Mercedes-Benz kynnir áætlun um raf- og vetnisvæðingu vörubifreiða Mercedes-Benz ætlar sér stóra hluti í framleiðslu á rafknúnum vörubílum á næstu árum. Mun framleiðsla hefjast á eActros vöruflutningabílnum árið 2021 en eActros verður með vel yfir 200 km drægni og er hann er hugsaður í vörudreifingu og þjónustu innan borgarmarka segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Bílar 1. október 2020 07:01
Mercedes-AMG barnakerrur og vagnar Mercedes-Benz hefur kynnt til sögunnar AMG barnakerrur og barnavagna. Um er að ræða endurhannaðar útgáfur af Avantgarde kerrum og vögnum. Bílar 30. september 2020 07:00
Polestar Precept fer í framleiðslu Polestar hefur staðfest að það standi til að smíða Precept bílinn, sem hingað til hefur einungis verið til sem hugmyndabíll. Bílar 29. september 2020 07:00
Framkvæmdastjóri Lamborghini tekur við Formúlu 1 Stefano Domenicali, framkvæmdastjóri Lamborghini og fyrrum liðsstjóri Ferrari liðsins í Formúlu 1 mun taka við framkvæmdarstjórastöðu hjá Formúlu 1 á næsta ári. Bílar 28. september 2020 07:01
Nýr Volkswagen ID.4 rafdrifinn fjölskyldubíll heimfrumsýndur Volkswagen kynnir ID.4 sem var nýlega frumsýndur á stafrænni frumsýningu á heimsvísu. Þetta er fyrsti alrafknúni sportjeppinn sem rúmar alla fjölskylduna frá Volkswagen. Hann er útblásturslaus og framleiddur með kolefnishlutlausu ferli. Bílar 25. september 2020 07:00
Rafbíllinn Mazda MX-30 verður forsýndur á laugardag Nýr Mazda MX-30 er 100% hreinn rafbíll verður forsýndur á laugardag í sýningarsal Mazda Bíldshöfða. Bílar 25. september 2020 05:00
Ætla að banna sölu nýrra bensínbíla í Kaliforníu Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, tilkynnti í dag áætlun um að banna sölu nýrra bensínbíla í ríkinu. Byrjað verður að draga úr sölu slíkra bíla og á sala þeirra að vera alfarið bönnuð árið 2035. Erlent 23. september 2020 23:50
Ódýrari Tesla á markaðinn „eftir um þrjú ár“ Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, kynnti í gær tækni sem hann segir að muni leiða til framleiðslu bæði ódýrari og öflugri rafhlaða fyrir bílana. Viðskipti erlent 23. september 2020 08:24
MG afhjúpar tengiltvinnbílinn HS Bílaframleiðandinn MG afhjúpaði í Lundúnum í gær fyrstu ljósmyndirnar af annarri bílgerð sinni sem framleiðandinn hyggst kynna í Evrópu. Um er að ræða tengiltvinnbíl sem verður viðbót við hinn 100% rafknúna ZS EV sem kom á markað á síðasta ári í völdum löndum Evrópu. Áætlað er að MG HS komi á Evrópumarkað á fyrsta ársfjórðungi 2021. Bílar 23. september 2020 07:00
Myndband: Næsta kynslóð af BMW 2 línunni á Nürburgring Næsta kynslóð af BMW 2 línunni mun verða kynnt eigi seinna en fyrir árslok 2021. Nýtt myndband hefur náðst af M útgáfunni sem líklega verður kölluð M240i á Nürburgring. Myndbandið má sjá í fréttinni. Bílar 22. september 2020 07:00
Volkswagen íhugar að selja Bugatti til Rimac fyrir lok árs Volkswagen Group ihugar að selja Bugatti vörumerkið til rafbílaframleiðandans Rimac fyrir lok árs. Salan á að vera liður í samþjöppun vörumerkja Volkswagen. Bílar 21. september 2020 07:01
Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. Erlent 18. september 2020 11:43
Hyundai innkallar 578 Santa Fe Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai á Íslandi um að innkalla þurfi 578 Hyundai undirtegund Santa Fe CM bifreiðar af árgerð 2005 - 2009. Viðskipti innlent 18. september 2020 09:01
BL sýnir sjö nýja bíla á Hólmavík og Ísafirði Söluráðgjafar BL leggja land undir fót um helgina þegar haldin verður bílasýning á alls sjö, nýjum fólksbílum, jepplingum og jeppum á Hólmavík og Ísafirði. Bílar 18. september 2020 07:00
Björgvin Páll fær Mercedes-Benz bifreið til að sinna forvarnarverkefni Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur sett af stað forvarnar- og fræðsluverkefni í grunnskólum landsins. Verkefnið ber nafnið Vopnabúrið og er fyrirlestrarröð fyrir nemendur, kennara og foreldra. Bílar 17. september 2020 07:00
Raf-Hummer með krabbatækni Nýr raf-Hummer sem kynntur verður í næsta mánuði er ætlað að keppa við Cybertruck frá Tesla. Bíllinn un koma með beygjum á öllum hjólum, hann getur því skriðið til hliðar eins og krabbi. Bílar 17. september 2020 06:00
Umferð um höfuðborgarsvæðið dróst saman í ágúst Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst dróst saman um rúmlega sjö prósent í ágúst síðastliðnum eftir því sem fram kemur í tölum frá Vegarðinni. Umferð í ágúst hefur ekki áður dregist jafnmikið saman á svæðinu. Bílar 15. september 2020 07:00
Volkswagen hefur afhendingar á ID.3 Á föstudag afhenti Volskwagen fyrsta ID.3 bílinn sem byggður er á MEB grunni. Bíllinn er tilraun Volkswagen til að keppa við aðra rafbíla í sama stærðarflokki. Bílar 14. september 2020 07:00
Innkalla Discovery-bíla BL hyggst innkalla um 160 Land Rover Discovery bíla af árgerð 2017 til 2019. Viðskipti innlent 11. september 2020 10:36
Aston Martin fær Sebastian Vettel til liðs við sig Racing Point liðið í Formúlu 1 mun skipta um nafn eftir yfirstandandi tímabil. Liðið mun þá kallast Aston Martin og miðað við fjárfestinguna sem er að eiga sér stað í innviðum og ökumönnum ætlar liðið sér stóra hluti. Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 mun koma til liðs við Aston Martin, frá Ferrari fyrir næsta tímabil. Bílar 11. september 2020 07:00
Nissan fagnar fimm hundruð þúsundasta Leaf-inum Starfsfólk bílaverksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi fagnaði því í vikunni þegar fimm hundraðasta eintakinu af rafbílnum Leaf var ekið af framleiðslulínunni. Bíllinn var afhentur eiganda sínum, Maríu Jansen, í Noregi í gær, í tilefni alþjóðadags rafbíla (World EV Day) sem var í gær, miðvikudag. Bílar 10. september 2020 07:00
FÍB skorar á stjórnvöld að innleiða reglugerð um takmarkanir á mengun frá bílum Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, skorar á íslensk stjórnvöld að innleiða Evrópu reglugerð um takmarkanir á mengun frá bílum. Innleiðingin hefur dregist úr hófi fram, sem gæti haft það í för með sér að framleiðendur selji ekki raf- eða hreinorkubíla hingað til lands og jafnvel ekki heldur til Noregs. Bílar 9. september 2020 07:00
Tveir af hverjum þremur bílum þurfi að vera hreinorkubílar fyrir 2030 Tveir af hverjum þremur bílum í umferðinni þurfa að vera orðnir hreinorkubílar fyrir árið 2030 svo Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Það kallar á um þrjú hundruð MW aukalega en það samsvarar orkuþörf um tveggja meðalstórra virkjana. Innlent 8. september 2020 14:53
Hyundai ætlar að framleiða 700.000 vetnisbíla fyrir 2030 Hyundai ætlar að stíga stór skref í þá átt að framleiða vetnisbíla á næstunni og ætlar sér að vera ljúka við framleiðslu á yfir 700.000 slíkum fyrir árið 2030. Hyundai áætlar að fjárfesta í vetnisbílum og þróun þeirra fyrir um sex milljarða punda á þessum áratug. Það samsvarar um 1100 milljörðum króna. Bílar 8. september 2020 07:00
Ný kynslóð af Mercedes-Benz S-Class frumsýnd Mercedes-Benz frumsýndi í gær nýja kynslóð af S-Class lúxusbílnum sem er án efa tæknivæddasti fjöldaframleiddi bíll heims. Hann er búinn ótrúlegum tæknibúnaði og getur ekið á sjálfstýringu að allmiklu leyti. S-Class er flaggskip fólksbílaflota Mercedes-Benz og mest seldi lúxusbíll heims síðan hann kom fyrst á markað árið 1972. Bílar 7. september 2020 07:00
Honda flutt á Krókháls 13 Honda umboðið hefur flutt á Krókháls 13 og mun deila nýlegu og glæsilegu húsnæði með Kia. Honda bílar verða með sér sýningarsvæði í húsinu sem er tæplega 4.000 fermetrar að stærð og þar verður m.a. að finna fullkomið þjónustuverkstæði sem verður fyrir Honda og Kia bifreiðar. Bílaumboðið Askja er með umboð fyrir bæði Honda og Kia sem og Mercedes-Benz sem er með höfuðstöðvar í næsta húsi á Krókhálsi 11. Bílar 4. september 2020 07:00
Fyrsti 100% hreini rafbíllinn frá Mazda Mazda MX-30, fyrsti 100% hreini rafbíll Mazda, er nú á leiðinni til Íslands og mun Brimborg bjóða hann með ríkulegum staðalbúnaði, víðtækri ábyrgð og innbyggðri varmadælu á verði frá 3.980.000 kr. Bílar 3. september 2020 07:00
Nýskráningum fólksbíla fækkar um 58% á milli mánaða Samtals voru nýskráðar 677 fólksbifreiðar í ágúst, þær voru næstum því 1000 fleiri í júlí eða 1606. Apríl og maí eru einu mánuðirnir þar sem færri nýskráningar fólksbifreiða hafa verið, það sem af er ári. Þær voru 451 í apríl og 606 í maí. Bílar 2. september 2020 07:00
Setti óstaðfest heimsmet í sandspyrnu Náði tæplega 196 kílómetra hraða á klukkustund innan hundrað metra. Innlent 1. september 2020 16:49
Forpantanir á fjórhjóladrifna Volvo XC40 rafmagnsjeppanum hófst í dag Brimborg byrjaði að taka við forpöntunum á ríkulega útbúinni R-Design útfærslu rafmagnsjeppans Volvo XC40 á miðnætti í nótt í Vefsýningarsal bílaumboðsins. Sýnis- og reynsluakstursbílar verða hjá Brimborg í nóvember og afhendingar til kaupenda hefjast vorið 2021. Bílar 1. september 2020 07:00