Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir fundi opnum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. Viðskipti innlent 19. september 2019 12:00
Ekkert gerist Siðanefnd gerir ekki verulegt gagn ef sá einstaklingur sem siða á til tekur ekki mark á úrskurði hennar heldur snýr þóttafullur upp á sig. Skoðun 19. september 2019 08:00
Gefa ráðherra kost á að leggja til breytingar á áfengislöggjöf Svo kann að fara að ekkert þingmannamál um smásölu áfengis verði lagt fram á komandi þingvetri en fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um heimild til netkaupa á áfengi kann að hafa áhrif. Áætlað er að leggja frumvarpið fram á vorþingi. Ekki liggur fyrir hvort slíkt frumvarp fæst samþykkt í ríkisstjórn. Innlent 19. september 2019 06:15
ASÍ fer hörðum orðum um fjárlagafrumvarp stjórnvalda Miðstjórn ASÍ fagnar því að nú liggi fyrir nýjar tillögur stjórnvalda að breytingum á tekjuskattskerfinu en segir breytingarnar skila sér of seint í vasa launafólks. Innlent 18. september 2019 23:00
Þingmenn takast áfram á um formennsku Bergþórs utan vinnutíma Talsverður styr hefur verið á Alþingi vegna kjörs Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í formannssæti umhverfis- og samgöngunefndar í dag. Bergþór var kjörinn með tveimur atkvæðum Miðflokksins á meðan fulltrúar annarra flokka í nefndinni sátu hjá. Innlent 18. september 2019 22:00
Frumvarp myndi leyfa sölu á áfengi í netverslunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, áætlar að leggja fram frumvarpið í mars á næsta ári. Innlent 18. september 2019 19:45
Bergþór kjörinn formaður og iðrast enn hegðunar sinnar á Klaustur barnum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segist hafa reynt að læra af klaustursmálinu og takist vonandi að breyta sér og bæta. Hann var kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar í dag með atkvæðum Miðflokksins en fulltrúar annarra flokka sátu hjá. Innlent 18. september 2019 19:30
Bergþór kjörinn formaður með tveimur Miðflokksatkvæðum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins var nú fyrir skömmu kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar á fundi nefndarinnar sem hófst klukkan þrjú. Innlent 18. september 2019 15:41
Bergþór líklega kjörinn með tveimur atkvæðum Miðflokksins Líklegt er að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, verði kjörin formaður umhverfis- og samgöngunefndar með tveimur atkvæðum flokksins í nefndinni en fulltrúar allra annarra flokka sitji hjá. Innlent 18. september 2019 14:30
„Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda Innlent 18. september 2019 11:45
„Ekkert auðvelt að heyra hann kallaðan ómenni, viðbjóð, skíthæl, níðing og ofbeldismann“ "Pabbi hefur sjálfur sagt mér það að hann hefur grátið í koddann.“ Lífið 18. september 2019 10:00
Geðshræring á Alþingi vegna tvíbókunar þingmanna Öll gjöld sem ríkið leggur á eins og eldsneytisgjald, áfengisgjald og önnur gjöld hækka um 2,5 prósent milli ára samkvæmt bandormsfrumvarpi fjármálaráðherra sem hann mælti fyrir á Alþingi í dag. Innlent 17. september 2019 20:15
Miðflokkurinn myndi fagna uppstokkun á skipan nefnda Formaður þingflokks Miðflokksins segir flokkinn vilja standa við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannasembætta í nefndum Alþingis sem gert var eftir myndun ríkisstjórnarinnar. Innlent 17. september 2019 19:15
Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. Viðskipti innlent 17. september 2019 18:24
Snörp orðaskipti í þinginu vegna meints skipulagsleysis: „Forseti segir það sem hann vill segja og þingmenn hlusta“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um meint skipulagsleysi vegna þess að samgönguráðuneytið hafði boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins um endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og þingfundur stóð yfir í dag. Innlent 17. september 2019 14:37
Getur alls ekki hugsað sér að Bergþór verði formaður Björn Leví Gunnarsson segir að Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, ekki hafa gengist við orðum sem hann lét falla á Klausturbar. Birni Leví hafi því runnið blóðið til skyldunnar að segja eitthvað í morgun þegar stefndi í að Bergþór yrði skipaður formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Innlent 17. september 2019 10:18
Fundi umhverfis- og samgöngunefndar frestað í skyndi vegna óvæntrar uppástungu Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. Innlent 17. september 2019 10:16
Frumvarp um aukið eftirlit með barnaníðingum lagt fram í þriðja sinn Frumvarp til lagabreytinga er varða eftirlit með dæmdum barnaníðingum hefur verið lagt fram í þriðja sinn. Flutningsmaður frumvarpsins er sem fyrr Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Innlent 16. september 2019 19:45
„Ég finn til með háttvirtum þingmanni og skil sársaukann“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist finna til með þingmanni Viðreisnar sem ekki fær skýr svör við áformum tengdum samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 16. september 2019 18:30
Siðanefnd hafi „dæmt sig úr leik” með úrskurði sínum Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur ekkert athugavert við það að hún gegni formennsku í nefndinni þrátt fyrir að hún hafi verið fundin sek um brot á siðareglum. Innlent 16. september 2019 12:10
Forsætisráðherra og formaður Miðflokksins í Víglínunni Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. Innlent 15. september 2019 17:00
Flest málin endurflutt Langflest af þeim þingmannamálum sem lögð hafa verið fram á fyrstu dögum nýs þings eru endurflutt. Erfitt er að koma þingmannamálunum í gegn. Innlent 14. september 2019 09:00
Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. Innlent 13. september 2019 12:15
Þingmaður segir viðbrögð ríkislögreglustjóra óásættanleg Björn Leví segir Haraldar Johannessen vilja skjóta sendiboðann. Innlent 13. september 2019 10:22
Efast um forsendur fjárlaga Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu margir hverjir í gær hversu bjartsýnar forsendur fjárlaga væru. Samdrátturinn á næsta ári yrði að öllum líkindum meiri en menn gera ráð fyrir í fjármálaráðuneytinu. Innlent 13. september 2019 07:15
Ætlar ekki að þræta við Ingu Sæland um hver sé mesti öryrkinn á Alþingi Hörð orðaskipti voru á milli Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri Grænna, og Ingu Sæland, formanns Flokks Fólksins á meðan að umræður um fjármálafrumvarpið stóðu yfir á Alþingi í dag. Steinunn kvaðst ósátt með málflutning Ingu varðandi meintan forgang Alþingismanna í heilbrigðiskerfinu og sagði Alþingismenn ekki vera í keppni um hver væri mesti öryrkinn. Innlent 12. september 2019 18:59
Stjóri veðurstofnunar sem Sigmundur vitnaði í segir orð sín afbökuð Formaður Miðflokksins virðist hafa vitnað í umfjöllun erlendra miðla um viðtal við yfirmann Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Sá segir umfjöllunina valkvæða túlkun á því sem hann sagði og afstöðu hans. Innlent 12. september 2019 16:30
Andrés Ingi leggur fram frumvarp um snöggskilnað Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, ætlar að gera hjónum kleyft að krefjast strax lögskilnaðar. Innlent 12. september 2019 16:13
Helga Vala nýr formaður velferðarnefndar Alþingis Helga Vala tekur við af Halldóru Mogensen. Innlent 12. september 2019 14:12
Segja fjárlagafrumvarpið hlífa hátekjufólki og einkennast af óskhyggju og draumsýn Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2020 á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan segir það einkennast af draumsýn og óskhyggju. Innlent 12. september 2019 12:49