Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Al­þingi veitir engum ríkis­borgara­rétt vegna tafa Út­lendinga­stofnunar

Al­þingi hyggst ekki veita neinum um­sækjanda ríkis­borgara­rétt fyrir ára­mót en 178 um­sóknir hafa borist lög­gjafanum. Á­stæðan er sú að Út­lendinga­stofnun hefur ekki af­hent for­unnin gögn sem eiga að berast nefnd sem ber á­byrgð á ferlinu með um­sóknunum. Sam­kvæmt venju eru um­sóknir af­greiddar fyrir ára­mót ár hvert en í þetta skipti verður það líklega ekki fyrr en í febrúar á nýju ári.

Innlent
Fréttamynd

Vilhjálmur með Covid-19

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og starfandi þingflokksformaður, er kominn með Covid-19. RÚV greindi fyrst frá. Þingmaðurinn greindist í gær og segir heilsuna mjög góða.

Innlent
Fréttamynd

Veiran heggur skarð í raðir ríkisstjórnar og Alþingis

Fámennt var á ríkisstjórnarfundi í morgun en þrír ráðherrar hafa greinst með kórónuveiruna og því er veiran búin að höggva töluvert skarð í raðir þingmanna. Forsætisráðherra segir stefnt að því að ljúka þingstörfum fyrir áramót í dag en atkvæðagreiðslur um tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar hófust í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Halda áfram með Allir vinna þrátt fyrir aðvaranir

Fjár­mála­ráðu­neytið telur að úr­ræðið Allir vinna geri ríkinu erfiðara fyrir að rétta við halla­rekstur sinn og veiki skatt­kerfið í heild sinni. Þrátt fyrir þetta verður úr­ræðið fram­lengt út næsta ár.

Innlent
Fréttamynd

Yngsti þingmaðurinn: „Engar áhyggjur mamma og pabbi“

Yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur sæti á Alþingi í dag, aðeins nítján ára að aldri. Hún segir langþráðan draum vera að rætast, þó foreldrum hennar hafi ekki litist á blikuna í fyrstu. Hún brennur fyrir loftslagsmálum og vill uppræta spillingu í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Yngst til að taka sæti á þingi

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, varaþingmaður Pírata, varð í dag yngsta manneskjan til að taka sæti á Alþingi Íslendinga. Gunnhildur Fríða er jafnframt fyrsta manneskjan sem fædd er á þessari öld til að taka sæti á þingi, en hún er nítján ára og 241 daga gömul. 

Innlent
Fréttamynd

Áskoranir og sóknarfæri 2022: Einstaklega mikilvægt að vel takist til við kjarasamningsborðið

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar eru sammála um að helstu áskoranir næsta árs snúi annars vegar að skynsamlegri lendingu við kjarasamningsborðið og hins vegar að því að atvinnulífinu sé gert auðveldara um vik að ná fyrri krafti eftir heimsfaraldurinn.

Innherji
Fréttamynd

Siglum báruna

Líf okkar allra hefur markast af kófinu síðastliðin tvö ár og því hefur fylgt gríðarlegt heilsufarslegt og efnahagslegt tjón. Þegar þetta er ritað eru tæplega sjö þúsund manns á landinu í einangrun eða sóttkví yfir jólin, langflestir með lítil eða engin einkenni.

Umræðan
Fréttamynd

Fjárlagafrumvarpið endurspegli svikin loforð

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar sé ekki mikið að marka loforð hennar. Frumvarpið markist af viðbragðsstjórnmálum en ekki sókn til varnar velferðinni. Stjórnarliðar segja frumvarpið sóknarfrumvarp á erfiðum tímum í miðjum faraldri.

Innlent
Fréttamynd

Há­skólinn og FS kaupa Bænda­höllina fyrir 4,9 milljarða

Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Megas eftir sem áður á heiðurs­launum lista­manna

Tónlistarmaðurinn Megas verður áfram á heiðurslaunum listamanna en til greina kom að hann yrði sviptur laununum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ekki verður fleirum bætt á lista yfir þá sem þiggja heiðurslaun listamanna.

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn vilji vita meira um á­stæður að­gerða hverju sinni

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 

Innlent
Fréttamynd

Heil­brigðis­vanda­málið fíkni­sjúk­dómar

Um þessar mundir er fjárlagafrumvarp ársins 2022 til umræðu á Alþingi. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, sendu inn umsögn um frumvarpið þar sem þau lýstu yfir miklum áhyggjum af framlögum til sín.

Skoðun
Fréttamynd

Kaldhæðni örlaganna hjá Viðreisn

Þingflokkur Viðreisnar lagði fram tímabæra beiðni á dögunum um sérstaka umræðu um sóttvarnir og frelsi í þinginu. Umræðan er langþráð á þeim vettvangi enda hefur það aldrei verið skrifað inn í starfslýsingu sóttvarnarlæknis að hann skuli einn meta hvort vegur þyngra, smitvarnir eða frelsi fólks.

Klinkið
Fréttamynd

Forseti Alþingis smitaður af Covid-19

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er smitaður af Covid-19. Hann er enn einn þingmaðurinn sem greinist með veiruna undanfarna daga.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lands­banki: Eftir hverju er að bíða?

Það var reglulega ánægjulegt að fylgjast með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra taka við verðlaunum fyrir viðskipti ársins að mati dómnefndar Innherja, nýs viðskiptamiðils Vísis.

Skoðun