Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Átta leikir í 10 marka mun eða meira

    Mikið hefur verið rætt að undanförnu um þá stöðu sem upp er komin í kvennafótboltanum hér á Íslandi. Nokkurrar óánægju gætir meðal stuðningsmanna, áhugamanna og jafnvel þjálfara liða í deildinni með mótafyrirkomulag Íslandsmótsins vegna þeirrar þróunar sem íþróttin hefur tekið.

    Sport
    Fréttamynd

    Blikastúlkur í víkíng

    Íslands- og bikarmeistarar Breiðabliks í kvennafótboltanum halda nú um verslunarmannahelgina til Austurríkis þar sem liðið mun taka þátt í Evrópukeppni félagsliða.

    Sport
    Fréttamynd

    Spennan að ná hámarki

    Spennan er að ná hámarki í toppbaráttu Landsbankadeildar kvenna í fótbolta en í gærkvöldi mættust tvö efstu liðin, Breiðablik og Valur. Valsstúlkur, sem verma toppsætið, höfðu fyrir leikinn í gær unnið alla leikina sína tíu í deildinni í sumar og hefðu með sigri getað nánast gulltryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

    Sport
    Fréttamynd

    Fékk gæsahúð þegar ég heyrði afmælissönginn

    Margrét Lára Viðarsdóttir hélt upp á tvítugsafmælið sitt með stæl í gærkvöldi þegar hún skoraði hvorki meira né minna en sjö mörk þegar Valur burstaði Fylki í Landsbankadeild kvenna. Hópur stuðningsmanna Valsliðsins söng afmælissönginn fyrir hana eftir leikinn, en Margrét skorar tæp þrjú mörk að meðaltali í leik í sumar sem er tölfræði sem hvaða handboltamaður gæti verið stoltur af.

    Sport
    Fréttamynd

    Margrét Lára skoraði sjö mörk á afmælisdaginn

    Valskonur halda uppteknum hætti í toppbaráttunni í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu og í kvöld valtaði liðið yfir Fylki 14-0 á Valbjarnarvelli. Margrét Lára Viðarsdóttir hélt upp á tvítugsafmælið sitt með því að skora 7 mörk í leiknum. Þrír aðrir leikir fóru fram í deildinni í kvöld.

    Sport
    Fréttamynd

    Sigurganga Vals heldur áfram

    Valsstúlkur halda áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna og í kvöld valtaði liðið yfir KA/Þór fyrir norðan 7-0. Á sama tíma lögðu Blikastúlkur Keflavík 3-0 í Kópavogi. Valur er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús, 27 stig úr 9 leikjum og Blikar í öðru sæti með 24 stig úr 10 leikjum.

    Sport
    Fréttamynd

    Blikar sigruðu KA/Þór

    Íslandsmeistarar Breiðabliks lögðu sameiginlegt lið KA og Þórs 3-0 norður á Akureyri í leik dagsins í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Erna Sigurðardóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir og Edda Garðarsdóttir skoruðu mörk Blika í dag og er liðið sem fyrr í öðru sæti Landsbankadeildarinnar, en norðanstúlkur í næst neðsta sæti.

    Sport
    Fréttamynd

    Blikar töpuðu í vesturbænum

    Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. KR-stúlkur unnu góðan sigur á Breiðablik 3-2 í vesturbænum, þar sem Fjóla Friðriksdóttir skoraði þrennu fyrir KR. Topplið Vals vann auðveldan 5-1 sigur á Stjörnunni á útivelli og Keflavíkurstúlkur völtuðu yfir lánlaust lið Fylkis 10-0. Valur er á toppi deildarinnar með 24 stig og Breiðablik í öðru, sex stigum þar á eftir.

    Sport
    Fréttamynd

    Ásta Árnadóttir best

    Í dag var tilkynnt hvaða leikmenn skipa úrvalslið fyrstu sjö umferðanna í Landsbankadeild kvenna. Ásta Árnadóttir úr Val var kjörin besti leikmaður fyrri helmings mótsins, Elísabet Gunnarsdóttir var kjörinn besti þjálfarinn og Valsmenn þóttu eiga bestu stuðningsmennina.

    Sport
    Fréttamynd

    Lessa til Fylkis

    Hinu unga úrvalsdeildarliði Fylkis í kvennaboltanum hefur borist góður liðsstyrkur, því hin bandaríska Christiane Lessa hefur gengið í raðir félagsins frá Haukum. Lessa er 24 ára gömul.

    Sport
    Fréttamynd

    Markaregn í kvöld

    Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld og ekki vantaði mörkin frekar en fyrri daginn. Valur valtaði yfir FH á útivelli 15-0, KR sigraði Fylki 11-0 og Keflavík sigraði Þór/KA 6-3.

    Sport
    Fréttamynd

    Margrét Lára skaut Keflvíkinga í kaf

    Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Valsstúlkur burstuðu lið Keflavíkur 7-0 og þar af skoraði markamaskínan Margrét Lára Viðarsdóttir fimm mörk. Valur er því enn í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir.

    Sport
    Fréttamynd

    Fullt hús hjá Valsstúlkum

    Valsstúlkur eru enn með fullt hús stiga í efsta sæti Landsbankadeildarinnar eftir 3-2 útisigur á KR í dag í hörkuleik. Þetta var fyrsti leikurinn í 5. umferð deildarinnar, þar sem Valur trjónir á toppnum með 15 stig eftir 5 leiki og markatöluna 29-3. KR er í 4. sætinu með 6 stig.

    Sport
    Fréttamynd

    Valsstelpur unnu toppslaginn stórt

    Valur vann toppslag Landsbankadeild kvenna gegn Breiðabliki 4-1 á Valbjarnarvelli í dag og er því áfram með fullt hús á toppnum. Þetta er fyrsta tap Breiðabliks í deildinni síðan í september 2004 en Blikastúlkur höfðu fyrir leikinn spilað 17 deildarleiki í röð án þess að tapa. Rakel Logadóttir skoraði tvö mörk fyrir Val og þær Málfríður Sigurðardóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu hin mörkin.

    Sport
    Fréttamynd

    Rakel búin að skora tvö mörk í toppslagnum

    Rakel Logadóttir er búin að koma Valsstúlkum í 2-0 í toppslag Landsbankadeildar kvenna milli Vals og Breiðabliks sem fram fer þessa stundina á Valbjarnarvelli í Laugardal. Rakel skoraði fyrra markið á 13. mínútu leiksins eftir góðan undirbúning Violu Odebrecht sem er að leika sinn fyrsta leik með Valsliðinu og seinna markið skoraði Rakel síðan á 30. mínútu eftir sendingu Dóru Maríu Lárusdóttur.

    Sport
    Fréttamynd

    KR-konur burstuðu botnlið FH

    KR-konur unnu sinn annan leik í röð í Landsbankadeild kvenna þegar þeir unnu stórsigur á botnliði FH, 0-9 í Kaplakrika í dag. KR-liðið sem tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í mótinu hefur þar með unnið tvo leiki í röð, en FH-liðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum með markatölunni 1-24. Olga Færseth skoraði þrennu fyrir KR-liðið í leiknum og þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir skoruðu tvö mörk hvor. Öll mörk Olgu komu á síðasta hálftímanum í leiknum.

    Sport
    Fréttamynd

    Markaveisla af bestu gerð

    Það var nóg af mörkum skorað í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Ótrúlegt en satt litu alls 29 mörk dagsins ljós í fjórum leikjum, og segir það meira en mörg orð um kvennaboltann hér á Íslandi.

    Sport
    Fréttamynd

    Stjarnan lagði KR

    Stjörnustúlkur lögðu KR 2-1 á heimavelli sínum í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valur burstaði Þór/KA 6-0, Fylkir sigraði FH 3-0 á útivelli og Breiðablik sigraði Keflavík 3-1 á útivelli. Breiðablik og Valur hafa fullt hús stiga eftir tvær umferðir, en KR og FH eru á botninum án stiga.

    Sport
    Fréttamynd

    Stjarnan yfir gegn KR

    Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Landsbankadeild kvenna. Stjörnustúlkur hafa yfir 1-0 gegn KR í rokinu á Stjörnuvelli, þar sem Helga Jóhannesdóttir skoraði mark heimamanna á 18. mínútu. Valur hefur yfir 4-0 í hálfleik gegn KA/Þór, Breiðablik leiðir 3-0 gegn Keflavík og markalaust er hjá FH og Fylki.

    Sport
    Fréttamynd

    Auðvelt hjá Blikastúlkum

    Íslandsmeistarar Breiðabliks hefja leiktíðina með glæsibrag í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu, en í kvöld vann liðið öruggan 4-0 sigur á KR á Kópavogsvelli. Á sama tíma burstuðu Valsstúlkur Stjörnuna 6-0, Þór/KA vann FH 4-2 fyrir norðan og Keflavíkurstúlkur lögðu Fylki í Árbænum 2-0.

    Sport
    Fréttamynd

    Stórleikur strax í fyrstu umferð

    Fyrsta umferð Landsbankadeildar kvenna fer fram í kvöld með fjórum leikjum og þar er er strax á dagskrá stórleikur Íslandsmeistara Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli. Leikir kvöldsins hefjast allir klukkan 19:15.

    Sport
    Fréttamynd

    Íslandsmeistararnir verja titla sína

    Í dag var haldinn árlegur kynningarfundur fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu þar sem forráðamenn, þjálfarar og fyrirliðar liðanna í Landsbankadeildinni spáðu í spilin fyrir komandi vertíð í sumar. Íslandsmeisturunum frá því í fyrra, FH og Breiðablik er spáð áframhaldandi velgengni í sumar.

    Sport
    Fréttamynd

    Ásthildur leikur ekki með Blikum í sumar

    Kvennalið Breiðabliks í Landsbankadeildinni hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku fyrir átökin í sumar, því ljóst er að landsliðskonan Ásthildur Helgadóttir mun ekki spila með liðinu í sumar. Ásthildur hefur náð samkomulagi við lið sitt Malmö í Svíþjóð um að leika áfram með liðinu, þrátt fyrir að vera áfram búsett hérlendis. Þetta kemur fram á heimasíðu Breiðabliks í dag.

    Sport
    Fréttamynd

    Spilað undir nafni ÍBV/Selfoss?

    Kvennalið ÍBV er í stökustu vandræðum með að finna stelpur til að spila fótbolta úti í Vestmannaeyjum. Svo gæti farið að ÍBV spili undir sameiginlegum merkjum liðsins og Selfoss undir nafninu ÍBV/Selfoss í Landsbankadeild kvenna í sumar.

    Sport
    Fréttamynd

    Spilar þrjá leiki fyrir Malmö

    Knattspyrnukonan Ásthildur Helgadóttir mun fljúga í þrígang utan til Malmö FF í Svíþjóð í vor og spila þrjá fyrstu leiki liðsins á komandi leiktíð.

    Sport
    Fréttamynd

    Annríki hjá Keflvíkingum

    Landsbankadeildarlið Keflavíkur í karla- og kvennaflokki gengu í dag frá samningum við hvorki meira né minna en fimmtán leikmenn í dag. Hjá karlaliðinu bar hæst að þeir Þórarinn Kristjánsson og Hörður Sveinsson sömdu við félagið, en talið var líklegt að Hörður kæmist að hjá liði erlendis.

    Sport
    Fréttamynd

    Ásthildur Helgadóttir á leið í Kópavoginn

    Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur boðað til blaðamannafundar í íþróttahúsinu í Smáranum nú klukkan fjögur síðdegis þar sem tilkynnt verður að besta knattspyrnukona landsins, Ásthildur Helgadóttir, muni ganga í raðir félagsins. Ásthildur hefur spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð undanfarið, en hefur hug á að ljúka ferlinum hér heima.

    Sport
    Fréttamynd

    KR-FH í 1. umferð

    Íslandsmeistarar FH heimsækja KR í Frostaskjól í 1. umferð Landsbankadeildar karla næsta sumar en dregið var í töfluröð landsleilda 2006 nú í dag. Í 1. umferð Landsbankadeildar kvenna hefja Blikastúlkur titilvörn sína með því að leika við KR.

    Sport
    Fréttamynd

    Fjölmiðlamenn ráku þjálfara

    Ólafur Jóhannesson þjálfari Íslandsmeistara FH í knattspyrnu karla segir að ýmsir blaðamenn hafi óbeint með skrifum sínum rekið knattspyrnuþjálfara úr störfum sínum í Landsbankadeildinni í sumar. Þetta sagði Ólafur í ræðu á formannafundi allra aðildarfélaga KSÍ sem fram fór á Hótel Nordica í morgun.

    Sport