Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 2-1 | KA-menn tryggðu sér sigur í neðri hlutanum KA vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti ÍBV í neðri hluta Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum tryggðu KA-menn sér efsta sæti neðri hlutans, en Eyjamenn eru hins vegar áfram í fallsæti. Íslenski boltinn 28. september 2023 20:33
„Við ætlum að berjast með hverjum blóðdropa“ „Það eru blendnar tilfinningar eftir þennan leik, mér fannst við hrikalega góðir hér í kvöld. Hugfarið og karakterin var upp á tíu og það sást langar leiðir að okkur langaði í þrjú stig,“ sagði Hermann Hreiðarson þjálfari ÍBV eftir 2-1 tap á móti KA á Greifavellinum í dag. Sport 28. september 2023 19:25
Enginn skjálfti í HK-ingum: Það situr enn í okkur að þeir hafi unnið deildina í fyrra HK mætir Fylki í kvöld í neðri hluta Bestu deildar karla en þetta er gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Bestu deildinni. Íslenski boltinn 28. september 2023 16:46
FH með flest karakterstig en Blikar á botninum FH-ingar eru með yfirburðarforystu á einum lista í Bestu deildar karla í fótbolta í sumar. Þeir hafa náð flestum stigum út úr leikjum þar sem þeir lenda undir. Íslenski boltinn 28. september 2023 14:40
Rúnar: Það er mikið í húfi og við þurfum að standa okkur KR-ingar heimsækja Stjörnuna í kvöld í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta og verða helst að vinna ætli þeir sér að vera með í Evrópukeppni næsta sumar. Íslenski boltinn 28. september 2023 14:15
Utan vallar: Á fleygiferð upp Rushmore-fjall íslenskra þjálfara Eftir erfiða og heldur sérstaka byrjun á þjálfaraferlinum er Arnar Gunnlaugsson sigurvegari íslensks fótbolta þessi dægrin. Víkingarnir hans hafa unnið sex af síðustu níu titlum sem í boði hafa verið. Liðið í ár er í umræðunni sem besta lið Íslandssögunnar og Arnar er á góðri leið með að klífa upp á topp Rushmore-fjalls íslenskra þjálfara. Íslenski boltinn 28. september 2023 10:01
Víkingar sektaðir um hundruð þúsunda króna vegna símtala Arnars Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur um 250 þúsund krónur vegna háttsemi Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, sem var í sambandi við starfslið sitt í gegnum síma í leik liðsins gegn Val þegar að hann tók út leikbann. Íslenski boltinn 27. september 2023 12:36
Úrslitaleikur Lengjudeildarinnar sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Laugardaginn 30. september mætast Vestri og Afturelding í hreinum úrslitaleik um hvort liðið fylgi ÍA upp í Bestu deild karla. Íslenskur Toppfótbolti, Lengjan og Sýn hafa náð samningum um að Stöð 2 Sport sýni leikinn og verður hann í opinni dagskrá í boði Lengjunnar. Íslenski boltinn 26. september 2023 13:00
Sjáðu mörkin úr toppslagnum, sýningu Eggerts, glæsimörkin í Árbænum og öll hin Breiðablik vann nýkrýnda Íslandsmeistara Víkings, 3-1, í lokaleik 24. umferðar Bestu deildar karla í gær. Íslenski boltinn 26. september 2023 10:00
Arnar um samskiptin við Óskar Hrafn eftir leik: „Ég fílaði þetta ekki“ Eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í gær lentu þjálfarar liðanna, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson, í orðaskaki. Arnar ræddi samskipti og ríginn milli þeirra í Stúkunni. Íslenski boltinn 26. september 2023 08:01
Höskuldur: Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna „Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna okkar og bara flott frammistaða“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Víkingi. Höskuldur skoraði annað mark leiksins og átti góðan leik á miðjunni hjá Blikum. Íslenski boltinn 25. september 2023 21:54
Arnar Gunnlaugs: Fer ekki upp úr rúminu á hverjum degi og hugsa um Breiðablik Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Víkings, ræddi við Stöð 2 Sport áður en leikur Víkinga og Breiðabliks hófst í Bestu deild karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli. Þar lét hann áhugaverð ummæli falla. Íslenski boltinn 25. september 2023 20:06
„Gæti ekki hugsað mér að vera neins staðar annars staðar“ Kári Árnason yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingum segir að samheldni innan félagsins hafi skilað því á þann stað sem það er í dag. Tímabilið karla- og kvennamegin hefur verið lyginni líkast. Íslenski boltinn 25. september 2023 19:31
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik 3-1 Víkingur | Nýkrýndir Íslandsmeistarar töpuðu á Kópavogsvelli Fráfarandi Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkinga á Kópavogsvelli í 24. umferð Bestu deildar karla. Blikar þurftu nauðsynlega á stigum að halda í baráttunni um Evrópusæti og tókst að tryggja sér öll þrjú stigin gegn erkifjendum sínum. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir berast inn á Vísi innan skamms. Íslenski boltinn 25. september 2023 18:30
Hallgrímur Mar búinn að jafna stoðsendingametið KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði í gær stoðsendingametið á einu tímabili í efstu deild þegar hann gaf sína þrettándu stoðsendingu í Bestu deildinni í sumar. Íslenski boltinn 25. september 2023 14:00
Allir titlarnir í sögu úrslitakeppninnar hafa unnist í sófanum Víkingar urðu í gær þriðja liðið á síðustu fjórum árum sem verður Íslandsmeistari í sófanum í úrvalsdeild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 25. september 2023 13:31
Sjáðu atvikið: Sindri slapp með gult eftir fólskulegt brot | „Eins og hver önnur líkamsárás“ Sindri Snær Magnússon, leikmaður Bestu deildar liðs Keflavíkur, getur prísað sig sælan með að hafa sloppið aðeins með gult spjald frá leik liðsins gegn HK í gær eftir groddaralega tæklingu á fyrirliða HK, Leifi Andra Leifssyni. Íslenski boltinn 25. september 2023 13:00
Víkingar bjóða upp á fría drykki á bílastæðinu við Kópavogsvöll Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í gær þökk sé hagstæðum úrslitum í leik KR og Vals en Víkingar ætla að halda upp á áfangann í kvöld þegar þeir heimsækja erkifjendurna í Breiðabliki. Íslenski boltinn 25. september 2023 12:31
„Mig langaði bara að verða Íslandsmeistari sem fyrst“ Birnir Snær Ingason er Íslandsmeistari í fyrsta sinn á ferlinum en Víkingar tryggðu sér titilinn í gær. Hann segir Víkinga mæta vel undirbúna til leiks gegn Blikum í kvöld. Fótbolti 25. september 2023 07:00
„Rosalega margt jákvætt fyrir KA sem kemur úr þessum leik“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var að vonum sáttur með góðan 4-2 sigur á Fylki í Árbænum nú í dag. KA-menn spiluðu flottan bolta og skoruðu fjögur glæsileg mörk. Hallgrímur segir að það hafi verið margt jákvætt sem kom út úr þessu leik fyrir sitt lið. Fótbolti 24. september 2023 20:39
Umfjöllun og viðtal: Fylkir - KA 2-4 | Árbæingum mistókst að slíta sig frá fallsætunum Fylkir tók á móti KA í annarri umferð neðri hluta Bestu deild karla nú í dag. Fyrir leikinn var KA með 32 stig í efsta sæti neðri hluta deildarinnar á meðan Fylkir var tveimur sætum neðar en þó aðeins einu stigi frá fallsæti. Svo fór að lokum að KA vann mjög góðan 4-2 sigur sigur og styrki stöðu sína í 7. sætinu í leiðinni. Íslenski boltinn 24. september 2023 19:00
„Ég mun líta í kringum mig og sjá Blikastuðningsmennina horfa aðeins á mig“ Danijel Dejan Djuric leikmaður Víkinga var byrjaður að hlakka til að tryggja sér Íslandsbikarinn á Kópavogsvelli gegn Blikum á morgun. Svo verður ekki því titillinn er í höfn eftir jafntefli KR og Vals í dag. Valsmenn geta nú ekki lengur náð Víkingum á toppnum. Fótbolti 24. september 2023 18:26
„Hefði verið að gaman halda mótinu aðeins lengur á lífi“ KR og Valur gerðu 2-2 jafntefli í annarri umferð í efri hluta Bestu deildar karla í dag. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var svekktur með að taka aðeins eitt stig úr leiknum í dag á Meistaravöllum. Fótbolti 24. september 2023 17:17
„Þeir munu standa heiðursvörð á morgun“ Víkingar urðu í dag Íslandsmeistarar í knattspyrnu án þess þó að spila. Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins segir tilfinninguna engu að síður jafn sæta. Fótbolti 24. september 2023 17:11
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - HK 2-1 | Fyrsti sigur Keflvíkinga síðan annan í páskum Keflvíkingar unnu ansi kærkominn sigur gegn HK 2-1 og eru enn á lífi í botnbaráttunni. Sami Kamel skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Þetta var fyrsti sigur Keflvíkinga í deildinni síðan í fyrstu umferð. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 24. september 2023 16:40
„Ótrúlega ljúf tilfinning að vinna loksins fótboltaleik“ Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var afar ánægður með 2-1 sigur gegn HK. Þetta var fyrsti sigur Keflvíkinga síðan í 1. umferð. Sport 24. september 2023 16:25
Umfjöllun og viðtal: KR - Valur 2-2 | Víkingar Íslandsmeistarar eftir jafntefli í Vesturbænum Víkingur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að KR og Valur gerðu jafntefli í Vesturbænum í dag. Valsmenn geta því ekki lengur náð Víkingum að stigum. Íslenski boltinn 24. september 2023 16:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 1-3 | Stjarnan komst upp fyrir FH í baráttunni um sæti í Evrópukeppni Stjarnan lagði FH að velli með þremur mörkum gegn einu þegar liðin áttust í 24. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í dag. Íslenski boltinn 24. september 2023 15:52
Birnir Snær: Þægilegra ef KR-ingarnir gera okkur greiða á eftir Þrátt fyrir að Víkingar eigi ekki leik fyrr en á morgun geta þeir sófameistarar í dag ef KR-ingar leggja Valsara að velli nú á eftir. Birnir Snær Ingason, leikmaður Víkings, segist bara vilja klára þetta en það yrði óneitanlega sætt að lyfta bikarnum í Kópavogi. Fótbolti 24. september 2023 12:58
Umfjöllun: ÍBV - Fram 2-2 | Mikil dramatík í botnslag í Eyjum ÍBV og Fram skildu jöfn í leik liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Íslenski boltinn 23. september 2023 16:15