Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Ætla að starfa saman sem óháðir þingmenn utan flokka

Ólafur Ísleifsson, sem tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins eftir þingkosningar 2017, kveðst ætla að starfa áfram sem óháður þingmaður utan flokka en hann var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni síðastliðinn föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Það sem þjóðin vill ekki

Síðastliðinn laugardag héldu Íslendingar upp á hundrað ára afmæli fullveldisins í skugga frétta af ótrúlegu hátterni þingmanna á bar í nálægð við Alþingishúsið.

Skoðun
Fréttamynd

Segir þingfund hefjast á óhefðbundinn hátt

Fyrsti þingfundur eftir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins var gert opinbert verður í dag. Kollegar þeirra leita nú leiða til að koma þingmönnunum í skilning um að þeir verði að víkja.

Innlent
Fréttamynd

Jón Þór mun taka sæti á þingi fyrir Miðflokkinn

Varaþingmaður Miðflokksins, Jón Þór Þorvaldsson, mun taka sæti Bergþórs Ólasonar á Alþingi. Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu rétt í þessu. Jón Þór sat fyrr í dag fund með Bergþóri og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins þar sem farið var yfir stöðu mála í kjölfar Klaustursupptakanna.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin fagnaði fyrsta árinu

Ríkisstjórnin fagnaði því í dag að eitt ár er liðið frá því hún var mynduð. Forsætisráðherra segir stjórnina hafa áorkað miklu á fyrsta ári sínu og framlög til samfélagslegra verkefna hafi verið aukin um níutíu milljarða í tveimur fjárlögum hennar.

Innlent
Fréttamynd

Fögnuðu samstarfinu með skúffuköku og sörum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skar kökusneiðar og rétti kollegum sínum þegar ráðherrar úr röðum Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins fögnuðu eins árs samstarfi flokkanna í ríkisstjórn. Flokkarnir náðu saman um samstarf og kynntu fyrir ári.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Bragi segir engan þurfa að segja af sér

Þingflokksformaður Miðflokksins sér ekki ástæðu til þess að hann og aðrir verði að segja af sér þingmennsku vegna ummæla sinna um einstakar þingkonur þótt orðbrgað þeirra hafi verið þeim öllum til minnkunar.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra segir ummæli Miðflokksmanna dapurleg

Forsætisráðherra segir dapurlegt að skynja þau viðhorf sem fram komi í ummælum þingmanna Miðflokksins þegar varla sé liðið ár frá upphafi MeToo-umræðunnar þar sem konur í stjórnmálum meðal annarra stigu fram og greindu frá reynslu sinni.

Innlent
Fréttamynd

„Maður veit eiginlega ekki hvar mörkin liggja hérna“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að þeir þingmenn sem heyrast tala með niðrandi hætti um kollega sína á þingi á upptökum af Klaustur Bar fyrr í mánuðinum ættu virkilega að skoða hug sinn gagnvart því að segja af sér þingmennsku.

Innlent