkunum sé ekki að takast að ná til sín fylgi.

Innlent
Fréttamynd

Deilan komin til gerðardóms

Gerðardómur mun úrskurða um laun og kjör flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Í gær var kjaradeilu flugvirkjanna og ríkisins vísað til gerðardóms þar sem ekki tókust kjarasamningar fyrir þann tíma.

Innlent
Fréttamynd

Áskoranir á nýju ári

Nýtt ár er runnið upp með fyrirheitum og vonum um batnandi tíð. Við blasir að kveða niður veiruna með fjöldabólusetningum og koma atvinnulífinu í fullan gang.

Skoðun
Fréttamynd

Flestir vilja Katrínu sem næsta forsætisráðherra en fæstir Ingu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, er sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur mests stuðnings til að gegna embætti forsætisráðherra eftir kosningar næsta haust samkvæmt nýrri könnun sem Maskína vann fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Þeim sem kváðust styðja Bjarna Benediktsson í embætti forsætisráðherra fór fækkandi eftir að fréttir bárust af veru Bjarna á sölusýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu.

Innlent
Fréttamynd

Grímuklædd á síðasta ríkisráðsfundi ársins

Rík­is­ráð kom sam­an til fund­ar á Bessa­stöðum klukk­an 11 í síðasta sinn á árinu. Löng hefð er fyr­ir því að ráðið, sem sam­an­stend­ur af ráðherr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar og for­seta Íslands, komi sam­an til fund­ar á Bessa­stöðum á gaml­árs­dag.

Innlent
Fréttamynd

Bölvun Sjálf­stæðis­flokksins

Gunnar Smári Egilsson fer yfir fylgi þeirra flokka sem setið hafa í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki, fyrir og eftir og það kemur á daginn að fæstir ríða feitum hesti frá þeim viðskiptum.

Skoðun
Fréttamynd

Hægt að spara fjármuni með því að gera þetta betur

„Þetta er eiginlega góð saga um það hvernig það að hlusta, og samtalið getur leitt af sér,“ segir Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins. Hann setti á árinu af stað vinnu og lagði fram þingsályktunartillögu, sem snýr að bættri þjónustu fyrir langveika og fatlaða og þeirra aðstandendur.

Lífið
Fréttamynd

Formenn þingflokka funda með Steingrími

Þingflokksformenn munu funda með forseta Alþingis í dag um kröfu stjórnarandstöðunnar um að þing verði kallað saman til að ræða sóttvarnarbrot Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Fullkomin óreiða

Við þingmenn Miðflokksins fórum fram á að Alþingi væri kallað saman milli jóla- og nýárs til þess að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú blasir við vegna bólusetningar gegn Covid 19.

Skoðun
Fréttamynd

Ritari Fram­sóknar­flokksins: „Erfitt að sjá Sjálf­stæðis­flokkinn fyrir sér í næstu ríkis­stjórn“

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð og ritari Framsóknarflokksins, segir erfitt að sjá fyrir sér að Sjálfstæðisflokkurinn geti setið í næstu ríkisstjórn. Forystufólki flokksins „gangi illa að upplifa sig sem hluta af þjóðinni,“ og kveðst Jón Björn hafa áhyggjur af stöðu Sjálfstæðisflokksins og segir að augljósir brestir flokksins veiki hann til forystu í íslensku þjóðfélagi.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa tvo þingmenn í viðbót til að kalla saman þing

Allir þingmenn stjórnarandstöðu hafa tekið undir kröfu Samfylkingarinnar um að Alþingi komi saman til fundar þann 29. desember. Þrjátíu þingmenn móta stjórnarandstöðu og þyrftu þannig aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að taka undir kröfuna svo að af þingfundi geti orðið. Þetta kemur fram í orðsendingu Oddnýjar Harðardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, til fréttastofu.

Innlent