Að losna undan kjaftaglaða samstarfsfélaganum Við höfum flest lent í þessu: Þekkjum einhvern sem við kunnum mjög vel við en á það til að tala of mikið. Og of oft og of lengi í senn. Sem getur verið mjög truflandi í vinnu. Atvinnulíf 7. október 2022 07:00
Stjórnvöld verða að fara að hlusta og atvinnulífið að verða háværara „Við þurfum að taka meira pláss og verða háværari. Það er hreinlega orðið aðkallandi fyrir atvinnulífið að menntastefnan og þarfir atvinnulífsins fari að falla betur saman,“ segir Hildur Elín Vignir stjórnarkona í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. Atvinnulíf 6. október 2022 07:00
Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Atvinnulíf 5. október 2022 07:02
40 ára plús: Myndir þú fá starfið þitt í dag ef það væri auglýst? „Eftir fertugt getur myndast ákveðin hætta á að fólk festist í ákveðnu fari eða fari að líða of vel í þægindahringnum, án þess að velta því fyrir sér hvort eitthvað þarfnist skoðunar, upp á framtíðar atvinnuhæfni“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi og margreyndur mannauðstjóri, til skýringar á því hvers vegna örnámskeiðið Ferillinn eftir fertugt miðast við fólk sem er fertugt eða eldri og vill skoða starfsferil sinn. Atvinnulíf 4. október 2022 07:00
„Það sem kemur mér endalaust á óvart aftur og aftur eru hæfileikar fólks.“ „Þegar talað er um nýsköpun hugsar fólk oftast til sprotafyrirtækja og þessara snillinga sem eru að gera svo frábæra hluti víða. Í stórum og rótgrónum fyrirtækjum fer líka mikil nýsköpun fram og það sem við erum að gera er að virkja þennan kraft,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. Atvinnulíf 3. október 2022 07:02
Kynntist konunni dansandi við lagið „Killing in the Name“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að í einhverjum brjálæðislegum draumi sæi hann frekar fyrir sér að vera rokkari en poppari. Aðalsteinn segist vakna seint og syfjaður enda fari hann of seint að sofa. Í skipulagi reynir hann að afgreiða flóknari mál á morgnana. Atvinnulíf 1. október 2022 10:01
Ísland í 22.sæti: „Komum okkur upp listann til hinna Norðurlandanna“ „Við þurfum að fara að líta á úrgang sem gull eða í það minnsta hráefni til nýtingar. Samkvæmt skýrslunni þurfum við Íslendingar til að mynda að ná tökum á raftækjaúrgangi. Við þurfum að endurnýta raftæki, láta gera við þau í stað þess að henda þeim og kaupa ný,“ segir Eva Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Podium meðal annars um það hvað þarf að fara að gerast hraðar á Íslandi svo Ísland standi ekki svona aftarlega á merinni þegar kemur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Atvinnulíf 30. september 2022 07:01
„Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Atvinnulíf 29. september 2022 07:01
Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. Atvinnulíf 28. september 2022 07:00
„Fannst ég þurfa að prófa eitthvað annað en það sem pabbi var að gera“ „Með náminu í Bandaríkjunum vann ég um tíma í starfsnámi í iðnaðarráðuneyti fylkisins og það fyrsta sem þeir sögðu mér að gera var að „fara þarna út og kanna hvað þetta internet væri; Hvort það væri kannski einhver business tækifæri í því,“ segir Friðrik Þór Snorrason forstjóri Verna trygginga og hlær. Atvinnulíf 27. september 2022 07:02
Útivistarkonan sem byrjar daginn á hugleiðslu í rúminu eða í baðinu Bára Mjöll Þórðardóttir, meðeigandi hjá Langbrók, byrjaði fyrir stuttu í jákvæðri sálfræði í EHÍ og segir það bestu ákvörðun sem hún hefur tekið um ævina. Bára er nátthrafn í svefnátaki sem finnst gott að hefja daginn með hugleiðslu. Atvinnulíf 24. september 2022 10:00
Starfsánægja: Vandinn vex þegar „hveitibrauðsdögunum“ er lokið Flestir starfsmenn eru ánægðir í starfinu sínu og það á þá helst við um smærri fyrirtæki. Sambandið við yfirmanninn skiptir mestu máli þegar spurt er um starfsánægju og margir vinnustaðir eiga erfitt með að halda starfsfólki ánægðu eftir að nýjabrumið í nýju starfi er farið. Atvinnulíf 23. september 2022 07:00
Umhverfisvænn byggingariðnaður: „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar“ „Það er á hreinu að kröfurnar verði meiri á næstu árum. Í Danmörku er til dæmis verið að setja í lög að hafa lífsferilsgreiningar á öllum nýbyggingum frá og með 1. janúar 2023 og bara tímaspursmál hvenær það verður komið í reglugerðir hér á landi,“ segir Emilía Borgþórsdóttir sérfræðingur umhverfismála hjá Húsasmiðjunni. Atvinnulíf 22. september 2022 07:01
Svansvottuð vinnuaðstaða ekki aðeins möguleg í nýbyggingum Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga. Atvinnulíf 21. september 2022 07:00
„Ég held við séum öll föst í að vera við sjálf“ „Sagan af Öskubusku er kannski besta dæmið. Um konu sem er í mjög slæmri stöðu en með nýjum kjól þá getur hún blekkt og orðið „önnur“ og nær sér í prinsinn og kemst út úr ósanngjörnum aðstæðum og bætir líf sitt stórkostlega,“ segir Linda Björg Árnadóttir doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún er að rannsaka félagsfræði tísku. Atvinnulíf 19. september 2022 07:01
Fyrrum stórstjörnur Google á Íslandi og einn í Mosó Á dögunum hittist hress hópur samstarfsfólks fyrirtækisins EngFlow á Íslandi. Gerðu sér glaðan dag á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík, tóku vinnudag og spjall, skelltu sér upp á Langjökul og í notalegheit í Kraumu í Húsafelli svo eitthvað sé nefnt. Atvinnulíf 18. september 2022 08:00
Velur oftast rangt nesti eða takkaskó til að setja í skólatöskurnar Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri segir mikla stemningu ríkja yfir komandi leikhúsvetri. Enda í fyrsta sinn í þrjú ár sem leikárið hefst án samkomutakmarkana. Atvinnulíf 17. september 2022 10:01
„Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“ „Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki. Atvinnulíf 16. september 2022 07:01
Hamingjuvikan framundan: „Þetta þarf ekki að vera flókið eða dýrt“ Í næstu viku er International Week of Happiness at work. Vikan hefst mánudaginn 19.september og lýkur 25.september. Atvinnulíf 14. september 2022 07:01
Jafnvægi heimilis og vinnu: Haustrútínan Jæja. Nú er nokkuð liðið frá því að skólarnir byrjuðu, flestir kláruðu fríin sín og vinnan farin aftur á fullt. Eða hvað? Atvinnulíf 12. september 2022 07:00
Forstjóri RB í hláturskasti yfir Snapchat myndbandi með filter Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna (RB) byrjar daginn á morgungöngu með Eldi hundinum sínum. Stundum hefur hún þó þá þegar þurft að fara yfir eitthvað vinnutengd ef eitthvað hefur gerst um nóttina. Atvinnulíf 10. september 2022 10:00
Að þekkja muninn á sérfræðingi og rugludalli Hafið þið ekki lent í því að vera að tala við einhvern sem virðist vita allt um einhver málefni, algjör sérfræðingur, en síðan kemur í ljós að viðkomandi veit lítið sem ekkert um hvað hann/hún er að tala? Atvinnulíf 9. september 2022 07:00
Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt „Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag. Atvinnulíf 8. september 2022 07:01
„Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær“ „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær og hélt að öll fyrirtæki Íslands biðu spennt eftir að fá mig heim. En það varð ekki alveg raunin,“ segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg í léttum dúr. Atvinnulíf 7. september 2022 08:00
Hvorki laun né kjarasamningar hjá stafrænu vinnuafli Það eru hvorki laun né kjarasamningar sem þarf að huga að hjá stafrænu vinnuafli. Því já, þið lásuð rétt: Stafrænt vinnuafl er orðið að veruleika. Atvinnulíf 6. september 2022 07:00
„Og þá var hætt að vera gaman í afmælinu“ „Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ tilkynnti mér eitt sinn að ég ætti Íslandsmet í að vinna til verðlauna í flestum íþróttagreinum,“ segir Valgeir Magnússon athafnamaður, öðru nafni Valli sport. Atvinnulíf 4. september 2022 08:00
Þetta endar örugglega skelfilega Það er alveg pottþétt að þetta fer ekki vel. Ekki séns að þetta gangi upp. Að fólki skuli detta í hug að gera þetta? Mun örugglega enda skelfilega. Atvinnulíf 2. september 2022 07:01
Skiptir miklu að hafa trú á sjálfum sér og því sem maður er að gera Tinna Proppé, framleiðandi hjá Saga Film, segir starfið sitt ólíkt öllum öðrum störfum undir sólinni. Atvinnulíf 31. ágúst 2022 07:00
Að endurnæra hugann: Zuckerberg hætti að hlaupa Mark Zuckerberg, eigandi Meta sem á Facebook og fleiri samfélagsmiðla, æfir á morgnana áður en hann mætir til vinnu. Í viðtölum hefur hann sagt að morgnarnir séu sá tími sem henti honum best. Atvinnulíf 29. ágúst 2022 07:00
Með bilað sjálfstraust og aldrei þá hugsun að gefast upp „Það hefur aldrei komið upp sú hugsun að gefast upp þannig að já, eflaust er ég bilaður í sjálfstraustinu. En ég er líka varkár og telst líklegast skringileg skrúfa sem nota bæði heilahvelin á víxl; Það skapandi annars vegar og tölurnar hins vegar. Og ef eitthvað hefur klikkað eða mistekist held ég að mér hafi oftast tekist að finna leiðina út úr því,“ segir Valgeir Magnússon athafnamaður með meiru. Atvinnulíf 28. ágúst 2022 08:01