Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Lýsti áhyggjum af umræðu um stjórnmál á samfélagsmiðlum

Forsætisráðherra vék að sundrandi stjórnmálaumræðu í fyrstu þjóðhátíðarræðu sinni í gær. Dýpri umræða eigi undir högg að sækja. Pólitískt umhverfi einkennist af því að samvinna og málamiðlanir séu orðinn löstur en ekki kostur. Stjórnmálafræðingur tekur að nokkru leyti undir og segir tilefni til að hafa áhyggjur.

Innlent
Fréttamynd

Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum

Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn

Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé.

Innlent
Fréttamynd

Þrautagangan

Þegar stjórnmálaflokkar með ólíkar áherslur fara í ríkisstjórnarsamstarf þurfa þeir vitanleg að ná málamiðlun í ýmsum málum.

Skoðun
Fréttamynd

Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu

Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Verndum störf á landsbyggðinni

Fyrir nokkrum dögum boðaði Landsbankinn styttingu afgreiðslutíma í ellefu útibúum á landsbyggðinni. Fjórtán starfsmönnum var sagt upp samhliða breytingunum.

Skoðun
Fréttamynd

Sjá til lands í viðræðum á þingi

Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mikil ólga innan grasrótar VG

Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag.

Innlent