Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Laun Katrínar Jakobsdóttur hækka um 73 þúsund krónur

Laun þingmanna og ráðherra hækka um 3,4 prósent um áramótin. Það þýðir hækkun um fjörutíu þúsund krónur á grunnþingafararkaup sem segir þó ekki nema hálfa söguna því um er að ræða prósentuhækkun sem leggst ofan á viðbætur sem þingmenn eru vegna formennsku í nefndum og þess háttar, sem er álag ofan á grunnþingfararkaupið.

Innlent
Fréttamynd

Jöfn skipting fæðinga­or­lofs - Jafn­réttis­mál

Fæðingaorlofsfrumvarp félagsmálaráðherra liggur fyrir Alþingi. Frumvarpið boðar 12 mánaða fæðingaorlof með jafna skiptinu milli foreldra og rétturinn skiptist þannig að sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig verði sex mánuðir.

Skoðun
Fréttamynd

Grýlur, mýtur og stjórnar­myndun

Ég tek eftir því að skeggræður eru hafnar um það hvernig ríkisstjórn menn vilja sjá að kosningum loknum. Þetta er ágæt umræða þótt enn flokkist hún undir samkvæmisleik, enda langt til kosninga.

Skoðun
Fréttamynd

„Alvarlegt hvernig farið er með Landspítalann“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir alvarlegt að gerð sé aðhaldskrafa á heilbrigðisstofnanir nú á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Formaður fjárlaganefndar segir að krónutölur þurfi að skoða í stærra samhengi hvað varðar aðhaldskröfur á Landspítalann. Hann vill að því verði hætt að setja almennar aðhaldskröfur og vill að tekin verði upp ný aðferðafræði í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Eitthvað er rotið í Danaveldi

Þingmenn Miðflokksins hafa á Alþingi lagt fram tillögu til þingsályktunar um að dómsmálaráðherra flytji frumvarp um breytingu á útlendingalögum með það að markmiði að hemja útgjöld ríkissjóðs til málefna hælisleitenda og auka skilvirkni í málsmeðferð.

Skoðun
Fréttamynd

Til­laga um gjaldfrjálsar tíðar­vörur felld á Al­þingi

Breytingartillaga Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka, við frumvarp til fjárlaga um að gera tíðarvörur aðgengilegar án endurgjalds fyrir tiltekna hópa var í dag felld á Alþingi með einu atkvæði. Þingmenn Vinstri grænna, fyrrverandi samflokksmenn Andrésar, greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Innlent
Fréttamynd

Við förum að lögum (auðvitað)

Fyrir tíu árum voru samþykkt lög á Alþingi sem skylduðu fyrirtæki með yfir 50 starfsmenn til að jafna hlut kynjanna í stjórnum þeirra. Markmiðin voru skýr.

Skoðun
Fréttamynd

„Vá stendur fyrir dyrum“

Stjórnvöld hafa ákveðið að draga hraðar úr losun gróðurhúsaloftegunda miðað við það sem áður var ákveðið. Formaður Samfylkingarinnar segir að markmiðin séu ekki fjármögnuð og spyr hvort um sé að ræða ódýrt kosningaloforð.

Innlent
Fréttamynd

Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður

Af hverju gengur mörgum drengjum svona illa að læra og miklu verr en stúlkunum? Er það vegna þess að þeir eru svona óþekkir og latir? Af hverju geta þeir ekki setið og hagað sér vel. Þá myndi allt ganga svo miklu betur?

Skoðun
Fréttamynd

Sér­hags­munir í „upp­hæðum“

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er með skipulögðum hætti að veikja ýmsar af mikilvægustu eftirlitstsstofnunum í íslensku samfélagi. Í júní í fyrra voru samþykkt lög sem veikja Fjármálaeftirlitið. Síðastliðið vor var Samkeppniseftirlitið veikt með lagasetningu og nú á að draga tennurnar úr Skattrannsóknarstjóra.

Skoðun
Fréttamynd

Hertar sóttvarnir hafi dregið úr bjartsýni

Gert er ráð fyrir um fimmtíu og sex milljarða króna meiri halla á næsta ári en kynnt var í fjárlögum í haust. Samkvæmt breytingatillögu meirihluta fjármálanefndar nemur hann nú um 320 milljörðum króna.

Innlent
Fréttamynd

Gera ráð fyrir 320 milljarða hallarekstri ríkissjóðs

Hallarekstur ríkissjóðs á næsta ári er áætlaður 10,4% af vergri landsframleiðslu að teknu tilliti til þeirra breytingatillagna sem meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerir grein fyrir í nefndaráliti við fjáraukalög sem dreift var á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót

Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn.

Innlent
Fréttamynd

Hinn grenjandi minni­hluti

Í umræðum um stofnun hálendisþjóðgarðs á Alþingi í gær voru flestir þingmenn sem tóku til máls andvígir stofnun hálendisþjóðgarðsins eða höfðu uppi verulega fyrirvara við stofnun garðsins.

Skoðun
Fréttamynd

Alþingismenn samstíga um kjarabætur til öryrkja

Fulltrúar allra flokka á Alþingi eru sammála um nauðsyn þess að frumvarp sem felur í sér fimmtíu þúsund króna eingreiðslu og hækkun skerðingamarka bóta öryrkja verði að lögum fyrir jól. Full samstaða á Alþingi er ekki algeng í málum sem þessum.

Innlent
Fréttamynd

244 grá­sleppu­sjó­menn vilja setja tegundina í kvóta

Grásleppusjómenn afhentu sjávarútvegsráðherra stuðningsyfirlýsingu í morgun við frumvarp hans um kvótasetningu grásleppuveiða. Ríflega helmingur leyfishafa grásleppuveiða skrifaði undir. Ráðherrann segir að þetta sýni þörfina á að breyta veiðistjórnun tegundarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Al­þingi og utan­ríkis­málin

Í framhaldi af greinum Vilborgar Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðings langaði mig að bæta við umræðuna um hlutverk Alþingis í utanríkismálum þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

54 milljónir í upp­sagnar­styrki, endur­ráða alla og fjár­festa í um 600 bílum

Bílaleigan Hertz ætlar að endurráða alla 66 starfsmenn fyrirtækisins sem var sagt upp í september. Fyrirtækið hefur fengið um 54 milljón króna ríkisstuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnafresti en starfsfólk vann allan uppsagnarfrestinn. Forstjórinn segir bílasölu og langtímaleigu hafa gengið vel og býst við að fjárfest verði í um 600 bílum á næstunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Útgöngubann – aldrei án aðkomu Alþingis

Ég skaust með grímuna út í Fjarðarkaup um daginn. Einu sinni sem oftar. Þegar ég kem að kjötborðinu stoppar maður mig með glaðsinna augu og grímuna á sínum stað og spyr hvernig það sé að vera á þingi á þessum tímum.

Skoðun
Fréttamynd

Móðurmissirinn hafi engin áhrif haft á kröfu um afsögn án tafar

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir ríkisstjórnina hafa misst fótanna í Landsréttarmálinu í fyrra og ætlað að láta það snúast um hana sem persónu. Það hafi ekki verið eitthvað sem hún hafi ætlað að sitja undir og því sagt af sér sem dómsmálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Ólögmætt uppgreiðslugjald

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt upp­greiðslu­gjald lánþega á lán­um sem tek­in voru hjá Íbúðalána­sjóði (ÍLS) á ár­un­um 2005-13 ólög­leg. ÍLS var óheim­ilt að krefja lánþega um greiðslu upp­greiðslu­gjalda þegar þeir greiddu lán sín upp.

Skoðun