FH rúllaði yfir KR að Ásvöllum í dag Kvennalið FH tryggði sér deildabikarmeistaratitilinn í b-deild þegar liðið skellti KR 5-1 að Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Íslenski boltinn 29. apríl 2012 23:20
Mist hetja Vals | Björk með þrennu Valur tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í framlengdum leik í Egilshöll. Mist Edvardsdóttir, miðvörður Vals, skoraði bæði mörk Valskvenna. Íslenski boltinn 27. apríl 2012 21:35
Stóraukin umfjöllun | Pepsi-mörkin í opinni dagskrá KSÍ, Ölgerðin og 365 miðlar undirrituðu í dag umfangsmikinn samning um Pepsi-deild karla og kvenna í knattspyrnu. Stöð 2 Sport mun bjóða uppá a.m.k. 23 beinar útsendingar frá Pepsi-deild karla á komandi keppnistímabili sem hefst 6. maí. Einnig verða beinar útsendingar frá völdum leikjum í Pepsi-deild kvenna, aðgengilegar öllum á Vísi.is. Fótbolti 25. apríl 2012 13:45
Sigurður búinn að velja hópinn fyrir stórleikinn gegn Belgíu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, tilkynnti í dag 18 manna leikmannahóp sem mun mæta Belgum ytra í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á miðvikudag eftir viku. Íslenski boltinn 26. mars 2012 14:23
Markaleysi og tvö töp í röð hjá Íslandsmeisturunum Íslandsmeistarar Stjörnunnar töpuðu 2-0 gegn Eyjakonum í viðureign liðanna í Lengjubikarnum en leikið var í Kórnum í gærkvöldi. Íslenski boltinn 24. mars 2012 11:00
Áfram á Stöð 2 Sport 365 miðlar hafa komist að samkomulagi við Sportfive um sýningarrétt frá leikjum Pepsi-deildar karla og kvenna sem og bikarkeppnum. Gildir samningurinn til næstu tveggja ára. Íslenski boltinn 10. mars 2012 09:25
Sigurður Ragnar: Viljum endurvekja U-23 lið Íslands Ísland hefur á morgun leik á Algarve-æfingamótinu í Portúgal og mætir geysisterku liði Þýskalands í fyrsta leik. Ísland komst alla leið í úrslitaleikinn á þessu móti í fyrra en tapaði þá fyrir Bandaríkjunum. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir að liðið sé veikara í ár en í fyrra. Íslenski boltinn 28. febrúar 2012 07:30
Hólmfríður og Kristín Ýr ætla að spila í norsku b-deildinni í sumar Hólmfríður Magnúsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir hafa ákveðið að spila með norska b-deildarliðinu Avaldsnes í sumar en þær voru í stórum hlutverkum hjá bikarmeisturum Vals í fyrrasumar. Íslenski boltinn 21. febrúar 2012 12:45
Systurnar eru eins og svart og hvítt Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir var í gær valin í A-landsliðshópinn fyrir Algarve-bikarinn en þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson velur hana í keppnishóp. Elísa mun hitta þar fyrir markadrottninguna og eldri systur sína Margréti Láru Viðarsdóttur sem er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi. Íslenski boltinn 21. febrúar 2012 08:00
Valur Reykjavíkurmeistari eftir stórsigur á Þrótti | Sjáið mörkin Valur varð í gærkvöld Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu kvenna eftir 5-0 sigur á Þrótti í lokaleik sínum í riðlinum. Liðið vann alla fjóra leiki sína á mótinu. Íslenski boltinn 20. febrúar 2012 09:45
Elín Metta með þrennu í sigri Vals á KR | Búin að skora 6 mörk í 2 leikjum Hin 16 ára gamla Elín Metta Jensen skoraði þrennu í 5-0 sigri Vals á KR í Reykjavíkurmóti kvenna í fótbolta en leikurinn fór fram í Egilshöllinni í dag. Rakel Logadóttir skoraði hin tvö mörkin. Þetta er önnur þrenna Elínar í röð en hún skoraði einnig þrjú mörk í 5-0 sigri á Fjölni á dögunum. Íslenski boltinn 5. febrúar 2012 21:55
Rakel byrjar vel með Blikum - skoraði tvö gegn FH Rakel Hönnudóttir byrjar vel með Breiðabliksliðinu í kvennafótboltanum en hún skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á FH í Faxaflóamótinu í dag. Rakel kom til Blika frá Þór/KA í vetur. Íslenski boltinn 4. febrúar 2012 17:51
Birna Berg spilar ekki í sumar - meinað að spila með landsliðum Íslands Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net. Íslenski boltinn 28. janúar 2012 14:07
Dóra María spilar í Brasilíu í vetur Landsliðskonan Dóra María Lárusdóttir hefur gengið til liðs við brasilíska félagið Vitoria de Santao Anta og mun leika með því þar til tímabilið hefst í Pepsi-deildinni í vor. Íslenski boltinn 11. janúar 2012 22:15
Laufey verður áfram með Valsliðinu næsta sumar Landsliðskonan Laufey Ólafsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við bikarmeistara Vals og mun spila með liðinu í Pepsi-deild kvenna næsta sumar. Íslenski boltinn 30. nóvember 2011 11:05
Rakel samdi við Breiðablik Breiðablik fékk góðan liðsstyrk í dag þegar landsliðskonan Rakel Hönnudóttir skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Rakel kemur til félagsins frá KA/Þór þar sem hún hefur verið í algjöru lykilhlutverki undanfarin ár. Missir Akureyrarliðsins er því mikill. Íslenski boltinn 18. nóvember 2011 16:50
Björk til liðs við Breiðablik Björk Gunnarsdóttir skrifaði í kvöld undir tveggja ára samning við Breiðablik en hún kemur til félagsins frá Val. Íslenski boltinn 7. nóvember 2011 21:51
Fyrirliði Fylkis farin í Val Laufey Björnsdóttir, fyrirliði Fylkis, hefur gert tveggja ára samning við bikarmeistara Vals en þetta kemur fram á fótbolti.net í kvöld. Laufey segist hafa valið Val yfir Breiðablik. Íslenski boltinn 31. október 2011 22:18
Búið að velja lið ársins í Pepsi-deildum karla og kvenna Það er búið að tilkynna hvaða 22 leikmenn komust í úrvalslið Pepsi-deildar karla og Pepsi-deildar kvenna en þetta var gefið út á verðlaunaafhendingu KSÍ í Laugardalnum þar sem að ekkert lokahóf fer fram í ár. Íslenski boltinn 20. október 2011 17:41
Þórarinn Ingi og Hildur efnilegust Efnilegustu leikmenn ársins í Pepsi-deild karla og kvenna eru að þessu sinni Þórarinn Ingi Valdimarson, ÍBV, og Hildur Antonsdóttir, leikmaður Vals. Íslenski boltinn 20. október 2011 17:29
Hannes Þór og Gunnhildur Yrsa valin best Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, voru í dag valin bestu leikmenn Pepsi-deildanna í árlegu kjöri leikmanna deildarinnar. Íslenski boltinn 20. október 2011 17:27
Valsstúlkur úr leik í Meistaradeildinni - myndir Knattspyrnuvertíðinni á Íslandi lauk formlega í gær þegar síðasta íslenska liðið féll úr leik í Evrópukeppni. Valur lá þá fyrir Glasgow City, 0-3, í Meistaradeild Evrópu. Íslenski boltinn 7. október 2011 06:00
KR-ingar búnir að finna þjálfara á kvennaliðið sitt KR-ingar hafa fundið eftirmann Björgvins Karls Gunnarssonar sem hætti með kvennalið félagsins á dögunum. Jón Þór Brandsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR og skrifaði hann undir þriggja ára samning í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu KR. Íslenski boltinn 2. október 2011 06:00
Tíu marka maður fjögur ár í röð Atli Viðar Björnsson hefur raðað inn mörkum í FH-liðinu undanfarin ár og hefur nú náð einstökum árangri í efstu deild á Íslandi. Atli Viðar er fyrstur til að ná fernunni – að skora tíu mörk eða fleiri fjögur sumur í röð. Íslenski boltinn 30. september 2011 08:00
Hlynur: Hélt að þær væru sterkari Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Þórs/KA, bjóst við meiru af Potsdam í Meistaradeildinni í dag. Potsdam vann leikinn 6-0 en þjálfarinn er stoltur af leikmönnum sínum. Íslenski boltinn 28. september 2011 18:32
Helena: Gaman að mæta góðum leikmönnum "Þetta var ógeðslega gaman," sagði Helena Jónsdóttir, markmaður Þórs/KA eftir leikinn gegn Potsdam í Meistaradeildinni í dag. Potsdam vann leikinn 0-6 á Akureyri. Íslenski boltinn 28. september 2011 18:22
Ísland bara með eitt lið í Meistaradeild kvenna á næsta ári Ísland verður bara með eitt lið í Meistaradeild kvenna á næsta ári en Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út þátttökulista fyrir næstu keppni í Meistaradeild kvenna. Nýkrýndir Íslandsmeistarar Stjörnunnar verða því einu fulltrúar Íslands í keppninni 2012-2013 en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn 27. september 2011 14:15
Hlynur tekinn við kvennaliði Breiðabliks Breiðablik gekk í gær frá ráðningu Hlyns Eiríkssonar sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Hlynur þjálfaði lið Þór/KA í Pepsi-deild kvenna á síðasta tímabili. Íslenski boltinn 24. september 2011 14:15
Þorlákur Árnason: Fyrst og fremst viðurkenning fyrir liðið sjálft "Þessi viðurkenning er fyrst og fremst fyrir liðið sjálft,“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, en hann var í dag valinn besti þjálfari umferða 10-18 í Pepsi-deild kvenna. Íslenski boltinn 12. september 2011 17:00
Birna Berg: Að velja íþrótt er eins og að velja á milli barna sinna „Þetta er bara frábær viðurkenning og ég er mjög ánægð,“ sagði Birna Berg Haraldsdóttir, markvörður ÍBV, en hún var valinn besti markvörður umferð 10-18 í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. Íslenski boltinn 12. september 2011 16:30