Sara Björk komin með næringarbakhjarl Landsliðskonan unga úr Breiðabliki, Sara Björk Gunnarsdóttir og EAS hafa undirritað samning til tveggja ára sem þýðir að EAS verður næringarbakhjarl Söru Bjarkar. Íslenski boltinn 1. maí 2009 13:30
Nýtt nafn verður skrifað á deildabikar kvenna í ár Það varð ljóst eftir undanúrslitaleiki Lengjubikars kvenna í gær að nýtt nafn verður skrifað á bikarinn í deildabikar kvenna en Stjarnan og Þór/KA tryggðu sér þá sæti í úrslitaleiknum sem fram fer í Kórnum á laugardaginn kemur. Íslenski boltinn 29. apríl 2009 11:00
Rakel Hönnudóttir verður með Þór/KA í kvöld Rakel Hönnudóttir er komin heim frá Danmörku og mun spila með Þór/KA í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í kvöld. Þór/KA mætir þá Breiðabliki í Boganum á Akureyri. Rakel hefur leikið með danska liðinu Bröndby undanfarna mánuði. Íslenski boltinn 28. apríl 2009 12:00
Pepsi-deildin næstu þrjú árin SportFive og Ölgerðin hafa skrifað undir styrktaraðilasamning um að Íslandsmótið í knattspyrnu, efsta deild karla og kvenna, beri nafn Pepsi næstu þrjú árin. Íslenski boltinn 27. apríl 2009 14:39
O'Sullivan rekinn frá KR vegna trúnaðarbrests Stjórn knattspyrnudeildar KR birti fréttatilkynningu nú seint í kvöld þar sem fram kemur að félagið hafi sagt upp samningi við Gareth O'Sullivan, þjálfara meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Íslenski boltinn 21. apríl 2009 22:26
O'Sullivan enn þjálfari KR Gareth O'Sullivan er enn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR en þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki að hann hafi hætt störfum hjá félaginu. Íslenski boltinn 18. apríl 2009 17:45
Berglind og Sara báðar með þrennu á móti KR Berglind Björg Þorvalsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir skoruðu báðar þrennu í Lengjubikar kvenna í kvöld þegar Breiðablik vann níu marka sigur á KR. Fótbolti 16. apríl 2009 22:57
Embla biður stuðningsmenn Vals afsökunar Embla Grétarsdóttir ætlar greinilega að gæta þess að byrja með hreint borð hjá stuðningsmönnum Vals eftir að hún skipti yfir á Hlíðarenda úr KR á dögunum. Íslenski boltinn 8. apríl 2009 09:38
Embla Grétarsdóttir í Val Embla Grétarsdóttir hefur ákveðið að ganga í raðir Vals eftir því sem fram kemur á heimasíðu KR og leikur því í rauðu í sumar. Íslenski boltinn 2. apríl 2009 14:34
Norðanstelpur tóku efsta sætið með stórsigri Þór/KA er komið á toppinn í A-deildinni í Lengjubikar kvenna í fótbolta eftir 4-0 sigur á Aftureldingu/Fjölni í Akraneshöllinni í kvöld. Íslenski boltinn 27. mars 2009 23:41
Valur og Breiðablik gerðu jafntefli í stórleiknum Valur og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í Egilshöllinni í kvöld í stórleik Lengjubikars kvenna. Liðin voru fyrir leikinn jöfn með fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum. Blikar eru þó á toppnum þar sem þær eru með betri markatölu. Íslenski boltinn 27. mars 2009 22:40
Embla: Þarf stundum að hugsa um sjálfan sig „Ég hef sett mér ákveðin markmið sem ég held að ég nái ekki með KR. Það er aðalástæðan fyrir því að ég hef ákveðið að söðla um og yfirgefa KR," sagði knattspyrnukonan Embla Sigríður Grétarsdóttir sem er á förum frá KR eftir 11 ára dvöl í Vesturbænum. Íslenski boltinn 27. mars 2009 14:36
Embla hætt í KR Embla Grétarsdóttir hefur tilkynnt forráðamönnum KR að hún sé hætt að spila með liðinu. Íslenski boltinn 27. mars 2009 09:15
Stjörnukonur skoruðu sex mörk á móti KR Stjarnan vann 6-1 stórsigur á KR í Lengjubikar kvenna í kvöld. Björk Gunnarsdóttir skoraði þrennu fyrir Garðabæjarliðið. KR-liðið hefur misst marga leikmenn frá því í fyrra á meðan að Stjörnuliðið hefur styrkt sig mikið. Íslenski boltinn 26. mars 2009 23:15
Reykjavíkurmeistaratitilinn undir í Egilshöllinni í kvöld Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar KR hafa mæst í mörgum úrslitaleikjum síðustu ár í kvennafótboltanum og fyrsti úrslitaleikur liðanna á nýju ári verður í Egilshöllinni klukkan 19.00 í kvöld. Íslenski boltinn 26. febrúar 2009 15:45
Guðný og Erna aftur inn í landsliðið Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið hópinn fyrir Algarve-bikarinn. Sport 25. febrúar 2009 13:09
Djurgården ekki búið að hafa samband Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, segir að sænska úrvalsdeildarfélagið Djurgården sé ekki búið að hafa samband við KR vegna Guðrúnar Sóleyjar Gunnarsdóttur. Íslenski boltinn 23. febrúar 2009 13:58
Prince æfir með KR Prince Rajcomar er kominn aftur til landsins og æfir þessa stundina með KR. Þetta staðfesti Rúnar Kristinsson í samtali við fréttastofu. Íslenski boltinn 4. febrúar 2009 17:59
Anna Björg semur við Fylki Anna Björg Björnsdóttir hefur samið við Fylki um að leika með liðinu á næsta tímabili. Hún lék áður með liðinu árin 2005 til 2007. Íslenski boltinn 16. desember 2008 10:50
Sigurður valdi 40 leikmenn í undirbúningshóp Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur tilkynnt sérstakan undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem hefst í ágúst á næsta ári. Íslenski boltinn 15. desember 2008 17:13
Ásta Árnadóttir til Svíþjóðar Ásta Árnadóttir er á leið til sænska liðsins Tyresö en frá þessu greinir vefsíðan Fótbolti.net. Ásta hefur verið lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Vals og í íslenska landsliðinu. Fótbolti 8. desember 2008 17:27
Keflavíkurkonur í Val Systurnar Björg Ásta og Guðný Petrína Þórðardætur hjá knattspyrnuliði Keflavíkur skrifuðu í dag undur tveggja ára samning við Íslandsmeistara Vals. Íslenski boltinn 8. desember 2008 15:15
Kvennalið Aftureldingar og Fjölnis sameinuð Afturelding og Fjölnir hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að félögin munu tefla fram sameiginlegu liði í úrvalsdeild kvenna á næstu leiktíð. Í samningi sem gildir í eitt ár er einnig að sendur verður sameiginlegur 2. flokkur kvenna. Íslenski boltinn 24. nóvember 2008 23:45
Hólmfríður til Kristianstad Hólmfríður Magnúsdóttir er orðin fjórði Íslendingurinn í herbúðum sænska liðsins Kristianstad. Hún tók þá ákvörðun í gær að ganga til liðs við félagið frá KR en Fótbolti.net greindi frá því. Fótbolti 21. nóvember 2008 09:09
Málfríður og Dóra María framlengja við Val Landsliðskonurnar Dóra María Lárusdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir hafa báðar framlengt samninga sína við Íslandsmeistara Vals í Landsbankadeildinni. Íslenski boltinn 16. nóvember 2008 16:14
Guðrún Sóley framlengir við KR Landsliðskonan Guðrún Sóley Gunnarsdóttir hefur framlengt samning sinn við KR um eitt ár. Guðrún á að baki 192 leiki með KR og gekk í raðir liðsins á ný fyrir síðustu leiktíð eftir að hafa verið á mála hjá Breiðablik í tvö ár þar á undan. Íslenski boltinn 15. nóvember 2008 14:02
Guðbjörg fer til Djurgården Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur samið við sænska stórliðið Djurgården en þetta var tilkynnt í kvöld. Hún mun formlega skrifa undir samninginn á næstu dögum. Íslenski boltinn 11. nóvember 2008 22:37
Margrét Lára vonast til að semja við Linköpings "Þetta var bara framar öllum vonum," sagði landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir sem var að koma heim eftir að hafa skoðað aðstæður hjá sænska liðinu Linköpings. Íslenski boltinn 11. nóvember 2008 16:42
Pála Marie framlengir við Val Pála Marie Einarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara Vals en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Nýr samningur hennar er til tveggja ára. Íslenski boltinn 10. nóvember 2008 17:59
Sara Björk semur við Blika Landsliðskonan efnilega Sara Björk Gunnarsdóttir hefur gengið formlega í raðir Breiðabliks. Sara lék með Kópavogsliðinu sem lánsmaður frá Haukum í sumar en hefur nú gert tveggja ára samning við Blika. Íslenski boltinn 7. nóvember 2008 17:28