Potter-stjarna harmar hvernig fór með Rowling Daniel Radcliffe, stjarna kvikmyndanna um Harry Potter, segir að sér þyki ákaflega dapurlegt hvernig fór fyrir sambandi hans við J.K. Rowling, höfund Potter-bókanna, eftir að hann og fleiri leikarar lýstu sig ósammála henni um trans fólk. Bíó og sjónvarp 2. maí 2024 23:54
Gæsahúð og allur tilfinningaskalinn á forsýningu Mari Forsýning heimildarmyndinnar um hlaupadrottninguna Mari Jaersk fór fram fyrir fullum sal áhorfenda í Smárabíói í gær. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fjölmiðlakona fylgdi Mari eftir í heilt ár, fór með henni í mikilvægasta hlaup hennar til þessa í Þýskalandi og heimsótti SOS barnaþorpið í Eistlandi þar sem hún ólst upp. Bíó og sjónvarp 30. apríl 2024 13:47
Eltihrellirinn í Baby Reindeer íhugar að leita réttar síns Eltihrellirinn sem elti breska leikarann Richard Gadd á röndum fyrir um tíu árum síðan segist nú íhuga að leita réttar síns vegna sjónvarpsþáttaraðarinnar Baby Reindeer sem slegið hefur í gegn á Netflix. Hún segist hafa fengið líflátshótanir í kjölfar þáttanna. Bíó og sjónvarp 30. apríl 2024 10:24
Milljónir hafa horft á stikluna fyrir Snertingu Stikla fyrir kvikmyndina Snertingu var heimsfrumsýnd í vikunni og hafa frá því nærri átta milljónir horft á stikluna, þar af tæpar fimm milljónir á YouTube og rest á samfélagsmiðlunum X, Facebook og Instagram. Þá hefur íslenska útgáfan af stiklunni fengið yfir tvö hundruð þúsund spilanir. Lífið 27. apríl 2024 11:38
Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr Snertingu Stikla úr kvikmyndinni Snerting eftir Baltasar Kormák er komin út. Baltasar segist alltaf hafa verið meiri kitlumaður frekar en stiklumaður. Hann segist ekki geta beðið eftir að landsmenn fái loksins að bera myndina augum. Bíó og sjónvarp 24. apríl 2024 15:02
Frumsýning á Vísi: Segja þjóðinni loksins frá harðræðinu á vistheimilunum Þúsundir barna hafa verið vistuð á vegum hins opinbera á upptökuheimilum hér og þar um landið í gegnum tíðina. Í fyrsta sinn fær fólkið sem lifði af að segja þjóðinni frá því hvaða meðferð það sætti á vistheimilum í heimildaþáttunum Vistheimilin með Berghildi Erlu Bernharðsdóttur. Bíó og sjónvarp 23. apríl 2024 14:45
Ljósbrot meðal opnunarmynda í Cannes Nýjasta kvikmynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot, hefur hlotið þann heiður að vera opnunarmynd flokksins, Un Certain Regard, á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Bíó og sjónvarp 23. apríl 2024 08:22
„Enda hefði hún hreinlega ekki nennt að þræta við mig endalaust“ „Ég er að vinna í alls kyns verkefnum núna. Til dæmis að leggja lokahönd á framleiðslu Ráðherrans seríu 2 sem ég er mjög stolt af að hafa fengið að keyra áfram,“ segir Hlín Jóhannesdóttir framleiðandi með tilvísun í starf sitt hjá Saga Film. Atvinnulíf 22. apríl 2024 07:24
Hámhorfið: Hvað eru grafískir hönnuðir að horfa á? Enn einn sunnudagurinn runninn upp og úrvalið af sjónvarpsefni heldur áfram að aukast Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks í Hámhorfinu. Í dag er rætt við grafíska hönnuði sem luma á ýmsum góðum hugmyndum. Bíó og sjónvarp 21. apríl 2024 12:31
Cox segir Phoenix ömurlegan sem Napóleon Skoski leikarinn Brian Cox gefur lítið fyrir frammistöðu Joaquin Phoenix í kvikmynd Ridley Scott um Napóleon, sem var sýnd á síðasta ári. Bíó og sjónvarp 19. apríl 2024 12:30
Komu saman vegna þrjátíu ára afmælis Pulp Fiction Það vantaði ekki stórstjörnurnar þegar haldið var upp á að þrjátíu ár væru í ár liðin frá frumsýningu kvikmyndarinnar Pulp Fiction, eða Reyfara eins og myndin var nefnd á íslansku. Margir aðalleikara myndarinnar söfnuðust af því tilefni saman sérstökum viðburði TCM Classic Film Festival í í Chinese Theatre í Los Angeles í gær. Bíó og sjónvarp 19. apríl 2024 10:39
Á slóðum Arabíu Lárens með Anthony Hopkins Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari er nýlega kominn heim frá Ouarzazete í Marokkó þar sem hann dvaldi í tvo mánuði fyrr á þessu ári við tökur á stórmyndinni Mary. Hann segist þakklátur fyrir tækifærið og ekki síst að fá að leika á móti einum þekktasta leikara samtímans, Sir Anthony Hopkins en þeim er vel til vina eftir verkefnið. Bíó og sjónvarp 19. apríl 2024 07:00
Keanu Reeves mun leika helsta keppinaut Sonic Kanadíski leikarinn Keanu Reeves mun fara með hlutverk í þriðju myndinni um tölvuleikjapersónuna Sonic the Hedgehog. Hann mun talsetja einn helsta keppinaut Sonic, sem ber heitið Shadow. Bíó og sjónvarp 16. apríl 2024 15:42
Fyrsta plakatið og önnur kitlan úr Snertingu Snerting, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verður frumsýnd á Íslandi 29. maí næstkomandi. Önnur kitlan úr myndinni er komin í loftið. Bíó og sjónvarp 16. apríl 2024 13:46
Þurfum við að tala um endó? Endósamtökin og Silfra Productions frumsýna í dag, þriðjudaginn 16. apríl, nýja íslenska heimildarmynd um endómetríósu. Myndin er sýnd í Bíó Paradís og heitir: Tölum um endó. Þóra Karítas Árnadóttir leikstýrir myndinni. Skoðun 16. apríl 2024 09:02
„Stundum þarf enga bévítans heimild“ Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid veittu verðlaun í flokknum Heimildamynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Guðni notaði tækifærið og impraði á mikilvægi þess að geta heimilda og að hafa eitthvað fyrir sér. Eliza sagði hann yfirleitt skemmtilegri en þetta á laugardagskvöldum. Lífið 14. apríl 2024 14:28
Hámhorfið: Hvað eru landsliðskonur í knattspyrnu að horfa á? Sunnudagar eru uppáhalds dagar sumra sem njóta þess til dæmis að sofa út og kveikja svo á sjónvarpinu. Með offramboði af streymisveitum, þáttaseríum og kvikmyndum gætu sumir þó veigrað sér frá því að kveikja á imbanum sökum valkvíða. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks í Hámhorfinu þar sem ýmsar hugmyndir af sjónvarpsglápi koma fram. Bíó og sjónvarp 14. apríl 2024 12:31
Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur Kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut alls níu Eddur þegar á verðlaunafhending á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fór fram við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Myndin hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn, handrit, leikara og leikkonu í aðalhlutverki, auk þess að hreppa eftirsótta titilinn kvikmynd ársins. Menning 14. apríl 2024 08:09
Fylgdi Mari Jaersk á æskuslóðir: „Hann stakk hníf inn í lungun á pabba tvisvar“ „Mari er ein áhugaverðasta manneskja sem ég hef hitt á ævinni,” segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem er að leggja lokahönd á heimildarmynd um ofurhlauparann Mari Jaersk sem verður sýnd á Stöð 2 þann 1. maí næstkomandi, en Vísir frumsýnir hér fyrstu stikluna úr myndinni. Bíó og sjónvarp 12. apríl 2024 11:45
Rowling enn bitur út í Harry Potter-stjörnurnar Joanne Rowling, höfundur bókanna um galdradrenginn Harry Potter, er fjarri því búin að fyrirgefa aðalleikurunum úr kvikmyndunum um Potter fyrir að vera ósammála henni um trans fólk. Hún heldur áfram að lýsa trans fólki sem hættulegu konum. Bíó og sjónvarp 11. apríl 2024 23:13
Frumsýning á Vísi: Fyrsta kitlan úr Snertingu Snerting, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verður frumsýnd á Íslandi 29. maí næstkomandi. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem var mest selda bókin á Íslandi árið 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Bíó og sjónvarp 11. apríl 2024 13:14
Bridget Jones 4 kemur út á næsta ári Fjórða myndin um hina seinheppnu en elskulegu Bridget Jones fer brátt í framleiðslu. Áætlað er að myndin verði sýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum á sjálfan Valentínusardag strax á næsta ári. Bíó og sjónvarp 10. apríl 2024 10:16
Friðrik Þór fer fyrir dómnefnd á kvikmyndahátíð í Moskvu Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi mun fara fyrir dómnefnd á Alþjóðlegu Kvikmyndahátíðinni í Moskvu. Vestræni kvikmyndaiðnaðurinn hefur ákveðið að sniðganga keppnina að mestu leyti vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Innlent 9. apríl 2024 23:04
Mun túlka Springsteen Bandaríski leikarinn Jeremy Allen White, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Bear, mun túlka Bruce Springsteen í væntanlegri kvikmynd um stórsöngvarann. Bíó og sjónvarp 9. apríl 2024 08:49
Finna enn gríðarlega sterk áhrif Eurovision-myndarinnar Verkefnastjóri Húsavíkurstofu segir að ferðamennska hafi aukist jafnt og þétt í Húsavík frá útgáfu Eurovision-bíómyndarinnar og síðasta sumar sé það blómlegasta í sögu bæjarins. Hann vekur athygli á að fyrir hverja krónu sem notuð er til fjárfestingar í kvikmyndagerð hérlendis koma 6,8 krónur til baka. Bíó og sjónvarp 7. apríl 2024 18:32
Bein útsending: Mikilvægi og framtíð kvikmyndagerðar á Íslandi Menningar- og viðskiptaráðuneytið í samstarfi við Íslandsstofu og Kvikmyndamiðstöð Íslands stendur fyrir ráðstefnu um efnahagslegt mikilvægi og framtíð kvikmyndagerðar á Íslandi í Hörpu frá klukkan 15 til 17. Innlent 5. apríl 2024 14:30
Verður aftur laglega ljóskan Elle Woods Bandaríska leikkonan Reese Witherspoon hyggst bregða sér aftur í eitt af hennar langþekktustu hlutverkum, lögfræðingsins Elle Woods sem hún gerði ódauðlega í Legally Blonde kvikmyndunum. Í þetta skiptið verður um að ræða sjónvarpsþætti. Bíó og sjónvarp 5. apríl 2024 11:19
Svar Íslands og Sviss við Forrest Gump mætir á skjáinn Kalmann Óðinsson sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn mætir bráðum á skjá landsmanna en framleiðslufyrirtækið Kontent hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn af skáldsögunum um kappann sem skrifaðar eru af Joachim B. Schmidt. Leikstjóri þáttanna segist hafa haft seríuna í maganum allt frá því hann las bókina í fyrsta sinn. Bíó og sjónvarp 4. apríl 2024 07:00
Hámhorfið: Hvað eru prestar landsins að horfa á? Sunnudagar eru sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og má gera ráð fyrir því að margir nýti páskafríið í gott hámhorf. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks varðandi hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag, á páskadegi, fáum við að heyra frá nokkrum prestum landsins. Bíó og sjónvarp 31. mars 2024 11:31
Blendnar tilfinningar á frumsýningu Oppenheimer í Japan Stórmyndin Oppenheimer var frumsýnd í Japan í dag, rúmum átta mánuðum eftir að hún var heimsfrumsýnd. Skiptar skoðanir eru meðal japanskra bíógesta á myndinni. Bíó og sjónvarp 29. mars 2024 10:58