Mitsubishi hættir kynningu nýrra gerða í Evrópu Japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi hefur tilkynnt að hætt verði að kynna nýjar gerðir bíla í Evrópu, sem leið til að draga úr föstum kostnaði. Bílar 28. júlí 2020 07:00
Heimsins stærsta dráttarvél fær ný dekk eftir 43 ár á sama dekkjagangi Big Bud er átta hjóla dráttarvél, sú stærsta í heimi sem er notuð í landbúnaði. Myndband af dekkjaskiptunum má sjá í fréttinni. Bílar 27. júlí 2020 07:00
„Óþolandi umferðarteppur við Ölfusárbrú,“ segir forseti bæjarstjórnar Árborgar Miklar umferðateppur hafa skapast við Ölfusárbrú á Selfossi í sumar. Forseti bæjarstjórnar í Árborg segir málið óþolandi. Innlent 26. júlí 2020 12:10
Jaguar Land Rover hannaði snertilausan snertiskjá Jaguar Land Rover hefur hafið prófanir á snertilausum snertiskjá, snertiskjá sem notar gervigreind til að lesa úr skynjurum til að ákveða hvaða hluta af skjánum notandinn er að benda á. Á íslensku útleggst svona skjár sennilegast sem bendiskjár. Bílar 24. júlí 2020 07:00
Aukið úrval tengiltvinnbíla frá Mercedes-Benz Mercedes-Benz er í mikilli sókn í framleiðslu Plug-in Hybrid bíla. Úrval Mercedes-Benz tengiltvinnbíla hefur aldrei verið meira en nú. Þýski lúxusbílaframleiðandinn býður nú upp á alls 20 gerðir tengiltvinnbíla og sem eru búnir rafmagnsmótor og bensínvél. Bílar 23. júlí 2020 07:00
Ford smíðaði 1400 hestafla raf-Mustang Ford hefur undanfarið verið að prófa bíllinn sem skilar 1400 hestöflum frá sjö mótorum og er hannaður til að stunda drift akstur, spyrnu nú eða bara hvað annað sem hugurinn girnist. Hann er kallaður Mustan Mach-E 1400. Bílar 22. júlí 2020 07:00
BL nælir í markaðsstjóra frá Sjóvá Sigurjón Andrésson yfirgefur Sjóvá fyrir BL. Viðskipti innlent 21. júlí 2020 10:16
Skoda smíðar einstakan topplausan bíl Skoda hefur framleitt eitt eintak af Skoda Slavia. Slavia er topplaus, hannaður og smíðaður af nemendum, hann byggir á innblæstri frá Skoda frá 1957. Bílar 21. júlí 2020 07:00
Myndband: Mini John Cooper Works GP fer Nürburgring á 8:03 Væntingarnar voru miklar fyrir Mini John Cooper Works GP, jafnvel áður en hann var frumsýndur í nóvember síðastliðnum. Vélin, tveggja lítra, fjögurra strokka með forþjöppu, skilar 302 hestöflum. Þetta er því öflugasti og hraðskreiðasti Mini sem framleiddur hefur verið. Bílar 20. júlí 2020 07:00
Hyperion XP-1 vetnis-ofurbíll verður frumsýndur í ágúst Ameríska sprotafyrirtækið Hyperion ætlar að kynna vetnis-ofurbíl sem notast við tækni frá Nasa. Bíllinn verður kynntur í næsta mánuði. Hann er vistvænn en á að vera ógnar aflmikill. Bílar 17. júlí 2020 07:00
Fiat Chrysler og Peugeot sameinast í Stellantis Fiat Chrysler og Peugeot sömdu um jafnan samruna á síðasta ári sem mun búa til einn stærsta bílaframleiðanda í heimi. Markmiðið er að ljúka samrunanum snemma á næsta ári. Bílar 16. júlí 2020 07:00
Vökubíll sótti Vökubíl sem sótti skutbíl Bíll frá dráttarbílafyrirtækinu Vöku þurfti að sækja annað bíl frá dráttarbílafyrirtækinu Vöku í gær, en sá var að sækja bíl sem var ekki á vegum dráttarbílafyrirtækisins Vöku. Lífið 15. júlí 2020 11:28
Nýr Ford Bronco loksins frumsýndur Eftir 24 ára hlé þá hefur Ford Bronco snúið aftur. Eftirvænting var eftir formlegri frumsýningu bílsins í gær. Hann er nú kominn og fáanlegur bæði tveggja- og fjögurra dyra. Bílar 15. júlí 2020 07:00
Hvað er á bak við „hestaflið“ Hestafl er gjarnan notað til að lýsa afli véla eða mótora í bílum. Hvað eru hestöfl og hvernig eru þau mæld? Í fréttinni má finna myndband sem útskýrir hestöfl. Bílar 14. júlí 2020 07:00
Nissan Ariya rafbíllinn kynntur Nissan Ariya er rafjepplingur frá Nissan hann verður kynntur formlega á miðvikudag. Myndbönd af bílnum eru komin á Youtube-rás Nissan. Bílar 13. júlí 2020 07:00
Einn mikilvægasti bíll Aston Martin kominn í framleiðslu Framleiðsla á fyrsta Aston Martin DBX kláraðist í gær og mun afhending á fyrstu eintökunum hefjast seinna í júlí. Bíllinn er einn mikilvægasti bíll í sögu Aston Martin og miklar vonir eru bundnar við sölu á DBX. Bílar 10. júlí 2020 07:00
Hvað verður í nýjum Mercedes-Benz S-Class Nýr Mercedes-Benz S-Class er væntanlegur seinna á árinu. Spennan er yfirleitt gríðarleg þegar nýr S-Class er kynntur. Í S-Class er yfirleitt að finna nýstárlega tækni sem verður orðin staðalbúnaður í nýjum bílum eftir 10-15 ár. Bílar 9. júlí 2020 07:00
Audi Q4 Sportback E-tron verður sjöundi rafbíll framleiðandans Audi Q4 E-tron er væntanlegur á næsta ári og á að komast 500 kílómetra á hleðslunni. Audi áætlar að hafa 20 rafbíla í boði frá og með árinu 2025. Bílar 8. júlí 2020 00:00
Umferð jókst á höfuðborgarsvæðinu í júní Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,2 prósent í júní. Þetta er fyrsti mánuður þessa árs þar sem aukning verður miðað við sama mánuð í fyrra. Mesta athygli vekur að aukning á mánudögum stuðlar að því að um aukningu er að ræða. Bílar 6. júlí 2020 07:00
Kia efst í áreiðanleikakönnun J.D Power Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power. Þetta er sjötta árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power. Kia deildi efsta sætinu með Dodge að þessu sinni. Bílar 3. júlí 2020 07:00
Nýr Citroen C4 rafbíll Citroen kynnti á dögunum nýjan C4 sem mun koma sem hreinn rafbíll, auk þess að koma í bensín og dísel útgáfum. Þægindi voru sett í forgrunn þegar kom að hönnun bílsins, að sögn Citroen. Bílar 2. júlí 2020 07:00
Tesla tekur fram úr Toyota Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla er orðinn verðmætasti bílaframleiðandi heims. Tesla tekur þar með fram úr Toyota, þrátt fyrir að japanski bílaframleiðandinn framleiði þrjátíu sínnum fleiri bíla og sé með tíu sinni hærri tekjur en Tesla. Viðskipti erlent 1. júlí 2020 22:53
„Algjörlega galið“ að nýr eigandi bíls þurfi að greiða skuldir fyrri eiganda Formaður Neytendasamtakanna segir ný lög um ökurtækjatryggingar „algjörlega galin“ í framkvæmd Viðskipti innlent 1. júlí 2020 21:00
Volvo innkallar fleiri en tvær milljónir bíla vegna bílbeltagalla Sænski bílaframleiðandinn Volvo segist ætla að innkalla hátt í 2,1 milljón bifreiða um allan heim í varúðarskyni vegna mögulegs galla í bílbeltum í framsætum þeirra. Innköllunin er sú stærsta sem Volvo hefur ráðist í. Viðskipti erlent 1. júlí 2020 11:13
Hobby áfram næst mest nýskráða ökutækið Flestar nýskráð ökutæki í júní voru af gerðinni Toyota eða 105. Næst flest voru af Hobby gerð eða 77 og Suzuki kom í þriðja sæti með 70 nýskráð ökutæki. Toyota og Hobby vermdi tvö efstu sætin í maí líka. Bílar 1. júlí 2020 07:00
Formúlu 1 tímabilið hefst 3. júlí Kappakstursáhugafólk getur loksins farið að hlakka til. Formúla 1 hefst í næstu viku. Formúlan verður eingöngu sýnd hérlendis á Viaplay, með íslenskum lýsendum. Fyrsta keppnin, verður Austurríkiskappaksturinn á Red Bull brautinni 3.–5 júlí. Bílar 30. júní 2020 09:00
Vali á bíl ársins seinkað fram á vor Stjórn Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) hefur í ljósi aðstæðna tekið þá ákvörðun að gera breytingar á tilhögun varðandi val á bíl ársins á Íslandi. Valið verður fært til vormánaða, eins og áður var venja. Bílar 29. júní 2020 07:00
Mercedes-Benz E 63 fær nýtt útlit Mercedes-Benz E 63 hefur fengið nýtt útlit en þessi sportlegi fólksbíll úr AMG smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans hefur verið goðsögn síðan hann kom fyrst á markað árið 1986. Nýr E 63 býður upp á nútíma stíl og fágaðan sportleika og undir vélarhlífinni er gríðarmikið afl. Bílar 26. júní 2020 07:00
Rafknúni jepplingurinn MG ZS EV frumsýndur hjá BL BL við Sævarhöfða frumsýnir á laugardag milli kl. 12 og 16, rafknúna jepplinginn MG ZS EV sem fyrirtækið fékk nýlega umboð fyrir. MG ZS EV er boðinn í tveimur stöðluðum útfærslum, Comfort og Luxury. Á frumsýningunni verða reynsluakstursbílar til taks. Bílar 25. júní 2020 07:00
„Allir vinna“ nái til viðgerða á öllum skráningarskyldum ökutækjum Samiðn, Samband iðnfélaga, vill láta endurgreiða virðisaukaskatt vegna viðgerða á bifhjólum, hjólhýsum og tjaldvögnum auk bifreiða og annarra skráningarskyldra ökutækja. Bílar 24. júní 2020 07:00