Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

16% samdráttur í sölu nýrra fólksbíla í janúar

Um er að ræða rúmlega 16% samdrátt í sölu nýrra bíla í janúar í ár miðað við í janúar á síðasta ári. Í ár seldust 709 nýir fólksbílar í janúar en 846 árið 2019, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu.

Bílar
Fréttamynd

Árið 2020 hjá Brimborg

Gríðarlega spennandi ár er framundan hjá Brimborg að sögn Anítu Óskar Jóhansdóttur, markaðsstjóra Brimborgar. Hún segir mikla bjartsýni ríkja og að starfsfólk Brimborgar geti ekki beðið eftir að kynna allar nýjungarnar í merkjum Brimborgar sem væntanlegar eru á árinu.

Bílar
Fréttamynd

BL frumsýnir nýjan Nissan Juke

BL við Sævarhöfða frumsýnir á morgun, laugardag, á milli kl. 12 og 16, nýja og breytta kynslóð sportjeppans Nissan Juke. Bíllinn hefur tekið miklum útlitsbreytingum þar sem skerpt hefur verið á helstu megineinkennum í útliti jepplingsins.

Bílar
Fréttamynd

Euro NCAP aldrei prófað fleiri bíla

Evrópska öryggisstofnunin Euro NCAP, sameign evrópsku bifreiðaeigendafélaganna hefur greint frá því að árið 2019 hafi verið umfangsmesta ár sitt frá upphafi. Alls gengust 55 bílar undir próf samtakanna, bílarnir voru frá 26 framleiðendum.

Bílar
Fréttamynd

Styrkir til uppsetninga hleðslustöðva

Samkvæmt frétt á vef FÍB hafa styrkir upp á 19,5 milljónir króna verið veittir úr styrktarsjóði Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur. Styrkir eru veittir húsfélögum fjöleignarhúsa sem hafa sett upp helðslustöðvar fyrir rafbíla.

Bílar
Fréttamynd

Nýr Subaru Forester e-Boxer Hybrid

Nýr Subaru Forester með e-Boxer véltækni var kynntur hjá BL við Sævarhöfða um liðna helgi Forester er fyrsti bíll Subaru með þessari tækni þar sem tveggja lítra 150 hestafla bensín boxervél og 12 hestafla rafmótor við 118V rafgeymi.

Bílar
Fréttamynd

Árið 2020 hjá Öskju

Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Öskju ríir bjartsýni hjá fyrirtækinu sem nýlega bætti við sig umboði fyrir Honda. Að hans mati eru öryggi, sparneytni og meiri samskipti bíla við eigendur þau svið sem munu þróast hvað mest á næstu árum.

Bílar
Fréttamynd

Rafbílasýning hjá Öskju

Bílaumboðið Askja heldur Rafbíladag Kia í Kia húsinu að Krókhálsi 13, á morgun, laugardag klukkan 12-16. Þar verður lína vistvænna Kia bíla sýnd.

Bílar
Fréttamynd

Fisker Ocean mun hafa feiknamikið afl

Bandaríski rafbílaframleiðandinn Fisker hefur nú gefið út tölur yfir frammistöðu nýjustu afurðar sinnar, Ocean. Jepplingurinn mun fara úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst á innan við þremur sekúndum, það er öflugasta útgáfan.

Bílar
Fréttamynd

Jörðin opnaðist undir rútu

Hið minnsta sex eru látin og sextán slösuð eftir að rúta ók ofan í gríðarstóra holu, svokallaðan vatnspytt, sem myndaðist fyrirvaralaust á fjölfarinni götu í kínversku borginni Xining í gær.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti rafbíll Mini

BL við Sævarhöfða kynnti um helgina rafbílinn MINI Cooper SE sem er rafknúin útgáfa MINI Cooper S og fyrsti rafbíll framleiðandans.

Bílar
Fréttamynd

Trylltur Lamborghini til sölu

Venjulega væri sala á Lamborghini ekki fréttnæm. Þessi Lamborghini Espada frá 1968 sem er til sölu, þetta er enginn venjulegur Espada.

Bílar
Fréttamynd

Byltingarkenndur bíll frá Mercedes-Benz

Mercedes-Benz AVTR hefur verið kynntur til leiks, um er að ræða byltingakenndan hugmyndabíl frá þýska lúxusbílaframleiðandanum. Nafnið stendur fyrir Advanced Vehicle Transformation. Bíllinn lýsir framtíðarsýn Mercedes-Benz varðandi hönnun, aksturseiginleika og tækni.

Bílar
Fréttamynd

McLaren Speedtail skilar 1055 hestöflum

McLaren virðist kunna að tímasetja stóru kynningarnar. Þegar flestir voru á þeytingi að redda síðustu jólagjöfinni þá kynnti McLanre ótrúlegar niðurstöður prófana á McLaren Speedtail. Hann nær yfir 400 km/klst.

Bílar
Fréttamynd

Vill að óafsakanlegur flótti Ghosn verði rannsakaður

Dómsmálaráðherra Japan Masako Mori hefur fyrirskipað að rannsókn á flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann Nissan, frá landinu til Líbanon fari í hönd. Í Japan bíða Ghosn réttarhöld vegna meiriháttar misferlis í starfi.

Erlent